Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 46
46 LÍFSSTÍLL UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR indiana@dv.is 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Svefn gerir
börnum gott
Börnum, sem sofa mest á nóttunni í
stað þess að lúra allan daginn, gengur
betur á prófum sem reyna á minnið,
sjálfsstjórn og skap, samkvæmt nýrri
rannsókn. Niðurstöðurnar styðja fyrri
niðurstöður um að svefn á unga aldri
skipti höfuðmáli þegar kemur að
vitsmunalegum þroska sem síðar hefur
áhrif á félagslega aðlögun og gengi í
skóla. Í rannsókninni, sem framkvæmd
var af vísindamönnum við háskólana
í Minnesota og Montreal, var yfir 60
ungbörnum fylgt eftir. Því betri og lengri
svefni sem börnin náðu yfir nóttina, því
betur stóðu þau sig á prófum, líka þegar
breytur á við menntun og laun foreldra
voru teknar með í reikninginn.
Fátækt fólk sýnir meiri samhygð, er kurteisara og örlátara en aðrir:
5 atriði sem breyttust
með hruninu
TÍSKA Styttri pils, skærir litir og
„stelpulegt útlit“ gefa til kynna
efnahagslegt góðæri. Þegar harðnar
í ári verður tískan þroskaðri. „Þegar
við stöndum frammi fyrir óvissu
kemur styrkur, þroski og sjálfstæði
fram í tískunni,“ segir Terry Pettijohn
II við Coastal Carolina-háskólann
sem rannsakaði klæðnað með
tilliti til efnahagsástands. Rannsókn
Pettijohns birtist í Personality and
Social Psychology Bulletin árið 2004
og í tímaritinu Media Psychology
árið 1999.
SJÓNVARP Samkvæmt
rannsókn, sem birtist í tímaritinu
Media Psychology árið 2000, hefur
efnahagsástand áhrif á val okkar
á sjónvarpsþáttum. „Alvarlegir og
flóknir þættir, eins og ER og Lost, eru
vinsælir þegar harðnar á dalnum,“
segir William McIntosh við Georgia
Southern-háskólann en McIntosh
og félagar rannsökuðu áhorfsvenjur
Bandaríkjamanna í þrjá áratugi.
„Í efnahagslegri uppsveiflu eykst
áhorf á kjánalega þætti, eins og
The Big Bang Theory og Desperate
Housewives.“
HUNDAR Hundahald fer einnig
eftir efnahagsástandi, samkvæmt
rannsóknum frá 1973 og 1991. Á
krepputímum laðast fólk frekar að
sterkum hundategundum, eins
german shepherds og doberman, á
meðan smáhundar verða vinsælli í
góðæri.
KIRKJA Samkvæmt bandarískum
rannsóknum, frá 1972 og 1999, hefur
ástand í efnahagsmálum áhrif á val
á trúfélögum. Á erfiðum tímum kjósi
fleiri íhaldssamari trúarsöfnuði, líkt
og Kirkju hinna síðari daga heilögu,
Votta Jehóva og Sjöunda dags
aðventista en þegar efnahagshorfur
eru bjartari leita fleiri í frjálslyndari og
mildari söfnuði.
Það er ekki hægt að kaupa hamingju
með peningum – né hæfni í mann-
legum samskiptum, samkvæmt rann-
sókn sem gefur til kynna að fátækir
sýni meiri samhygð en ríkir. Tilraun-
ir vísindamanna gáfu þær niðurstöð-
ur að þeir sem eru hærra í samfélags-
stiganum geti síður lesið í tilfinningar
annarra. Michael Kraust, doktorsnemi
í sálfræði við háskóla í San Francisco,
segir að muninn megi líklega útskýra
með því að fátækt fólk þekki eymd af
eigin reynslu. Kraust segir niðurstöð-
ur sínar einnig gefa til kynna að ríkara
fólk sé dónalegra við ókunnuga og að
fátækara fólk sé örlátara á eigur sínar.
„Þeir sem eiga minna taka frekar eft-
ir því þegar aðrir eru hjálparþurfi og
bregðast frekar við þeirri þörf en þeir
sem hafa meira á milli handanna.“
Eftir rannsóknina vaknaði sú
spurning hvort þeir vel stæðu ættu vel-
gengni sína því að þakka að þeir ein-
blíndu á sjálfa sig. Þannig að það væri
ekki auðurinn sem hefði áhrif á sam-
hygðina heldur öfugt. Til að komast að
því létu Kraust og félagar 81 nemanda
staðsetja sjálfan sig í samfélagsstiga
þar sem milljarðamæringurinn Bill
Gates væri á toppnum. Gates olli því
að nemendurnir staðsettu sig neðar
en þeir hefðu annars gert. Hópur sem
staðsetti sig í samfélagsstiga án fígúru
líkt og Bill Gates, settu sjálfa sig mun
ofar. Næst voru þátttakendur látnir
lesa í tilfinningar annarra með því að
horfa á andlitsmyndir. Þeir sem höfðu
staðsett sig neðar í samfélagsstiganum
sýndu meiri samúð en hinir.
indiana@dv.is
Ríkir eru dónalegri
Þú kaupir ekki samkennd með peningum Rannsóknir Krausts og félaga
gefa til kynna að því ofar í samfélagsstiganum sem þú ert því ólíklegra sé að þú
getir lesið í tilfinningar annarra.
Þroskuð kona
elskar áhættu
„Eftir að breytingaskeiði lýkur fer
heili konunnar upp á háþróað stig. Á
sama tíma og karlmenn sýna minni
áhuga á félagslegum samskipt-
um hræðast eldri konur ekki átök.
Sérstaklega ef börnin eru flutt að
heiman,“ segir Louann Brizendine
taugasálfræðingur og höfundur
bókarinnar The Female Brain. Briz-
endine segir þroskaðar konur enn
hvattar áfram af hjálpsemi en að þær
færi gjarnan fókusinn af nánustu
fjölskyldu yfir á samfélagið. „Hún
getur einnig fundið þörf til að gera
eitthvað fyrir sjálfa sig og sinn eigin
feril, eftir að hafa eytt ævinni í að
hugsa um aðra.“
Hún gengur í gegnum
unglingsárin tvisvar
Unglingsárin, með öllum sínum lík-
amlegu breytingum, hormónaójafn-
vægi, óþægindum og sjálfsefasemd-
um, eru líklega sá tími sem fæstir
vildu upplifa aftur. En samkvæmt
Brizendine eru konur einmitt
það heppnar. Brizendine
segir breytingaskeiðið helst
minna á unglingsárin og
skapsveiflur kvenna á úrill-
an ungling.
Hún er undir
áhrifum „mömmu-
heilans“
Þær líkamlegu, horm-
óna-, tilfinningalegu
og félagslegu breyt-
ingar sem verða á
konu eftir fæðingu
eru vel þekktar. „Og
af því að allt annað
hefur breyst þurfa
þær að halda öllu
öðru eins fyrirsjá-
anlegu og möguleiki
er á. Þar með talinni
hegðun eiginmanns-
ins,“ segir Brizendine
sem segir móðurhlut-
verkið hafa þróast í gegn-
um aldirnar. „Í fornöld sáu
konur ekki einar um börnin.
Stórfjölskyldan hjálpaði til. Móðir
þarf á miklum stuðningi að halda.
Ekki aðeins fyrir sjálfa sig heldur líka
vegna barnsins,“ segir Brizendine
sem segir afskipti móður af barni
sínu hafa mikil áhrif á taugaþroska
barnsins. Rannsóknir hafa einn-
ig sýnt að brjóstagjöf hefur jákvæð
áhrif á stressaðar mæður en of mikið
stress hefur neikvæð áhrif á mjólk-
urframleiðslu. Samkvæmt rannsókn
í Journal of Neuroscience frá árinu
2005 hefur brjóstagjöf jákvæðari
áhrif á heila kvenna en kókaín.
Hún er undir áhrifum
„ófríska heilans“
„Meðgönguhormónið prógesterón
þrjátíufaldast á fyrstu átta vikum
meðgöngu og hefur róandi áhrif á
flestar verðandi mæður, segir Briz-
endine sem vitnar í rannsókn sem
birtist í tímaritinu American Journal
of Neuroradiology árið 2002 þar sem
segir að heili kvenna minnki um 4%
á meðgöngu (engar áhyggjur, hann
nær sinni upphaflegu stærð eftir
fæðingu). Skiptar skoðan-
ir eru á því að meðganga
hafi áhrif á hugsan-
ir kvenna. Samkvæmt
einni rannsókn eru
tengsl á milli óléttu
og gleymsku. Önn-
ur rannsókn gefur til
kynna að breytingar á
heila séu til að undirbúa
mæður fyrir væntanlegt
hlutverk. Vísindamenn
við Tufts-háskólann
komust að því
að konur
framleiða
ákveðin
horm-
ón sem
tengj-
ast
„móðurlegri umönnum“ þegar þær
halda á nýfæddum börnum – líka
þær sem hafa aldrei verið ófrískar,
sem útskýrir böndin milli fóstur-
mæðra og barna. Rannsókn Tufts-
skólans birtist í Developmental
Psychobiology árið 2004.
Hún missir auðveld lega
áhugann
Samkvæmt Brizendine er kynhvöt
kvenna mun viðkvæmari en kynhvöt
karlmanna. „Til þess að konur fari í
stuð, og sérstaklega til þess að þær
nái fullnægingu, þarf að slökkna á
ákveðnum svæðum í heila hennar.
Fjölmörg atriði geta auðveldlega
kveikt á þessum svæðum aftur,“ segir
Brizendine sem segir reiði, tor-
tryggni og jafnvel kalda fætur koma
í veg fyrir áhuga kvenna á kynlífi.
Ólétta, umönnun lítilla barna og
breytingaskeið geti einnig haft áhrif.
Brizendine ráðleggur kynlífssveltum
eiginmönnum að skipuleggja fram í
tímann. „Forleikur í huga karlmanna
er þrjár mínúturnar fyrir samfar-
ir. Forleikur í huga konu er allt sem
gerist 24 klukkutíma fyrir ástarleik-
inn.“
Hún forðast
árásar girni
Þegar karlmenn standa frammi fyr-
ir erfiðum aðstæðum ákveða þeir
gjarnan hvort þeir ætli að „berjast“
eða „flýja“. Rannsóknir hafa gefið til
kynna að konur bregðast öðruvísi
við þegar þær skynja ógn. Þær reyni
frekar að vingast við árásarmanninn
og plata hann með sér í lið. Sam-
kvæmt Anne Campbell, vísinda-
manni við Durham-háskólann, hafa
konur þróað þessa aðferð með sér
vegna ábyrgðarinn sem þær bera á
börnum. „Konur geta vel verið árás-
argjarnar en árásargirni þeirra birtist
á annan hátt en hjá körlum,“ segir
sálfræðingurinn Daniel Kruger við
háskólann í Michigan.
Hún bregst öðruvísi við
sársauka og kvíða
Heilarannsóknir hafa sýnt að kyn-
in bregðast á mismunandi hátt við
sársauka og ótta. „Heili kvenna er
viðkvæmari fyrir stressi,“ segir De-
bra Bangasser við barnaspítalann í
Philadelphiu sem segir að næmni
fyrir stressi fylgi ýmsir kostir. „En
langvarandi kvíði skemmir fyrir og
þess vegna eru konur kannski lík-
legri til að þjást af þunglyndi.“
Hún þolir ekki átök
Konur eru afar næmar gagnvart
mögulegum átökum samkvæmt
Brizendine sem segir konur reyna
að forðast átök í lengstu lög. Briz-
endine segir þó að þar sem konur
séu flinkir hugsanalesarar þoli þær
enn síður þögn og viðbragðsleysi.
Þá vilji þær frekar fá neikvæð við-
brögð en engin. Margar þeirra þoli
t.d. ekki að ná engum viðbrögðum
frá látbragðsleikurum.
Hún er gædd innsæi
Karlmenn upplifa stundum að
konur geti lesið hugsanir þeirra,
segir Brizendine, sem segir inn-
sæi kvenna frekar líffræðilegt en
tengt dulspeki. Frá örófi alda hafi
konur komið ungviðinu á legg
og séð því fyrir nauðsynlegum
þörfum án munnlegra skipana.
Samkvæmt rannsóknum eru kon-
ur manngleggri en karlmenn og
einnig betri í að lesa í skilaboð,
líkt og andlitsgrettur, líkamsstöðu
og raddbeitingu. Því, segir Briz-
endine, vita konur oft hvað yfir-
menn þeirra, eiginmenn og jafnvel
ókunnugir eru að hugsa og skipu-
leggja.
Hún breytist daglega
eftir tíðahringnum
Yfir 80 prósent kvenna þjást af
fyrirtíðaspennu. Hormónamagn-
ið hefur áhrif á líkama hennar og
huga, útlit, orku og viðkvæmni.
„Þegar konur nálgast egglos valda
hormón því að þær klæða sig
meira ögrandi á þessu frjósamasta
skeiði hringsins. Viku síðar vilja
þær ekkert frekar en að kúra uppi í
sófa með heitt kakó og góða bók,“
segir Brizendine og bætir við að
næsta vika einkennist gjarnan af
pirringi og gráti.
Bandaríski taugasálfræðingurinn Louann Brizendine er höfundur verðlaunabókarinnar
The Female Brain. Brizendine útskýrir samskipti kynjanna út frá taugalíffræði karl- og
kvenheilans sem hafa, samkvæmt henni, þróast hvor í sína áttina í gegnum aldirnar.
10 ATRIÐI UMHEILA KVENNA