Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 25
NÝ SKÓSENDING
Í GYLLTA KETTINUM,
Allir skór á
12.800 kr.
stærð 36-41
AUSTURSTRÆTI 8-10 • SÍMI 534 0005
föstudagur 26. nóvember 2010 erlent 25
Mikla athygli vakti um síðustu helgi
þegar birt voru brot úr nýrri viðtals-
bók við Benedikt sextánda páfa. Seg-
ir hann í bókinni, sem ber titilinn
Ljós heimsins, að notkun smokka sé
réttlætanleg „í vissum tilfellum“. Seg-
ir páfinn til að mynda að undir þessi
vissu tilfelli flokkist karlar sem stunda
vændi, þeim beri að nota smokk til að
smita ekki viðskiptavini sína af ban-
vænum sjúkdómi. Athyglin sem um-
mælin vöktu varð slík að talsmaður
Páfagarðs sá sig knúinn til að útskýra
betur hvað páfinn ætti við, og hvað
flokkaðist undir viss tilfelli. Breska
blaðið Daily Telegraph greindi frá
þessu.
Skárra en alnæmi
Frederico Lombardi sagði fyrir hönd
Páfagarðs að þessi stefnubreyting
kaþólsku kirkjunnar sneri sérstaklega
að þeim sem eru smitaðir af alnæmi.
Þeir sem eru smitaðir af alnæmi ættu
heldur að nota smokkinn en ekki,
enda sé það skárra heldur en að smita
aðra manneskju af sjúkdómnum –
jafnvel þó það þýði að komið sé í veg
fyrir getnað. „Þá breytir einu hvort
þú ert kvenkyns, karlkyns eða kyn-
skiptingur. Við erum á sama máli. Og
málið er að fyrsta skrefið í því að taka
ábyrgð, er að forðast það að setja ann-
að fólk í alvarlega hættu.“
Sagði smokkinn skaða
Breytingin í stefnu Páfagarðs gagnvart
smokknum gefur til kynna að kaþ-
ólska kirkjan viðurkenni að stefnan
hafi verið úrelt og óábyrg. Fyrir aðeins
ári, þegar Benedikt páfi sextándi var á
ferð um Afríku, lét hann hafa eftir sér
að hann efaðist um að smokkurinn
kæmi að gagni í baráttunni gegn al-
næmi. Sagði hann þá að líklegra væri
að notkun smokksins gerði meira
ógagn en gagn í baráttunni gegn al-
næmi.
Jacques Suaudeau er í siðferðis-
nefnd Páfagarðs. Hann útskýrði um-
mæli páfans þannig að syndir væru
misalvarlegar. „Getnaðarvarnir eru
ekki versta syndin. Kirkjan lítur ekki á
þær með jákvæðum hætti en þær eru
ekki það versta sem fyrirfinnst. Fóst-
ureyðingar eru verri og að smita aðra
manneskju af alnæmi er glæpsam-
legt. Slíkt sýnir fullkomna óábyrgð.“
Skref í rétta átt
Þrátt fyrir að orð páfans breyti ekki
stefnu kaþólsku kirkjunnar gagnvart
getnaðarvörnum í stóratriðum, hafa
frjálslyndir kaþólikkar og baráttusam-
tök gegn alnæmi tekið þeim fagnandi.
Michel Sidibé, sem stýrir UNAIDS
(stofnun Sameinuðu þjóðanna í bar-
áttunni gegn alnæmi í Afríku), sagði
til að mynda að orð páfans væru „þýð-
ingarmikið og jákvætt skref í rétta átt.“
Kaþólska kirkjan hefur loksins breytt afstöðu sinni til smokks-
ins. Karlar, konur og kynskiptingar mega nú nota smokkinn, sé
tilgangurinn að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma.
Smokkurinn er
skárri en alnæmi
björn teitSSon
blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is
Kirkjan lít-ur ekki á þær
með jákvæðum hætti
en þær eru ekki það
versta sem fyrirfinnst.
benedikt með
Ljós heimsins.
Þýskiblaðamaður-
innPeterSeewald
vannbókinaúr
viðtölumviðpáfa.
Vladimír Pútín biðlar til Evrópu um aukna samvinnu:
VillsameinastmarkaðiESB
Vladimír Pútín, forsætisráðherra
Rússlands, hefur áhuga á að þróa
sameiginlegt markaðssvæði Rúss-
lands og Evrópusambandsins. Um
þetta skrifaði Pútín í aðsendri grein
til þýska dagblaðsins Süddeutsche
Zeitung. Pútín segir að markmiðið
verði að vera „útfærsla á sameigin-
legu markaðsbandalagi allt frá Lissa-
bon til Vladivostok.“ Talið er að Pútín
vilji færa sér hina miklu efnahagslægð
sem nú herjar á Evrópu í nyt og hvetji
hann þess vegna til aukinnar sam-
vinnu við Evrópusambandið.
Pútín sér fyrir sér sameiginlegan
meginlandsmarkað sem komi öllum
til góða. Einnig þarf að velta því fyrir
sér „hvernig við getum komið af stað
nýrri iðnaðarvæðingu í Evrópu.“ Hag-
kvæmt væri til að mynda að stunda
skipulagða samvinnu fyrirtækja í
skipasmíði, flugvélasmíði, í bílaiðn-
aði, geimtækni, líftækni- og lyfjaiðn-
aði, kjarnorkutækni og tölvunarfræði.
Hingað til hafa rússnesk fyrirtæki átt
erfitt með að ryðja sér til rúms á Evr-
ópumarkaði, en gott dæmi um það
er þýski bílaframleiðandinn Opel.
Opel var í eigu bandaríska bílafram-
leiðandans General Motors sem varð
gjaldþrota í fyrra. Í kjölfarið þarfnað-
ist Opel nýrra fjárfesta, og sýndi rúss-
neski bankinn Sberbank einna mest-
an áhuga. Ekkert varð þó úr kaupum
Sberbank á Opel vegna erfiðleika
rússneskra fyrirtækja við að fjárfesta
á hinum sameiginlega markaði Evr-
ópusambandsins.
Pútín vill einnig stóraukna sam-
vinnu í orkugeiranum. Lönd í Evrópu-
sambandinu kaupa nú þegar mikið af
orku frá Rússlandi, aðallega gas og olíu.
Pútín vill unnið verði saman, allt frá
því að orkuauðlindir séu uppgötvaðar,
byrjað sé að vinna úr orkunni og þang-
að til neytandinn fær loks orkuna til af-
nota. Þá þýði lítið að stöðva orkuna við
landamæri. Pútín segir að frjálst flæði
fólks og fjármagns eigi að marka upp-
hafið að sameiningarferli Rússlands
og Evrópusambandsins.
Í dag, föstudag, mun Pútín hitta
Angelu Merkel, kanslara Þýskalands,
og ræða þau vafalítið grein forsætis-
ráðherrans í Süddeutsche Zeitung.
Vladimír Pútín HittirfyrirAngelu
Merkelídag.