Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 FRÉTTIR KEYPTU UNDIRGEFNI STJÓRNMÁLAMANNA Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum eru Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans mestu fjáraflamenn íslenskra stjórnmálamanna vegna prófkjara og kosninga- baráttu á árunum 2005 til 2007. Steinunn Valdís Óskarsdóttir þáði alls 3,5 milljónir króna úr sjóðum Landsbankans á sama tímabili. Rannsóknarnefnd Alþingis gagn- rýnir siðferði íslenskra stjórnmála harðlega. Árið 2006 var ásókn frambjóðenda og stjórnmálamanna í fjárframlög vegna prófkjara og kosningabaráttu mikil. Í byrjun ársins 2007 tóku gildi ný lög um fjármál stjórnmálaflokka og einstakra frambjóðenda sem í senn takmörkuðu frjáls framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum og skylduðu flokka og frambjóðendur til þess að gera grein fyrir fjármálum sínum á gagnsæjan hátt. Skýrsla rannsóknarnefndar Al- þingis tekur sérstaklega á framlögum frá bönkum árið 2006. Sjálfstæðis- flokkurinn þáði samtals 43 milljón- ir króna, Samfylkingin 26 milljónir og Framsóknarflokkurinn tæpar 17 milljónir. Samtals eru þetta um 86 milljónir króna. Árin 2006 og 2007 létu Kaupþing og Landsbankinn umtalsvert fé af hendi rakna til einstakra frambjóð- enda. Landsbankinn útdeildi 23,5 milljónum króna og Kaupþing 10,5 milljónum króna. Glitnir hafði fyrir reglu, að minnsta kosti í bankastjóra- tíð Bjarna Ármannssonar, að styrkja ekki einstaka frambjóðendur heldur aðeins flokka. Með þeim fyrirvörum að gögn rannsóknarnefndar Alþingis hafi ekki með öllu verið tæmandi er ljóst að bankarnir styrktu þrjá stjórnmála- flokka; Sjálfstæðisflokkinn, Sam- fylkinguna og Framsóknarfokkinn og einstaka frambjóðendur þess- ara flokka um samtals 120 milljónir króna yfir áðurgreint tímabil. Vert er að taka fram að í skýrsl- unni er einvörðungu fjallað um framlög og styrki frá bönkunum en ekki öðrum fyrirtækjum. „Helsjúkt kerfi“ „Það er alvarlegt mál í lýðræðisríki þegar almannaþjónar mynda fjár- hagsleg tengsl með þessum hætti við fjármálafyrirtæki,“ segir í skýrslu siðfræðihóps rannsóknarnefndar Al- þingis. Hópurinn tók skýrslu meðal annars af Styrmi Gunnarssyni, fyrr- verandi ritstjóra Morgunblaðsins. Styrmir hefur að nokkru leyti gert grein fyrir því hvernig persónuleg- ar skuldir hans voru notaðar til að sveigja hann til hlýðni við forystu flokksins skömmu fyrir þúsaldamót- in, meðal annars af þáverandi for- manni Sjálfstæðisflokksins Davíð Oddssyni. DV hefur einnig greint frá því hvernig Kjartan Gunnarsson, þá- verandi framkvæmdastjóri flokksins, Björn Bjarnason og fleiri tóku undir í andróðri gegn ritstjóranum. Styrmir Gunnarsson sagði í skýrslutöku hjá siðfræðihóp rann- sóknarnefndarinnar að þingmenn- irnir hefðu fæstir skilið hvað var að gerast. „Svo má ekki gleyma því að þessir menn þeir þurftu að leita til þessara peningamanna um stuðning í prófkjörum. Og flokkarnir þurftu að leita til þeirra um stuðning fyr- ir kosningar. Þetta er auðvitað rosa- lega stór partur af öllu dæminu og þess vegna stóðu þingmenn ekkert upp. Þess vegna komu þeir ekkert í þinginu og fluttu ræður í þinginu um að það væru einhver vandamál um bankana eða vandamál í efnahags- málum. Ég held að þetta sé partur af skýringunni. Þetta er náttúrlega hel- sjúkt kerfi þetta prófkjörskerfi, þetta er bara hneyksli.“ Tugmilljóna kosningabarátta einstaklinga Styrkjakóngurinn í því yfirliti sem hér er birt er Guðlaugur Þór Þórð- arson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. Á árunum 2005 til 2007 aflaði hann nærri 25 milljóna króna. Þótt hann haldi því sjálfur leyndu fyrir Ríkisendurskoðun hvaða fyrirtæki hafi styrkt hann á umræddu tíma- bili kemur fram í samkeyrslu gagna á vegum rannsóknarnefndar Alþing- is að hann þáði að minnsta kosti 1,5 milljónir króna frá Landsbankan- um. Þá hefur einnig verið upplýst að hann tók við 2 milljónum króna frá Baugi árið 2006. Þess má geta að Guðlaugur Þór háði dýra prófkjörs- baráttu gegn Birni Bjarnasyni í okt- óber 2006 þar sem hann hafði betur og lenti í sætinu á eftir Geir H. Haar- de. Björn þáði sjálfur 1,5 milljónir króna frá Landsbankanum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingunni, aflaði samtals nærri 13 milljóna króna hjá fyrirtækjum á umræddu tímabili, annars vegar fyr- ir borgarstjórnarkosningarnar árið 2006 og síðar fyrir alþingiskosning- arnar vorið 2007. Steinunn Valdís er jafnframt sá stjórnmálamaður sem aflaði mestra fjármuna hjá bönkun- um, samtals 3,5 milljóna króna hjá Landsbankanum. Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, er fast á hæla henni með 3 milljónir króna sem skiptast jafnt milli Kaup- þings og Landsbankans. Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðis- flokki, og stuðningsmenn hans öfl- uðu nærri 15 milljóna króna á um- ræddu tímabili, þar af er að sjá sem aðeins 1 milljón króna sé tengd bönkunum eða Samson ehf. Gísli Marteinn Baldursson er fjórði aflahæsti styrkþeginn á tíma- bilinu með um 10,5 milljónir króna. Hann lætur ekkert uppi um hvaðan peningarnir eru komnir. Í gögnum sem hann skilaði til Ríkisendurskoð- unar kemur fram að fjögur fyrirtæki styrktu hann um 1 milljón króna eða meira hvert. Heimildir eru fyrir því að Gísli Marteinn hafi þegið styrk frá Landsbankanum. Æ sér gjöf til gjalda Í skýrslu siðfræðihóps rannsóknar- nefndar Alþingis segir að svo virðist sem íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki þegið boðsferðir frá bönkunum í miklum mæli. Þess er þó getið að Gísli Marteinn hafi sem borgarfull- trúi þegið laxveiðiferð til Rússlands í boði Glitnis sem farin var árið 2007 eins og DV hefur greint frá. Í gögnum rannsóknarnefnd- arinnar kemur fram að Björn Ingi Hrafnsson hafi þegið 2 milljóna króna styrk frá Kaupþingi fyrir borg- arstjórnarkosningarnar 2006. DV upplýsti í fyrra að Björn Ingi þáði einnig 2 milljóna króna styrk frá Baugi. Þá fer sögum af háum fram- lögum til hans frá félögum í eigu Pálma Haraldssonar á þessum Nafn Flokkur Heildarupphæð Greinargerð frambjóðanda Greinargerð rannsóknarnefndar Alþingis o.fl. Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokkur 24,8 millj. Nafnleynd fyrirtækja Kaupþing 1,0 millj. Landsbanki 1,5 millj. Baugur 2,0 millj. sbr. DV 2009 Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokkur 14,5 millj. Exista 3,0 millj. FL Group 1,0 millj. Samson 1,0 millj. Atorka 1,0 millj. Steinunn Valdís Óskarsdóttir Samfylking 12,8 millj. Landsbanki Íslands 3,5 millj. Baugur 2,0 millj. FL Group 2,0 millj. Nýsir 1.0 millj. Gísli Marteinn Baldursson Sjálfstæðisflokkur 10,4 millj. Nafnleynd fyrirtækja Engar nánari upplýsingar Dagur B. Eggertsson Samfylking 5,6 millj. Enginn hærri en 0,5 millj. Gefur upp styrkveitendur Ragnheiður E. Árnadóttir Sjálfstæðisflokkur 5,3 millj. Nafnleynd fyrirtækja Kaupþing 250 þús. Landsbanki 300 þús. Baugur 250 þús. sbr. DV 2009 Þorgerður Katrín Gunnarsd. Sjálfstæðisflokkur 5,0 millj. Exista 1,5 millj. Kaupþing 1,5 millj. Landsbankinn 1,5 millj. Sigurður Kári Kristjánsson Sjálfstæðisflokkur 4,6 millj. Nafnleynd fyrirtækja Landsbankinn 750 þús. Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokkur 4,2 millj. Nafnleynd fyrirtækja Hanna Birna Kristjánsdóttir Sjálfstæðisflokkur 4.0 millj. Landsbanki Íslands 0,5 millj. Kaupþing 100 þús. Helstu fjáraflamenn í röðum stjórnmálamanna 2005 til 2007 JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Niðurstöður siðfræðihóps rannsóknarnefndar Alþingis: 1 Styrkja þarf faglegt bakland stjórnkerfisins til að auðvelda stjórnmálamönn-um að sækja sér hlutlæga ráðgjöf og fá áreiðanlegar upplýsingar. Þar með væri jafnframt dregið úr líkum á illa grunduðum ákvörðunum stjórnvalda. 2 Setja þarf skýrar reglur um styrki til stjórnmálamanna og um gegnsæi í bókhaldi stjórnmálaflokka. 3 Leita þarf leiða til þess að draga skýrari mörk á milli fjármálalífs og stjórn-mála. Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins. 4 Stjórnmálaflokkar þurfa að vanda mun betur til stefnumótunar svo kjósend-ur átti sig betur á þeim valkostum sem þeir standa frammi fyrir. Úr siðfræðihluta skýrslunnar Styrkjakóngurinn Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans öfluðu um 25 milljóna í kosningasjóði hans. Nær fimmtungur kom frá Baugi, Kaupþingi og Landsbanka. Styrkjakóngurinn Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans öfluðu um 25 milljóna í kosningasjóði hans. Nær fimmtungur kom frá Baugi, Kaupþingi og Landsbanka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.