Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Síða 52
KARLMENN ÓÁBYRGIR Í stórri nýrri
breskri rannsókn kom í ljós að klamedía er algeng-
asti kynsjúkdómurinn í Bretlandi. Í rannsókninni kom
einnig í ljós að karlmenn stunda mun oftar óábyrgt
kynlíf en konur og eru því frekar smitberar sjúkdóms-
ins. Um 13% karlmanna sögðust hafa stundað óá-
byrgt kynlíf með fleiri en einum aðila síðastliðið árið
en aðeins 7% kvenna svörðu þeirri spurningu játandi.
Nýleg ítarleg rannsókn gefur til kynna
að hjónabandsráðgjöf geti hjálpað
jafnvel verstu hjónaböndum svo lengi
sem báðir aðilar vilji bæta sambandið.
„Einn aðili getur endað hjónaband en
tveir verða að leggja sitt af mörkum ef
hjónabandið á að ganga,“ segir Andrew
Christensen, sálfræðiprófessor í UCLA
og höfundur rannsóknarinnar sem
birtist í aprílhefti Journal of Consulting
and Clinical Psychology.
Í rannsókninni voru 134 hjónabönd
skoðuð. Flestir þátttakenda voru á þrí-
tugs- og fertugsaldrinum og rúmlega
helmingur barnafólk. Hjónin flokk-
uðust sem „virkilega óhamingjusöm
hjón“ en vonuðust til að geta bjargað
hjónabandinu.
„Við vildum ekki hjón sem gátu
ráðið út úr sínum vandamálum sjálf.
Við vildum hjón sem voru afar óham-
ingjusöm og þurftum að útiloka yfir
100 pör sem stóðust ekki væntingar
okkar,“ segir Christensen.
Hjónin fengu 26 tíma hjá hjóna-
bandsráðgjafa á einu ári. Eftir tím-
ana hafði samband tveggja þriðju
hluta skánað mikið. Fimm árum síð-
ar mældist helmingur hjónanna mun
hamingjusamari en í upphafi rann-
sóknarinnar, einn fjórði hafði skilið og
annar fjórði hluti stóð í sömu sporum.
„Líkt og fyrri rannsóknir hafa gefið
til kynna hjálpar hjónabandsráðgjöf
mörgum en alls ekki öllum. Ástandið í
hjónabandinu fimm árum eftir ráðgjöf
gefur góða mynd af framhaldinu,“ seg-
ir Christensen og bætir við: „Við kom-
umst einnig að því að ef hjónaband
á að eiga séns verða hjón að leita sér
hjálpar þegar vandamálið bankar fyrst
upp á. Ef ráðgjöfin er dregin eru miklar
líkur á að loksins þegar farið er til ráð-
gjafa sé það of seint í rassinn gripið.“
Einn getur endað hjónaband en báðir verða að leggja sitt af mörkum ef það á að ganga:
HJÓNABANDSRÁÐGJÖF HJÁLPAR
UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is
1UMHVERFIÐ Börn fæðast ekki með meðfæddan smekk á frönskum kartöflum og súkku-
laði. Þau læra það sem fyrir þeim er
haft. Kenndu barninu þínu að það
er hollt og gott að borða epli og
hnetur á milli mála. Börn borða það
sem er til á heimilinu. Hreinsaðu til í
skápunum og vandaðu innkaupin.
2FYRIRMYND Ef þú hvorki hreyfir þig né borðar hollan mat eru líkur á að barnið fylgi
í sömu fótspor. Gerðu breytingar
nú þegar. Lofaðu að þú verðir betri
fyrirmynd barnsins þín með því að
borða hollan og næringarríkan mat
og mæta reglulega í ræktina. Áður
en þú veist af mun barnið breyta um
lífstíl líka.
3MEGRUN Þótt þú sért vinsæl mamma þegar þú kaupir pitsu og hamborgara handa barninu
getur óhollustan haft alvarlegar
afleiðingar í framtíðinni. Megrun
er einnig af því slæma. Reyndu
frekar að breyta um lífstíl hjá allir
fjölskyldunni.
RÍFUMST
HEIÐARLEGA
Lisa Oz, eiginkona hins þekkta
ameríska læknis dr. Oz, hefur
gefið út bók um sambönd hjóna.
Lisa segir nauðsynlegt að hjón
ræði tilfinningar sínar við hvort
annað á hverjum degi. „Ef eigin-
menn ykkar eru eins og minn þá
mæli ég með að þið notið tæki-
færið og spjallið við þá í göngu-
túrnum. Þannig komast þeir
ekki undan,“ segir Lisa sem segir
einnig að það að hafa rétt fyrir
sér sé ofmetið. „Ekki láta ágrein-
ing ykkar snúast upp í hvort hafi
rétt fyrir sér og ef þið þurfið að
rífast gerið það þá heiðarlega.
Gott ráð er að taka rifrildið upp á
myndband og horfa á það sam-
an. Þannig kemur í ljós hvort við
hækkum rödd okkar óþarflega
eða gerum lítið úr maka okkar.“
52 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 LÍFSSTÍLL
ÓHAMINGJA Andrew Christensen, höfundur rannsóknarinnar og sálfræðingur,
segir hjónabandsráðgjöf geta bjargað meira að segja vonlausustu og óhamingju-
sömustu hjónaböndum ef leitað er hjálpar nógu snemma.
1. Sá hressi
Uppáhaldsorð þessa vinar er einfalt:
„Já!“
Ef þig vantar pepp eða þú færð
þá góðu hugmynd að gefa læknis-
drauminn upp á bátinn til að ger-
ast dýralæknir í frumskógi úti í
heimi er þessi vinur rétta mann-
eskjan til að hringja í. Það þurfa
allir á nærveru jafnupplífgandi
ævintýrasjúklings annað slagið.
2. Ferðafélaginn
Þegar á leiðarenda er komið og
í ljós kemur að öll hótel eru full
er eitt karaktereinkenni betra en
annað: sveigjanleiki. Það er ekk-
ert gaman að ferðast með drama-
drottningu sem skemmir allt með
fýluköstum og frekju. Finndu þinn
þægilega ferðafélaga sem held-
ur fast í þá trú að allt sé gott ef þið
eigið tequila-flösku og spilastokk.
3. Sá hreinskilni
Það er munur á uppbyggjandi gagn-
rýni og niðurrifi. Hver af vinum þín-
um talar hreint út af því að honum
þykir vænt um þig en ekki vegna öf-
undsýki og afbrýðisemi? Þú skalt
læra að meta skoðanir hans.
4. Skemmtanafíkillinn
Lífið getur verið leikur af og til. Forð-
astu neikvæða heimsendaspámenn
og leitaðu uppi upplífgandi vini sem
þú getur þess vegna eytt klukkutíma
með í Kringlunni að skoða snyrtidót.
5. Ólíklegi vinurinn
Passaðu að vinahópurinn sé ekki sam-
settur úr fólki á sama aldri í svipuðum
störfum. Reyndu að kynnast yngra og
eldra fólki, fólki úr öðrum heimsálf-
um, fólki með aðra lífsýn og upplifðu
það sem það hefur upp á að bjóða.
VELDU RÉTTU
VININA
Vinir eru fjölskyldan sem við veljum okkur sjálf. Eftir því sem vinirnir mynda ólíkari
hóp því fjölbreyttara er líf þitt. Hér er listi yfir fimm vini sem gera lífið áhugaverðara
og skemmtilegra.
5 LEIÐIR TIL AÐ FITA
BARNIÐ ÞITT