Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Bröns
alla laugardaga og sunnudaga
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is
Verð
aðeins
1.795
með kaffi
eða te
„Ég er bugaður maður,“ segir Gunn-
ar Þorsteinsson oftast kenndur við
Krossinn. Í gær greindi Pressan frá
því að tvær systur fyrrverandi eigin-
konu hans, þær Sólveig og Sigríður
Guðnadætur, ásamt Brynju Dröfn
Ísfjörð Ingadóttur hefðu sent bréf á
stjórn Krossins þar sem Gunnar er
sakaður um kynferðisofbeldi gagn-
vart þeim. Gunnar fékk sjálfur afrit
af bréfinu en sögur þessara kvenna
fylgja í fylgiskjölum. Þar eru einn-
ig sagðar sögur tveggja nafnlausra
kvenna.
Alvarlegar ásakanir
Ásakanirnar eru alvarlegar en
Gunnar er meðal annars sakaður
um brot gagnvart stúlkum undir lög-
aldri. Gunnar neitar að svara þess-
um ásökunum efnislega en segir:
„Ég skil ekki af hverju þær fara ekki
lögformlegu leiðina. Ég mun gera
það.“ Í bréfinu taka konurnar það
fram að þar sem brotin séu fyrnd sé
sú leið ekki fær en þær séu „knún-
ar til þess að opinbera sannleikann.“
Þær hafi glímt við erfiðar afleiðing-
ar en ætli nú að skila skömminni
þangað sem hún á heima.
Leita eftir stuðningi almenn-
ings
Þær segja jafnframt að Gunnar og
Jónína Ben eiginkona hans hafi op-
inberað málið í fjölmiðlum. Jón-
ína sagði meðal annars að hún yrði
ekki hissa ef einhver kona stigi fram
á forsíðu Vikunnar á næstu vikum
með alvarlegar ásakanir á hendur
Gunnari. Jónína tengdi það við út-
gáfu ævisögu sinnar og eiganda-
valdi Hreins Loftssonar á Birtíngi. Í
bréfinu segir að þar sem þau hjón-
in hafi áreitt konurnar með síendur-
teknum símtölum og fyrirvaralaus-
um heimsóknum á heimili þeirra
sem túlka mætti sem valdbeitingu
og tilraun til þöggunnar sjái þær sér
ekki annað fært en að senda bréfið á
fjölmiðla í von um að fá stuðning frá
almenningi.
Sagði fréttina ranga
Pressan greindi frá því fyrr í vikunni
að Björn Ingi Stefánsson hefði geng-
ið á milli þessara kvenna og Gunn-
ars en eftir fund með Gunnari hafi
honum orðið ljóst að ekki væri hægt
að ná sáttum. Björn Ingi sagði í sam-
tali við DV að þetta væri rangt. Hann
hefði hvorki rætt við þessar konur
né Gunnar og vissi ekki um hvað
málið snérist. „Mér þykir leiðinlegt
að frétt fari út þegar hún er svona
fjarri veruleikanum.“
Óska eftir viðbrögðum
Eins er vísað til þess að Krossinn
hafi ásamt öðrum kristnum samtök-
um gefið út bækling um kynferðisof-
beldi árið 2009. Þar segi meðal ann-
ars: „Hvers kyns kynferðisathöfn
milli fullorðins einstaklings og ólög-
ráða einstaklings eða milli tveggja
einstaklinga þar sem annar aðilinn
hefur vald yfir hinum. Að neyða,
þvinga, hvetja eða sannfæra barn
um að taka þátt í hvers kyns kynferð-
islegri athöfn. Að sjálfsögðu á þetta
við um alla kynferðislega snertingu.“
Þær árétta það því við stjórnarmeð-
limi að þeir hafi tekið opinberlega
afstöðu gegn þeirri refsiverðu hátt-
semi sem þær saka Gunnar um og
óska eftir því að brugðist verði við
með hagsmuni þeirra og safnaðar-
ins að leiðarljósi.
Erfiður dagur
Ásta Knútsdóttir sagði að þessi dag-
ur hefði verið mjög erfiður fyrir
þær konur sem þarna stigu fram en
ekki náðist í þær sjálfar við vinnslu
fréttar innar. Sjálfur segist Gunn-
ar vera niðurbrotinn vegna þessara
ásakana. „Ég mun hreinsa mann-
orðið,“ segir hann og leggur áherslu
á orð sín. Aðspurður hvernig hann
muni gera það segir hann: „Ég mun
fara allar færar leiðir til þess. Mér
mun takast það.“
Gunnar í Krossinum segist vera bugaður maður vegna alvarlegra ásakana um kynferðisglæpi gagnvart
ólögráða einstaklingum. Þrjár konur sendu sögu sína á stjórn Krossins í dag þar sem þær bera upp
þessar ásakanir og með fylgdu einnig sögur tveggja nafnlausra kvenna. Gunnar hefur hótað málsókn og
segir að honum muni takast að endurheimta mannorð sitt.
ÉG MUN HREINSA
MANNORÐIÐ
Sigríður Guðnadóttir Fyrrverandi
mágkona Gunnars er í hópi þeirra kvenna
sem saka hann um kynferðisglæpi gegn
sér. Þrjár konur stigu fram undir nafni í
dag en tvær eru enn nafnlausar.
Bugaður Gunnar Þorsteinsson
þarf að verjast alvarlegum
ásökunum. Hann segist ekki
skilja af hverju konurnar fari ekki
lögformlegu leiðina. Þær segja
að þar sem brotin séu fyrnd sé
það ekki möguleiki.
Þær hafi glímt við erf-iðar afleiðingar en ætli
nú að skila skömminni þang-
að sem hún á heima.
INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is