Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 27
Þeirri umræðu
um aðgerðir í
skuldamálum
einstaklinga og
heimila sem nú
fer fram hættir til
að lenda á villi-
götum. Megin-
línurnar í þessari
umræðu eru þær
að ríkisstjórnin
tekst á um það við
Hagsmunasam-
tök heimilanna,
Framsóknarflokkinn og Hreyfinguna
hvort fara eigi í almenna, flata niður-
fellingu á skuldum heimila í landinu.
Þetta þýðir að hluti af fasteignaskuld-
um allra heimila í landinu, óháð því
hvort heimilin standa vel eða illa, verð-
ur felldur niður. Ríkisstjórnin hefur
gefið það út að þessi almenna niður-
færsla skulda muni ekki eiga sér stað,
meðal annars vegna þess að bankar og
lífeyrissjóðir landsins sætti sig ekki við
slíka leið.
Hagsmunasamtök heimilanna
hafa verið einna háværust í því að
boða þessa almennu niðurfærslu á
skuldum sem nú er búið að blása af.
Inntakið í hugmyndum samtakanna
er að farið verði í flatan niðurskurð á
fasteignalánum, að höfuðstóli verð-
tryggðra lána verði breytt og að höfuð-
stóli á erlendum lána verði breytt yfir í
íslenskar krónur.
Eitt stærsta vandamálið við tillögu
Hagsmunasamtaka heimilanna er
að einhver mun alltaf þurfa að borga
skuldirnar sem afskrifaðar yrðu hjá
landsmönnum ef þær næðu fram að
ganga. Ekki er hægt að afskrifa skuld
einhvers án þess að „einhver“ tapi á
því eins og margoft hefur verið bent
á í ljósi nánast endalausra frétta af
skuldaafskriftum hjá þekktum mönn-
um í viðskiptalífinu. Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra benti
réttilega á það í vikunni að þessi „ein-
hver“ væru íslenskir skattgreiðendur
að hluta vegna tugmilljarða króna af-
skrifta hjá Íbúðalánasjóði. Aðrir sem
meðal annars myndu þurfa að taka af-
skriftirnar á sig eru kröfuhafar íslensku
bankanna.
Annað stórt vandamál er að það
er alls ekki svo að meirihluti íslenskra
heimila þurfi að fá niðurfelldar skuldir.
Alger minnihluti íslenskra heimila á í
greiðsluvanda, nærri 11 þúsund heim-
ili, eða um tæp 15 prósent, samkvæmt
skýrslu sérfræðingahóps um skulda-
vanda sem kom út fyrr í mánuðinum.
Þetta er fólkið sem raunverulega þarf á
hjálp að halda. Meirihluti hinna heim-
ilanna sem ekki á í greiðsluvanda þarf
ekki að fá skuldafskriftir og því væri
galið af hálfu ríkisstjórnarinnar og
lánardrottna að afskrifa skuldir þessa
fólks.
Þetta þýðir þó vitanlega ekki að
staðan sé góð og að ekki þurfi að
bregðast við skuldavanda heimilanna
með einhverjum hætti. Á milli 20 og
26 prósent heimila eru með greiðslu-
byrði lána sem eru yfir algengum
hættumörkum samkvæmt greiningu
sem unnin var af Seðlabankanum fyrr
á árinu. Auðvitað þarf ríkisstjórnin að
bregðast við þessu vandamáli með
raunhæfum aðgerðum líkt og til stend-
ur að gera. Aðferð Hagsmunasamtaka
heimilanna við skuldaniðurfærslu
væri hins vegar aðeins réttlætanleg ef
að minnsta kosti meirihluti heimil-
anna ætti í miklum greiðsluerfiðleik-
um og gæti ekki staðið í skilum.
Fréttatíminn og DV hafa að und-
anförnu beint athygli lesenda sinna
að skuldastöðu eins forvígismanns
Hagsmunasamtaka heimilanna, Mar-
inós G. Njálssonar, en um 150 milljóna
króna skuldir hvíla á tveimur húseign-
um í hans eigu. Skuldirnar eru bæði í
krónum og erlendum myntum og eru
meðal annars tilkomnar vegna þess að
Marinó ákvað að byggja sér nærri 400
fermetra hús á lánum á árunum fyrir
hrun.
Tilgangur DV með því að varpa ljósi
á skuldastöðu Marinós er að benda á
það að hann er alls ekki hlutlaus í um-
ræðunni um aðgerðir til að bregðast
við skuldavanda heimilanna. Skoðan-
ir hans á því hvaða aðgerðir hann telur
skynsamlegar litast óhjákvæmilega af
því að slík almenn niðurfelling skulda
myndi koma sér vel fyrir hann sjálf-
an. Þessi staðreynd grefur undan trú-
verðugleika Marinós þegar hann lýsir
því að flöt niðurfærsla skulda sé skyn-
samleg almennt séð. Hættan er því sú
að menn eins og Marinó, sem beita sér
í skuldaumræðunni, láti eiginhags-
muni ráða ferðinni en ekki almanna-
hagsmuni. Hagsmunir Marinós eru
ekki endilega hagsmunir þjóðarinnar
sem heildar. Reyndar bendir flest til að
svo sé ekki enda virðast tillögur Hags-
munasamtakanna bæði vera óþarfar
og óskynsamlegar. Ástandið í skulda-
málunum er ekki það slæmt að grípa
þurfi til þessa örþrifaráðs .
Tillögur samtakannna eru líka
slæmar að öðru leyti. Í þeim felst
að ástandið í skuldamálum þjóðar-
innar sé verra en það er í raun mið-
að við opinberar tölur. Hagsmuna-
samtökin mála því í raun skrattann
á vegginn með því að leggja þessar
óraunhæfu tillögur fram og reyna að
rökstyðja þær. Samtökin klæða hug-
myndir sínar í þann búning að þeir
sem færa rök gegn hugmyndum þeirra
hljóti því óhjákvæmilega að vera bæði
óvinir heimilanna í landinu og óvinir
lýðræðisins og fólksins. Á heimasíðu
samtakanna segir til dæmis: „Samtök-
in byggja á lýðræðislegum grunni þar
sem félagar hafa jafnan rétt til áhrifa.
Stjórn samtakanna er lýðræðislega
kjörin og baráttumál eru lýðræðislega
samþykkt á félagsfundi... Tilgangur
samtakanna er að veita fólkinu í land-
inu möguleika til að sameinast um og
að taka þátt í að verja hagsmuni heim-
ilanna með þátttöku sinni.“ Sá sem
gagnrýnir tillögur samtakanna á því á
hættu að vera kallaður óvinur lýðræð-
isins og sagður berjast gegn hagsmun-
um heimilanna í landinu.
Ekkert bendir hins vegar til að
hagsmunum allra heimilanna sé al-
mennt séð best borgið með því að fá
skuldir afskrifaðar á einum stað, sem
ekki er einu sinni þörf á í flestum til-
fellum, á meðan þessi sömu heimili
þurfa að borga þessar skuldir með öðr-
um hætti á öðrum stað. Einstakling-
ar, sem jafnvel starfa fyrir hagsmuna-
samtökin eins og Marinó, sem skulda
mikið af einhverjum ástæðum, myndu
hins vegar örugglega glaðir vilja varpa
hluta af sínum skuldabagga yfir á alla
skattgreiðendur landsins með vísan
til bankahrunsins og án þess nokkru
sinni að taka ábyrgð á þeim skuldum
sem þeir hafa komið sér í með eigin
ákvörðunum.
Sem betur fer hafa þessar óraun-
hæfu, og líklega oft á tíðum eigin-
gjörnu, tillögur um skuldaniðurfell-
ingu verið slegnar út af borðinu og
ríkisstjórnin og aðrir hlutaðeigandi
aðilar geta beitt sér að raunhæfari
lausnum á erfiðri stöðu. Við getum
ekki á sama tíma fordæmt skuldanið-
urfellingu hjá auðmönnum en á sama
tíma talið eðlilegt að við sjálf fáum af-
skrifaðar skuldir sem fólk getur í lang-
flestum tilfellum borgað þrátt fyrir erf-
itt árferði.
ÖRN MARINÓ ARNARSON
gerði heimildamyndina Feathered
Cocaine eða Fiðraða fíkn ásamt
Þorkatli S. Harðarsyni. Fyrir myndina
hlutu þeir tilnefningu á IDFA, stærstu
og mikilvægustu hátíð heimilda-
myndagerðarmanna í heiminum. Örn
segir tilnefninguna vera eins og að
vera tilnefndur til Óskarsverðlauna
fyrir leikna mynd. Næst ætla þeir að
gera ljóðræna mynd um lífshlaup
laxins.
MYNDIN ÁT UPP SEX
ÁR AF ÆVI OKKAR
MYNDIN
Hver er maðurinn?
„Hann heitir Örn Marinó Arnarson.“
Hvar ertu uppalinn?
„Ég er uppalinn á Seltjarnarnesi.“
Hvað drífur þig áfram?
„Góður matur og yndislegt fólk.“
Hvaða bók lastu síðast?
„Ég las bókina um nornina frá Portobello
eftir Paulo Coelho.“
Með hverjum heldurðu í enska?
„Ég held með Manchester City en mest
held ég með Lazio í ítölsku Seríu A.“
Hvernig fenguð þið fyrst hugmynd-
ina að mynd um fálka?
„Þetta er allt Þorkatli S. Harðarsyni að
kenna. Hann vildi gera litla sæta mynd
um fálka en að lokum át myndin upp sex
ár af okkar ævi.“
Hvað þýðir þessi tilnefning á IDFA
fyrir ykkur?
„Þetta er svipað og að fá Óskarsverð-
launatilnefningu fyrir leiknar myndir.
IDFA er stærsta heimildamyndahátíð í
heimi og einnig sú mikilvægasta.“
Hvaða viðbrögð eruð þið að fá úti
í heimi?
„Við erum að fá mjög sterk viðbrögð.
Bæði erum við að fá sterk viðbrögð
varðandi náttúruvernd og hryðjuverk.“
Hvaða illmenni ætlið þið að finna
fyrir næstu mynd?
„Ætli við reynum ekki að finna manninn
sem sprengdi litlu hafmeyjuna í tjörninni
í Reykjavík.“
Hvert verður næsta verkefni ykkar?
„Náttúrulífsmynd um laxinn. Við ætlum
að gera ljóðrænan óð um magnað
lífshlaup hans.“
MAÐUR DAGSINS
„Ég er búinn að kynna mér þetta
nokkuð vel.“
KRISTJÁN JÓNSSON
39 ÁRA EINKAÞJÁLFARI OG HEILARI
„Já, ég veit nokkurn veginn hvað ég
ætla að kjósa.“
GUÐRÚN ÁSTA TRYGGVADÓTTIR
30 ÁRA KENNARI
„Já, ég er búinn að kjósa.“
JÓN ATLI KRISTJÁNSSON
67 ÁRA HAGFRÆÐINGUR
„Aðeins, ekki mikið.“
GUÐNÝ ÓLÖF HELGADÓTTIR
28 ÁRA LJÓSMYNDARI
„Já, ég er búinn að lesa bæklinginn sem
dreift var. Þar fann ég fimmtán nöfn
sem mér líst vel á.“
ODDUR JÚLÍUSSON
53 ÁRA ÖRYRKI
ERTU BÚIN(N) AÐ KYNNA ÞÉR KOSNINGARNAR UM HELGINA?
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2010 UMRÆÐA 27
Skuldirnar og lýðskrum
INGI F.
VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar
KJALLARI
Vökult auga Gjörningalistamenn komu fyrir þessu alsjáandi auga á Hallgrímskirkju. Að því komst Róbert Reynisson ljósmyndari þegar hann átti leið fram hjá kirkjunni á
fimmtudaginn.