Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 30
ÓDÝRA HORNIÐ Í OKKUR Leirlistavinnustofan Okkur verður með opið hús um helgina. Það eru leirlistakonurnar Áslaug Höskuldsdóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir og Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir sem halda úti stofunni en þar munu þær kynna og selja verk sín. Þær Áslaug, Ingunn og Ragnheiður eru á meðal reyndustu og færustu leirlistakvenna landsins og hafa verið um langt skeið. Vinnustofan er að Seljavegi 32 í Reykjavík og er húsið opið föstudag frá 16 til 21 og á laugardag frá 11 til 18. Boðið verður upp á ódýra hornið þannig að gestum og gangandi býðst list á góðu verði. MEMFISMAFÍAN Á NORÐURSLÓÐUM Hin magnaða Memfismafía heldur norður í land um helgina en á föstudagkvöldið mun forsprakki hennar, Sigurður Guðmundsson, leika lög af jólaplötu sinni, Nú liggur mikið á, á Græna Hattinum. Á laugardagskvöldið verður Baggalútur svo með tvenna aðventutónleika í Menningarhúsinu Hofi og á sunnudaginn verða Páll Óskar, Prófessorinn, Sigtryggur Baldursson og allt partíliðið af Diskóeyjunni með „gordjöss“ tónleika í Hofi klukkan 15.00. Leikminjasafn Íslands minnist Einars Kristjánssonar óperusöngvara: Aldarafmæli Einars Leikminjasafn Íslands hélt upp á aldarafmæli Einars heitins Kristj- ánssonar óperusöngvara á mið- vikudaginn. Einar fæddist þann 24. nóvember 1910 en hann er einn merkasti óperusöngvari Ís- lands fyrr og síðar. Athöfnin fór fram í Snorrabúð Söngskólans á afmælisdaginn. Þar flutti Jón Við- ar Jónsson, forstöðumaður safns- ins, erindi um feril Einars auk þess sem nokkrir ungir nemendur skól- ans komu fram og sungu. Í lok at- hafnarinnar afhjúpaði Einar Örn Benediktsson, dóttursonur Einars, minningarspjald um hann. Í tilefni af aldarafmælinu hefur Leikminjasafn Íslands einnig sett upp sérstaka vefsíðu á leikminja- safn.is þar sem er að finna ævi- ágrip Einars og fjöldann allan af skemmtilegum myndum frá ferli hans. Eftir stúdentspróf hélt Einar til Þýskalands þar sem hann stund- aði nám við óperuskólann í Dres- den. Að námi loknu var hann ráðinn sem lýrískur tenór til Óp- erunnar í Dresden en Einar söng á ferli sínum í óperuhúsum í Stutt- gart, Duisburg, Hamborg, Berl- ín, München, Vín, Stokkhólmi og víðar. Einar var fastráðinn í Ham- borgaróperunni á viðburðarríkum tíma – undir lok og eftir lok síðari heimstyrjaldar. Um allt þetta og margt fleira í tengslum við ævi Einars má lesa inni á fyrrgreindum vef, leikminja- safn.is. asgeir@dv.is 30 FÓKUS 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR RIKKA Á TOPPNUM Matreiðslubókin Léttir réttir Hag- kaups, eftir Friðriku H. Geirsdóttur, var mest selda bókin vikuna 15.–21. nóvember samkvæmt metsölulista bókaverslana sem gefinn var út á fimmtudaginn. Skáldsagan Furðu- strandir eftir spennusagnakonung- inn Arnald Indriðason var næst mest selda bókin en í þriðja sæti kom ævi- saga Jónínu Ben sem fjölmiðlamað- urinn Sölvi Tryggvason ritar. Á upp- söfnuðum metsölulista fyrir allt árið trónir Stóra Disney matreiðslubókin á toppnum en á eftir henni kemur rannsóknarskýrsla Alþingis. Borða, biðja, elska eftir Elizabeth Gilbert er svo í þriðja sæti. Sá íslenski höf- undur sem selt hefur mest á árinu er Arnaldur Indriðason en Furðu- strandir er fjórða mest selda bók árs- ins. Næsti íslenski rithöfundur á eftir Arnaldi er fjölmiðlakonan Tobba Marinós en bók hennar Makalaus sló heldur betur í gegn og er tíunda mest selda bók ársins 2010. LEIKVERK MOJITO Þeir Stefán Hallur og Þórir Sæmunds- son skiluðu þessu mjög snyrtilega. Stefán Hallur var sérlega trúverðug- ur sem lúðinn sem braut barinn. HEIMILDARMYND CATFISH Ágætlega upp- byggð heimilda- mynd um þrjá vini sem komast að því að ekki er allt sem sýnist á internet- inu. Myndin er þó óþarflega löng. HEIMILDAMYND GNARR Réttast væri að undirbúningur væri hafinn á Gnarr 2 – Alþingi, Gnarr 3 – for- setaembættið og jafnvel Gnarr 4? Gnarr er helvíti hressandi mynd. Án gríns! mælir með... mælir ekki með... KVIKMYND HARRY POTTER AND THE DEADLY HALLOWS: PART I Tiltölulega lítið virðist gerast á þess- um 150 mínútum, þannig að maður hallast að því að þessi skipting hafi verið ákvörðun markaðsfólksins, svo hægt væri að græða vel á tveimur kvikmyndum í stað einnar. Einar Kristjánsson óperusöngvari Opn- aður hefur verið sérstakur minningarvefur í tilefni af því að öld er liðin frá fæðingu hans. Engir stælar, bara litir og form,“ segir listamaður-inn Björn Roth um sýn-ingu sína í Skaftfelli á Seyðisfirði sem verður opnuð á laugardag. „Þetta er tiltölulega ein- falt. Gamaldags klassísk málverka- sýning,“ heldur Björn áfram en hann á að þessu sinni svokallaða aðventusýningu Skaftfells sem er miðstöð myndlistar á Austurlandi. Björn hefur verið mikill áhrifa- valdur í rekstri Skaftfells í gegn- um árin. Hann átti mikinn þátt í að koma miðstöðinni á laggirnar fyrir 15 árum og hefur lengi gegnt stöðu listfræðilegs ráðunautar. Björn lét af því starfi í ár og sýnir því í Skaft- felli í kveðjuskyni. Björn lifir af listinni en hann ferðast um allan heim og setur upp sýningar með verkum sínum og föður síns, Dieters Roths, sem er í hópi þekktustu listamanna heims. Honum líður þó best á Íslandi og er yfirleitt kominn með heimþrá áður en út er haldið. Terpentínulykt í salnum „Þetta eru svolítið sætar mynd- ir, nóg af rauðu, bláu og grænu,“ heldur Björn áfram en líkt og fyrr segir er sýningin hin árlega að- ventusýning Skaftfells og stend- ur frá síðustu helginni í nóvem- ber og fram yfir áramót. „Þetta er ein grúppa af verkum. Þetta er ein og sama hugmyndin sem er á tíu stórum málverkum og síðan eru 20 litlar útfærslur á því líka. „Þetta er svona expressíonískt. Það eru ein- hver form sem benda til ákveðinna hluta en eru tiltölulega óljós.“ Björn ætlaði upprunalega að nota þessa hugmynd í annað verk- efni sem ekkert varð af á endanum. „Síðan þegar stjórn Skaftfells bað mig um að vera með aðventusýn- „ENGIR STÆLAR, bara litir og form“ Björn Roth sýnir verk sín á aðventusýningu Skaftfells, mið- stöðvar myndlistar á Austurlandi, sem opnuð verður á laugar- dag. Björn er einn þeirra sem komu Skaftfelli á koppinn og hefur hann haft mikil áhrif á myndlist á Austurlandi sem og á landinu öllu. Björn ferðast mikið við starf sitt en segir Íslendinginn í sér vera kominn með heimþrá áður en hann leggi af stað. Björn Roth Sýnir verk sín í Skaftfelli á Seyðisfirði. MYND SKAFTFELL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.