Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 26. nóvember 2010 föstudagur TVÖFÖLD LAUN HJÁ LANDSBANKANUM Starfsmenn skilanefndar og slita- stjórnar Landsbankans fá rausnar- lega desemberuppbót þetta árið. Til stendur að greiða hverjum einasta af tugum starfsmanna skilanefndarinn- ar tvöföld grunnlaun í desember. Páll Benediktsson, talsmaður skilanefnd- ar Landsbankans, staðfestir þetta í samtali við DV og segir þessa stað- reynd býsna ánægjulega. Álag og árangur „Ég get staðfest að svo er, en þetta er hefðbundið í bankageiranum og það er bara býsna ánægjulegt að það sé gert. Slíkar greiðslur hafa verið tíðk- aðar um árabil innan bankageirans samkvæmt kjarasamningum þar um,“ segir Páll í samtali við DV. Hann segir rökin fyrir því að gera þetta sé að gríðarlegt álag hafi verið á starfsfólk- inu í ár. Verið sé að umbuna starfs- mönnum fyrir framlag sitt. Starfs- menn skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans eru 55 talsins og að sögn Páls eru launakjör þeirra sam- kvæmt almennum kjarasamningum. Enginn bónus í fyrra Ákvörðun um desemberuppbótina á grundvelli góðs árangurs og álags var tekin af yfirstjórn Landsbank- ans, það er, skilanefnd og slita- stjórn að sögn Páls. „Þetta var nú ekki gert í desem- ber í fyrra. Menn telja að starfsfólk- ið hafi unnið fyrir þessu og það hafi náðst mjög mikill árangur í starf- inu. Eins og tölur um fjárhags- stöðu sem birtar voru nýlega end- urspegla.“ Ekki hefðbundinn banki Þessi uppbót mun þó aðeins ná til þeirra starfsmanna sem ráðnir eru af slitastjórn og skilanefnd bank- ans til að annast starfsemi bankans og slitaferlið. Laun starfsmanna eru greidd úr þrotabúi Landsbankans og segir Páll mikilvægt að athuga að bankinn sé ekki hefðbundinn banki heldur banki í slitameðferð og líf- tími hans því takmarkaður. Það rýrir samkeppnisstöðu hans með tilliti til starfsfólks og veitir því lítið starfsör- yggi. „Það er mat yfirstjórnar að afar mikilvægt sé að bankanum haldist á hæfu starfsfólki til þess að ná því markmiði að hámarka verðmæti eigna, kröfuhöfum til hagsbóta.“ Mikið hefur verið fjallað um ofur- laun stjórna slitastjórnar og skila- nefnda bankanna. Yfirstjórnin telst þó ekki til starfsmanna bankans þar sem hún er skipuð af Fjármálaeftir- litinu og dómstólum. Ekkert liggur fyrir um hvenær skila- nefndir og slitastjórnir bankanna verða leystar upp. Skilanefndirnar verða að störfum allt þar til eign- ir þrotabúanna verða gerðar upp. Í tilfelli Landsbankans er ljóst að Ice- save-málið hefur tafið það uppgjör umtalsvert. Starfsmenn skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans fá tvöföld grunnlaun útborguð fyrir desember. Ákveðið var að verðlauna starfsmennina fyrir góðan árangur og það mikla álag sem verið hefur á þeim. Desemberuppbót sem þessi var ekki greidd út í fyrra. Menn telja að starfsfólkið hafi unnið fyrir þessu og það hafi náðst mjög mikill árangur í starfinu. sigurður mikaEl jónsson blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Tvöföld jól StarfsmennskilanefndarogslitastjórnarLandsbankansfátvöföldlaun fyrirdesemberíár.Ámyndinnisjáststjórnirskilanefndarogslitastjórnarákröfuhafa- fundibankansíágúst. mynd: sigTryggur ari „Í Bláfjöllum eru fimm starfsmenn, hver með sinn bíl frá sveitarfélögun- um. Merkingar hafa verið fjarlægðar af bílunum og starfsmennirnir hafa ótakmörkuð einkanot á þeim.“ Þetta staðhæfir fyrrverandi starfsmað- ur skíðasvæðisins sem vill ekki láta nafns síns getið. Hann fullyrðir einn- ig að enginn hlunnindaskattur sé greiddur eins og lög gera ráð fyrir af afnotunum né fríu fæði starfsmanna. „Áður fyrr notaði maður bílinn fyrst og fremst í vinnuna og hann var merktur í bak og fyrir. Nú hefur ver- ið skipt um stefnu og starfsmönnum sagt að þeir megi nota bílana eins og þeir vilja,“ segir starfsmaðurinn fyrr- verandi. Eva Baldursdóttir, varaformaður stjórnar skíðasvæðanna, segir að það sé í andstöðu við stefnu Reykjavík- urborgar að starfsmenn noti bíla til einkanota. Umræddir bílar í Bláfjöll- um séu rekstrarbílar sem sé ekið um svæðið og notaðir í ýmis viðhalds- verkefni. „Ég geri ráð fyrir að vegna eðli starfsins þurfi framkvæmdastjóri svæðisins að ferðast mikið vegna funda og annars slíks en vil ítreka að menn eigi að sjálfsögðu ekki að nota þessa bíla til einkanota,“ segir hún. Eins finnst henni eðlilegra að starfs- menn fái greidda lága ökutækjastyrki ef þörf er á. Aðspurð um reglur um merking- ar á bílum segir Eva að hún myndi halda að bílar sem eru notaðir í Bláfjöllum væru merktir. Hún við- urkennir að þetta sé í fyrsta skipti sem hún heyrir þetta og segist muni skoða málin umsvifalaust. gunnhildur@dv.is Starfsmenn Bláfjalla sakaðir um að nota vinnubíla til einkanota: Vinnubílartileinkanota Bláfjöll Fyrrverandi starfsmaðursegirstarfsmenn skíðasvæðisinshafavinnubíla tileinkanota.mynd rakEl ósk guðmundur gunnarsson: Aðfangadagur verði frídagur Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambandsins, vill að aðfangadagur verði frídagur launa- manna. Eins og staðan er núna er aðfangadagur lögbundinn frí- dagur eftir klukk- an 13 á hádegi rétt eins og gaml- ársdagur. Þetta segir Guðmundur í nýjum pistli á bloggsíðu sinni á vef Eyjunnar. Guðmundur vill einn- ig að stakir frídagar í miðri viku verði færðir að helgum eins og gert er víða í nágrannalöndum okkar. Þannig verði tryggt að frí glatist ekki lendi frídagar á löghelgum dögum og það verði til lengingar orlofs. Í færslu sinni gerir Guðmundur nýjan stöðugleikasáttmála að um- talsefni. „Nú á að reyna að ná öllum aðilum saman að einu borði og gera nýjan sáttmála. Á fundum sem ég hef verið undanfarnar vikur með launa- mönnum er það greinilegt að menn hafa ekki skipt um skoðun á þeim for- sendum sem voru fyrir því að víðtæk samstaða náðist um Stöðugleikasátt- mála. En meðal launamanna er mikil reiði gagnvart stjórnmálamönnum hvernig þeim tókst að klúðra þeirri niðurstöðu,“ segir Guðmundur og bætir við að margt þurfi að gerast af hálfu stjórnvalda ef takast á að koma á sameiginlegum kjarasamningum. guðmundur gunnarsson Eyjólf Ármannsson á stjórnlagaþing Framboð 8914 Kveðjum stjórnker okkræðis og helmingaskipta Kynnið ykkur viðfangsefni þingsins og mína skoðun á: eyjolfurarmannsson.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.