Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 40
Haukur Lárus fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Langholtshverfinu. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Tjörnina 1977 og stund- aði nám í sálfræði við Háskóla Íslands og síðan við Kaupmannahafnar- háskóla. Haukur Lárus var fréttaritari DV í Kaupmannahöfn 1985–87, blaða- maður við DV 1988–2000 og 2001– 2003 og ráðgjafi hjá AP- Almanna- tengslum frá ársbyrjun 2004. Haukur Lárus sat í stjórn Blaða- mannafélags Íslands um skeið, var formaður Félags blaðamanna á DV og fór lengi fyrir ritstjórninni í starfs- manna- og fagmálum hennar. Hann var virkur í baráttu sinni við krabba- mein, ferðaðist m.a. um landið með fyrirlestur um glímu sína við sjúk- dóminn og var einn stofnenda félags- ins Framför en það stendur fyrir átak- inu Karlar og krabbamein. Gamlir samstarfsfélagar Hauks Lárusar á DV kveðja með söknuði góðan vin og félaga, þakka frábært samstarf sem aldrei bar skugga á og senda eiginkonu hans og börnum innilegar samúðarkveðjur. Fjölskylda Haukur Lárus kvæntist 30.12. 1982 eftirlifandi eiginkonu sinni, Heru Sveinsdóttur, f. 22.9. 1963, fótaað- gerðarfræðingi. Hún er dóttir Sveins Davíðssonar, f. 3.3. 1927, vélgæslu- manns í Stykkishólmi, og k.h., Guð- rúnar Björnsdóttur, f. 8.7. 1934, d. 26.3. 2009, húsmóður og verkakonu. Börn Hauks Lárusar og Heru eru Arinbjörn, f. 2.8. 1984, ferðamála- fræðingur, í sambúð með Láru Sigríði Lýðsdóttur; Edda Þöll, f. 31.7. 1989, sjúkraliðanemi og starfsmaður á hjúkrunarheimilinu við Sóltún. Systkini Hauks Lárusar eru Elísa- bet Hauksdóttir, f. 12.3. 1939, lækna- ritari í Reykjavík, gift Arnóri Valgeirs- syni, f. 9.8. 1932, framkvæmdastjóra og er sonur þeirra Valur Arnórsson, f. 8.12. 1958, viðskiptastjóri hjá Verði en kona hans er Unnur Jónsdóttir og er dóttir þeirra Viktoría Valsdóttir, f. 9.10. 2002; Karl Pétur Hauksson, f. 8.4. 1942, prentari í Reykjavík. Foreldrar Hauks Lárusar voru Haukur Bragi Lárusson, f. 27.4. 1916, d. 23.4. 1974, yfirvélstjóri hjá Eim- skipafélagi Íslands, og Edith Olga Clausen, f. 7.9. 1917, d. 18.3. 2006, húsmóðir. Ætt Haukur Bragi var sonur Lárusar, sjó- manns í Hafnarfirði, bróður Kristins, í afa Hjálmars Jónssonar, sóknarprests Dómkirkjunnar. Lárus var sonur Bjarna, oddvita á Sýruparti Jónsson- ar, b. í Heynesi Bjarnasonar, bróður Guðbjarna, langafa Sigmundar Guð- bjarnasonar, fyrrv. rektors HÍ. Móðir Lárusar var Sigríður Hjálmarsdóttir, b. í Hauganesi í Blönduhlíð Hjálmars- sonar, skálds í Bólu Jónssonar. Móðir Hauks Braga var Elíasbet Jónasdóttir, b. og sjómanns á Bakka í Garðahreppi Jónssonar, og Sigríðar Jónsdóttur. Edith Olga var dóttir Jens Pedersen Clausen, vélvirkja við verksmiðjuna á Sólbakka í Önundarfirði, af kaup- mannsættum í Kaupmannahöfn. Móðir Edithar Olgu var Borg- hildur, veitingakona á Ísafirði, systir Guðlaugs A. Magnússonar, gullsmiðs og hljóðfæraleikara. Borghildur var dóttir Magnúsar, b. í Svínaskógi á Fellsströnd og í Skáley Hannesson- ar, b. í Svínaskógi Hannessonar, b. í Litla-Holti í Saurbæ Guðmunds- sonar. Móðir Magnúsar í Svínaskógi var Ingibjörg Jónsdóttir, b. á Svarf- hóli Jónssonar. Móðir Ingibjargar var Guðný Tómasdóttir, pr. í Holti í Ön- undarfirði Sigurðssonar, sýslumanns Sigurðssonar. Móðir Borghildar var Kristín Jónsdóttir. Móðir Kristín- ar var Kristín Jónsdóttir, formanns í Gvendareyjum Jónssonar, og Sal- ome Oddsdóttur, sjómanns í Sælings- dalstungu Oddssonar. Móðir Salome var Þuríður, systir Vigfúsar, langafa Björns Friðfinnssonar prófessors, föður Fríðu, fyrrv. framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands. Annar bróðir Þuríðar var Guðmundur, lang- afi Kristjönu, ömmu Garðars Cortes óperusöngvara, föður Garðars Thors óperusöngvara. Þriðji bróðir Þuríð- ar var Sigurður, langafi Rósamundu, ömmu Ingibjargar Þorbergs, söng- konu. Fjórði bróðir Þuríðar var Brand- ur, langafi Rögnvaldar, afa Mörtu Guðjónsdóttur, varaborgarfulltrúa og fyrrv. formanns Varðar. Þuríður var dóttir Orms, b. í Fremri-Langey og ættföður Ormsættar Sigurðssonar. Útför Hauks fer fram frá Hallgríms- kirkju mánudaginn 29.11. og hefst at- höfnin kl. 13.00. Einar Árnason ALÞM., RÁÐHERRA OG FORMAÐUR SÍS f. 27.11. 1875, d. 14.11. 1947 Einar fæddist á Hömrum í Eyja- firði og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann var sonur Áma Guð- mundssonar, bónda á Hömrum, og k.h., Petreu Sigríðar Jónsdóttur húsfreyju. Eiginkona Einars var Margrét Eiríksdóttir húsfreyja en þau eignuðust fimm börn. Einar lauk gagnfræðaprófi frá skólanum að Möðruvöllum árið 1893, vann á búi foreldra sinna 1893–1900 og var bóndi á Litla- Eyrarlandi frá 1901 og til æviloka. Þá stundaði Einar barnakennslu um skeið. Einar var fyrst kosinn á Alþingi 1916 og var þingmaður Eyfirðinga allt til 1942, fyrst fyrir Bænda- flokkinn eldri en síðan Framsókn- arflokkinn. Hann varð fjármála- ráðherra í hinu fræga ráðuneyti Tryggva Þórhallssonar á mikl- um uppgangs- og umbrotatímum í sögu Framsóknarflokksins og þjóðarinnar. Magnús Kristjáns- son fjármálaráðherra forfallað- ist og lést skömmu síðar, 1929, en Einar tók þá við embættinu. Hann gegndi embætti fjármálaráðherra til 20. apríl 1931 er Ásgeir Ás- geirsson tók við. Þá var vika liðin frá þingrofinu fræga. Ásgeir varð forsætisráðherra ári síðar og var annar forseti lýðveldisins á árun- um 1952–1968. Eftir að Einar lét af ráðherradómi var hann forseti Sameinaðs Alþingis um skeið og síðan forseti efri deildar í tæpan áratug. Einar þótti glöggur fjármála- maður enda var hann formaður Sambands íslenskra samvinnu- félaga frá 1936 og til æviloka. Þá var hann oddviti Öngulsstaða- hrepps, átti lengi sæti í Lands- bankanefnd, í síldarútvegsnefnd, í stjórn markaðs- og verðjöfnun- arsjóðs, var endurskoðandi Síld- arverksmiðju ríkisins og sat þar í stjórn um skeið. Fæddur 28.6. 1957 – Dáinn 21.11. 2010 40 MINNING UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kjartan@dv.is 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR ANDLÁTMERKIR ÍSLENDINGAR Eftirmæli Óttars Sveinssonar UM HAUK LÁRUS HAUKSSON Ég hitti Hauk Lárus fyrst úti í Kaup- mannahöfn þegar við vorum þar í námi – á tíma Gleðibankans. Og rétt um ári áður en bjórinn var leyfð- ur byrjuðum við nánast samtímis á ritstjórn DV. Þar kynntist ég þess- um vingjarnlega sálfræðimennt- aða samferðamanni. Við áttum eft- ir að upplifa ógleymanleg ár saman með fjölda fólks Þessi litríki hópur er ógleymanlegur. Haukur Lárus átti einmitt eftir að verða „foringi félags- mála“ þessa góða hóps, piltur sem átti afar gott með að nálgast fólk. Um 1990 hafði myndast mjög sterkur hópur á DV. Ég sagði gjarn- an að ritstjórnin hafi þá verið skipuð landsliðsfólki Þegar „gamla DV“ var svo leyst upp í lok árs 2003 kvödd- ust margir þessara vinnufélaga, þar á meðal við Haukur, en aðrir héldu áfram, ýmist á DV eða Fréttablaðinu og eru þar enn. Við upplifðum sög- una saman á skemmtilegum fjöl- miðli, reyndum að segja hana á hlutlausan en afdráttarlausan hátt – stuttan skýran og spennandi – eins og Jónas Kristjánsson sagði okkur að hafa það – glöddumst yfir því að hafa veitt aðhald og reyndum að vera upplýsandi og skemmtileg. Haukur Lárus, okkar kæri samstarfs- félagi, upplifði, eins og við, einstak- lega góðan tíma á líflegum og frjáls- um, óháðum fjölmiðli. Við horfum til baka til gefandi tíma – og mann- bætandi drengs – öllum líkaði vel við Hauk Lárus. Og fjölskyldan hans dáði hann og elskaði. Ég sá það best á sólríkum sumardegi úti í garði á Laugarásveginum þegar fimmtugs- afmæli hans var fagnað. ,,En án þín, Hera mín, væri ég ekkert,“ sagði Haukur Lárus og tók utan um konu sína þegar honum þótti hólið í ræð- unum orðið nokkuð gott. Ég færi Heru og börnunum tveim- ur og öðrum aðstandendum Hauks Lárusar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þegar ljúfur drengur kveður – sá sem gerði líf okkar hinna betra – er sorg í hjarta. En við sem höfum misst okkar nánustu vitum að þegar huggun kemur þá kviknar von – þá von og minningarnar góðu tökum við með okkur inn í framtíðina. Eftirmæli Ellerts B. Schram UM HAUK LÁRUS HAUKSSON Ég var ritstjóri í hálfan annan áratug, frá 1980 til 1995 á Vísi og DV. Margir blaðamenn komu þar og fóru. Sum- ir gamalreyndir og þaulsetnir, aðrir ungir og efnilegir. Það þótti spenn- andi að komast í blaðamennsku og enginn hörgull á umsóknum þegar auglýst var eftir slíkum starfskröft- um. Haukur Lárus var einn þeirra. Haukur hafði raunar verið fréttarit- ari okkar í Danmörku um hríð, áður en hann réðst inn á ritstjórnina hjá DV. Ekki það að Haukur hafi ráðist á neinn, síður en svo. Hann var hóf- stilltur maður og vildi vel. Blíður og jafnvel lítillátur, kurteis og vandað- ur, að innan sem utan. Það var gott að vinna með honum. Samvisku- semi var hans aðalsmerki og virðing gagnvart æru og mannorði þeirra sem um var fjallað, var honum heil- ög kýr. Góðsemi skein úr andliti þessa unga manns og öll hans fram- koma, vinna og látbragð bar vott um væntumþykju, sem kallaði fram sömu viðbrögð hjá þeim sem hann umgekkst. Hann var jafnan hrókur alls fagnaðar og hvers manns hug- ljúfi. Ég undraðist stundum að þessi gjör- vilegi ungi maður, sem lært hafði sálfræði, staðnæmdist svo lengi hjá okkur á blaðinu, sem raun bar vitni, í þessum harða heimi blaða- mennskunnar. Mér fannst stundum að hann ætti heima á betri stað en einhvern veginn hafði hann gaman að blaðamennskunni, sinnti henni af alúð og naut þess greinilega að taka þátt í þeim fjölþættu viðfangs- efnum, sem honum voru falin. Fyr- ir mig voru þessi ár sem ritstjóri ánægjuleg vegna þess að þar var góður og samstíga andi, skemmti- legur félagsskapur og var það ekki síst fyrir tilstilli fólks eins og Hauks Lárusar. Eftir að leiðir skildu var minna um samgang okkar í milli en í hvert skipti sem leiðir okkar lágu saman á förnum vegi, var það blíða bros- ið og kurteis framkoma Hauks, sem gladdi mig og yljaði mér um hjarta- rætur. Hann var sami góði drengur- inn allt til enda. Haukur Lárus Hauksson BLAÐAMAÐUR Í REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.