Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR SKULDIR MARINÓS n Um það bil 150 milljóna króna skuldir hvíla á tveimur fasteignum í eigu Marinós G. Njálssonar, fyrrver- andi stjórnarmanns í Hagsmuna- samtökum heimilanna, og eig- inkonu hans. Sex af þeim nítján lánum sem hvíla á húsunum eru í erlendri mynt. Þetta kemur fram í tveimur veðbandayfirlitum yfir fasteignir Marin- ós sem DV hefur undir höndum. Marinó sagði sig úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir helgi eftir að vikublað- ið Fréttatíminn hafði haft samband við hann til að ræða við hann um skulda- stöðu hans. Ætla má að vikublaðið hafi ætlað að spyrja Marinó spurninga um þær skuldir sem koma fram á veðbandayfirlitunum. Marinó vildi ekki ræða við blaðið og sagði að hann myndi segja sig úr stjórninni sem hann og gerði skömmu síðar. Fréttatíminn lét ógert að fjalla um skulda- stöðu hans í kjölfarið en birti frétt um úrsögn hans úr stjórninni í kjölfar spurninga blaðsins. RISASKULDIR DOMINOS n Magnús Kristinsson, fjárfest- ir og útgerðarmað- ur í Vestmannaeyj- um, skilur eftir nærri tveggja milljarða króna skuldir í móð- urfélagi pítsustað- arins Dominos, Pizza-Pizza ehf. Útgerðarmaðurinn hefur misst yfirráðin yfir félaginu til skilanefndar Landsbanka Ís- lands vegna skulda félagsins. Skuldirnar sem hvíla á Dom- inos voru hins vegar tilkomnar áður en Magnús keypti pítsustaðinn árið 2007. Þetta kemur fram í ársreikningum Pizza-Pizza fyrir 2008 og 2009 sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra fyrr á árinu. Lands- bankinn og Dominos International í Bandaríkjunum munu nú vera að leita að áhugasömum kaupendum að Dominos en sú leit hefur ekki borið árangur enn sem komið er. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem bankinn hafi íhugað að leita til til að taka við rekstri Dominos er Skúli Gunnar Sigfússon, stofnandi og eigandi Subway á Ís- landi. JÁTNING GUNNARS RÚNARS n Gunnar Rúnar Sigurþórsson lýsti í smá- atriðum aðdraganda og und- irbúningi morðsins á Hannesi Þór Helgasyni við yfirheyrslu lögreglu. DV birti á miðvikudag- inn yfirheyrsluna í heild sinni. Lýsingar Gunnars á morðinu hrottfengna voru þó ekki birtar. Gunnar játaði í yfir- heyrslunni að þráhyggja hans í garð unn- ustu Hannesar hefði valdið því að hann réðst á hann á heimili hans að næturlagi og myrti hann með köldu blóði. Gunnar hafði skipulagt morðið mánuðum saman, með- al annars með því að safna að sér hlutum sem hann notaði á meðan hann framdi glæpinn. Gunnar hafði hitt unnustu Hann- esar í miðbænum um kvöldið og lét til skarar skríða þegar hún var sofandi heima hjá honum. 2 3 1 4 fréttir 22. nóvember 2010 mánudagur Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Slakaðu á heima • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Úrval nuddsæta Verð frá 29.750 kr. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Spörkuðu í höfuð manns Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu handtók þrjá karlmenn vegna fólskulegrar líkamsárásar fyrir utan skemmtistað í miðborginni aðfara- nótt sunnudags. Maðurinn sem ráðist var á var sleginn í jörðina og spörkuðu árásarmennirnir með- al annars í höfuð hans. Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynn- ingar en meiðsl hans reyndust ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Mennirnir voru handteknir og voru þeir yfirheyrðir síðdegis í gær. Fjórar aðrar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu aðfaranótt sunnudags en nóttin var mjög erilsöm. Páfiðrildi í Reykjavík Þrjár tilkynningar um páfiðrildi í Reykjavík hafa borist Náttúrufræði- stofnun Íslands undanfarna daga og þykir það óvenju mikið. Páfiðr- ildin, sem þykja mjög glæsileg, slæðast stöku sinnum til lands- ins með varningi þó aldrei nema fáein á hverju ári. Þann 17. nóv- ember fannst eitt hjá Eimskipum í Sundahöfn, annað á bílaverkstæði í Gufunesi daginn eftir og það þriðja á vörulager í Hálsahverfi þann 19. nóvember. Það sem af er ári hefur verið tilkynnt um sex páfiðrildi til Náttúrufræðistofnunar Íslands. Pá- fiðrildi er algengt og útbreitt á meg- inlandi Evrópu en sem fyrr segir eru þau sjaldgæf á Íslandi. Myndina hér að ofan tók Erling Ólafsson. „Það hefði getað haft áhrif á þessa ráðningu en þegar upp er staðið þá var hún einfaldlega hæfasti umsækj- andinn,“ segir Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsstofu um ráðn- ingu Sifjar Einarsdóttur Gústavsson. Sif var valin úr 160 manna hópi til að gegna starfi ferðamálafulltrúa Ís- landsstofu í New York. Athygli vakti að sá sem gegndi starfinu á undan henni var faðir hennar en Jón segir að sú staðreynd hafi ekki haft áhrif á ráðn- ingu Sifjar. „Við völdum Sif því hún hefur mikla reynslu og ákváðum að láta hana ekki gjalda fyrir að vera dótt- ir föður síns,“ segir hann. Hagvangur sá um að velja 20 af umsækjendunum en þegar þrír stóðu eftir tók nefnd á vegum Íslandsstofu lokaákvörðun. Aðspurður um hverjir sitji í nefndinni sagði Jón að það væru hann sjálfur, Hlynur Guðjónsson, við- skiptafulltrúi í New York, og Jón Gunn- ar Borgþórsson, forstöðumaður ferða- málasviðs Íslandsstofu. Hlynur hefur verið helsti sam- starfsmaður Einars, föður Sifjar, en Jón segir það ekki hafa áhrif á ákvarð- anatökuna. „Faðir hennar kom hvergi nálægt valinu. Hlynur, sem yfirmaður ferðamálafulltrúans, gat ekki sagt sig frá valinu og samkvæmt lögum er það framkvæmdastjórinn sem ræður nýja starfsmenn. Ákvörðunin var því end- anlega mín en við vorum allir sam- mmála um hana,“ segir Jón. Þegar Jón var spurður um hvort ekki hefði verið hægt að spara pening með því að sleppa því að auglýsa og ráða hana strax sagði hann að þau hafi ekki vitað að Sif hafi ætlað að sækja um. „Það lá aldrei fyrir. Henni var ekki boðið starfið og það var ekki að okk- ar frumkvæði að hún sótti um,“ bætti hann við. Hann segist skilja að þetta geti virst grunsamlegt. „Ég ber engan kinnroða yfir þessari ráðningu og ég átta mig á því að það geti virkað þannig að þetta sé einhver leikur vegna þess að Sif sé dóttir þessa manns. En það er bara ekki þannig,” segir hann að lokum. gunnhildur@dv.is Tekur við af föður sínum í New York þrátt fyrir 160 umsækjendur: „Einfaldlega hæfust“ New York Sif Einarsdóttir Gústavsson hefur verið ráðin sem ferðamálafulltrúi Íslandsstofu í New York. Alvarlegt umferðarslys Alvarlegt umferðarslys varð á Norð- urlandsvegi í Víðidal í Húnavatns- sýslu rétt fyrir kvöldmatarleytið á sunnudag. Karl á sextugsaldri og kona á þrítugsaldri slösuðust og voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Aðgerð- um lögreglu á vettvangi lauk klukkan tíu á sunnudagskvöld en lokað var fyrir umferð um Norðurlandsveg í dágóðan tíma meðan á aðgerðum lögreglu stóð. Líðan fólksins var stöð- ug þegar DV leitaði til vakthafandi læknis á sunnudagskvöld. Um það bil 150 milljónir króna skuld- ir hvíla á tveimur fasteignum sem eru í eigu Marinós G. Njálssonar, fyrr- verandi stjórnarmanns í Hagsmuna- samtökum heimilanna, og eigin- konu hans. Sex af þeim nítján lánum sem hvíla á húsunum eru í erlendum myntum. Þetta kemur fram í tveimur veðbandayfirlitum yfir fasteignir Mar- inós sem DV hefur undir höndum. Marinó sagði sig úr stjórn Hags- munasamtaka heimilanna fyrir helgi eftir að vikublaðið Fréttatíminn hafði haft samband við hann til að ræða við hann um skuldastöðu hans. Ætla má að vikublaðið hafi ætlað að spyrja Marinó spurninga um þá skuldastöðu hans sem kemur fram á veðbanda- yfirlitunum. Marinó vildi ekki ræða við blaðið og sagði að hann myndi segja sig úr stjórninni sem hann og gerði skömmu síðar. Fréttatíminn lét ógert að fjalla um skuldastöðu hans í kjölfarið en birti frétt um úrsögn hans úr stjórninni í kjölfar spurninga blaðsins. Berjast fyrir niðurskurði á lánum DV hafði samband við Marinó til að ræða við hann um skuldastöðu hans og ástæðurnar fyrir því að hann sagði sig úr stjórn samtakanna en hann vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið og bar fyrir sig friðhelgi einka- lífs. DV getur því ekki haft skoðanir Marinós um málið eftir. Ástæðan fyrir því af hverju DV hafði áhuga á að ræða við Marinó um málið var sú að kanna hvort vinna hans fyrir samtökin tengdist með ein- um eða öðrum hætti hans eigin erf- iðu skuldastöðu. Hagsmunasamtök heimilanna hafa meðal annars barist fyrir flötum niðurskurði á fasteigna- lánum, að höfuðstól verðtryggðra lána verði breytt til að auðvelda lán- takendum að standa í skilum og að höfuðstóli á erlendum lánum verði breytt yfir í íslenskar krónur. Byrjaði á einbýlishúsi 2006 Fasteignirnar sem um ræðir eru 383 fermetra einbýlishús í Fróðaþingi í Kópavogi, sem Marinó býr í ásamt fjölskyldu sinni, og tæplega 210 fer- metra raðhús í Haukalind, sem var heimili þeirra áður en þau fluttu í stærra hús í Fróðaþingi. Marinó byrjaði að byggja húsið í Fróðaþingi árið 2006 og hefur bygg- ingu hússins ekki verið lokið. Marinó hefur hins vegar flutt inn í húsið og mun ætla að reyna að ljúka byggingu þess á meðan hann býr í því ásamt fjölskyldu sinni. Fimm lán af þeim tíu sem hvíla á húsinu eru myntkörfulán í svissneskum frönkum og japönskum jenum upp á samtals nærri 25 millj- ónir króna. Hin lánin á húsinu eru í íslenskum krónum. Hefur reynt að selja húsið Marinó hefur gert árangurslausar til- raunir til að selja húsið í Haukalind en það hefur ekki gengið hingað til enda hefur lítil hreyfing verið á fast- eignamarkaði hér á landi eftir banka- hrunið 2008. Hann hefur því þurft að greiða af tveimur húsum á sama tíma vegna þessa. Marinó hefur því gert hvað hann getur til að losna við annað húsið en án árangurs. Ef honum hefði tekist að selja húsið í Haukalind væri skuldastaða hans allt önnur í dag eins og gefur að skilja. Eftir því sem DV kemst næst hefur Marinó þrátt fyrir þetta náð að standa í skilum hingað til og er ekki á van- skilaskrá. Marinó er því í hópi fjölmargra Íslendinga sem skuldsettu sig nokk- uð mikið á árunum fyrir hrunið með því að stækka talsvert við sig og fjár- magna fasteignakaupin að hluta til með lánum í erlendum myntum. Hann á því ansi mikilla hagsmuna að gæta í þeirri umræðu sem nú fer fram um úrræði til að létta á skuldavanda íslenskra heimila. Staða Marinós er þó kannski frábrugðin stöðu margra annarra í þeim skilningi að hann á tvær fasteignir sem samtals eru um 600 fermetrar að stærð og þarf hann að greiða afborganir af lánunum sem hvíla á þeim báðum vegna þessa. Marinó G. Njálsson sagði sig úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna vegna umfjöll-unar sem Fréttatíminn ætlaði að vera með um skuldastöðu hans. Um 150 milljóna króna skuldir hvíla á tveimur húsum í eigu Marinós sem eru samtals tæpir 600 fer-metrar. Marinó situr uppi með annað húsið vegna stöðunnar á fasteignamarkaði. um 150 mILLJÓNIR hvíLA á húSuNum iNGi f. vilHjálMssoN fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Af bloggsíðu Marinós í kjölfar úrsagnar úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna: „Ég þakka gríðarlegan stuðning og góð orð í minn garð.  Það skal ítrekað að ég er ekki hættur að starfa fyrir HH og alls ekki að málum tengdum skuldamálum heimilanna.  Ég hverf úr stjórn samtakanna og því líka úr sviðsljósi fjölmiðlanna a.m.k. fyrst um sinn.“ heldur áfram vék úr stjórn Marinó ákvað að víkja úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þegar vikublaðið Fréttatíminn spurði hann spurninga um skuldamál hans. á tvö stór hús Marinó og kona hans eiga tvö stór hús í Kópavogi. Meðal annars þetta tæplega 400 fermetra hús í Fróðaþingi en helmingur skuldabréfanna sem hvíla á húsinu eru í erlendum myntum. MYNd siGtrYGGur ari Ef honum hefði tekist að selja húsið í Haukalind væri skulda- staða hans allt önnur í dag eins og gefur að skilja. xxxxxxxxx: miðvikudagur og fimmtudagur 24. – 25. nóvember 2010 dagblaðið vísir 136. tbl.100. árg. – leiðb. verð kr. 395 Hrikaleg lýsing gunnars rúnars sigurþórssonar játning gunnars í heild n „Hann var rosalega fínn gaur þegar ég Hitti Hann“ n „þetta var bara allt svo fullkomið“ n „ég legg Hana í rúmið og set koddann undir Hausinn á Henni“ n „ég vildi Helst ekki Hleypa Henni út úr bílnum“ n „ég grét og grét og grét“ Hannes Þór Helgason F. 9 . j ú l í 1 9 7 3 – D . 1 5 . á g ú s t 2 0 1 0 fréttir 12–14n „ég geri mér grein fyrir þessu núna“ tölvupóstur steingríms veldur usla fréttir 2–3 fréttir 6 vildu losna við Heiðar má n Hætt við sölu sjóvár vegna út- rásarvíkingsins Feitar konur geta allt! n þóra æfði á stofugólfinu og varð íslandsmeistarifólkið 26 2 fréttir 22. nóvember 2010 mánudagur Magnús Kristinsson, fjárfestir og út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum, skilur eftir nærri tveggja milljarða króna skuldir inni í móðurfélagi pítsustaðarins Dominos, Pizza- Pizza ehf. Útgerðarmaðurinn hef- ur misst yfirráð sín yfir félaginu til skilanefndar Landsbanka Íslands vegna skulda félagsins. Skuldirnar sem hvíla á Dominos voru hins veg- ar tilkomnar áður en Magnús keypti pítsustaðinn árið 2007. Þetta kemur fram í ársreikningum Pizza-Pizza fyrir 2008 og 2009 sem skilað var til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra fyrr á þessu ári. Landsbankinn og Dominos Int- ernational í Bandaríkjunum munu nú vera að leita að áhugasömum kaupendum að Dominos en sú leit hefur ekki borið árangur enn sem komið er. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem bankinn hefur íhugað að leita til vegna rekst- ursins á Dominos er Skúli Gunn- ar Sigfússon, stofnandi og eigandi Subway á Íslandi, en hann hefur náð mjög góðum árangri með Subway- keðjuna hér á landi. Landsbankinn hefur þó ekki sett sig í samband við Skúla Gunnar vegna málsins sam- kvæmt heimildum DV. Í tilkynningu frá Landsbank- anum í ársreikningnum árið 2009 kemur fram að unnið sé að fjárhags- legri endurskipulagningu Pizza- Pizza og að hugsanlegt sé að hluti skuldanna verði afskrifaður þeg- ar þar að kemur. Samkvæmt þessu virðist Landsbankinn því trúa á rekstrarhæfi Dominos á Íslandi. Heimildir DV herma að Dom- inos International hafi orðið mjög undrandi þegar fyrirtækið heyrði um skuldsetningu Dominos á Íslandi. Við nánari athugun kom í ljós að ekki var um að ræða skuldir sem Magnús hafði stofnað til. 50 milljarða afskriftir Magnús Kristinsson var einn af um- svifameiri fjárfestum landsins á ár- unum fyrir hrunið. Grunnurinn að veldi hans er útgerðarfélagið Berg- ur-Huginn í Vestmannaeyjum en hann byggði það upp ásamt föð- ur sínum. Magnús var stórtækur í hlutabréfaviðskiptum fyrir hrun og var um tíma stór hluthafi í fjárfest- ingabankanum Straumi-Burðarási. Þegar Magnús seldi þann hlut stofn- aði hann fjárfestingafélagið Gnúp ásamt Kristni Björnssyni og Þórði Má Jóhannessyni en félagið átti tals- vert magn hlutabréfa í FL Group og Kaupþingi. DV sagði frá því í fyrrahaust að skilanefnd Landsbankans þyrfti að afskrifa um 50 milljarða króna af skuldum Magnúsar og félaga hans við bankann. Sjá um félagið fyrir hönd Landsbankans Eigandi Pizza-Pizza í dag er Eignar- haldsfélagið Pizzasmiðjan ehf. sem er skráð í eigu Úlfars Steindórssonar og Kristján Þorbergssonar, stjórnar- manna Pizza-Pizza. Úlfar, sem einnig er forstjóri Toyota, segir að Magnús hafi misst eignarhald sitt yfir félaginu um mið- bik síðasta árs. Þá hafði félag hans, Vetrarmýri, sem áður hét Smáey og Hrauney, haldið utan um bréfin í Pizza-Pizza. Úlfar segir að eignarhald þeirra Kristjáns á félaginu sé tímabundið en þeir sátu einnig í stjórn Pizza- Pizza þegar Magnús átti Dominos. „Þetta er hluti af samkomulagi sem gert var við skilanefnd Landsbank- ans á sínum tíma. Það er í raun og veru ekki komin endanleg niður- staða um eignarhaldið. Við erum að passa upp á verðmætin sem eru inni í þessu fyrir hönd skilanefnd- arinnar og Dominos úti,“ segir Úlfar Að hluta til eldri skuldir Úlfar segir að skuldir Pizza-Pizza séu að mestu gamlar. „Þetta er skuldsetning sem var á félaginu þegar Magnús keypti það... Þetta var aldrei skuldsett frekar af hálfu Magnúsar. Hann endurfjármagnaði bara gamlar skuldir,“ segir Úlfar. Skuldirnar sem hvíla á Pizza- Pizza í dag eru rúmlega 1.800 millj- ónir króna samkvæmt ársreikningi ársins 2009. Eigið féð er neikvætt um rúmar 1.100 milljónir króna og er eigið féð því neikvætt um tæp- lega 170 prósent. Pizza-Pizza er því tæknilega gjaldþrota en Lands- bankinn metur það sem svo að það sé þess virði að halda félaginu gangandi. Rekstrartekjur Domin- os námu rúmlega 1.600 milljónum í fyrra en tap félagsins nam tæpum 200 milljónum á árinu. Stofninn af þessari skuld er til- kominn frá því Birgir Bieltvelt, fjár- festir sem í dag á meðal annars Skeljung, átti Dominos hér á landi fyrir nokkrum árum. Birgir hefur stundað fjárfestingar með Baugi og Björgólfi Thor Björgólfssyni, sem er góðvinur Birgis. Samkvæmt heim- ildum DV naut Birgir mikillar lána- fyrirgreiðslu frá Straumi á árunum fyrir hrunið auk þess sem Straumur greiddi Birgi þóknanir fyrir ráðgjöf og þátttöku í viðskiptum Straums í Skandinavíu, meðal annars vegna kaupanna á fasteignafélaginu Sjæl- sö. Birgir tók einnig þátt í ýmsum viðskiptum Straums, meðal annars þegar fjárfestingabankinn keypti Magasin du Nord ásamt Baugi árið 2004. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis kemur fram að eitt af störf- um Birgis í Skandinavíu hafi verið að „afla fjárfestingartækifæra fyrir fjárfesta“ . Skuldir félags í eigu Birg- is, Property Group, námu tæpum 19 milljörðum króna samkvæmt því sem segir í skýrslunni. Lánið endurfjármagnað af Landsbankanum Svo virðist sem upprunalega skuldin sem hvílir á Pizza-Pizza, um milljarður króna, hafi kom- ið frá Straumi-Burðarási á sínum tíma en Björgólfur Thor var ráð- andi aðili í þeim banka. Aðspurð- ur segist Úlfar ekki skilja þann gjörning: „Ég skil ekki þann gjörn- ing, ef þú ert að spyrja mig að því. Ég skil ekki hvernig menn komust að þeirri niðurstöðu. Það er ekkert meira um það að segja,“ segir Úlfar þegar hann er spurður að því hvort það sé eðlilegur rekstur að skuld- setja pítsustað um milljarð króna. Hugsanlegt er hins vegar að skuldsetningin á staðnum hafi verið tilkomin vegna þess að Birgir Þór var búinn að tryggja sér leyfi til að opna Dominos-staði í Skandin- avíu. Ætla má að þessi staðreynd hafi gert honum kleift að fá hærri lán út á félagið þar sem það ætlaði sér að sækja inn á töluvert stærri markaði en hinn íslenska. Þær skuldir voru svo endur- fjármagnaðar af Landsbanka Ís- lands síðar meðal annars með erlendu kúluláni sem var á gjald- daga í fyrra, samkvæmt ársreikn- ingi 2008. Hugsanlegt er að lánin hafi verið færð yfir til Landsbank- ans þar sem Magnús Kristinsson naut hagstæðrar lánafyrirgreiðslu í bankanum vegna hlutuabréfa- eignar sinnar í honum árið 2008. Það lán stóð í tæpum milljarði króna í árslok 2008 en var ekki greitt í fyrra samkvæmt ársreikn- ingi 2009. Endurfjármögnun inn- lendra lána Pizza-Pizza með er- lendum lánum jók svo enn frekar á skuldsetningu félagsins út af geng- TVEGGJA MILLJARÐA SKULDIR Á DOMINOS Tæplega tveggja milljarða króna skuldir hvíla á pítsustaðnum Dominos eftir góð- ærið. Félagið var meðal annars í eigu Baugs, Birgis Bieltvelts og Magnúsar Kristinssonar á þessum tíma. Magnús hefur misst fyrirtækið til Landsbankans en hann ber þó ekki ábyrgð á skuldun- um sem eru að sliga félagið heldur Birg- ir, fyrri eigandi Dominos. Hann fékk um milljarð króna að láni frá Straumi inn í rekstrarfélagið á sínum tíma. ingi f. viLhjáLMSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Úr rannsóknarskýrslunni: n„Áhættuskuldbindingaroktóber2008:18,6milljarðarkróna.PropertyGroup varstofnað1.janúar2006.Markmiðfélagsinsvaraðaflafjárfestingartækifæra fyrirfjárfestaífasteignaviðskiptumog/eðakaupogsalafasteigna,enmarkaðs- svæðiþessvaríSkandinavíuogínærliggjandilöndum,einkumÞýskalandiogí Eystrasaltslöndum.HelstueigendurfélagsinsvoruBGPartnersehf.(Guðmundur ÞórðarsonogBirgirÞórBieltvedt)með50,1%eignarhlutogPartnerHolding A/Smeð37,5%eignarhlut,eneigendurþessvorustofnendurogrekstraraðilar PropertyGroupáðureníslenskuhluthafarnirkomuaðfélaginu. nÁtímabilinujanúar2007tiloktóber2008hækkuðuskuldirPropertyGroupog tengdrafélagaum18,2milljarðakróna.Íevrumhækkuðuskuldbindingarum 123,3milljónir: nNýjarlánveitingarsamkvæmtákvörðunlánanefndavoru16,9milljarðarkróna. Andvirðiþessaralánavarráðstafaðtilrekstrar(1,4ma.kr.),tilverðbréfakaupa(9,6 ma.kr.)ogtilannars(5,9ma.kr.).Tiltryggingarnýjumlánveitingumvorutekinveð íhlutabréfumaðfjárhæð13,4milljarðarkrónaogönnurveðsamtals3,5milljarðar króna.LánveitingartilPropertyGrouptengdustflestarfjárfestingumífélögum íbyggingariðnaðiíDanmörkuogSvíþjóðeðakaupumátilteknumfasteignum. Stærsturhlutilánannafórtilaðfjármagnaeiginfjárframlageigendaogtryggingar voruíformihlutafjár.Fasteignaverðvarháttáþessumstöðumíbyrjuntímabilsins enfórsíðanlækkandisamhliðasölutregðuáfasteignamarkaðinum.Þaðleiddi tilþessaðbankinnþurftiaðframlengjalánog/eðaveitaviðbótarlántilaðmæta greiðsluerfiðleikumfélaganna,þvífjármögnunþessarafasteignaviðskiptavar yfirleittmeðskammtímalánum.“ Um Birgi og Property Group Ég skil ekki þann gjörning, ef þú ert að spyrja mig að því. Ég skil ekki hvernig menn komust að þeirri niðurstöðu. Það er ekkert meira um það að segja. Samkomulag við skilanefndina SkilanefndLandsbankansnáðisamkomulagiviðstjórnarmennDominosaðstýrapítustaðn- umámeðanfundnirerunýirkaupendur. farinn út úr Dominos Magnús Kristinssonútgerðarmaðurerekki lengurskráðureigandiDominos. Tæplegatveggjamilljarðakróna skuldireruinniífélaginu. mánudagur 22. nóvember 2010 fréttir 3 Ögmundur Jónassson dómsmála- ráðherra telur kvótakerfið eina helstu rót efnahagshrunsins árið 2008. Svo geti farið að almannahags- munir krefjist þess að kerfinu verið breytt á róttækan hátt. Þetta kom fram í máli Ögmundar á stofnfundi Samtaka íslenskra fiski- manna sem haldinn var síðastlið- inn laugardag. Talið er að hátt í 200 manns hafi sótt stofnfundinn, en flestir í hópi þeirra eru kvótalausir útgerðarmenn smábáta. Þjóðfélagsmeinssemd „Ég ávarpaði fundinn ekki aðeins sem ráðherra heldur einnig sem stjórnarmaður í Þjóðareign um auð- lindir. Ég vísaði í máli mínu til tveggja greina stjórnarskrárinnar. Önnur þeirra fjallar um að öllum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahags- munir þess. Ég tel að það verði að skoða það í alvöru hvort almanna- hagsmunir krefjist þess ekki að um- deildu kvótakerfinu verði breytt frá grunni,“ segir Ögmundur í samtali við DV. „Við glímum nú við afleið- ingar efnahagshrunsins. Margir líta svo á að ein af frumorsökum þess sé kvótakerfið sem komið var á fyrir aldarfjórðungi og það sé ein af helstu meinsemdum þjóðfélagsins.“ „Ég hef ekki heyrt um þessi nýju samtök og get lítið um þetta sagt,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, þegar DV bar ummæli Ögmundar undir hann. „Þetta eru órökstuddar fullyrðingar um að efnahagshrunið megi rekja til kvótakerfisins. Ég hef ekki heyrt neinn rökstuðning ráðherrans,“ seg- ir Friðrik. Á meðal gesta á fundinum var Ólína Þorvarðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar. Hún ávarp- aði fundinn og sagðist ekki trúa því að stjórnvöld ætluðu ekki að standa við loforð sitt um að breyta fiskveiði- stjórnunarkerfi Íslendinga. Ekki fyrir smákónga Eins og DV hefur greint frá hefur ágreiningur innan Landssambands smábátaeigenda farið vaxandi. Telja margir stofnenda Samtaka íslenskra fiskimanna að ekki gæti lengur jafn- ræðis innan félagsins og það tali fyrst og fremst máli kvótahafa. Þessu hafa forsvarsmenn LS mótmælt og benda á að margvíslega ávinninga smábáta- útgerðar megi rekja til hagsmuna- baráttu félagsins. „Við stofnum þetta til að verja al- menn réttindi manna. Þetta eru ekki samtök fyrir smákónga sem berjast fyrir sínum eigin hag,“ segir Þórður Már Jónsson, einn af stofnendum fé- lagsins. Stjórnarskráin tryggir mönn- um atvinnufrelsi. Þessu frelsi má setja skorður í þágu almannahags- muna. Þetta er ekki léttvægt. Kvóta- eigendur fara til dæmis með allan ufsakvótann án þess að hafa nýtt hann að fullu undanfarin ár. Þetta er varla í þágu almannahagsmuna. Ög- mundur taldi í ræðu sinni að brýnast væri að uppræta kvótakerfið. Það eru stór orð af vörum ráðherra mann- réttindamála.“ Sögulegt tækifæri? Þess má geta að flokksráð Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs hvatti um helgina forystu flokksins, ráðherra, þingmenn og aðra fulltrúa hans til að sýna samstöðu og vera á varðbergi gagnvart hatrömmum til- raunum hægriaflanna til að reka fleyg í raðir vinstrimanna. „Slíkar til- raunir þjóna þeim eina tilgangi að leiða þá sem hvað mesta ábyrgð bera á hruninu aftur til valda. Baráttunni fyrir endurmótun og úrbótum í sam- félaginu þarf að halda óhikað áfram og er þátttaka Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs í ríkisstjórn for- senda þess að hún vinnist,“ segir í ályktun flokksráðsins. Eitt af þeim stefnumálum, sem vísað er til í ályktuninni, tengist breytingum eða jafnvel uppstokk- un fiskveiðistjórnunarkerfisins. Ráð- herrar í báðum stjórnarflokkunum eru þeirrar skoðurnar að samstarf núverandi stjórnarflokka, VG og Samfylkingarinnar, feli í sér sögulegt tækifæri til þess að stokka upp kvóta- kerfið og sé í rauninni eina mikil- væga tækifærið sem gefist hefur. Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra, telur að almannahags- munir krefjist þess að kvótakerfið verði afnumið. Hann ávarpaði stofnfund Samtaka íslenskra fiskimanna um helgina. Framkvæmdastjóri LÍÚ kveðst ekki hafa heyrt um samtökin og segir ráðherrann fara með órökstuddar fullyrðingar um kvótakerfið. Ég tel að það verði að skoða það í alvöru hvort al- mannahagsmunir krefj- ist þess ekki að um- deildu kvótakerfinu verði breytt frá grunni. Vill uppræta kVót kerfið Jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is kannast ekki við samtökin Friðrik J.Arngrímsson,framkvæmdastjóriLÍÚ, kallareftirrökstuðningiÖgmundar. Ráðherra mannréttindamála ÖgmundurJónasson ávarpaðifundinnogsagðiaðalmannahagsmunir krefðustþessaðkvótakerfiðyrðiupprætt. Trillukarlar og strandveiðimenn TónlistarmaðurinnKKstýrðistofnfundi.Viðhlið hanssitjaÞórðurMárJónssonogJónGunnarBjörgvinssonsemkjörinnvarformaður samtakanna. ismuninum sem er tilkominn vegna falls íslensku krónunn- ar á árinu 2008. Segja má að skuldir Pizza-Pizza hafi í reynd tvöfaldast við íslenska banka- hrunið út af því að þær voru í erlendum myntum. Peningarnir notaðir í annað Ekkert bendir til að þeir pen- ingar sem komu inn í rekstr- arfélag Dominos frá Straumi á sínum tíma hafi verið notaðar í rekstur Dominos. Peningarn- ir voru notaðir í eitthvað ann- að, samkvæmt traustum heim- ildum DV. Ekki er þó vitað hvert þessir peningar fóru. Skuld fé- lagsins stendur hins vegar eft- ir og hefur hækkað til muna út af gengismuni og mun líklega verða afskrifuð að hluta þegar Landsbankinn finnur nýja fjár- festa til að taka að sér rekstur félagsins. Ef Landsbankinn þarf að af- skrifa hluta af skuldum Pizza- Pizza ehf. þegar nýir eigend- ur verða fengnir að félaginu er því verið að afskrifa skuldir sem að stofninum til eru margra ára gamlar og snúast um lánveit- ingar frá Straumi til fyrri eig- anda Dominos, Birgis Bielt- velts. Á meðan á ríkisbankinn Dominos og pítsustaðurinn bandaríski er rekinn fyrir hans hönd. Á sama tíma er ekkert sem bendir til þess að peningarn- ir sem verið er að afskrifa hafi verið notaðir í rekstur Domin- os en samkvæmt samþykktum félagsins snýst rekstur þess ein- göngu um rekstur á pítsufyrir- tækinu. Eins og segir í lýsing- unni á starfseminni: „Tilgangur félagsins er að baka flatbök- ur og reka veitingastaði með heimsendingarþjónustu.“ Fjár- munirnir sem félagið tók að láni virðast hins vegar hafa far- ið í eitthvað allt annað en þessa starfsemi. Núverandi stjórn- endur Dominos, meðal ann- ars Úlfar, eru gáttaðir á þessari skuldsetningu. t e a ill arða kul ir i ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI ÞETTA HELST Skjólstæðingi Vinnumálastofnunar brá við þegar hann fékk framboðsauglýsingu frá Gissuri Péturssyni forstjóra Vinnumálastofnunar í tölvupósti. HITT MÁLIÐ Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Rafknúnir hægindastólar sem auðvelda þér að setjast og standa upp Fjölbreytt úrval Dæmi eru um að atvinnulausir skjól- stæðingar Vinnumálstofnunar hafi fengið framboðspóst á frá Gissuri Péturssyni forstjóra stofnunarinnar sem er í framboði til stjórnlagaþings. „Þetta er algjör misskilningur. 15.000 manns? Dettur þér það í hug?“ Seg- ir Gissur aðspurður í viðtali við DV hvort hann hafi sent öllum skjólstæð- ingum stofnunarinnar fjöldapóst í auglýsingaskyni fyrir framboð sitt. „Allur póstur sem fer frá mér, fer frá mínu prívatnetfangi.“ Á vefmiðlinum svipan.is á fimmtudaginn birtist inn- send grein frá skjólstæðingi Vinnu- málastofnunar, skráðum atvinnuleit- anda, sem fékk póst frá Gissuri sem innihélt auglýsingu fyrir framboð hans. Einstaklingurinn, sem segist vera bæði atvinnu- og bótalaus, var ósáttur við póstsendinguna og lék for- vitni á að vita hvar Gissur hefði feng- ið netfangið hans. Viðkomandi ein- staklingur segir Gissur hafa svarað sér á vinnutíma og því sé hann greinilega að sinna framboðinu á þeim tíma. „Ég mun taka það af listanum og þú færð ekki fleiri pósta frá mér. Varðandi þín mál hjá Vinnumálastofnun þá skaltu hafa samband við mig í næstu viku og ég get hitt þig hér til að fara yfir mál- in með þér – ef þú hefur áhuga,“ sagði Gissur í svari sínu. Veit ekki hvernig hann lenti á listanum Einstaklingurinn segir að í póstinum séu baráttumál Gissurar talin upp og eitt þeirra er: „Virðing fyrir rétti ein- staklinga og stöðu þeirra gagnvart valdhöfunum verður að vera skýr- ari í stjórnarskránni til dæmis með tilliti til skattheimtu, eignarréttar og svo framvegis.“ Hinn atvinnulausi greinaskrifari tekur það nærri sér að fá þennan póst frá Gissuri og seg- ir á Svipunni hann greinilega bera litla virðingu fyrir rétti einstaklinga og stöðu þeirra gagnvart valdhöfum. Honum finnst sem Gissur misnoti aðstöðu sína sem forstjóri Vinnu- málastofnunar með því að senda póst á atvinnulausa sem ekki hafa látið hann hafa netfang sitt. Gissur segist ekki vita hvernig þessi einstaklingur lenti á póstlistan- um hjá honum, hann viti engin deili á honum og veit ekki til þess að hann hafi átt samskipti við hann áður. „Þetta var þannig að maðurinn fær póst frá mér í þessari stóru póst- sendingu og spyr hvar ég hafi feng- ið netfangið hans og svo fer hann að spyrja mig um alls konar mál sem varða hans mál hjá stofnun- inni. Hann leggur fyrir mig alls konar spurningar á mitt prívatnetfang og ég sendi honum til baka og sagði þetta netfang hans bara hafa slæðst með í þessari stóru grúppu og ég í sjálfu sér veit ekki hvaðan það er komið og segi honum að ég taki hann af skrá og að hann fái ekki fleiri pósta frá mér,“ segir Gissur þegar hann er beðinn um að útskýra málið. Man ekki hvenær pósturinn var sendur „Ég er bara með gmail eins og flest- ir og ég sendi út alveg 3.000 pósta á netföng sem ég er búinn að sanka að mér úr ýmsum áttum. Svo fæ ég beiðnir frá stuðningsmönnum mín- um um að senda pósta á hina og þessa og inn á þessu getur verið alls konar fólk. Þetta er samt meira og minna fólk sem ég kannast við.“ Blaðamaður DV spyr Gissur hvort hann sinni framboðinu til stjórnlagaþings í vinnutíma sín- um sem forstjóri Vinnumálastofn- unar. „Til dæmis ert þú að hringja í mig núna og ég er í vinnunni, það er eiginlega spurning hver á upphaf- ið að því,“ segir Gissur sem man þó ekki hvort þessi ákveðni póstur var sendur út á vinnutíma. Hann segir að sér þyki ekki rétt að sinna fram- boðinu í vinnutímanum. „Nei auð- vitað ekki. Enda gæti ég hafa verið í mat eða eitthvað. Þú sendir út póst og það tekur hvað, 10 sekúndur? En auðvitað á maður ekkert að vera að því.“ Hann segist síður vilja blanda starfi sínu og framboðinu saman en að það sé samt sem áður óhjá- kvæmilegt. „Ég er þessi persóna, með þennan status.“ Ég er bara með gmail eins og flestir og ég sendi út al- veg 3.000 pósta á net- föng sem ég er búinn að sanka að mér úr ýmsum áttum. FRAMBOÐSPÓSTUR Á ATVINNULAUSA Vill á stjórnlagaþing Gissur Pétursson er dugleg- ur að senda tölvupósta til að auglýsa framboð sitt. SÓLRÚN LILJA RAGNARSDÓTTIR blaðamaður skrifar: solrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.