Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 40
Haukur Lárus fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp í Langholtshverfinu.
Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Tjörnina 1977 og stund-
aði nám í sálfræði við Háskóla Íslands
og síðan við Kaupmannahafnar-
háskóla.
Haukur Lárus var fréttaritari DV
í Kaupmannahöfn 1985–87, blaða-
maður við DV 1988–2000 og 2001–
2003 og ráðgjafi hjá AP- Almanna-
tengslum frá ársbyrjun 2004.
Haukur Lárus sat í stjórn Blaða-
mannafélags Íslands um skeið, var
formaður Félags blaðamanna á DV
og fór lengi fyrir ritstjórninni í starfs-
manna- og fagmálum hennar. Hann
var virkur í baráttu sinni við krabba-
mein, ferðaðist m.a. um landið með
fyrirlestur um glímu sína við sjúk-
dóminn og var einn stofnenda félags-
ins Framför en það stendur fyrir átak-
inu Karlar og krabbamein.
Gamlir samstarfsfélagar Hauks
Lárusar á DV kveðja með söknuði
góðan vin og félaga, þakka frábært
samstarf sem aldrei bar skugga á og
senda eiginkonu hans og börnum
innilegar samúðarkveðjur.
Fjölskylda
Haukur Lárus kvæntist 30.12. 1982
eftirlifandi eiginkonu sinni, Heru
Sveinsdóttur, f. 22.9. 1963, fótaað-
gerðarfræðingi. Hún er dóttir Sveins
Davíðssonar, f. 3.3. 1927, vélgæslu-
manns í Stykkishólmi, og k.h., Guð-
rúnar Björnsdóttur, f. 8.7. 1934, d.
26.3. 2009, húsmóður og verkakonu.
Börn Hauks Lárusar og Heru eru
Arinbjörn, f. 2.8. 1984, ferðamála-
fræðingur, í sambúð með Láru Sigríði
Lýðsdóttur; Edda Þöll, f. 31.7. 1989,
sjúkraliðanemi og starfsmaður á
hjúkrunarheimilinu við Sóltún.
Systkini Hauks Lárusar eru Elísa-
bet Hauksdóttir, f. 12.3. 1939, lækna-
ritari í Reykjavík, gift Arnóri Valgeirs-
syni, f. 9.8. 1932, framkvæmdastjóra
og er sonur þeirra Valur Arnórsson,
f. 8.12. 1958, viðskiptastjóri hjá Verði
en kona hans er Unnur Jónsdóttir og
er dóttir þeirra Viktoría Valsdóttir, f.
9.10. 2002; Karl Pétur Hauksson, f. 8.4.
1942, prentari í Reykjavík.
Foreldrar Hauks Lárusar voru
Haukur Bragi Lárusson, f. 27.4. 1916,
d. 23.4. 1974, yfirvélstjóri hjá Eim-
skipafélagi Íslands, og Edith Olga
Clausen, f. 7.9. 1917, d. 18.3. 2006,
húsmóðir.
Ætt
Haukur Bragi var sonur Lárusar, sjó-
manns í Hafnarfirði, bróður Kristins, í
afa Hjálmars Jónssonar, sóknarprests
Dómkirkjunnar. Lárus var sonur
Bjarna, oddvita á Sýruparti Jónsson-
ar, b. í Heynesi Bjarnasonar, bróður
Guðbjarna, langafa Sigmundar Guð-
bjarnasonar, fyrrv. rektors HÍ. Móðir
Lárusar var Sigríður Hjálmarsdóttir,
b. í Hauganesi í Blönduhlíð Hjálmars-
sonar, skálds í Bólu Jónssonar.
Móðir Hauks Braga var Elíasbet
Jónasdóttir, b. og sjómanns á Bakka
í Garðahreppi Jónssonar, og Sigríðar
Jónsdóttur.
Edith Olga var dóttir Jens Pedersen
Clausen, vélvirkja við verksmiðjuna
á Sólbakka í Önundarfirði, af kaup-
mannsættum í Kaupmannahöfn.
Móðir Edithar Olgu var Borg-
hildur, veitingakona á Ísafirði, systir
Guðlaugs A. Magnússonar, gullsmiðs
og hljóðfæraleikara. Borghildur var
dóttir Magnúsar, b. í Svínaskógi á
Fellsströnd og í Skáley Hannesson-
ar, b. í Svínaskógi Hannessonar, b.
í Litla-Holti í Saurbæ Guðmunds-
sonar. Móðir Magnúsar í Svínaskógi
var Ingibjörg Jónsdóttir, b. á Svarf-
hóli Jónssonar. Móðir Ingibjargar var
Guðný Tómasdóttir, pr. í Holti í Ön-
undarfirði Sigurðssonar, sýslumanns
Sigurðssonar. Móðir Borghildar var
Kristín Jónsdóttir. Móðir Kristín-
ar var Kristín Jónsdóttir, formanns
í Gvendareyjum Jónssonar, og Sal-
ome Oddsdóttur, sjómanns í Sælings-
dalstungu Oddssonar. Móðir Salome
var Þuríður, systir Vigfúsar, langafa
Björns Friðfinnssonar prófessors,
föður Fríðu, fyrrv. framkvæmdastjóra
Blaðamannafélags Íslands. Annar
bróðir Þuríðar var Guðmundur, lang-
afi Kristjönu, ömmu Garðars Cortes
óperusöngvara, föður Garðars Thors
óperusöngvara. Þriðji bróðir Þuríð-
ar var Sigurður, langafi Rósamundu,
ömmu Ingibjargar Þorbergs, söng-
konu. Fjórði bróðir Þuríðar var Brand-
ur, langafi Rögnvaldar, afa Mörtu
Guðjónsdóttur, varaborgarfulltrúa og
fyrrv. formanns Varðar. Þuríður var
dóttir Orms, b. í Fremri-Langey og
ættföður Ormsættar Sigurðssonar.
Útför Hauks fer fram frá Hallgríms-
kirkju mánudaginn 29.11. og hefst at-
höfnin kl. 13.00.
Einar Árnason
ALÞM., RÁÐHERRA
OG FORMAÐUR SÍS
f. 27.11. 1875, d. 14.11. 1947
Einar fæddist á Hömrum í Eyja-
firði og ólst þar upp í foreldrahús-
um. Hann var sonur Áma Guð-
mundssonar, bónda á Hömrum,
og k.h., Petreu Sigríðar Jónsdóttur
húsfreyju. Eiginkona Einars var
Margrét Eiríksdóttir húsfreyja en
þau eignuðust fimm börn.
Einar lauk gagnfræðaprófi frá
skólanum að Möðruvöllum árið
1893, vann á búi foreldra sinna
1893–1900 og var bóndi á Litla-
Eyrarlandi frá 1901 og til æviloka.
Þá stundaði Einar barnakennslu
um skeið.
Einar var fyrst kosinn á Alþingi
1916 og var þingmaður Eyfirðinga
allt til 1942, fyrst fyrir Bænda-
flokkinn eldri en síðan Framsókn-
arflokkinn. Hann varð fjármála-
ráðherra í hinu fræga ráðuneyti
Tryggva Þórhallssonar á mikl-
um uppgangs- og umbrotatímum
í sögu Framsóknarflokksins og
þjóðarinnar. Magnús Kristjáns-
son fjármálaráðherra forfallað-
ist og lést skömmu síðar, 1929, en
Einar tók þá við embættinu. Hann
gegndi embætti fjármálaráðherra
til 20. apríl 1931 er Ásgeir Ás-
geirsson tók við. Þá var vika liðin
frá þingrofinu fræga. Ásgeir varð
forsætisráðherra ári síðar og var
annar forseti lýðveldisins á árun-
um 1952–1968. Eftir að Einar lét
af ráðherradómi var hann forseti
Sameinaðs Alþingis um skeið og
síðan forseti efri deildar í tæpan
áratug.
Einar þótti glöggur fjármála-
maður enda var hann formaður
Sambands íslenskra samvinnu-
félaga frá 1936 og til æviloka. Þá
var hann oddviti Öngulsstaða-
hrepps, átti lengi sæti í Lands-
bankanefnd, í síldarútvegsnefnd,
í stjórn markaðs- og verðjöfnun-
arsjóðs, var endurskoðandi Síld-
arverksmiðju ríkisins og sat þar í
stjórn um skeið.
Fæddur 28.6. 1957 – Dáinn 21.11. 2010
40 MINNING UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kjartan@dv.is 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
ANDLÁTMERKIR
ÍSLENDINGAR
Eftirmæli Óttars Sveinssonar
UM HAUK LÁRUS HAUKSSON
Ég hitti Hauk Lárus fyrst úti í Kaup-
mannahöfn þegar við vorum þar í
námi – á tíma Gleðibankans. Og rétt
um ári áður en bjórinn var leyfð-
ur byrjuðum við nánast samtímis
á ritstjórn DV. Þar kynntist ég þess-
um vingjarnlega sálfræðimennt-
aða samferðamanni. Við áttum eft-
ir að upplifa ógleymanleg ár saman
með fjölda fólks Þessi litríki hópur
er ógleymanlegur. Haukur Lárus átti
einmitt eftir að verða „foringi félags-
mála“ þessa góða hóps, piltur sem
átti afar gott með að nálgast fólk.
Um 1990 hafði myndast mjög
sterkur hópur á DV. Ég sagði gjarn-
an að ritstjórnin hafi þá verið skipuð
landsliðsfólki Þegar „gamla DV“ var
svo leyst upp í lok árs 2003 kvödd-
ust margir þessara vinnufélaga, þar
á meðal við Haukur, en aðrir héldu
áfram, ýmist á DV eða Fréttablaðinu
og eru þar enn. Við upplifðum sög-
una saman á skemmtilegum fjöl-
miðli, reyndum að segja hana á
hlutlausan en afdráttarlausan hátt –
stuttan skýran og spennandi – eins
og Jónas Kristjánsson sagði okkur að
hafa það – glöddumst yfir því að hafa
veitt aðhald og reyndum að vera
upplýsandi og skemmtileg.
Haukur Lárus, okkar kæri samstarfs-
félagi, upplifði, eins og við, einstak-
lega góðan tíma á líflegum og frjáls-
um, óháðum fjölmiðli. Við horfum
til baka til gefandi tíma – og mann-
bætandi drengs – öllum líkaði vel
við Hauk Lárus. Og fjölskyldan hans
dáði hann og elskaði. Ég sá það best
á sólríkum sumardegi úti í garði á
Laugarásveginum þegar fimmtugs-
afmæli hans var fagnað. ,,En án
þín, Hera mín, væri ég ekkert,“ sagði
Haukur Lárus og tók utan um konu
sína þegar honum þótti hólið í ræð-
unum orðið nokkuð gott.
Ég færi Heru og börnunum tveim-
ur og öðrum aðstandendum Hauks
Lárusar mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Þegar ljúfur drengur kveður
– sá sem gerði líf okkar hinna betra
– er sorg í hjarta. En við sem höfum
misst okkar nánustu vitum að þegar
huggun kemur þá kviknar von – þá
von og minningarnar góðu tökum
við með okkur inn í framtíðina.
Eftirmæli Ellerts B. Schram
UM HAUK LÁRUS HAUKSSON
Ég var ritstjóri í hálfan annan áratug,
frá 1980 til 1995 á Vísi og DV. Margir
blaðamenn komu þar og fóru. Sum-
ir gamalreyndir og þaulsetnir, aðrir
ungir og efnilegir. Það þótti spenn-
andi að komast í blaðamennsku og
enginn hörgull á umsóknum þegar
auglýst var eftir slíkum starfskröft-
um. Haukur Lárus var einn þeirra.
Haukur hafði raunar verið fréttarit-
ari okkar í Danmörku um hríð, áður
en hann réðst inn á ritstjórnina hjá
DV. Ekki það að Haukur hafi ráðist
á neinn, síður en svo. Hann var hóf-
stilltur maður og vildi vel. Blíður og
jafnvel lítillátur, kurteis og vandað-
ur, að innan sem utan. Það var gott
að vinna með honum. Samvisku-
semi var hans aðalsmerki og virðing
gagnvart æru og mannorði þeirra
sem um var fjallað, var honum heil-
ög kýr. Góðsemi skein úr andliti
þessa unga manns og öll hans fram-
koma, vinna og látbragð bar vott
um væntumþykju, sem kallaði fram
sömu viðbrögð hjá þeim sem hann
umgekkst. Hann var jafnan hrókur
alls fagnaðar og hvers manns hug-
ljúfi.
Ég undraðist stundum að þessi gjör-
vilegi ungi maður, sem lært hafði
sálfræði, staðnæmdist svo lengi
hjá okkur á blaðinu, sem raun bar
vitni, í þessum harða heimi blaða-
mennskunnar. Mér fannst stundum
að hann ætti heima á betri stað en
einhvern veginn hafði hann gaman
að blaðamennskunni, sinnti henni
af alúð og naut þess greinilega að
taka þátt í þeim fjölþættu viðfangs-
efnum, sem honum voru falin. Fyr-
ir mig voru þessi ár sem ritstjóri
ánægjuleg vegna þess að þar var
góður og samstíga andi, skemmti-
legur félagsskapur og var það ekki
síst fyrir tilstilli fólks eins og Hauks
Lárusar.
Eftir að leiðir skildu var minna um
samgang okkar í milli en í hvert
skipti sem leiðir okkar lágu saman
á förnum vegi, var það blíða bros-
ið og kurteis framkoma Hauks, sem
gladdi mig og yljaði mér um hjarta-
rætur. Hann var sami góði drengur-
inn allt til enda.
Haukur Lárus
Hauksson
BLAÐAMAÐUR Í REYKJAVÍK