Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2010 FRÉTTIR 21 URTASMIÐJAN SVALBARÐSSTRÖND 462-4769 GIGJA@URTASMIDJAN.IS INNIHALDA: blóðberg, eini, rauðsmára, vallhumal, arniku, engifer, lofnar- blóm, rósmarín, myntu, rós, o.fl. VÖÐVA/GIGTAROLÍA Linar bólgur í vöðvum dregur úr verkjum og stirðleika í liðum. liðkar, hitar, slakar, róar þrey- tuverki og sinadrátt. GRÆÐIOLÍA, HÚÐOLÍA fyrir flösuexem, skánir í hársverði, húðþurrk, útbrot og húðsvepp. Græðir og hreinsar, róar sviða og kláða. SLÖKUNAROLÍA, AFSTRESSARI Fyrir slökunarnudd og frábær í slökunarbaðið, dregur úr óróa, spennu og streitu, Veitir hvíld, ró og vellíðan. NUDD- OG HÚÐOLÍURNAR FRÁ URTASMIÐJUNNI ERU LÍFRÆNT VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA HELSTU SÖLUSTAÐIR: HÖFUÐBORGARSV: FJARÐARKAUP, HEILSUHÚSIN, YGGDRASILL, GÓÐ HEILSA, LYFJAVER, MAÐUR LIFANDI, GARÐHEIMAR. AKUREYRI: HEILSUHÚSIÐ, APÓTEKARINN, AKUREYRARAPÓTEK, HRÍM,/HOFI. VÍK: VÍKURPRJÓN. Novafon -Fyrir þig og þína vellíðan »Hljóðbylgjumeðferð sem styður við náttúrulega starfsemi líkamans » Gefur tækifæri til fljótverkandi sjálfsmeðferðar » Nýtist við meðferð flestra tegunda verkja t.d.: » Vöðvaverkjum – gigt » Höfuðverk » Verk í hnakka » Eymsli í öxlum » Tennisolnboga » Þursabit » Íþróttameiðslum » Íslenskar leiðbeiningar » Geisladiskur fylgir sem sýnir hvernig á að nota tækið Novafon eða hljóðbylgjur voru fyrst uppgötvaðar sem læknanlegar bylgjur af þýskum prófessor Dr. Med. Erwin Schliepharke árið 1930 Skólavörðustíg 20 Sími 5444344 Jólagjöfin 2010 REYKJANESBÆR Á HELJARÞRÖM fall hafnarinnar við og stjórn henn- ar óskaði eftir nauðasamningum. Samkvæmt framangreindu er Lána- sjóður sveitarfélaga ekki almennur kröfuhafi þar sem hann hefur veð í tekjum Reykjaneshafnar en ekki eign- um. Fresturinn, sem gefinn var til að ganga frá þeim samningum rennur út á þriðjudaginn. Lánasjóður sveit- arfélaga hefur nú formlega hafnað frystingu lána Reykjaneshafnar og því vofir yfir að sjóðurinn gangi að veði sínum í allt of lágum tekjum hafnar- innar. Fasteign hf. við að leysast upp Árleg leigugjöld Reykjanesbæjar til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. (EFF) eru um nú um 900 milljón- ir króna en geta farið upp í 1,1 til 1,2 milljarða króna þegar leigugjaldið hækkar um að minnsta kosti 28 pró- sent um áramótin eins og ráð er fyrir gert. Þar með yrði tekin aftur sú lækk- un sem stjórn Fasteignar hf. sam- þykkti í kjölfar bankahrunsins. Sú lækkun átti að milda tímabundið högg leigutakanna, þar á meðal Reykjanes- bæjar, af 50 prósenta gengisbindingu leigunnar. Leigan, sem Reykjanesbær þurfti að greiða Fasteign í október, var samtals 75,2 milljónir króna fyr- ir liðlega 30 mismunandi fasteignir, allt frá skólum og íþróttahúsum yfir í golfvöll og skátaheimili. Athygli vekur 7,5 milljóna króna mánaðarleg leiga á Hljómahöllinni eða Stapa, sem er langt umfram tekjur sem Reyknesing- ar hafa af húsinu. Ljóst er að tilraun um samrekstur eigna sveitarfélaga og einkahlutafé- laga undir hatti EFF hefur mistekist. Sveitarfélög sem aðild eiga að EFF leita nú leiða til að kljúfa sig út úr fé- laginu og losna meðal annars und- an milljarða skuldaklafa sem félagið ber vegna nýbyggingar Háskólans í Reykjavík. Fjallað var um vandann á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrir helgina. Ljóst er að vilji er til þess að leysa eignirnar aftur til bæjarfélags- ins, helst á lægra verði en þær voru lagðar inn í félagið. Samkvæmt heim- ildum DV er líklegt að Reykjanesbær þurfi að taka að minnsta kosti eins milljarðs skuld sigli hann á braut út úr EFF. EFF rætt í bæjarstjórn Fjallað var um málefni Fasteignar hf. á bæjarstjórnarfundi 16. nóvember. Í tilkynningu frá fulltrúum Samfylk- ingarinnar í bæjarstjórn eftir fundinn sagði að niðurstöður fjölda skýrslna og úttekta um EFF hljómuðu nú sem hjóm eitt. „Nú liggur fyrir að á sama tíma og sjálfstæðismenn fullyrtu um hagkvæmni Fasteignar og verulegan hagnað, þá sjá endurskoðendur fyr- irtækisins ástæðu til þess að setja fyr- irvara um rekstrarhæfi félagsins í árit- un sinni við ársreikninginn fyrir árið 2009. Í framhaldi má spyrja sig hvort eitthvað hafi verið að marka skýrslu Capacent sem birtist skyndilega í miðri kosningabaráttu og þessi atriði voru hvergi nefnd.“ Stjórnarformaður EFF er Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann er því í þeirri stöðu að þurfa nú að velja milli hagsmuna EFF og bæj- arfélagsins sem bæjarstjóri. „Fjárhagsstaða Eignarhaldsfélags- ins Fasteignar er nú með þeim hætti að ekki verður lengur hjá því komist að skoða málin ítarlega og leita allra leiða til að lágmarka það tjón er bær- inn virðist nú standa frammi fyrir. Það kom öllum á óvart að heyra fréttir um að hugsanlega sé verið að leysa félagið upp og að sum sveitar- félög væru nú þegar að ræða um úr- sögn úr félaginu. Reykjanesbær er einn af stærstu hluthöfum félagsins og það er með öllu ólíðandi að bæjar- fulltrúar í Reykjanesbæ heyri fréttir af vandræðum félagsins fyrst í fjölmiðl- um,“ tilkynntu fulltrúar Samfylking- arinnar eftir bæjarstjórnarfundinn. Þar var jafnframt lagt til að skipuð yrði nefnd fulltrúa meiri- og minnihluta í bæjarstjórn sem hefði það hlutverk að fara yfir stöðu bæjarins gagnvart EFF. „Alvarleg fjárhagsstaða Fasteignar, Reykjaneshafnar og bæjarsjóðs und- irstrikar nauðsyn þess að endurskoða allan rekstur bæjarsjóðs og dóttur- félaga því framundan er óumflýjan- leg fjárhagsleg endurskipulagning Reykjanesbæjar. Bæjarfulltrúar allir eru skyldugir til þess að gera sitt besta svo að takist að lágmarka þær byrðar sem íbúar bæjarins þurfa axla í fram- tíðinni vegna óstjórnar undanfarinna ára.“ Meiri skuldir – meiri vandi Vandi Reykjanesbæjar er mun víðtæk- ari en hér er getið. Þekkt er að um 830 milljóna króna fjármagns- og tekju- skattur er í vanskilum við ríkissjóð vegna söluhagnaðar Reykjanesbæjar á HS Orku til Geysis Green Energy og Magma Energy. Samkvæmt heimild- um DV er skattskuldin þó mun meiri í heild sinni eða liðlega 1,7 milljarð- ar króna. Nýlega stóð sveitarfélag- ið auk þess í samningum við erlend- an banka um vanskil á nærri tveggja milljarða króna skuld. Í vikunni birtist grein í Víkurfrétt- um um svonefndan Manngildisjóð sem stofnaður var í kjölfar stofnun- ar EFF. Sjóðnum var ætlað að aug- lýsa styrki tvisvar á ári, og veita fé til þágu mannræktar og aukins mann- gildis í Reykjanesbæ. Á síðastliðnu ári var 50 milljónum króna úthlut- að úr sjóðnum meðal annars til íþrótta og mennta- og umhverfis- mála. „Stofnframlag sjóðsins var í upphafi 500 milljónir króna, en höf- uðstóllinn svo hækkaður í febrú- ar 2008 upp í einn milljarð króna. Þannig að ljóst má vera nú þegar herðir að að við höfum fjármagn sem að einhverju leyti væri hægt að nýta til að takast á við þann vanda er við blasir hvað varðar hin frjálsu félagasamtök. Niðurskurðurinn þarf ekki að verða svo mikill sem raun ber vitni, velji menn tímabundið að nýta þann sjóð meira til að brúa sár- asta bilið.“ Eftir því sem DV kemst næst voru fjármunir, sem fyrst voru lagðir í um- ræddan sjóð árið 2003, ekki lengur fyrir hendi og því ekki unnt að nýta hann til að draga úr vanda Reyk- nesinga um þessar mundir. Leigugreiðslur Reykjanesbæjar til Fasteignar hf. Eign *Upphæð í okt. 2010: Selið 268 Tjarnarsel 619 Garðasel 1.069 Heiðasel 603 Gimli 590 Holt 1.055 Vesturberg 2.654 Hjallatún 741 Akur 2.331 Heiðarbólsvöllur 53 Brekkustígsvöllur 208 Myllubakkaskóli 3.878 Holtaskóli 4.474 Njarðvíkurskóli 4.799 Heiðarskóli 7.161 Akurskóli 12.255 Byggðasafn 75 Hljómahöll/Stapinn 7.504 88 Húsið 719 Íþróttaakademían 3.918 Íþróttahús við Sunnubraut 2.957 Sundmiðstöð Vatnaveröld 8.513 Íþróttamiðstöðin Njarðvík 3.458 Íþróttavellir Keflavík 896 Íþróttavellir Njarðvík 350 Golfklúbbur Suðurnesja 739 Dráttarbraut grófin 740 Skólavegur 291 Þórustígur 3 / Skátar 135 Skolpdælustöð 428 Samtals: Um 73,5 milljónir króna á mánuði. *Upphæðir eru í þúsundum króna. ÞUNGAR GREIÐSLUR Vogun vinnur – vogun tapar Árni Sigfússon bæjarstjóri fór nýjar leiðir, tefldi djarft, vann stóran sigur í sveitarstjórnarkosningunum og tekur nú út timburmennina eftir ævintýrin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.