Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 HELGARBLAÐ Einn af hverjum tíu íslenskum drengjum verður fyrir kynferðislegri misnotkun. Stundum eru karlmenn gerendur, stund- um konur. Helgarblað DV ræddi við þrjá hugrakka karlmenn sem hafa skelfilegar sögur að segja. Einn viðmælenda blaðsins segir óþolandi að karlkyns fórnarlömb kynferðisofbeldis séu stimplaðir gerendur. Um 17% barna á Íslandi verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Samtökin Blátt áfram blása til átaks gegn kynferðis- legu ofbeldi gegn börnum og hvetja alla til að tala opinskátt um misnotkun því það sé þögnin sem drepur. Var refsað fyrir að segja frá Íslenskur karlmaður sem varð fyrir kynferðislegu of- beldi þegar hann var barn vildi helst deyja þar til hann fékk viðeigandi hjálp. Ég var fjögurra, fimm ára þegar ég varð fyrir kynferðisof- beldi,“ segir íslenskur karl- maður sem vill ekki láta nafns síns getið en verður kallað- ur Óli í þessu viðtali. Sem barn bjó Óli ásamt fjölskyldu sinni í Njarðvíkum, í afar lít- illi íbúð. Hann segir alls kyns menn hafa vanið komur sín- ar á heimilið og að einn þeirra hafi borgað honum fyrir kyn- ferðislega greiða. „Maður var auðveld bráð. Við áttum enga peninga en þarna fékk ég seðla. Þetta komst svo upp þegar pen- ingarnir fundust. Þá sagði ég frá en var sagður ljúga og var refsað harkalega fyrir,“ segir Óli en bætir við að móðir hans hafi verið sú eina sem hafi trú- að honum. „Hennar viðbrögð voru á þann veg að hún trylltist og ég gerði mér ekki grein fyr- ir því fyrr en mörgum árum síð- ar að líklega hefur hún lent í ein- hverju sjálf.“ Misnotkunin hætti þeg- ar Óli flutti frá Njarðvík en þá var skaðinn skeður. Hann gat ekki einbeitt sér í skóla, lenti í einelti og óreglu. „Ég átti mjög erfitt með að tengj- ast fólki og sá lítinn tilgang með lífinu. Ég harkaði af mér og var tilfinningalaus gagnvart öllu. Svona gekk þetta í átta, níu ár. Ég upp- lifði mikla sjálfseyðingar- hvöt og vildi helst deyja, hafði sífelldar sjálfsvígshugs- anir og lang- aði ekkert að vera til, fannst ég heimskur og vitlaus – skíturinn undir skónum hjá öðrum.“ Gat ekki skipt um bleiu Í dag hefur Óli verið edrú í 26 ár sem hann segir hafa bjargað lífi sínu. „Ég ákvað að hvíla mig á drykkjunni og fór í meðferð en í sporakerfinu var ég ekki að ná sama bata og aðrir. Ég var alltaf hræddur, gifti mig og klúðraði því og vissi ekkert hvernig mér átti að líða,“ segir hann og bætir við að þeg- ar hann hafi orðið faðir hafi hann far- ið að gruna að það væri eitthvað al- varlegt að honum. „Ég gat ekki skipt um bleiu á börnunum mínum. Fannst eins og ég væri að gera eitthvað rangt. Á AA-fundi sagði ég frá hvernig mér leið og var vísað til sálfræðings. Þar var ég spurður af hverju í ósköpunum ég væri að ræða eitthvað sem gerðist fyr- ir langa löngu. Hvaða máli þetta skipti í dag,“ segir Óli og bætir við að slíkur hafi hugsunarhátturinn verið þarna árið 1988. Á AA-fundinum var kona frá Stíga- mótum sem benti honum á að van- líðanin gæti stafað af kynferðislegri misnotkun í æsku og nokkrum árum síðar kynntist Óli manni, einnig í gegnum AA, sem líka hafði orðið fyrir ofbeldi í æsku. „Við fórum að spjalla og fengum tvo aðra með okkur og ákváðum að hittast einu sinni í viku til að ræða um hlutina. Smám saman fór mér að líða betur og ég hætti að vera hræddur.“ Þremur árum síðar hafi hann feng- ið símtal frá ókunnugum karlmanni sem hafði heyrt af honum og hans lífsreynslu. „Sá var kominn á grafar- bakkann en vissi að mér hefði tek- ist að vinna í mínum málum og við fórum að hittast ásamt öðrum,“ seg- ir Óli en þarna var komið upphafið að SASA, félagsskap karla og kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu of- beldi. Vonar að gerandinn sé dauður Óli segir að líf hans hefði líklega orðið öðruvísi hefði hann fengið hjálp fyrr. „Ég hefði orðið allt annar maður og hefði örugglega menntað mig meira. Í dag lifi ég ennþá með afleiðingunum af þessu. En ef ég stunda fundi SASA og vinn í sjálfum mér er ég fínn. Þessi vinna byggist hvorki á hatri né hefni- girni. Ég er að vinna fyrir sjálfan mig en ég er búinn að misþyrma mér lengi, andlega og líkamlega.“ Aðspurður segist hann hafa hitt kvalara sinn einu sinni síðan atvikið átti sér stað. „Ég fékk nánast tauga- áfall þegar ég sá hann og skildi ekk- ert í þessum viðbrögðum mínum. Mig langaði einfaldlega að drepa hann og kveikti á ekki af hverju. Ég hef ekki séð hann síðan og vona bara að hann sé dauður. Ég hata hann ekki en veit að hann hélt áfram sinni hegðun.“ Eftir áralanga baráttu er líf Óla komið á rétt ról. „Ég er búinn að vera með sömu konunni í 11 ár og á með henni tvö börn og hef ekki upplif- að sama vandamál með þau. Ég veit að ef ég hefði ekki tekist á við vanda- málið væri ég einn í dag og það væri ekki skemmtilegt líf að vera aleinn með gremjunni. Ef maður gerir ekkert í þessum málum versnar líðanin með aldrinum. Við þurfum að opna um- ræðuna um kynferðislegt ofbeldi og sýna fólki að það er leið út. Þeir sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi verða að ræða málin við fólk sem það treystir auk þess sem það er vel tekið á móti nýliðum hjá SASA. Við verðum að bjarga eigin lífi en til þess þarf að stíga stór skref.“ indiana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.