Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐA 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Ég þykist vera orðinn nokk- uð lífsreynd- ur maður. Að vísu verður að viðurkennast að ég hef svo- sem aldrei ver- ið beinlínis eins og útspýtt hundsskinn að snapa mér sjálfur nýja og áður óþekkta reynslu, en hef þar á móti lesið þeim mun meira. Og þar sem flest- allt mannanna hátterni er að finna í bókum, bara ef maður leitar nógu vel, þá kynnist maður flestöllum rangölum tilverunnar fyrr eða síðar, ef maður kemst upp á lag með að blaða í bókum. Og því get ég sagt eins og fegurð- ardrottningin forðum: Það er fátt sem kemur mér á óvart. TVÆR FURÐULEGAR FRÉTTIR Í gær gerðist það þó að tvisvar á fá- einum klukkustundum varð fyr- ir mér nýlunda, sem ég hafði ekki heyrt um eða séð áður. Fréttir sem komu mér í opna skjöldu. Og því miður var hvorug fréttin þess eðlis að maður öðlaðist meiri og dýpri trú á mannkynið. Báðar snerust auk þess um sambúð okk- ar mannanna við frændur okkar og frænkur í dýraríkinu, og sýndu að þar eigum við til að fara með furðu- legum yfirgangi og jafnvel hörku. Fyrri fréttin barst okkur utan úr heimi, og sagði frá einstaklega and- styggilegu máli sem þar hafði dúkk- að upp. Svo virðist sem úti í heimi sé upp risinn flokkur manna sem fái eitthvað út úr því að horfa á ung- ar konur kremja kanínur og jafnvel kettlinga til bana. Og á netinu eru strax komnir fram hópar kvenna sem fullnægja vilja þessari undar- legu og ógeðfelldu eftirspurn með því að aflífa blessuð smádýrin með þessum hætti. PENINGAR ERU MÆLIKVARÐI ALLRA HLUTA Náttúrlega gegn greiðslu, enda eru peningar mælikvarði allra hluta eins og sannir kapítalistar vita. Ekki hef ég geð í mér til að velta fyrir mér hvernig í ósköpunum menn geta orðið svo krumpaðir að hafa gaman af öðru eins, en svo lágkúrulegt og þó svo grimmilegt um leið er þetta nýja „æði“ (sem ég vona nú að ekki mjög margir taki þátt í) að þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu við tölvuna í gær. Viðhorf manna og breytni í garð dýra er að sönnu uppfullt af mót- sögnum, hleypidómum, og jafn- vel skinhelgi og hræsni. Sum dýr eru „bestu vinir“ okkar og um- göngumst við þau nánast eins og manneskjur, en önnur dýr eru fyrst og fremst höfð í matinn – og við hirðum lítið um hvernig þau hafa það um ævi sína áður en við kýlum þeim í vömbina. Við viljum sýna mannúð en um leið marsera millj- ónir dýra í dauðann á hverjum degi til að fullnægja hungri okkar og fleiri þörfum – til dæmis bara veiðigleði. En hvað það á að þýða sem fær fólk til að horfa á kanín- ur kramdar til bana veit ég ekki, og satt að segja er þetta svo hryggi- lega ömurlegt að mig langar hreint ekki að vita það. GAMALL KÚASMALI FRÁ STÓRU-ÁVÍK Hin fréttin, sem kom mér á óvart í gær, snerti sem sagt líka dýr – og illa meðferð á dýrum. Og sú frétt var frá Íslandi. Hin illa meðferð fólst ekki í jafn augljósri og skefja- lausri grimmd og birtist í kanínu- drápunum, en hún kom mér samt í jafn opna skjöldu. Það kemur sem sagt á daginn að í vaxandi mæli munu bændur vera farnir að hafa kýr sínar inni við allt árið um kring. Á nokkrum bæjum fara þær aldrei út undir bert loft. Nú er ég gamall kúasmali frá Stóru-Ávík í Árneshreppi þar sem ég var í sveit á sumrin á gagn- fræðaskólaárunum. Mér fannst alltaf prýðilega gaman að ná í og reka kýrnar, og var farinn að mjólka þær af mikilli list hin seinni sumur sem ég var í Ávík. Mér var alltaf mjög vel við kýr, og stend á því fastar en fótunum – og í fúlustu alvöru – að þær séu einhverjar þær gáfuðstu skepnur sem komið hafa fram á jörðinni fyrir utan okkur mennina. Það þarf ekki annað en horfa framan í forvitna kú til að átta sig á allri þeirri hugsun sem býr í hennar stóra höfði. HIN FEGURSTA SJÓN Í SVEITUM Og æ síðan ég var á Ströndunum hefur mér alltaf þótt sú sjón feg- urst þegar maður ekur um þjóð- vegi landsins að líta kúahóp á beit, eða jórtrandi í friði, eða á mark- vissri göngu – þetta eru þau dýr sem mér finnst eiga best heima í íslensku sveitalandslagi. Og eins og allir vita, þá elska kýrnar að vera úti undir beru lofti í náttúrunni. Allir sem hafa séð kýrnar sletta úr klaufunum á vor- in, þegar þeim er hleypt út í fyrsta sinn, vita það. Það er því í raun einstaklega ógeðfellt að þessi glöðu dýr skuli ekki fá að líta dags- ins ljós alla sína ævi, heldur verði að húka inni í fjósum. Ég veit að þeir bændur sem hafa þennan háttinn á telja fjósin sín mjög góð- ar vistarverur fyrir kýrnar, og það getur vel verið rétt. Mér finnst það samt jafn ósmekklegt að kýrnar fái ekki að ganga lausar – eins og þó mun vera skýrt kveðið á um í lög- um. Bændur halda því víst fram að nytin í kúnum sé betri ef þær húka inni og éta hey, í stað þess að spíg- spora um í náttúrunni og úða í sig grængresinu. PENINGAR ERU EKKI MÆLI- KVARÐI ALLRA HLUTA Það má vera – en hvað sem kap- ítalistarnir segja, þá eru peningar ekki mælikvarði allra hluta. Það má ekki gerast að hið gáfaða ís- lenska kúakyn lokist inni í fjósum og fái aldrei að upplifa frelsið á vorin, þegar slett er úr klaufunum. Ég vona að þessu verði breytt hið bráðasta. Ef ekki, þá lýsi ég mig reiðubúinn til að fara næsta vor í broddi fylkingar skæruliðasveitar til að opna fjósin fyrir kúnum, svo þær fái hér eftir sem hingað til að leika við hvern sinn fingur – eins og eðli þeirra og lífsgleði krefst. Lifi frjálsar kýr! H ingað til hef ég þjáðst af þeim glataða kvilla að geta ekki sofið í flugvél. Það skiptir engu máli hversu þreytt ég er. Ég tengi þennan kvilla undir- liggjandi flughræðslu minni, sem ég viðurkenni þó sjald- an. Það er bara eitthvað rangt við að 500 manns séu saman í málmhylki 30.000 fetum yfir jörðu og það frík- ar mig út. Ég veit að ef eitt- hvað fer úrskeiðis þá dey ég líklega ásamt hinum 499 farþegunum plús áhöfn. Ég vil ekki þurfa að vakna upp þegar það gerist, ég vil frekar vera vakandi. Þess vegna tek ég ekki í mál að gleypa svefntöflur fyrir flug eins og sumir ráðleggja mér. Á rið 2007 fékk þá brjálæðis-legu hugmynd, ásamt góð-um vinkonum, að ég þyrfti lífsnauðsynlega að læra kínversku og að það yrði að gerast í Kína. Við vorum gargandi af spenn- ingi þegar við pöntuðum flugfarið og borguðum glaðar fyrir það hundrað þúsund krónur á 2007 genginu. Þá átti ég Vísakort. Keflavík – London, Lond- on – París, París – Shanghai, samtals um 20 tímar af flugi og að sjálfsögðu til baka aftur sömu leið. Við áttum flug klukkan 7 um morguninn frá Keflavík og ég tók meðvitaða ákvörð- un um að sofa ekkert nóttina áður. Fram undan var samtals 35 tíma ferð- lag svo þetta var sennilega óskynsam- legasta ákvörðun sem ég gat tekið, en ég vildi vera þreytt í þeirri von að í 12 tíma fluginu á milli Parísar og Shang- hai næði ég að koma dúr á auga. É g sá fyrir mér í hillingum að við þrjár vinkonurnar gæt-um kúrt saman undir teppi í flugvélinni, slefað sofandi á öxlina á hver annarri og vaknað út- hvíldar og eldhressar á flugvellinum í Shanghai, tilbúnar í kínverskuslag- inn. Þar sem ég er ekki bara flughrædd heldur líka óheppin með eindæmum þá var það að sjálfsögðu ekki að fara að gerast. Að sjálfsögðu var eitthvað vesen í innrituninni og sæti hlið við hlið voru því ekki í boði. Öðrum meg- in við mig sat afar þéttvaxinn, illa lykt- andi Frakki og hinum megin sat ein- staklega úrillur Frakki sem frussaði frönskum fúkyrðum yfir eina flug- freyjuna. Á þeirri litlu menntaskóla- fönsku sem ég kann, skildist mér að hann hefði átt pantað sæti á Business Class en það hefði verið yfir- bókað og honum hefði ver- ið plantað við hliðina á mér í staðinn. Heppin ég. Úrilli Frakkinn fnæsti út í eitt og tuðaði stanslaust á meðan sá þétti var farinn að hrjóta og gefa frá sér enn verri lykt, löngu fyrir flugtak. Ég var gráti næst. Undir sætaröðun-um voru fáránlega staðsettar járn-stangir sem gerðu að verkum að fæturnir á mér komust með engu móti vel fyrir undir sæt- inu fyrir framan. Ég var föst í helvíti, að mér fannst. Flugfreyjurnar voru fruntalegar og þóttust ekki skilja ensk- una mína. Þess vegna fékk ég svína- kjöt í staðinn fyrir nautakjöt þegar maturinn kom. Ég gerði athugasemd við það og flugfreyjan reif þá af mér svínið og fleygði í mig nauti svo har- kalega að bakkinn endaði á gólfinu og helmingurinn af innihaldinu varð þar eftir. F yrir framan mig var skjár þar sem ég gat fylgst með flugleið-inni og hvernig tímanum leið og ég starði stöðugt á hann. Einu sinni hélt ég að ég hefði sofnað. Ég leit á skjáinn og sá að tuttugu mín- útur höfðu liðið frá því ég kíkti síðast. Ég hafði hugsanlega misst meðvitund skamma stund af angist og þreytu, en ég sofnaði pottþétt ekki. Þetta var kornið sem fyllti mælinn, ég tróðst á klósettið og gjörsamlega bugaðist. Á þessum tímapunkti voru 8 tímar eftir af fluginu og ég búin að vera vakandi í 30 tíma. Ég sá því þann eina kost í stöðunni, að grenja. Ég sat 25 ára gömul á klósettinu í flugvélinni og grenjaði, hugsanlega af þreytu, en samt ekki. Hvernig datt mér þetta í hug? Læra kínversku! Í Kína! Til hvers? Svo sló ég mig utan undir í hugan- um, tók mér tak og fór fram. Það sást líklega á mér að ég hafði grenjað því úrilli Frakkinn hætti alveg að fnæsa, hann leit föðurlega á mig og kinkaði kolli. Hann skildi mig og leið hugsan- lega jafn illa og mér, við vorum vinir. Ég hallaði mér upp að honum og við horfðum saman á skjáinn þar sem flugvélin færðist löturhægt yfir Evr- ópu í áttina að Asíu. Mér kom ekki dúr á auga þessa 12 tíma frá París til Shanghai og þetta var versta flugferð lífs míns, fyrr og vonandi síðar. FLUGFERÐ DAUÐANS Aldrei framar slett úr klaufunum? TRÉSMIÐJA ILLUGI JÖKULSSON rithöfundur skrifar HELGARPISTILL SÓLRÚN LILJA RAGNARS- DÓTTIR blaðamaður skrifar Illugi Jökulsson telur að fátt komi sér á óvart lengur í heim- inum. Í gær varð hann þó steinhissa yfir tveimur fréttum af ógeðfelldri meðferð á dýrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.