Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2010 UMRÆÐA 29 „Mér þykir það leitt, en land- ið þitt er ekki til,“ sagði landa- mæravörðurinn í Minsk þegar hann ringlaður og svolítið afsak- andi loksins leit upp úr pappír- unum sínum. Ég hafði stoltur slengt íslenska vegabréfinu á af- greiðsluskenkinn þegar röðin kom að mér eftir um það bil tveggja tíma bið. Þetta var árið 1997 og Ísland var bókstaflega týnt. Samt hafði mér ver- ið send sérstök vegabréfsáritun til Kaupmannahafnar þar sem ég bjó, en ég var þá í nefnd á vegum Evrópu- ráðsins sem – í einhverju bjartsýnis- kasti alþjóðlegra blýantsnagara – átti að stuðla að lýðræðisþróun í æsku- lýðsstarfi í ríkum Austur-Evrópu. En semsé, þrátt fyrir að vera þarna í op- inberum erindagjörðum fyrir gler- fína alþjóðastofnun var mér ekki hleypt inn því að landið mitt fannst ekki í skjalafeninu. Hvíta-Rússland gleymdist Mér verður stundum hugsað til þessa, því að svo virðist sem að Hvíta-Rússland sé nú nánast öll- um gleymt. Við lok Kalda stríðsins, þegar Berlínarmúrinn var rifinn niður í beinni útsendingu að kveldi 9. nóvember 1989 braust fögnuð- ur út um Evrópu, enda fólu jarð- hræringarnar í sér fyrirheit um að endir yrði bundinn á tvískiptingu álfunnar og að harðstjórn komm- únista í Austur Evrópu væri lokið. Við héldum það líka, þegar að við gengum um gráar götur Minsk og stóru torgin sem Stalín lét leggja, að harðstjórnin og aflokunin væru aðeins eftirhreytur kommúnism- ans sem tíminn myndi sjá um að aflétta. Raunin hefur eiginlega orð- ið þveröfug. Við stórmerkilega end- urreisn Austur-Evrópuríkja und- anfarna tvo áratugi hefur heilt ríki gleymst: Hvíta-Rússland sat eftir þegar Sovétríkin liðuðust í sund- ur árið 1991 og þar ríkir enn harð- stjórn einræðisherrans Alexand- ers Lukashenko sem lætur eins og Ráðstjórnarríkin lifi enn. Landið er harðlokað, andstæðingar forsetans eru ýmist fangelsaðir eða hverfa og framleiðsluþættirnir eru nánast all- ir í opninberri eigu. Við sátum í leðursætinu okkar í Lufthansa-vélinni þegar hún lenti í Minsk og brá svolítið þegar hún sveigði og beygði ótt og títt á flug- brautinni en út um gluggann mátti sjá holur í malbikinu á stærð við jarðsprengjugýga. Svo var okkur smalað út í gula rútu en gat í gólfinu á stærð við körfubolta olli því að út- blásturinn kom allur inn í vagninn og hafði nánast svæft mannskap- inn þegar loks var komið að flug- stöðinni. Með aðstoð tuttugu doll- ara seðils tókst mér á endanum að sannfæra landamæravörðinn um að sjá í gegnum fingur sér með það, að landið mitt væri ekki til. Hættu að fá laun Á eina hóteli borgarinnar þar sem út- lendingar máttu gista var vegabréfið tekið tekið í vörslu opinbers starfs- manns áður en okkur var sleppt út undir vökulu auga staðfasts eftir- litsmanns sem fylgdist með hverju fótmáli hópsins. Við höfðum ekki gengið mörg skref þegar einkenn- isklæddur maður krafðist greiðslu og benti á bilað götuljós máli sínu til stuðnings. Einn dollar á mann og málið var dautt. Svona var það við önnur hver gatnamót. Lögreglan var eiginlega eina opinbera starfsemin sem hafði verið einkavædd. Meira en tíu prósent landsmanna störfuðu við löggæslu þegar ríkið einn dag- inn hætti að greiða þeim laun. Lifðu eftir það á sektum sem þeir klóruðu út úr vegfarendum. Við sáum fljótt að menn með klassískar rússahúfur voru vanalega látnir í friði svo við tók leit að hattabúð. Okkur var þó eilítill vandi á höndum því ekki tíðkaðist að merkja húsnæði svo ómögulegt var að vita hvort innan dyra væri versl- un, veitingahús, skrifstofa eða bara heimili einhvers. Fyrst var farið að tilteknum afgreiðsluskenk og fengið að máta. Þegar rétt stærð var fundin var gefin út nóta sem maður afhenti í greiðslubás nokkru frá og loks var farið með kvittunina á þriðja stað- inn þar sem húfan var afhent við viðhöfn. Fyrirkomulagið var vænt að því leyti að maður kynntist mörg- um. En ekki varð okkur svo mjög ágengt við lýðræðisuppbygginu í æskulýðssamtökum í Hvíta-Rúss- landi og síðan hefur sífellt hallað undan fæti hjá fólkinu sem þarf að búa við harðræði duttlungarfulls harðstjóra. Ég kann enga skyndi- lausn á því en í dag ætla ég að setja upp húfuna góðu en hún er eiginlega sú eina sem almennilega ver mitt laskaða höfuð fyrir íslenskum vetr- arkulda. Týnda landið EIRÍKUR BERGMANN stjórnmálfræðingur skrifar Við sáum fljótt að menn með klassískar rússahúfur voru vanalega látnir í friði svo við tók leit að hattabúð. KJALLARI Um helgina hitti ég tvær vinkonur, aðra banda- ríska, hina breska, sem höfðu ákveð- ið að hittast á miðri leið, það er að segja í Reykja- vík. Það er táknrænt fyrir vináttu þeirra að önnur vinnur við að hanna flug- móðurskip fyrir breska flotann. Floti hennar hátignar, sem vann orrustuna um Atlantshafið en tap- aði þorskastríðunum, á í miklum fjárhagskröggum þessa dagana. Hann er með tvö ný flugmóður- skip í byggingu og heitir annað þeirra Prince Charles, en á skrif- stofunni er pottur í gangi um það hvort skipið verði tilbúið áður en Kalli verður kóngur og það verði þá réttnefnt. Breski flotinn réð heimshöfun- um allt frá 18. öld og fram að seinni heimsstyrjöld, en þá tóku Banda- ríkjamenn við. Eitt af hlutverkum flotavelda, annað en að verja hags- muni heimalandsins, er að halda sjóræningjum í skefjum. Það er til marks um dvínandi veldi Banda- ríkjanna að sjóræningjar eru nú farnir að láta á sér kræla í fyrsta sinn í einhverjum mæli síðan á 18. öld. Í fyrsta sinn síðan Bretland hóf að ráða höfunum eru stórveldin farinn að missa yfirráð yfir skipa- leiðunum, með öllum þeim glund- roða sem slíku fylgir. Breskir feður og bandarískar mæður En það eru fleiri breytingar í sam- skiptum engilsaxnesku stórveld- anna. Alveg síðan í seinni heims- styrjöld hefur Bretland reynt að leika hlutverk sem stórveldi í heiminum undir skjóli Bandaríkj- anna. Er þetta bein afleiðing af stefnu Churchills í seinni heims- styrjöld. Sjálfur var hann afkvæmi samvinnu Breta og Bandaríkja- manna, móðir hans var bandarísk en faðir hans breskur. Churchill gerði sér grein fyrir að hlutverk Bretlands sem heimsveldi eitt og sér heyrði sögunni til, því leit hann til Bandaríkjanna sem samstarfs- aðila. Á meginlandinu fóru Frakk- ar aðra leið þegar veldi þeirra hóf að dvína, þeir litu svo á að besta leiðin til að viðhalda áhrifum sín- um væri með náinni samvinnu við Þýskaland og stofnun Evrópu- sambandsins. Bretland gekk í Evr- ópusambandið árið 1973, en hefur alltaf verið minni þátttakandi í því en hinn svokallaði fransk-þýski öx- ull sem er þungamiðja þess. Stefna Bretlands hefur því í meginatrið- um verið óbreytt. Blair, Bush og Hitler Bandaríkin og Bretland hafa ekki alltaf verið samstíga. Bretar studdu ekki Bandaríkjamenn í Víetnam með beinum hætti og Bandarík- in hjálpuðu Bretlandi ekki við að endurheimta Falklandseyjar. Eigi að síður hefur samvinna þeirra á milli oftast verið náin, og tekur gjarnan það form að Bretland styð- ur Bandaríkin í stríðsrekstri þeirra. Líklega náði samstarf þeirra há- punkti í stríðum þeirra á fyrsta áratug 21. aldar, að minnsta kosti þeim mesta síðan í seinni heims- styrjöld. Samlíkingunni var oft beitt, Saddam Hussein var hinn nýi Hitler, og Blair og Bush því hinir nýju Roose velt og Churchill. Tony Blair virtist kunna vel við sig í hlutverkinu sem nokkurs konar sendiherra Bush til heimsins og reyndi að ljá stefnu hans mannlegt andlit. Bretar fundu til máttar síns, þó að mátturinn væri að mestu Bandaríkjanna megin. Kyrrahafsforsetinn Það er erfitt að sjá að Bretar hafi hagnast mikið á þessari stefnu til lengri tíma litið. Stríðin hafa verið gríðarlega kostnaðarsöm, en í stað þess að skila Bretlandi meiri áhrif- um á heimsvísu hafa áhrif þeirra þvert á móti dvínað. Jafnvel sam- band þeirra við Bandaríkin hefur ekki styrkst. Obama hefur kallað sjálfan sig „fyrsta Kyrrahafsforseta Bandaríkjanna,“ sem hlýtur að telj- ast móðgun í garð Breta. Persónu- leikarnir skipta einhverju máli, rétt eins og Churchill leit að einhverju leyti á Bandaríkin sem móðurland sitt lítur Obama í átt til uppeldis- stöðva sinna í Indónesíu. En fyrst og fremst er þetta spurning um hagsmuni, og Bandaríkin fara æ meira að líta til Asíu þar sem rís- andi stórveldi eins og Kína og Ind- land munu eiga stóran þátt í mótun heimsins á 21. öld. Bretland hefur enn öflugan her, þann besta í Evrópu og einn þann tæknivæddasta í heimi. En það er ólíklegt að þeir hafi efni á að viðhalda honum til lengdar, enda erfitt að sjá að þeir hafi mikla hagsmuni af hernaðarútgjöldum sínum. Aukið varnarsamstarf við Frakka nýlega er ef til vill dæmi um það sem koma skal, þó að nýtt Kóreustríð gæti breytt stöðunni eitthvað. Karl fær ef til vill sitt flug- móðurskip, en Vilhjálmur getur ekki verið jafn viss. Hin endanlegu endalok breska heimsveldisins KJALLARI STEFÁN Í HERINN n Gárungarnir segja að þegar hafi verið leitað til Stefáns Pálssonar sagnfræðings um að gegna stöðu safnstjóra á her- safninu í Keflavík sem Steingrímur J. Sigfússon vill koma á laggirn- ar. Stefán er sem kunnugt er sér- fræðingur í her- setu og hernámi á Íslandi. Hann er atvinnulaus um þessar mundir en hann stýrði sem kunnugt er safni Orkuveitu Reykjavíkur þar til honum var sagt upp fyrir skemmstu. Stefán er einn þekktasti hernaðarandstæð- ingur Íslands. PÍREYG Í FARSÍMA n Áhugamenn um beinar útsend- ingar frá Alþingi hafa tekið eftir því að Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra rýnir gjarnan píreygð í farsíma. Ein- hverjir telja að þetta eigi sérstak- lega við þegar um fyrirspurnir til forsætisráðherra er að ræða. Telja þeir sömu að þá sé fuglaáhugamaðurinn og aðstoðar- maður Jóhönnu, Hrannar B. Arnars- son, að leiðbeina yfirboðara sínum um svör við erfiðum spurningum. En nú er sagt að sjónarhorni myndavél- arinnar hafi verið breytt þannig að Jóhanna sjáist ekki lengur. Stein- grímur J. Sigfússon sé í nærmynd en aðeins sjáist í öxlina á Jóhönnu. HÓTANA-HEIÐAR n Heiðar Már Guðjónsson, útrás- arvíkingur og krónusérfræðingur, er ekki hress með að vera ýtt út úr kaupunum á Sjó- vá. Á dögunum hótaði hann DV málsókn í mörg- um löndum en nú hótar hann að fara í mál við Seðlabankann. Það er reyndar dálítið skondið í því ljósi að Seðlabankamenn töldu jafnvel ástæðu fyrir lögreglu að fara ofan í krónubrask Heiðars sem nú gengur undir nafninu Hótana-Heið- ar. TENGDAPABBI VÍKINGSINS n Heiðar Már Guðjónsson útrás- arvíkingur á gott skjól í mörgum íslenskum fjölmiðlum. Þar ber hæst Moggann og Fréttatímann sem gleypa í sig hrátt allt sem krónubraskarinn segir. Sérstakir stuðningsmenn hans eru smá- fyglin á amx.is sem hafa þetta til málanna að leggja: „Sú spurning vaknar hvort tilefni sé til fyrir Fjár- málaeftirlitið að rannsaka tengslin milli Seðlabanka Íslands og DV.“ Þess ber þó að geta að Björn Bjarnason, tengdafaðir víkingsins, er talinn stýra penna smáfuglanna á amx.is á köflum. Skýrir það væntanlega mik- inn áhuga á málum Heiðars. SANDKORN VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar Obama hefur kallað sjálfan sig „fyrsta Kyrrahafsforseta Bandaríkjanna,“ sem hlýtur að teljast móðg- un í garð Breta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.