Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 44
Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir er upplýsingafulltrúi hjá borginni fyrir hádegi og rithöfundur eftir hádegi. Hún sendi nýlega frá sér bókina Stolnar raddir. Hún hlakkar til jólanna og spilaði á gítar í kvennahljómsveitinni Afródítu. Hugrún er afburðagóð í tetris. Nafn og aldur? „Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, 38 ára.“ Atvinna? „Upplýsingafulltrúi hjá borginni fyrir hádegi, rithöfundur eftir hádegi og stundum fram á nótt.“ Hjúskaparstaða? „Gift.“ Fjöldi barna? „3.“ Hefur þú átt gæludýr? „Já. Ég átti nokkra páfagauka þegar ég var lítil og hund fyrir nokkrum árum. Núna býr kötturinn Tinni hjá fjölskyldunni og hann er skemmtilegastur af þeim öllum því hann á sig sjálfur en vill samt vera hjá okkur.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Yoko Ono og Plastic Ono Band í Háskólabíói.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Uuu já, en ég held að það sé fyrnt...“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Ég á mér enga uppáhaldsflík en vil helst alltaf vera í sömu skónum, þægilegum, norskum leðurskóm. Að öðru leyti er ég ágætlega til fara svona yfirleitt.“ Hefur þú farið í megrun? „Já, einu sinni fór ég í stranga megrun með mjög góðum árangri!“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já, já, oft og mörgum sinnum.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Nei, en stundum vildi ég óska þess að ég gæti það.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég held að All That She Wants með Ace Of Base þyki almennt frekar súrt lag og sennilega ætti ég að skammast mín fyrir að halda upp á það.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Mörg koma og fara en I Wan’t you með Elvis Costello virkar alltaf.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Jólanna, auðvitað.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Ég hef horft á Harry Potter-myndirnar skrilljón sinnum með Víði syni mínum. Einu sinni kúrðum við uppi í sófa heila helgi og horfðum á allar í röð, án þess að taka okkur hlé nema til að fá okkur í gogginn og fara á klósettið. Víðir hefur oft montað sig af þessum árangri.“ Afrek vikunnar? „Ég hlustaði á King Crimson-plötur að ósk mannsins míns, það var helvíti.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já. Mæt kona spáði einu sinni fyrir mér í bolla og sagði að ég yrði skíða- eða danskennari. Hún sá mig í bollanum þar sem ég stóð fyrir framan stóran hóp fólks og kenndi handa- og fótahreyfingar af miklum skörungsskap. Hljómar ósennilega en hver veit, þetta gæti auðvitað átt eftir að rætast einhvern tíma í framtíðinni.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Ég spilaði á gítar í hinni kunnu kvennahljómsveit Afródítu. Lærði líka í nokkur ár á píanó. Stundum spila ég á munn- hörpu.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Nei.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Vatn.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Drukknir ráðamenn eru nú ekki beinlínis sá félagsskapur sem ég myndi helst óska mér en kannski Katrínu Jakobs- dóttur ef hún sæi sjálf um að hella sig fulla.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Nick Cave. Af því að hann er ótrúlega fallegur og algjör snillingur.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, ég orti eitt um daginn sem ég skil varla sjálf. Það er svona: sefur sorg vakir von líf í leynum læðist.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ég man ekki eftir neinu nýlegu en þegar ég var lítil plataði ég frænda minn ofan í frystikistu og settist svo ofan á lokið til að tryggja að hann kæmist ekki út. Sem betur fer fór mér fljótt að leiðast og frænda varð ekki meint af.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Það eru skiptar skoðanir um það. Sumir segja Barbru Streisand, aðrir Amy Winehouse. Maðurinn minn hefur líkt mér við fuglinn Tweety.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Ég er mjög góð í tetris.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Mér þykir mjög vænt um Langanes.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Loka fataskápnum, ef hann er opinn get ég ekki sofnað.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera 42.“ Getur ekki sofnað með opinn fataskáp M Y N D IR X X X X 44 HIN HLIÐIN 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.