Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 60
 NÝIR MEISTARAR UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is 60 FÖSTUDAGUR 23.apríl 2010 MARC OVERMARS Hollendingurinn fljúgandi var í gullaldarliði Ajax áður en hann mætti til leiks í enska boltann með Arsenal árið 1997. Hann lék á Englandi í þrjú ár áður en hann var seldur til Barcelona fyrir metfé. Hjá Barcelona stóð hann aldrei alveg undir væntingum enda mikið meiddur á hægra hné. Hann hætti á endanum knatt- spyrnuiðkun alltof ungur, aðeins 31 árs. Hann fór þá aftur til síns fyrsta liðs, Go Ahead Eag- les, í Hollandi og gerðist yfirmaður knattspyrnumála. Overmars tilkynnti óvænt að hann ætlaði að spila með liðinu tímabilið 2008-2009, sem hann og gerði. Hnéð angraði hann samt alltaf og spilaði hann miklu færri mínútur en hann vildi og æfði sama og ekkert. Hann hætti því strax aftur eftir tímabilið en starfar enn hjá félaginu. HVAR ER HANN Í DAG? UM HELGINA Um alla Evrópu eru skemmtileg- ir hlutir að gerast. Marseille er á hraðri leið með að endurheimta Frakklandsmeistaratitilinn eft- ir átján ára eyðimerkurgöngu og í Sviss er Young Boys, liðið sem Grétar Rafns Steinsson lék með, líklegur kandídat til að hampa meistaratitlinum. Það er þó í Tyrk- landi og Frakklandi sem hlutirn- ir eru að gerast. Steve McClaren, fyrrverandi stjóri enska landsliðs- ins, hefur fylgt eftir frábærum ár- angri sínum með Twente og getur landað Hollandsmeistaratitlinum um helgina. Í Tyrklandi er það hið lítt þekkta Bursaspor sem er að stela senunni. Hin fjögur stóru í Tyrklandi Í Tyrklandi hefur aldrei annað eins sést og er að gerast með Bursas- por. Það gæti orðið fyrsta liðið til þess að brjóta niður einokun þeirra fjóru stóru, eins og þau eru kölluð í Tyrklandi. Liðin eru Gal- atasaray, Fenerbache, Besiktas og svo Trabzonspor sem var stærsta liðið seint á áttunda áratugnum og í byrjun þess níunda. Bursaspor er í sömu stöðu og Sivasspor var í fyrir fáeinum árum. Í góðri stöðu til að landa titlinum en hingað til hafa minni liðin alltaf fallið á lokaprófinu. Bursaspor á gífur- lega mikilvægan leik um helgina sem mun líklega ráða úrslitum um það hvort liðið verði meistari. Það leikur gegn Galatasaray sem sit- ur í þriðja sæti. Bursaspor hefur 65 stig á toppnum en Fenerbache stigi færra í öðru sæti. Trúin mikil Þjálfari Bursaspor er fyrrverandi landsliðsmiðvörður - og stundum framherji - Tyrklands, Ertugrul Saglam, sem er að vinna mikið af hlutlausum aðdáendum tyrk- neska boltans yfir á sitt band. „Ég segi aldrei neitt nema ég trúi því sjálfur. Ég trúi því algjörlega þegar ég segi að Bursaspor verði meist- ari í ár,“ sagði hann í síðustu viku. „Hvernig leikmenn mínir stóðu sig í seinni hálfleik í síðasta leik var frábært og styrkir trú mína á að við verðum meistarar.“ Árangur Bursaspor er sérstak- lega athyglisverður þar sem liðið var ekki stofnað fyrr en árið 1963. Blandan í liðinu er góð. Fyrrver- andi tyrkneskir landsliðsmenn keyra liðið áfram á meðan inni á milli eru nokkrir efnilegstu leik- menn landsins. Leikmenn á borð við Volkan Sen og Ozan Ipek, framtíðarmenn tyrkneska boltans. Það er þó langur vegur frá því að titillinn sé kominn í hús en mögu- leikinn er til staðar á að nýr meist- ari verði krýndur í Tyrklandi. Tímabil Twente Í fyrra stóð AZ Alkmaar, annað lið sem Grétar Rafn Steinsson lék með, uppi sem Hollandsmeistari eftir langa bið. Á eftir því voru ekki stórliðin Ajax eða PSV, heldur FC Twente undir stjórn fyrrverandi landsliðsþjálfara Englands, Steves McClaren. Árangur hans með liðið frá komu hans til Hollands hefur verið undraverður. Í staðinn fyr- ir að kalla það gott eftir að landa silfrinu virðist liðið hungra í að landa titlinum. Því dugar sigur á útivelli gegn NAC Breda um helg- ina til að svo verði. Fjórtán ár eru síðan annar Eng- lendingur varð meistari í Evrópu en Bobby Robson gerði Porto að meisturum í Portúgal árið 1996. Stóru liðunum í Hollandi líkar illa þessi upprisa Twente-manna því þeir eru taldir dreifbýlisplebbar og bændur af stuðningsmönnum liða eins og Ajax og Feyenoord. Stjörnuljómi McClarens Hollenskur blaðamaður sem skrif- ar um Twente segir helsta vopn liðsins vera þjálfarann. Hann sé vissulega vel hæfur og allt það þrátt fyrir mistök með enska lands- liðið en það er ekki aðalatriðið. Hversu mikil stjarna þjálfarinn er hjálpar leikmönnum liðsins mik- ið. Í Hollandi keppast menn við að fá viðtöl og ræða við McClar- en á með leikmennirnir geta ein- beitt sér eingöngu að fótboltan- um, ekki ósvipað þeirri tækni sem Jose Mourinho beitir mik- ið. Þó að Steve McClar- en sé „persona non grata“ á Englandi er hann ein skærasta stjarna hollenska boltans. „Bændurnir“ svokölluðu eru afar duglegir að styðja við bakið á liði sínu og mæta reglulega 24.000 manns á völlinn hjá Twente. Stuðn- ingsmenn liðs- ins láta vel í sér heyra, þá sérstak- lega þegar Kosta- ríkumaðurinn Bry- an Ruiz fær boltann. Sá ágæti maður hefur farið á kostum með lið- inu og skorað 23 mörk í 33 leikjum. Talinn bestu kaup tímabilsins. Hann leiðir fram- línuna í 4-3-3 kerfi McClarens sem hann tók upp við komuna til Hollands. „Ég ákvað að ég þyrfti að spila 4-3-3. Ef það er nógu gott fyr- ir þúsundir Hollendinga er það nógu gott fyrir mig. Í Hol- landi snýst boltinn um að spila vel. Stuðningsmenn eru oft sátt- ir þegar lið þeirra tapar, svo lengi sem það spilar fallega,“ segir Steve McClaren, þjálfari Twente. Svo gæti farið að nýir meistarar verði krýndir í Tyrklandi og Hollandi. Eilíf einokun stóru liðanna þar í landi hefur loks verið brotin niður. Steve McLaren er að gera ótrúlega hluti með lið Twente en gamall landsliðsmaður stýrir liði Bursasp- or sem leiðir tyrknesku deildina þegar lítið er eftir. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is ÓVÆNT Á TOPPNUM Bursaspor getur brotið niður einokun þeirra fjóru stóru í Tyrklandi. TÖFRAMAÐUR Í HOLLANDI Steve McClaren hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá Twente. VERÐANDI MEISTARAR? Twente verður meistari með sigri gegn NAC Breda um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.