Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 HELGARBLAÐ Steindór fæddist að Steinum und- ir Austur-Eyjafjöllum og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann fór til Vest- mannaeyja ungur maður og starf- aði þar m.a. hjá Lifrarsamlaginu og hjá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þá hóf hann ungur að gera við bifreiðar og aðrar vélar og stundaði viðgerðir í Vestmannaeyjum. Auk þess var hann línumaður hjá Landssímanum af og til á sumrin og vann þá við símalagnir víða um land. Steindór flutti til Reykjavíkur 1939. Hann lauk bifreiðaprófi í Vestmanna- eyjum og hinu meira prófi þar 1929. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi í bifvéla- virkjun 1946. Steindór hóf störf hjá Landleiðum í Reykjavík og starfaði þar við viðgerð- ir á rútum fyrirtækisins á verkstæði þess við Suðurgötu í Reykjavík. Steindór var alla tíð mjög bók- hneigður, þekkti land sitt og sögu vel og var hafsjór af ýmsum þjóðlegum fróðleik. Fjölskylda Kona Steindórs var Þórunn Ólafía Benediktsdóttir, f. 24.6. 1912, d. 28.5. 1964, húsmóðir. Þórunn var dótt- ir Benedikts Einarssonar og Jónínu Guðmundsdóttur. Börn Steindórs og Þórunnar eru Grímur Marínó Steindórsson, f. 25.5. 1933, listamaður í Kópavogi, og eru börn hans Gríma Sóley Grímsdótt- ir, f. 9.6. 1974, og Jón Þór Grímsson, f. 27.4. 1975; Dóra Steindórsdóttir, f. 28.11. 1934, fyrrv. dagmóðir, bú- sett í Reykjavík en maður hennar er Þorvaldur Ingólfsson, fyrrv. starfs- maður í Straumsvík, og eru börn þeirra Steinunn Þorvaldsdóttir, f. 12.12. 1954, starfsmaður við heima- hjúkrun, Inga Hrönn, f. 21.3. 1960, hárskeri; Hrafn Steindórsson, f. 8.1. 1944, leigubifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Margréti Johnsen og er son- ur þeirra Jón Hlöðver Hrafnsson, f. 6.8. 1962, rannsóknarlögreglumaður á Selfossi. Systkini Steindórs eru öll látin. Þau voru Einar Jónsson, símvirki í Reykjavík; Guðjón Jónsson, skip- stjóri í Vestmannaeyjum; Magnús Jónsson, dó ungur; Bergþóra Jóns- dóttir, húsmóðir á Reykjum í Vest- mannaeyjum; Sigurjón Jónsson, leigubifreiðastjóri í Reykjavík; Guðni Jónsson, útgerðarmaður í Keflavík, faðir Karls Steinars, fyrrv. alþm. og forstjóra Tryggingastofnunar ríkis- ins; Guðmundur Jónsson, dó ungur. Foreldrar Steindórs voru Jón Ein- arsson, bóndi í Steinum undir Aust- ur-Eyjafjöllum, og Jóhanna Magnús- dóttir húsfreyja. Ætt Jón var bróðir Sigurveigar, ömmu Guðmundar verkfræðings og Jó- hannesar Einarssonar sem var for- stjóri Cargolux. Jón var sonur Einars, b. á Steinum Jónssonar, og Sigur- veigar Einarsdóttur, b. í Kerlingardal í Mýrdal, bróður Þorsteins, langafa Steinunnar, langömmu Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra. Einar var sonur Þorsteins, b. í Kerlingardal Steingrímssonar, bróður Jóns eld- prests. Móðir Jóns var Þórunn, systir Guðrúnar, ömmu Guðjóns Samúels- sonar, húsameistara ríkisins. Guðrún var einnig langamma Leifs Sveins- sonar lögfræðings, Haraldar Sveins- sonar, fyrrv. framkvæmdastjóra Árvakurs, og Sveins Björnssonar list- málara. Bróðir Þórunnar var Odd- ur, langafi Magnúsar Gústavsson- ar, fyrrv. forstjóra Coldwater. Bróðir Þórunnar var einnig Ólafur, langafi Georgs Ólafssonar, fyrrv. forstöðu- manns Samkeppnisstofnunar. Þór- unn var dóttir Sveins, b. í Skógum, bróður Árna, langafa Helga, afa Más Gunnarssonar, fyrrv. starfsmanna- stjóra Flugleiða. Sveinn var sonur Ísleifs, b. í Skógum Jónssonar, lrm. í Selkoti Ísleifssonar. Jóhanna Magnúsdóttir var systir Sigríðar, móður Magnúsar Á. Árna- sonar listmálara, Ástu málara og Ársæls, afa Ársæls Jónssonar lækn- is. Jóhanna var dóttir Magnúsar, b. í Tungukoti og á Arngerðarstöðum í Fljótshlíð Þorvaldssonar, hrepp- stjóra og ljósföður á Stóra-Klofa í Landsveit Jónssonar. Móðir Magnús- ar var Margrét Jónsdóttir, vinnukona á Leirubakka á Landi. Móðir Jóhönnu var Steinunn Gísladóttir, b. í Miðkoti Sveinssonar, b. í Stöðlakoti og á Arngerðarstöðum í Fljótshlíð Arnbjörnssonar, og Þór- nýjar Jónsdóttur. Móðir Steinunnar var Steinunn, dóttir Þorleifs Svein- björnssonar, og Bjargar Benedikts- dóttur, húsfreyju í Gerðarkoti. Steindór verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 11.3. kl. 13.00. Sveinn Björnsson FYRSTI FORSETI ÍSLENSKA LÝÐVELDISINS f. 27.2. 1881, d. 25.1. 1952 Sveinn fæddist í Kaupmanna- höfn en ólst upp í Reykjavík í foreldrahúsum í Ísafoldar- húsinu við Austurstræti sem nú hefur verið flutt út í Að- alstræti. Þar starfrækti faðir hans Ísafoldar- prentsmiðju og var með ritstjóraskrif- stofu sína. Þar var auk þess Morgunblaðið fyrst til húsa en Ólafur, bróðir Sveins, var ásamt Vilhjálmi Finsen stofnandi þess árið 1913. Sveinn var sonur hjón- anna Björns Jónssonar, rit- stjóra Ísafoldar, alþingis- manns og annars ráðherra Íslands, og k.h., Elísabetar Guðnýjar Sveinsdóttur hús- móður. Sveinn lauk stúdentsprófi aldamótaárið 1900 og hélt síðan til Kaupmannahafn- ar til að stunda laganám. Því lauk hann vorið 1907 og varð sama ár yfirréttarmála- flutningsmaður og 1920 varð hann hæstaréttarlögmaður. Á árunum 1907-20 rak Sveinn málaflutningsskrifstofu í Reykjavík. Hann var sett- ur málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1919. Þá var hann alþm. fyrir Sjálfstæðis- flokkinn eldri 1914-15 og síð- an fyrir Heimastjórnarflokk- inn 1919-20. Sveinn gegndi starfi sendiherra í Danmörku 1920-24 og aftur árin 1926- 41. Árið 1941 var Sveinn kjör- inn af Alþingi ríkisstjóri Ís- lands og þann 17. júni 1944 var hann kjörinn af Alþingi fyrsti forseti Íslands að Lög- bergi á Þingvöllum. Hann var tvisvar endurkjörinn án at- kvæðagreiðslu. Sveinn var í rauninni töluvert pólitískur forseti og hafði m.a. umtalsverð áhrif á mótun varnarmála og nýrrar utanríkisstefnu hér á landi með samskiptum sínum við Bandaríkjaforseta. Hann er eini forsetinn sem skipað hefur utanþingsstjórn en það gerði hann reyndar sem ríkis- stjóri, árið 1942. Sveinn starfaði einnig í bæjarstjórn Reykjavíkur og var formaður í ýmsum nefnd- um og samtökum. Til dæmis var hann einn af stofnendum Rauða kross Íslands og fyrsti formaður hans. Sveinn tók sér ættarnafnið Björnsson árið 1923. Sveinn skráði endurminn- ingar sínar sem gefnar voru út að honum látnum, 1957. Þá samdi Gylfi Gröndal bók- ina Sveinn Björnsson – ævi- saga. MINNING Steindór Jónsson BIFVÉLAVIRKI Í REYKJAVÍK MERKIR ÍSLENDINGAR f. 24.9. 1908, d. 16.2. 2010 MINNING Steingrímur Þórðarson FYRRV. AÐALBÓKARI ALÞÝÐUBANKANS f. 23.4. 1922, d. 16.2. 2010 Steingrímur fæddist á Ljósalandi í Vopnafirði og ólst þar upp. Hann lærði á orgel á unglingsárunum, lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri 1939 og stundaði síðar leiklistarnám við Leiklistarskóla Lár- usar Pálssonar. Steingrímur sinnti búrekstri að Ljósalandi, ásamt móður sinni og bróður, en flutti til Reykjavíkur 1946 og starfaði þar við Landsbankann á árunum 1946-63. Hann sinnti síð- an eigin rekstri, starfrækti söluturn við Bræðraborgarstíg í Reykjavík frá 1963 og rak síðan heildsöluna Fjar- val, var starfsmaður Sparisjóðs al- þýðu 1968-71, og var síðan aðalbók- ari Alþýðubankans 1971-84, er hann fór á eftirlaun. Eftir það tók hann að sér ýmis bókhaldsverkefni um árabil. Steingrímur lék með Leikfélagi Reykjavíkur um skeið. Hann lék m.a. aðalhlutverkið í hinni umdeildu kvikmynd Óskars Gíslasonar Ágirnd. Steingrímur var mikill áhuga- maður um tónlist, bjó yfir gríðarlegri þekkingu á klassískri tónlist, einkum óperum, átti mikið safn óperutón- listar og fylgdist vel með öllum veiga- miklum viðburðum í óperuheimin- um. Honum var sérstaklega annt um að börnin lærðu á hljóðfæri og rækt- aði mjög tónlistaráhuga barna sinna og barnabarna. Fjölskylda Steingrímur kvæntist 27.2. 1960 Höllu Eiríksdóttur, f. 8.7. 1924. For- eldrar hennar voru Eiríkur Bjarna- son, f. 21.3. 1895, d. 8.9. 1977, fram- kvæmdastjóri, og Else Andrea Figved, f. 27.7. 1901, d. 15.3. 1991. Börn Höllu og Steingríms eru Ei- ríkur Steingrímsson, f. 19.7. 1960, prófessor, en kona hans er Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 27.9. 1960, dósent, og eru dætur þeirra Inga Guðrún, f. 14.10. 1997, og Halla, f. 18.6. 2003; Þórður, f. 7.10. 1961, arkitekt, en kona hans er Guðbjörg Eysteinsdótt- ir, f. 7.10. 1961, tölvunarfræðingur, og eru dætur þeirra Halla, f. 11.6. 1988, og Gríma, f. 14.11. 1990; Esla Albína Steingrímsdóttir, f. 5.8. 1967, tann- læknir, en maður hennar er Hans Guttormur Þormar, f. 22.1. 1970, líf- fræðingur, og eru börn þeirra Eirík- ur Andri, f. 24.6. 1996, og Steinunn María, f. 21.11. 2000. Systkini Steingríms voru Jóhanna, f. 19.1. 1900, d. 10.12. 1969, sauma- kona í Reykjavík; Jónas, f. 21.1. 1901, d. 31.12. 1993, gjaldkeri Sjúkrasam- lags Akureyrar; María, f. 27.9. 1902, d. 21.6. 1934, vann við bústörf í Winni- peg; Ingibjörg, f. 27.11. 1904, d. 1.6. 1982, saumakona í Reykjavík; Hólm- fríður, f. 28.1. 1907, d. 24.7. 1999, saumakona í Reykjavík; Sigríður, f. 19.4. 1908, d. 8.5. 1997, húsfreyja á Refstað í Vopnafirði; Guðrún, f. 3.10. 1909, d. 3.9. 1997, verslunarmaður í Reykjavík; Sigvaldi, f. 27.12. 1911, d. 16.4. 1964, arkitekt í Reykjavík; Helgi, f. 24.10. 1915, d. 9.6. 2006, bóndi á Ljósalandi; Guðbjörg, f. 24.7. 1918, d. 20.2. 2010, kennari, lengi búsett í Stokkhólmi. Foreldrar Steingríms voru Þórður Jónasson, f. 13.6. 1867, d. 3.3. 1938, bóndi á Ljósalandi, og Albína Jóns- dóttir, f. 17.6. 1874, d. 9.5. 1966, hús- freyja. Ætt Þórður var sonur Jónasar, b. á Sel- ási í Víðidal Guðmundssonar, b. á Refsstöðum Jónssonar. Móðir Guð- mundar var Ingibjörg Magnúsdóttir, sýslumanns á Geitaskarði Gíslason- ar, biskups á Hólum Magnússon- ar. Móðir Magnúsar var Ingibjörg Sigurðardóttir, lögsagnara á Geita- skarði Einarssonar, biskups á Hólum Þorsteinssonar. Móðir Ingibjargar Magnúsdóttur var Helga Halldórs- dóttir, stiptsprófasts á Hólum Jóns- sonar, og Salvarar Þórðardóttur, próf- asts á Staðastað Jónssonar, biskups á Hólum Vigfússonar. Móðir Þórðar á Ljósalandi var María, langama Gríms Valdimars- sonar, formanns Ármanns. María var dóttir Guðmundar, b. á Efri-Þverá í Vesturhópi Skúlasonar, bróður Sveins, langafa Helga Þorláksson- ar sagnfræðings. Móðir Maríu var Júlíana Steinsdóttir Bergmanns, b. á Þorkelshóli Sigfússonar Bergmanns, b. á Þorkelshóli, ættföður Berg- mannsættar. Albína var dóttir Jóns, b. á Ljósa- landi, Kristjánssonar, b. á Hrauni í Aðaldal, Sigmundssonar, b. á Breiðu- mýri, Markússonar, b. Þorvarðs- sonar. Móðir Jóns á Ljósalandi var Guðrún Jónsdóttir, b. á Hamri, Ein- arssonar, b. á Vindbelgi, Vigfússonar. Móðir Albínu var Jóhanna Jó- hannesdóttir, b. í Skógum í Öxnadal, Þórarinssonar, b. í Lóni, Guðmunds- sonar, b. á Keldunesi, Guðmunds- sonar, prests á Þönglabakka, Þorláks- sonar. Móðir Þórarins var Ingunn Pálsdóttir, b. á Víkingavatni, Arn- grímssonar, sýslumanns á Laugum, Hrólfssonar. Móðir Jóhönnu var Þor- björg Sigvaldadóttir, b. í Hafrafells- tungu, Eiríkssonar, b. á Hauksstöð- um, Styrbjarnarsonar, b. á Sleðbrjóti, Þorsteinssonar. Útför Steingríms fór fram frá Foss- vogskirkju í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.