Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 38
38 ÆTTFRÆÐI UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kjartan@dv.is 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR 70 ÁRA Á LAUGARDAG Jóhann Pálsson FYRRV. FORSTÖÐUMAÐUR HVÍTASUNNUSAFNAÐARINS Á AKUREYRI Jóhann fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Hann var í barnaskóla á Sauðárkróki, tvo vetur í unglingaskóla þar og stund- aði síðan nám við biblíuskóla hjá hvítasunnumönnum í Stokkhólmi. Jóhann kom síðan heim og flutti til Akureyrar 1940. Hann starfaði í Hvítasunnusöfnuðinum á Akur- eyri undir forystu norsku hjónanna Sigmund Jakobson og Mildu Spon- berg og síðan sænsku hjónanna Nils Ramselíusar og Gyðu, konu hans. Er Nils og Gyða fluttu aftur til Svíþjóð- ar 1946 varð Jóhann forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri og gegndi því starfi í rúmlega þrjá- tíu ár. Jóhann starfaði við Hlaðgerðar- kot sem Samhjálp hvítasunnu- manna starfrækir frá 1989 í átta ár, ásamt Huldu konu sinni, þar til þau settust í helgan stein um sjötugt og fluttu aftur til Akureyrar þar sem Jó- hann býr enn. Fjölskylda Jóhann kvæntist 1.12. 1945 Elín- borgu Huldu Sigurbjörnsdóttur, f. 1.10. 1917, d..25 4 2003, húsmóð- ur. Hún var dóttir Sigurbjörns Jóns- sonar f. 19.6. 1888, d 10.11. 1959, og Sigurrósar Jóhönnu Sigurðardóttur, f. 26.8. 1894, d. 4.1. 1978. Börn Jóhanns og Huldu eru Samúel, f. 29.8. 1946, forstöðumað- ur íþróttamannvirkja á Akureyri og myndlistarmaður, búsettur í Marki í Eyjarfjarðarsveit, en kona hans er Ragnhildur Ingólfsdóttir og eru börn þeirra Ingólfur, en kona hans er Inga Vala Jónsdóttir og eiga þau fjögur börn; Jóhann, en kona hans er Hulda Ragna Valsdóttir og eiga þau þrjú börn; Atli Þór, en kona hans er Selma Björg Bjarnadóttir og eiga þau tvö börn. Rut Sigurrós, f. 9.8. 1948, gler- listakona á Akureyri en sambýlis- maður hennar er Guðmundur Konráðsson og eru börn hennar Kári Sævar, sem á tvö börn; Hulda Hrönn, en hún á tvö börn; Elm- ar Freyr, en sambýliskona hans er Rósa Björg og eiga þau saman tvö börn; Bjartmar; Birgitta Rós, en sambýlismaður hennar er Páll Júlí- us og eiga þau tvö börn. Hanna Rúna, f. 12.8. 1954, lista- kona á Akureyri og eru börn hennar Samúel Ívar, en sambýliskona hans er Rakel Ingólfsdóttir; Arnar; Stefán Rúnar; Sólveig Hulda. Ágústa, f. 25.10. 1957, ljósmóð- ir, hjúkrunarfræðingur og mennta- skólakennari í Reykjavík en mað- ur hennar er Ellert B. Schram og eiga þau saman tvö börn, Evu Þor- björgu; Ellert Björgvin. Systkini Jóhanns urðu ellefu talsins. Níu þeirra komust á legg en sex þeirra eru á lífi í dag. Foreldrar Jóhanns voru Páll I. Jóhannsson, f. 20.8. 1888, d. 1981, verkstjóri á Akureyri, og k.h., Ág- ústa Runólfsdóttir, f. 1.8. 1892, d. 1971, húsmóðir. Jóhann verður með fjölskyldu og vinum á afmælisdaginn á heimili sínu að Bakkahlíð 38. 90 ÁRA Á SUNNUDAG Guðný fæddist í Bolungarvík og átti þar heima til 1965 er hún flutti til Ísafjarðar. Hún var einn vetur í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísa- firði. Guðný var síðan heimavinn- andi húsmóðir til 1980 er hún hóf störf hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga. Hún stundaði almenn störf hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði á árunum 1996–2006. Fjölskylda Guðný giftist 26.12. 1966 Birni Björnssyni, f. 22.6. 1932, fyrrv. sjó- manni. Hann er sonur Björns Jó- hannssonar, sjómanns á Ísafirði, og Guðbjargar Sigurðardóttur hús- móður sem bæði eru látin. Börn Guðnýjar og Björns eru Sigrún, f. 25.10. 1959, en maður hennar er Ingvar Sigurðsson og eiga þau tvö börn, Sigurð Alfreð, en kona hans er Eyrún Lóa og börn þeirra eru Dagrún María og Ingvar Alexander, og Ellý Söndru en dóttir hennar og Ólafs Rúnars er Regína Lea; Sigurður, f. 16.7. 1965, en kona hans er Pálína Sinthu Björnsson og dóttir þeirra er Guðný Birna; Elín Björk f. 27.3. 1967, en maður henn- ar er Ingimundur Gestsson og eru dætur þeirra Elísabet og Katr- ín; Pálína, f. 22.4. 1971, en maður hennar er Þór Austmar og eru börn þeirra Björn og Marý; Guðbjörg, f. 24.4. 1979, en maður hennar er Guðmundur Albertsson og eru börn hennar Rannveig og Albert. Systkini Guðnýjar: Kristinn, fyrrv. verkamaður í Reykjavík, Júlí- ana Kristín, nú látin, húsmóðir í Hafnarfirði, Sigurða, húsmóðir á Þingeyri. Foreldrar Guðnýjar voru Páll Borgarsson frá Tyrðilsmýri á Snæ- fjallaströnd, f. 16.2. 1887, d. 17.2. 1969, sjómaður í Bolungarvík, og k.h., Sigrún Sigurðardóttir, f. 26.12. 1906, d. 22.4. 1990, húsmóðir. Guðný E. Pálsdóttir HÚSMÓÐIR Á ÍSAFIRÐI 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Eva fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu. Hún var í Hóla- brekkuskóla og í Nesjaskóla í Höfn í Hornafirði í tvö ár. Eva var í sveit á Mýrum í Horna- firði í nokkur ár. Hún starfaði við leikskóla í Reykjavík og í Hvalfjarð- arsveit um fjögurra ára skeið en hefur starfað hjá Össuri frá 2009. Fjölskylda Maður Evu er Guðmundur Rafn Ásgeirsson, f. 3.8. 1971, starfsmað- ur hjá Össuri. Börn Evu og Guðmundar Rafns eru Tinna Ýr Guðmundsdóttir, f. 27.10. 2003; Egill Örn Guðmunds- son, f. 9.10. 2006. Systkini Evu eru Guðný Sóley Kristinsdóttir, f. 20.4. 1967, snyrti- fræðingur á Ísafirði; Hafsteinn Viðar Kristinsson, f. 22.4. 1969, veitingamaður í Reykjavík; Helga Kristinsdóttir, f. 29.8. 1971, flug- freyja í Reykjavík; Sigrún Krist- insdóttir, f. 22.8. 1972, húsmóðir í Garðabæ; Kristinn Þór Kristins- son, f. 5.2. 1972, starfsmaður hjá Gámafélaginu, búsettur í Reykja- vík. Foreldrar Evu eru Kristinn Ped- ersen, f. 30.5. 1948, lögregluvarð- stjóri, búsettur í Mosfellsbæ, og Jó- hanna Erla Guðjónsdóttir, f. 31.1. 1950, starfsmaður Blóðbankans. Eva Kristinsdóttir STARFSMAÐUR HJÁ ÖSSURI 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Þorbjörn fæddist í Reykjavík en ólst upp á Blönduósi. Hann var í Grunnskóla Blönduóss og Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þorbjörn var í sveit á sumrin á Kornsá í Vatnsdal, starfaði við vél- smiðju á Blönduósi á unglingsár- unum, en hóf störf við járnabind- ingar árið 2000 og hefur starfað við það síðan. Hann flutti til Reykja- víkur 1999. Fjölskylda Sonur Þorbjörns er Grétar Ingi Þorbjörnsson, f. 15.9. 2001. Bróðir Þorbjörns er Jón Mars Ámundason, f. 19.10. 1981, pípu- lagningarmaður á Blönduósi. Foreldrar Þorbjörns eru Ingi- björg Þorbjörnsdóttir, f. 2.6. 1957, verslunarmaður í Reykjavík, og Ámundi Grétar Jónsson, f. 14.4. 1952, rafvirki í Reykjavík. Þorbjörn Kristján Ámundason JÁRNABINDINGAMAÐUR Í REYKJAVÍK Jóhann L. Jóhannsson FYRRV. REKSTRARSTJÓRI HÁSPENNUDEILDAR HITAVEITU SUÐURNESJA Jóhann fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp. Hann er rafmagnsiðn- fræðingur að mennt, stundaði fram- haldsnám og námskeið á sviði há- spennuvirkja í Svíþjóð 1955 og 1979. Jóhann var verkstjóri hjá Raf- magnsveitum ríkisins við uppbygg- ingu innanbæjarrafkerfa 1953–58 og stöðvarstjóri við Reyðhjallavirkjun í Bolungarvík og jafnframt rafveitustjóri í Bolungarvík 1958–65, var rafveitu- stjóri í Njarðvík 1965–85 og rekstrar- stjóri háspennudeildar Hitaveitu Suð- urnesja frá 1985 og til starfsloka 1997. Jóhann hefur verið virkur félagi í Frímúrarareglunni á Suðurnesjum um langt árabil. Fjölskylda Jóhann kvæntist 28.4. 1956 Elsu Dóru Gestsdóttur, f. 7.12. 1936, fyrrv. starfs- manni hjá Pósti og síma í Keflavík. Foreldrar Elsu voru Gestur Ólafur Pétursson, starfsmaður við Áhalda- hús Reykjavíkurborgar og k.h., María Magnúsdóttir húsmóðir. Börn Jóhanns og Elsu eru Hreinn Líndal, f. 12.8. 1956, verktaki í Keflavík, kvæntur Önnu Dóru Lúthersdóttur og eiga þau fimm börn; Jóhann Gestur, f. 6.1. 1959, flugumferðarstjóri á Keflvík- urflugvelli, búsettur í Njarðvík, kvænt- ur Svövu Tyrfingsdóttur og eiga þau þrjú börn; María Líndal, f. 5.8. 1961, nemi í Danmörku, gift Þóri Jónssyni, nemi , og eiga þau þrjú börn; Elías Lín- dal, f. 21.10. 1962, rafvirki, búsettur í Garði, kvæntur Guðlaugu Sigurðar- dóttur og eiga þau þrjú börn; Lína Dal- rós, f. 13.3. 1969, húsmóðir í Keflavík, gift Gunnlaugi Ævarssyni skipstjóra og eiga þau þrjú börn. Dóttir Jóhanns fyrir hjónaband er Agnes, f. 25.3. 1953, húmóðir, gift Bessa Þorsteinssyni, starfsmanni Rekstrarvara. Systkini Jóhanns: Guðmunda, f. 1922, nú látin, búsett á Ísafirði; Gísli, f. 29.8. 1923, d. 1983; Guðbjörg, f. 1927; Óskar, f. 1928; Áslaug, f. 1929, nú látin. Systkini Jóhanns, sammæðra: Alda, f. 1935; Herbert, f. 1936, d. 1985; Sigurvin, f. 1937; Sveinn, f. 1939. Foreldrar Jóhanns voru Jóhann Sigurðsson, f. 5.8. 1891, d. 27.8. 1932, vann lengst af við Lifrarbræðslu Einars Guðfinnssonar, og k.h., Lína Dalrós Gísladóttir, f. 22.9. 1904, d. 14.12. 1997, húsmóðir í Bolungarvík. Ætt Foreldrar Línu Dalrósar voru Gísli Jónsson „skáldi“, frá Tindi í Tungu- sveit, b. í Tröð í Bolungarvík, og k.h., Elísabet Guðmundsdóttir frá Meira- Hrauni í Skálavík. Foreldrar Jóhanns voru Sigurður Magnússon, frá Vonar- holti í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu, og k.h., Guðbjörg Jónsdóttir frá Arn- kötludal. Lína Dalrós bjó í Bolungarvík með seinni manni sínum, Jóni Ásgeiri Jóns- syni. Eftir því sem næst verður kom- ist eignaðist hún fleiri afkomendur á meðan hún var á lífi, en nokkur annar Íslendingur. Hún eignaðist ellefu börn, fimmtíu og fjögur ömmubörn, hundr- að tuttugu og sjö langömmubörn, og fimmtíu og fjögur langalangömmu- börn, eða samtals tvö hundruð fjöru- tíu og sex afkomendur. 60 ÁRA Á LAUGARDAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.