Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 42
42 sakamál umsjón: kolbeinn þorsteinsson kolbeinn@dv.is 26. nóvember 2010 föstudagur LitLi rað- morðinginn Á þessum ákveðna tíma sprengdi Gaskins sprengjuna. „Það síðasta sem hann heyrði var hláturinn í mér,“ sagði Gaskins síðar. Donald Henry Gaskins, einnig kallaður Pee Wee, var raðmorðingi af verstu sort og var uppspretta ógnar og skelfingar í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar og fram undir 1980. Flest fórnar- lamba Gaskins voru konur, en annars virðist hann ekki hafa gert mikinn greinarmun þegar hann valdi fórnarlömb sín. Gaskins hafði til að byrja með lagt stund á smáþjófnað en fyrr en varði var hann kominn á kaf í dimma veröld og morð voru skammt undan. Á unglingsárun- um var Gaskins afleitur námsmað- ur og misheppnaður smáglæpa- maður. Í einu innbrotinu sló hann konu í höfuðið með öxi og skildi hana eftir dauðvona í blóði sínu. Konan tórði og í kjölfarið var hann sendur í betrunarskóla þar sem andrúmsloftið var þrungið ein- semd og kynferðislegri misnotk- un. Þar sem Gaskins var maður lágvaxinn var nánast óumflýjan- legt að hann sætti kynferðislegu ofbeldi á stofnuninni. Þrátt fyrir reynslu sína af slíkri stofnun átti Gaskins ítrekað eft- ir að fremja glæpi sem einmitt urðu þess valdandi að hann væri dæmdur til vistar á stofnunum af svipuðum toga. Gifting, glæpur og fangelsisvist Þó að lítill vafi léki á ofbeldis- hneigð Gaskins var þess þó enn langt að bíða að hann fremdi sitt fyrsta morð. Árið 1951, þá átján ára, kvæntist hann og eignaðist dóttur ári síðar. Hann lagði stund á svik og pretti og var á þeim tíma handtekinn, ákærður og dæmd- ur til sex ára fangelsisvistar fyrir morðtilraun en hann hafði lam- ið táningsstúlku í höfuðið með hamri. Kona Gaskins skildi við hann meðan á afplánun stóð. Reyndar var það svo að sitt fyrsta morð framdi Gaskins inn- an fangelsisveggjanna. Árið 1953 skar hann samfanga sinn á háls og hélt því fram að ástæðan væri sú að hann vildi koma sér upp ógn- vænlegu orðspori innan fangels- isins. Í kjölfarið var refsing hans lengd um þrjú ár en honum tókst að flýja árið 1955 en náðist að nýju. Hann fékk reynslulausn árið 1961 og hófst þá nýr kafli í lífi hans. tími „strandvíga“ Nýi kaflinn einkenndist ekki af stórvægilegum breytingum á geðslagi og hegðun Gaskins. Tveimur árum eftir að hann fékk reynslulausn var hann handtekinn fyrir að nauðga tólf ára stúlku en lét sig hverfa áður en dómur hafði verið kveðinn upp. En langur armur laganna náði til hans í Georgíuríki og hann var dæmdur í átta ára fangelsi og fyr- ir einhverra hluta sakir fékk hann reynslulausn árið 1968. Þá flutti Gaskins til Sumter og hóf störf hjá byggingarverktaka. Septem- ber 1969 varðaði upphafið að rað morðum á puttalingum sem Gaskins „gaf far“ þegar hann ferð- aðist eftir strandvegum Suðurríkj- anna. Sjálfur flokkaði Gaskins þau morð sem „strandvíg“ og voru fórnarlömb hans af báðum kynj- um. Morðin virðist hann hafa framið sér til dægrastyttingar og framdi hann þau að meðaltali á sex vikna fresti. Donald Henry Gas kins færðist hægt og bítandi nær því að verða hrottafenginn morðingi sem lét sig litlu varða hvert fórnarlambið var. Persónuleg morð Gaskins pyntaði og limlesti fórnar- lömb sín og gerði sitt ítrasta til að þau tórðu eins lengi og kostur var. Hann viðurkenndi síðar að hafa beitt fjölda ólíkra aðferða; hnífs- stungum, kæfingu, limlestingum og jafnvel að hafa lagt sér líkams- hluta einhverra fórnarlamba til munns. Við morðin notaði Gaskins skotvopn, sprengiefni eða ein- faldlega það sem hann lysti í hvert skipti. Í nóvember 1970 framdi Gas- kins sitt fyrsta „persónulega morð“. Í þeim flokki morða var að finna fórnarlömb sem hann þekkti og myrti af persónulegum ástæðum. Fyrsta fórnarlambið í þessum flokki var frænka hans, Janice Kirby, 15 ára, og vinkona hennar Pat ricia Ann Alsbrook, 17 ára. Stúlkurnar barði Gaskins til bana eftir að hafa reynt að misnota þær kynferðislega í Sumter í Suður-Karólínu. Önnur fórnarlömb í þessum flokki voru einstaklingar sem á ein- hvern hátt höfðu misboðið Gas- kins; hætt hann, reynt fjárkúgun, skulduðu honum pening, höfðu stolið af honum eða að Gaskins hafði einfaldlega fengið greitt fyrir að koma viðkomandi fyrir kattar- nef. Þessi morð voru ólík strandvíg- unum því Gaskins tók fórnarlömb- in einfaldlega af lífi, alla jafna með því að skjóta þau. Síðan voru þau grafin í grennd við strandlengju Suður-Karólínu. svik og handtaka Maður að nafni Walter Neely hafði komist í kynni við Gaskins og ver- ið honum innanhandar. Neely átti kröfuharða eiginkonu og bæði höfðu þau vitneskju um athafn- ir Gaskins. Að undirlagi eiginkon- unnar reyndu skötuhjúin að kúga fé af Gaskins, en höfðu ekki árang- ur sem erfiði. Reyndin var sú að Neely hafði verið undir smásjá lögreglunnar vegna morða Gaskins og hafði náð samkomulagi við saksókn- ara. Þann 14. nóvember 1975 var Donald „Pee Wee“ Gaskins hand- tekinn eftir að Neely játaði fyr- ir lögreglunni að hafa verið vitni að tveimur morðum hans. Neely bar aukinheldur að Gaskins hefði viðurkennt að hafa myrt nokkra af þeim einstaklingum sem höfðu horfið árin áður og gefið í skyn hvar fórnarlömbin væru grafin. Þann 4. desember 1975 leiddi Gaskins lögregluna að landareign sem hann átti og þar fann lögregl- an líkin af átta af fórnarlömbum hans. ekki alveg hættur Réttað var yfir Gaskins í maí 1976 og var hann sakfelldur fyrir átta morð. Gaskins var dæmdur til dauða en dómnum var breytt í lífs- tíðarfangelsi. En vígaferli Gaskins var ekki lokið því innan fangelsisveggjanna tókst honum að fremja sitt síðasta morð þegar hann myrti samfanga sinn, Rudolph Tyner, og hlaut í kjölfarið nafngiftina „illskeyttasti maður Bandaríkjanna“. Sagan segir að Gaskins hafi ver- ið ráðinn til verksins af Tony Cimo, syni fórnarlamba Tyners. Gaskins hafði gert nokkrar árangurslitlar tilraunir til að drepa Tyner, meðal annars með því að eitra fyrir hon- um. Að lokum kom Gaskins hönd- um yfir sprengiefni sem honum tókst að koma fyrir í útvarpi Tyners. Gaskins sagði Tyner að með því að halda hátalaranum upp að eyranu á fyrir fram ákveðnum tíma gætu þeir haft samskipti á milli klefanna. Á þessum ákveðna tíma sprengdi Gaskins sprengjuna. „Það síðasta sem hann heyrði var hláturinn í mér,“ sagði hann síðar. Gaskins var dæmdur enn og aft- ur til lífláts fyrir morðið á Tyner. Á annað hundrað fórnarlömb Þegar Gaskins var á dauðadeild- inni sagði hann blaðamanni ævi- sögu sína og viðurkenndi að hafa framið á milli 100 og 110 morð, meðal annars hefði hann myrt 12 ára dóttur öldungadeildarþing- manns í Suður-Karólínu, en ekki var hægt að sannreyna þá fullyrð- ingu hans. Gaskins var tekinn af lífi 6. sept- ember 1991 og var fjórði fanginn á dauðadeild sem endaði ævi sína í rafmagnsstólnum eftir að dauða- refsing varð aftur heimil í Suður- Karólínu árið 1977. Síðustu orð hans eru sögð hafa verið: „Ég læt lögfræðinga mína sjá um að tala fyrir mig. Ég er reiðubú- inn til brottfarar.“ Donald „Pee Wee“ Gaskins breyttist úr smáglæpamanni í raðmorðingja. Hann skipti fórnarlömbum sínum í flokka því sum morðin framdi hann sér til dægrastyttingar en önnur voru á persónulegum nótum. Hann var dæmdur fyrir átta morð, en sagði sjálfur að þau væru fleiri en hundrað. raðmorðinginn „Pee Wee“ Gaskins Leitaði fórnarlamba þegar honum leiddist, en myrti einnig eftir pöntun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.