Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 26
Blíðusalinn Catalina Ncogo frá Miðbaugs-Gíneu hef-ur ákveðið að svamla um í jólabókaflóðinu þetta árið. Í bókinni Hið dökka man ljóstrar hún upp ýmsum ævin- týrum sínum í starfi bólfarans. Þar kemur meðal annars fram að hún hafi þjónustað eiginmann þingkonu, sem hafi orðið vitni að þjónustunni. Catalina hefur áður sagt frá því að meðal viðskiptavina henn-ar hafi verið íslenskir valdamenn.„Ég er með sérstakan kúnnahóp, þar á meðal pólitíkusa og ráðherra, en stelpurnar sofa hjá öllum sem leita eftir kynlífi,“ sagði hún við tímaritið Vikuna í mars í fyrra. Ekkert höfum við fengið að heyra af nöfnum þess- ara ráðherra. Ellefu menn voru á endan-um fundnir sekir um að kaupa vændi hjá Catalinu. Þeir fengu að ljúka málinu með sekt, líkt og um of hraðan akstur hefði verið að ræða. Yfirvöld ákváðu að birta ekki nöfn þeirra ákærðu. Hungraðir menn sem stela sér mat njóta ekki sömu friðhelgi og þeir settlegu menn sem geta reitt fram tugi þúsunda til að sefa frygð sína. Nú ganga sögur um hinn og þennan áhrifamanninn í þjóðfélaginu sem á að hafa drýgt hór með hjálp Cat- alinu. Þetta er ósanngjarnt gagnvart þeim. Betra hefði verið að birta bara nöfn þeirra ákærðu, rétt eins og er gert í öðrum málum. Það er ekki vitað hvort frá-sagnir Catalinu eru allar réttar. En hvernig sem á þetta er litið eru þær góðar sögur, í það minnsta svo góðar sögur eru þær að þær ferðast á milli fólks í öllum mögulegum útgáfum. Góðar slúðursögur er mjög erfitt að drepa. Sérstaklega þegar sannleikurinn er bannaður af yfirvöldum. HIÐ ÓLJÓSA MAN „Ég hélt að ef að ég myndi þrauka og bara neita öllu þá myndi þetta fara af því að ég hélt að ég hefði ekki skilið neitt eftir.“ n Brot úr játningu Gunnars Rúnar Sigurþórssonar sem birtist í heild sinni í DV. - DV „Feitar konur eru líka íþróttamenn. Þær geta allt!“ n Þóra Þorsteinsdóttir, æfði í aðeins 10 mánuði og hreppti titilinn Sterkasta kona Íslands. - DV „Fyrir fjórum árum stóð alls ekki til að ég þjálfaði kvenfólk.“ n Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, ætlaði ekki að þjálfa konur en er nú á leiðinni á lokakeppni EM með stelpurnar okkar. - Fréttablaðið „Þetta verður mjög glæsilegur og flottur þáttur svona rétt fyrir jólin.“ n RÚV hóf nýlega framleiðslu á þætti um líf og starf poppstjörnunnar Páls Óskars Hjálmtýssonar - Fréttablaðið Kjökur útrásarvíkings REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Dindilmennið álítur sig vera stórmenni. LEIÐARI SVARTHÖFÐI 26 UMRÆÐA 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR FIMMKALLINN n Framsókn hélt miðstjórnarfund á Húsavík um helgina sem tókst ágætlega en forysta flokksins er æf út í Höskuld Þórhallsson, þingmann flokksins, sem hún telur að hafi eyðilagt ásýnd flokksins gagnvart fjölmiðlum með upphlaupi sínu um að flokkurinn væri klofinn vegna afstöðunnar til Evrópusambandsins, og að öllum málum væri ráðið með pukri í bakherbergjum fyrir sunnan. Reiði þeirra stafar ekki síst af því að ESB kom nánast ekkert til umræðu. Innan flokksins er Höskuldur stund- um kallaður „fimmkallinn“ eftir mis- tök í talningu í formannskjöri. Segja menn að skammvinn formannstign hafi stigið honum til höfuðs og hann sé síðan nokkuð gjarn á að vera með ótímabærar yfirlýsingar. SIGMUNDUR VALTUR n FInnan Framsóknarflokksins hafa menn miklar áhyggjur af versnandi gengi flokksins, en þrátt fyrir harða andstöðu Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar við Icesave-málið á sín- um tíma hefur flokkurinn legið lang- tímum saman undir kjörfylgi. Telja menn að takist Sigmundi ekki að rífa flokkinn upp áður en aðalfundur miðstjórnar verður haldinn í apríl muni flokkurinn fara á taugum og rísa upp og finna sér nýjan formann. Álíta reynsluboltar innan flokksins að það gæti gerst með mjög skömm- um fyrirvara. Horfa menn þar helst til Guðmundar Steingrímssonar, sonar fyrrverandi formanns flokks- ins, og sonarsonar annars. Flokks- hestar eru þegar farnir að kanna möguleika Guðmundar, en ráðleggja honum líka að hafa hljótt um sig, og láta ekki á sér bæra fyrr en rétt fyrir aprílfundinn, og leggja þá fljótt til atlögu. DAUÐALISTI ÓRÓLEGRA n Órólega deildin í VG er í sárum eftir flokksráðsfundinn á dögun- um þar sem Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra og stuðn- ingsmenn hans unnu sigur á henni. Hermt er að órólega deildin sé þó ekki farin á taugum heldur ætli sér að leita hefnda með því að undirbúa verulegar breytingar á þingliðinu í næsta forvali. Liður í því er að herða tökin á flokksvélinni. Í kjölfarið er svo ætlunin að nota tökin á flokks- félögunum í þessum kjördæmum í forvali fyrir næstu þingkosningar. Efst á dauðalista þeirra eru þau Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Inga- dóttir og Björn Valur Gíslason. Þá er Steingrímur J. Sigfússon auðvitað í skotlínunni og jafnvel Svandís Svav- arsdóttir. ÞREYTT ATHAFNAKONA n Moggaklúbburinn, undir forystu Óskars Magnússonar útgefanda, leitar nú logandi ljósi að fjármunum til að halda áfram úti Morgunblaði Davíðs Oddssonar. Hermt er að ekkj- an Guðbjörg Matthíasdóttir sé orðin þreytt á því að ausa úr sjóðum sínum í blað sem af fæstum er lengur talið marktækt. Einhverjir er hluthafahópi Árvakurs vilja losna við Davíð en sú leið er talin ófær vegna þeirra jarð- hræringa sem yrðu þá. Davíð er með um 1,5 milljón krónur í mánaðarlaun og var að sögn ráðinn að lágmarki til tveggja ára. Víst þykir að hann muni ekki fara sjálfviljugur. SANDKORN TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is UMSJÓN HELGARBLAÐS: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is UMSJÓN INNBLAÐS: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Er ekki í lagi að gera þá einföldu kröfu, að fréttaflutningi Ríkisútvarpsins frá Alþingi sé stjórnað af fólki sem sér sóma sinn í því að flytja okkur fréttir án þess að um þær hafi bláar hendur farið? Í dag er staðan sú, að yfirlýstur og innmúraður sjálfstæðismaður sér um að matreiða fyrir lýðinn nánast allar fréttir sem RÚV flytur þjóðinni af þessum vettvangi. Nánast undan- tekningalaust er sviðsljósinu beint að formanni Sjálfstæðisflokksins og honum lyft á stall sem alþýðuhetju. Iðulega byrja fréttir á því Bjarni Ben geltir einsog sjálfskipaður varðhund- ur velsæmis. Hann ýlfrar einsog úlf- ur í sauðargæru og svo gargar hann einsog hver annar blábjáni. Alltaf er það sama, gamla tuggan. Alltaf held- ur þessi útvörður frjálshyggjunn- ar fram þeirri lygi að ríkisstjórnin sé ekki að gera neitt – að atvinnuleysið sé ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðar- dóttur að kenna. Þegar hann veit, að stjórnin er að gera allt sem hægt er að gera til að bjarga þjóð- inni uppúr þeim hyldjúpa forar- pytti sem sjálf- stæðismenn - með dyggum stuðningi glæpa- félags Framsóknar – steypti þjóðinni í. Bjarni leyfir lyginni að lifa og þing- fréttaritarinn klippir fréttina þannig til að engu er líkara en Bjarni Ben sé nánast með fullu viti. Það væri kannski verðugt verkefni fyrir órólegu deildina í stjórninni að láta taka það saman hvers eðlis frétta- flutningurinn frá Alþingi er, þ.e.a.s. þegar hin ágæta eldabuska Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sér um tilbún- inginn. Ég held að vert sé að rann- saka umfjöllun þeirrar ágætu konu. En þess má kannski geta að Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ku vera fjölmiðla- fræðingur og mér skilst að hún hafi á sínum tíma rannsakað grandgæfilega stöðu íslenskra fjölmiðlakvenna. Nú má sem sagt halda þeirri rannsókn áfram. Víst er það að ýmsum þótti sem Jó- hanna Vigdís væri óhæf í það verk að fjalla um hrunið, þar eð hún var sögð halda uppi vörnum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og eins var sagt að hún hefði lagt hart að sér við vernd bróður síns, sá heitir reyndar Erlendur og var í hruninu forstjóri Exista sem í þá daga var stærsti eigandi Kaupþings ... eða þannig. Auðvitað þarf að skapa atvinnu- tækifæri. Og ég er viss um að ríkis- stjórnin er öll af vilja gerð, jafnvel þótt fólk staldri við og sópi hugmyndum um álversaumingjaleik út af borðum. Já, jafnvel þótt menn treysti hvorki á fréttaflutning RÚV né stuðning Bjarna Ben við allar góðar aðgerðir. Að ljúga það er listin góð, við lærum vel það fagið, já, sjálfsagt ætti þessi þjóð að þegja annað slagið. Ágætu Íslendingar SKÁLDIÐ skrifar KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar Hann ýlfrar eins-og úlfur í sauð- argæru og svo gargar hann einsog hver annar blábjáni. BÓKSTAFLEGA Útrásarvíkingurinn Heiðar Már Guðjónsson hefur hrökklast frá kaupum á Sjóvá. Þetta gerðist í framhaldi af rannsókn Seðla- bankans á braski Heiðars með aflandskrón- ur. Það er mat forráðamanna Seðlabankans að hugsanlega sé ástæða til lögreglurann- sóknar vegna grunsemda um að Heiðar hafi brotið gjaldeyrishaftalög. Grunurinn leikur á að hann hafi komið ólöglega með aflands- krónur til landsins. Slíkir gjörningar hjálpa ekki til við að styrkja krónuna og ganga gegn hagsmunum almennings. Heiðar Már er einn af drengjunum í út- rásinni. Ekkert í fortíð hans bendir til þess að hann hafi auðgast með þeim hætti að hags- munir hans og þjóðarinnar fari saman, þvert á móti. Gróði hans er, eins og margra ann- arra útrásarvíkinga, reistur á braski og skil- ur fátt eftir sig annað en sviðna jörð. Hann hefur sérhæft sig í stöðutöku gegn krónunni. Þegar síðan eru uppi efasemdir um lögmæti aflandsviðskipta Heiðars Más er full ástæða til að staldra við. Á þjóðin að selja bröskurum eignir sínar? Svarið er almennt séð nei. Heiðar Már Guðjónsson er af þeirri gerð nýríkra manna sem ofmetur sjálfan sig og upphefur. Hann telur sig þess umkominn að hóta að stefna fjölmiðli í mörgum löndum fyrir að fjalla um mál honum tengd. Hann gaf það út að DV yrði stefnt í einhverjum Evrópulöndum og á Íslandi. Óskiljanlegt er hvernig krónubraskaranum dettur í hug að stefna fjölmiðli utan málsvæðis hans. DV er eingöngu gefið út á íslensku og lögsagan alveg klár. En rétt eins og Heiðar Már ger- ir áhlaup á íslensku krónuna frá útlöndum langar hann til að ráðast á íslenskan fjölmið- il úr sömu átt. Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og lög- reglan verða að sameinast um að svipta hul- unni af fortíð hans með það fyrir augum að skera úr um sekt hans þó siðleysið liggi fyrir. Heiðar Már hótar nú að lögsækja Seðla- bankann auk þess að fara í mál við DV og ör- ugglega einhverja fleiri. Skertur af viti krefst hann þess að opinber rannsókn fari fram á tengslum DV og Seðlabankans sem leitt hafi til þess að upplýst var um þær grunsemdir bankans að hann væri brotamaður. Fæst- ir botna í því hvað er að gerast í höfðinu á þessum manni. Kjökur og kveinstafir útrás- arvíkingsins bera vott um siðblindu. Allur hans málflutningur einkennist af hroka og yfirlæti. Peningarnir sem hann græddi gera það að verkum eins og alþekkt er að dindil- mennið álítur sig vera stórmenni. Það er gott að losna við Heiðar Má af landi brott. Megi gæfa íslenskrar þjóðar verða sú að braskar- inn finni sér viðurværi í útlöndum og snúi ekki til baka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.