Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 43
föstudagur 26. nóvember 2010 umsjón: helgi hrafn guðmundsson helgihrafn@dv.is skrýtið 43 Eldsnemma morguns hinn 27. nóvember 1810 (fyrir nákvæmlega 200 árum á laugar- daginn) var bankað laust á dyrnar í húsi núm- er 54 við Bernersstræti í miðborg Lundúna. Í húsinu bjó frú Tottenham, vel liðin kona úr efri millistétt. Þjónustustúlka hennar kom til dyra. Fyrir utan stóð sótari sem bauð góðan og blessaðan daginn. „Ég er þá mættur, eins og óskað var eftir, til að hreinsa skorsteininn.“ En þjónustustúlkan skildi þetta ekki. Það hafði enginn pantað sótara að því er hana minnti, enda voru stromparnir í mjög góðu ásigkomulagi. „Nei, minn góði, það hefur orðið einhver misskilningur,“ sagði þjónustu- stúlkan og sendi sótarann burt. einn og annar og enn annar Þjónustustúlkan var nokkuð hissa á þessum ruglingi, en jæja, það var svo sem ekki stór- mál, hugsaði hún með sér. En örskömmu síð- ar var aftur bankað á dyrnar. Annar sótari var mættur á staðinn og hafði sömu sögu að segja og hinn fyrri. Þegar hann var farinn kom sá þriðji. Og svo fjórði. Og svo fimmti. Þeir voru tólf talsins allt í allt! Þegar sá síðasti var farinn var þjónustu- stúlkan uppgefin og vonaði að dagurinn yrði hér eftir rólegur. En ekkert gat verið fjarri sannleikanum. Koma sótaranna var aðeins forsmekkurinn að einum mesta og kvikindis- legasta hrekknum í gervallri sögu Lundúna- borgar. Kolafarmur upp að dyrum Um leið og sótararnir voru úr sögunni keyrði floti stórra vagna inn í mjótt strætið, kúffull- ir af kolum. Kolafarmurinn var allur ætlaður húsi númer 54. Þjónustustúlkan sagði felm- tri slegin við kolakarlana að engin kol hefðu verið pöntuð þennan daginn. Og nú var frú Tottenham komin í dyrnar og reyndi að beina kolaflotanum burt. En ballið var rétt að byrja. glæsilegar brúðartertur Á eftir kolavögnunum mættu tugir bakara á svæðið. Hver og einn þeirra hélt á rándýr- um og stórglæsilegum brúðartertum. Þeir sögðu að terturnar hefðu verið pantaðar til þessa heimilisfangs. Frú Tottenham roðn- aði og þurfti að útskýra fyrir bökurunum að hún væri ekki á leið upp að altarinu, hún væri ekkja og hefði ekki í hyggju að giftast aftur, að minnsta kosti ekki þennan daginn. Bakar- arnir gengu tómhentir heim, en mættu flóð- bylgju ýmissa sérfræðinga, kaupmanna og handverksmanna sem allir voru á leiðinni að húsi númer 54. læknar, prestar og útfararstjórar Læknar börðu að dyrum og sýndu frú Totten- ham bréf sem þeir sögðu að hún hefði skrifað þeim. Á eftir þeim komu lyfsalar, skurðlækn- ar og lögfræðingar. Þar næst mættu kirkj- unnar menn á svæðið, prestar hinna ýmsu trúarsöfnuða sem sögðust hafa verið kallað- ir til hússins til að vaka yfir deyjandi íbúum þess. Á meðan prestarnir stóðu í forstofunni biðu tugir útfararstjóra á götunni, hver og einn með líkkistur með sér og vildu fá að vita hversu margir væru látnir. Frú Tottenham var orðin mjög ringluð og sagðist alls ekki vera komin á grafarbakkann. Þvert á móti væri hún fílhraust og þyrfti því hvorki á læknisskoðun, bænastund né lík- kistu að halda. Píanó og orgel Næst mættu á svæðið fjörutíu fisksalar. Þeir báru upp að dyrum stórar tunnur, fullar af humar og þorskhausum. Í kjölfar þeirra komu skósmiðir, danskennarar, leðursmiðir, vefn- aðarvörusalar, hattagerðarmenn og slátrarar. Tugir píanóa höfðu verið fluttir upp að dyrum hjá frú Tottenham að ógleymdu gríðarstóru orgeli sem sex menn höfðu borið á staðinn. Og við hlið hljóðfæranna voru komin kynstr- in öll af húsgögnum sem stöfluðust upp. Flutningavagnar, hross og fólk sem fylgdist með gjörsamlega fylltu strætið og mynduðu umferðarteppu. Og allir virtust jafn ringlaðir. Borgarstjórinn mætir á svæðið Nú dreif að valdamenn. Seðlabankastjóri Englands tróð sér í gegnum þvöguna og á eftir honum kom æðsti maður Austurindíafélags- ins. Jarlinn af Gloucester kom á silkiklædd- um hestvagni. Og að lokum var sjálfur borg- arstjóri Lundúna mættur, líkt og til að kóróna endanlega þessa brjálæðislegu óreiðu sem hafði lamað borgina. Veðmál gárunga Það var farið að skyggja þegar strætið fór loksins að tæmast og farartækin, sölumenn- irnir og sjónarvottar voru flestir farnir. En hvað í ósköpunum hafði gerst? Í húsinu beint á móti húsi númer 54 á Bernersstræti sátu tveir menn í djúpum hæg- indastólum. Samuel Beazly rétti Theodore Hook skilding. Þeir höfðu skemmt sér kon- unglega þennan dag og fylgst með öllum ósköpunum. Hook hafði unnið veðmál þeirra félaga. Hook hafði sagst geta breytt hvaða húsi sem er í það umtalaðasta í borginni. Til að takast ætlunarverkið hafði hann sent fjög- ur þúsund beiðnir og pantanir til manna í öll- um starfsgeirum í nafni frú Tottenham. Hook var frægur rithöfundur á sinni tíð. Honum var aldrei refsað fyrir uppátækið. Tugir píanóa höfðu verið fluttir upp að dyrum hjá frú Tottenham að ógleymdu gríðarstóru orgeli sem sex menn höfðu borið á staðinn. Enskur rithöfundur veðjaði árið 1810 við vin sinn og sagðist geta gert hvaða hús sem er að því frægasta í Lund- únum. Niðurstaðan var hrekkur þar sem hann sendi 4.000 sölumenn, presta, handverks- menn og ýmsa fleiri til nágrannakonu sinnar. uppátækið lamaði Lundúnir vegna óreið- unnar og umferðartepp- unnar sem skapaðist. hrekkjalómurinn Rithöfundurinn Theodore Hook veðjaði við vin sinn, sagðist geta gert hvaða hús sem var í Lundúnum að miðpunkti athyglinn- ar. Vesalings frú Tottenham var fórnarlamb hans í einum ótrúlegasta hrekk sögunnar. Óreiða sótarar, prestar, lögfræðingar, læknar, útfararstjórar, skósmiðir og menn úr nær öllum starfsgeirum bönkuðu upp á hjá frú Tottenham í Bernersstræti í Lundúnum sem kannaðist ekki við að hafa óskað eftir þjónustu þeirra. 4.000 menn voru plataðir á staðinn og þar með talinn sjálfur borgarstjórinn. rithöfundur lamaði Lundúnir hestvagnar Lundúnir snemma á nítjándu öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.