Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 52
John Kavanagh er 33 ára írskur MMA-þjálfari sem rekur sína eig-in æfingastöð. Hann þekkir vel til íslenska bardagaíþróttaheimsins enda er hann þjálfari bæði undra- barnsins Gunnars Nelson og Árna „úr járni“ Ísakssonar. Kavanagh keppti sjálfur í MMA á sínum yngri árum en hann er með 9–3 árangur á MMA-ferli sínum, Evrópumeistari í BJJ og silfur- meistari frá heimsmeistaramótinu í grappling. Þjálfun var þó alltaf eitthvað sem hann hafði mun meiri áhuga á. „Ég lærði verkfræði í háskóla en byrj- aði að æfa MMA með því eftir að ég fór að horfa á UFC. Þegar ég útskrifaðist opnaði ég fyrstu æfingastöðina mína. Ég sagði alltaf við sjálfan mig að ég ætl- aði bara að þjálfa MMA í nokkur ár en verða svo verkfræðingur. Það var fyrir átta árum,“ segir John Kavanagh í við- tali við DV. Mikill Íslandsvinur Kavanagh var hér á landi um síðustu helgi en þetta var fyrsta heimsókn hans í tvö ár. Hann sá Gunnar Nelson leggja sterkan Breta að velli í gólfglímu án galla (NoGi) en hvernig kynntist hann Íslandi fyrst? „Þjálfaranum mín- um hafði verið boðið hingað af Mjölni en þar sem hann er frá Bandaríkjunum og ég frá Írlandi bað hann mig um að fara því að ferðin er styttri,“ segir John. „Þegar ég kom til Íslands hitti ég Árna og Gunna og við urðum strax miklir fé- lagar. Árni kom út til mín skömmu eftir það og var lengi að æfa hjá mér. Gunni kom líka og var í svona eitt ár. Síðan þá hafa þeir verið að koma til mín og ég til þeirra. Við erum bara miklir vinir og ég er auðvitað þjálfarinn þeirra,“ segir John en Árni Ísaksson býr á Írlandi og æfir mikið undir stjórn Johns. Gunnar fullkominn lærlingur „Ég hitti Gunna fyrst þegar hann var sextán ára,“ segir John aðspurður um fyrstu kynni sín af Gunnari Nelson. „Hann kom í einkatíma til mín og ég var virkilega hrifinn af því sem ég sá. Hann var ungur en ótrúlega einbeitt- ur og lagði sig allan í æfingarnar. Hann er svo rosalega einbeittur að þegar hann gerir eitthvað þá gerir hann bara það og ekkert annað,“ segir John en er hann þá ekki þægilegur nemandi að kenna? „Frá sjónarhorni þjálfarans er hann fullkominn. Hann er ótrúlega góður í að peppa sig sjálfur upp í að gera allt það sem af honum er krafist. Fyrst og fremst er starf þjálfara að halda mönn- um mótíveruðum og bæta tæknilegu hliðina. Það sem er svo þægilegt við Gunnar er að hann sér svo mikið um mótíveringuna sjálfur. Hann bara elsk- ar að læra eitthvað nýtt,“ segir Írinn geðþekki um Gunnar. Á meðal bestu BJJ-kappa heims Gunnar Nelson vann fyrsta Íslands- meistaramótið í brasilísku jiu-jit- su sem haldið var í október 2008 án þess að tapa svo mikið sem einu stigi. Renzo Gracie, sem er goðsögn í lifanda lífi í sportinu, var viðstaddur mótið og bauð Gunnari út til æfinga. Eins og frægt er orðið og DV hefur áður fjall- að um vann Gunnar stærsta einstaka mót heims í BJJ, Pan AM-mótið sem haldið var í Kaliforníu í mars í fyrra eft- ir að hafa æft íþróttina af krafti aðeins í hálft ár. Kavanagh lét hafa eftir sér eft- ir mótið að afrek Gunnars væri stærra en það sem BJ Penn afrekaði árið 2000 en hann varð þá heimsmeistari í flokki svartbeltinga eftir að hafa æft íþróttina í þrjú ár. „Þegar Gunni keppti var sam- keppnin miklu meiri. Á þeim níu árum sem liðu frá afreki BJ Penns og fram að sigri Gunna þróaðist íþróttin mikið og miklu fleiri keppendur voru á mótinu. Afrek Gunnars, að vinna brúnbeltis- flokkinn árið 2009, er stærra en það sem BJ Penn afrekaði,“ segir John en þremur mánuðum síðar lenti Gunn- ar svo í öðru sæti á heimsmeistara- mótinu þar sem hann gaf hreinlega frá sér sigurinn. BJ Penn er í dag einn allra þekktasti og dáðasti keppandinn í UFC, stærstu UFC-samtökum heims. En er Gunnar á meðal þeirra fremstu í heiminum í BJJ þrátt fyrir að stunda ekki þá íþrótt af krafti þessa dagana? „Það er engin spurning um það!“ segir John. Nýr Gunnar Nelson fundinn Áttatíu keppendur frá fimm félögum tóku þátt í Íslandsmeistaramótinu í BJJ fyrir þremur vikum en mikil uppsveifla hefur verið í þróttinni að undanförnu. Fann John fyrir meiri áhuga á bardag- aíþróttum núna en síðast þegar hann kom til landsins? „Ég hafði ekki komið í tvö ár til Íslands og það kom mér mikið á óvart hversu stórt félag Mjölnir er orðið. Fé- lagið er búið að stækka salinn sinn um helming og mér var sagt að það ætti að stækka hann enn meira. Svo er Árni kominn með sína æfingastöð líka. Þetta er alveg ótrúlegt. Ég grínaðist einmitt við félaga minn um að það byggju bara tvö hundruð manns á Íslandi og það æfðu allir MMA,“ segir John en hann, eins og margir, heillaðist mik- ið af hinum sautján ára gamla Sighvati Jónssyni sem fór með Gunnar Nelson alla leið í fram- lengingu þegar þeir mættust í undanúrslitum Íslandsmeist- aramótsins. Sighvatur er einnig Norðurlandameistari í sínum aldursflokki. „Ég sendi vini mínum SMS eitt kvöldið um að hvort sem hann tryði því eða ekki væri ég búinn að finna nýjan Gunnar Nelson. Hann svaraði til baka í gríni að það væri greinilega ekkert annað að gera á Ís- landi en að æfa bardagaíþróttir. Þetta hljóta að vera víkingagenin sem gera ykkur svona sterk. Bardagaíþróttir eru í sífelldum vexti og það eru allar stöðv- ar að sprenga utan af sér hér heima á Írlandi. En Íslendingar virðast bara að ætla að fæða af sér meistara,“ seg- ir John. Verður stærsta nafnið innan fimm ára Gunnar Nelson hefur undanfarna mánuði lagt hvern andstæðinginn á fætur öðrum að velli. Þrír Bretar lágu í valnum á árinu, nú síðast Eug- ene Fadiora sem talinn var efnilegasti MMA-kappi Bretlands. Enginn þess- ara þriggja bardaga hefur orðið lengri en ein lota en Gunnar hefur vægast sagt farið illa með andstæðinga sína til þessa. Voru þeir svona lélegir eða var Gunnar svona góður? „Fadiora er 22 ára og var ósigraður í nítján bardögum ef áhugamannaferill hans er tekinn með. Það er mjög sterkt. Fadiora leit samt út eins og hann hefði aldrei æft íþróttina þegar hann mætti Gunna og það sama má segja um hina kappana. Ég hélt að Gunni væri þarna að fá sinn erfiðasta bardaga en þetta var eins og Fadiora hefði aldrei sett á sig hanska áður. Svo miklir voru yfirburðirnir,“ segir John. En hversu stór er Gunnar innan MMA-heimsins í dag? „Gunni er held ég í 6.–7. sæti í Evr- ópu og á barmi þess að verða alveg rosalega stór. Það eru allir farnir að tala um hann og ég veit til þess að hon- um hafa verið boðnir stórir samningar. Hann ætlar samt ekki að berjast núna næstu sex til níu mánuðina. Hann vill hvíla sig á keppni og æfa bara. Ég skil að ungir menn freistist til að halda áfram að berjast en hann er bara 22 ára og á allt lífið fram undan. Það veit enginn betur en hann hvað er honum fyrir bestu þannig við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist þegar hann vill berjast aftur.“ John segir að Gunnar gæti auðveld- lega farið inn í UFC í dag hefði hann áhuga á því. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef Gunni fengi samning í UFC á morgun gæti hann barist við alla þar. Ég var einmitt að tala við félaga minn um daginn og ég sagði við hann eins og alla að Gunnar Nelson yrði stærsta nafnið í UFC-heiminum innan fimm ára.“ Heimurinn myndi stöðvast við bardaga Gunnars og Árna Sá Íslendingur sem John Kavanagh eyðir þó mun meiri tíma með er bar- dagakappinn Árni „úr járni“ Ísaksson. Árni varð fyrir skelfilegum meiðslum á hné fyrir fjórum árum en er nú kom- inn aftur og búinn að vinna tvo bar- daga. Annar þeirra var Pro FC-titill- inn sem hann vann á föstudegi eftir að hafa fengið símtal á þriðjudegi þess efnis að honum byðist að berjast við einn besta veltivigtarkappa Rússlands. John útskýrir að Pro FC-sambandið sé eitt það stærsta í Evrópu og sé Árni því handhafi virkilega merkilegs titils. „Árni er alveg ótrúlegur. Hann verður líka stjarna á heimsmæli- kvarða. Ég grínast oft við Árna um að það sé algjörlega tilgangslaust fyrir mig að spyrja hann hvort hann vilji berjast við þá sem hringja í mig og bjóða hon- um bardaga. Hann segir alltaf já. Hon- um er alveg sama við hvern, hvar eða hvenær. Hann er alltaf til í að berjast. Árni er ótrúlegur á æfingum og leggur gríðarlega vinnu í það sem hann ger- ir. Það skiptir engu máli hvað ég bið hann um, hann gerir það,“ segir John en ekki var hægt að enda viðtalið án þess að spyrja hvor myndi vinna í al- vöru MMA-bardaga, Árni eða Gunnar. „Vá. Það yrði svo frábær bardagi að ég held að heimurinn myndi bara stöðvast ef af yrði. Ég vil samt ekki spá því hvernig það færi,“ segir John Kav- anagh. tomas@dv.is Gunnar Nelson stærsta nafnið innan fimm ára Írski MMA-þjálfarinn John Kavanagh þekkir vel til ís- lenska bardagaíþróttaheimsins en hann þjálfar bæði Gunnar Nelson og Árna „úr járni“ Ísaksson. Í viðtali við DV talar hann um kynni sín af íslensku strákunum, einstakan árangur Gunnars í BJJ og skilaboðin sem hann sendi félaga sínum þegar hann fann nýjan Gunnar Nelson hér á landi um síðustu helgi. Íslandsvinur John Kavanagh þjálfar bæði Gunnar Nelson og Árna „úr járni“ Ísaksson. Hann er menntaður verkfræðingur og ætlaði alltaf að starfa við það en festist í MMA-þjálfun sem hann elskar. Hann er fyrrverandi Evrópumeistari í BJJ. MYND ÁRNI ÞÓR JÓNSSON Að störfum John var hér á landi um helgina og hélt námskeið. MYND ÁRNI ÞÓR JÓNSSON 52 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.