Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 48
48 ÚTLIT UMSJÓN: INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR ingibjorg@dv.is 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Þórey Björk Halldórsdótt-ir starfaði við búningagerð í leikhúsum í tvö ár áður en hún lærði fatahönnun í Lista- háskóla Íslands. Hún lauk námi árið 2006 og fékk styrk um sumarið frá Ný- sköpunarsjóði Íslands til að hanna línu af yfirhöfnum og fylgihlutum sem byggðu á lokaritgerð hennar sem fjallaði um vernd í textíl og klæðum. „Ég leit til hönnuða eins og Huss- eins Shalayans og það kveikti í mér að hanna út frá öðru en „inspiration- myndum“. Hugmyndin þróaðist yfir í það að hanna klæðnað fyrir konur sem dregur að þeim athygli að nætur- lagi og veitir öryggi í vefnaði án þess að það sé of augljóst. Sem sagt með neon-litum, sjálflýsandi efnum og þráðum, endurskini, keflum, svans- fjöðrum og fleira.“ Rómantík og gleði Þegar sumrinu lauk flutti hún til London ásamt kærastanum sínum, Aaron C. Bullion, þar sem hún starf- aði fyrir Peter Jensen. „Þar kynntist ég fataiðnaðinum og hönnunarheim- inum betur. Ári eftir að við fluttum út bauðst Aaron starf hér á Íslandi þannig að við tókum ákvörðun um að fara heim aftur. Ég vissi að ég fengi ekki mörg tækifæri á vinnumarkað- inum hér sem fatahönnuður þannig að ég byrjaði að hanna fylgihlutalínu fyrir kvenmenn undir merkjum Eight Of Hearts. Línan hefur verið að þró- ast smám saman og stækka þannig að núna hanna ég bæði fylgihluti og föt fyrir stelpur sem þora að klæða sig upp á þótt þær séu ekkert endilega á leiðinni út á stefnumót við lífið,“ segir Þórey Björk glettin. Aðspurð um eig- in stíl hlær hún létt. „Það er alltaf erf- itt að vita hvernig ég kem öðrum fyrir sjónir. En það væri gaman að segja að ég leiki mér með klassíska rómantík og gleði.“ Vinnur út frá tilfinningu Það tónar vel við það sem hún er að gera í Eight Of Hearts-línunni, sem hún segir að sé „einföld og klassísk silúetta með vönduðum frágangi og fylgihlutum sem hafa leikgleði í sér. Ég vel efnin af mikilli gætni og núna er ég að vinna mikið með silkiflauel, crepe og ull sem ég lita sjálf. Litaskal- inn er fallegur, djúpur og heitur og spannar frá gulum upp í rauðan. Ég vinn út frá tilfinningunni og núinu, því sem ég er að horfa á hverju sinni. Það er skemmtilegast þegar hlutirnir fá að þróast í aðra átt en stefnt var að. Þá kem ég sjálfri mér á óvart í leiðinni. Og undanfarið hef ég verið að skoða tískuna frá 1970 og eins alls konar smáatriði í þjóðbúningum. Stefnan er að koma með nýjar flíkur inn í línuna fyrir Hönnunarmars og RFF og ég er að gera einfalda glæsilega 70‘s kjóla og hálstau úr silkiflaueli og crepe-efn- um.“ Vefverslun sem styrkir góð- gerðamál Þórey Björk var einnig einn af fjórum hönnuðum sem tóku höndum sam- an sumarið 2009 og bjuggu til mark- að sem þeir kölluðu PopUp Verzlun. „PopUp Verzlun var hugsuð sem vett- vangur þar sem fólk gat nálgast það sem var að gerast í grasrót íslenskr- ar fatahönnunar. Eftir árs vinnu og stöðugt samstarf við hina ýmsu að- ila gekk PopUp Verzlun rosalega vel. Einn þeirra aðila sem við unnum með var Richard P. Foley sem hafði mótað hugmyndina um Worn By Worship sem er vettvangur fyrir hönnuði sem vilja gefa af sér til góðgerðamála. Hann þurfti að fá einhvern til liðs við sig sem hafði reynslu af fataiðnaðin- um hér heima og gat komið þessu af stað. Hann hafði því samband við mig og við hófum þetta samstarf þannig að hugmyndin um Worn By Worship er fullmótuð og fyrirtækið lítur dags- ins ljós núna í byrjun desember.“ Viðburðarík helgi Stefnt er að því að opna Worn By Wor- ship 10. desember en þetta er netversl- un sem kemur til með að selja fatnað eftir íslenska sem og erlenda fatahönn- uði. Munu tíu pró- sent af verði hverrar seldrar vöru renna til góðgerðamála og kúnninn getur sjálf- ur valið á milli tíu til fimmtán mál- efna. „Það er gaman að segja frá því að við ætlum að leyfa opnuninni að standa yfir í heila helgi. Þeir hönnuðir sem taka þátt í þessu verkefni ætla að vera með mismun- andi uppákomur í sínum verlsunum yfir helgina. Þannig að það verður mikið fjör þessa helgi.“ Mundi, Royal Extreme, 8045, Son- ja Bent, Begga Design, Áróra, Thelma og Forynja eru á meðal þeirra sem hafa þegar ákveðið að taka þátt í þessu verkefni. Á komandi ári verð- ur svo fjölgað í hópnum og reynt að fá erlenda hönnuði með þeim í lið. „Í kjölfarið langar okkur svo að opna verslunina formlega með viðburð- um í þremur öðrum evrópskum höf- uðborgum. En planið er að halda reglulega viðburði sem tengjast tísku og góðgerðamálum hér heima og er- lendis.“ Fær metnaðinn frá mömmu Næsta PopUp Verzlun verður sett upp dagana 4.–5. desember þannig að það er nóg að gera hjá Þóreyju Björk. „Markaðurinn verður haldinn í Hug- myndahúsi háskólanna fyrstu helg- ina í desember. Þar ætlum við að vera með stórkostlega fínan markað þar sem við bjóðum hönnuðum úr öðr- um fagstéttum að vera með okkur fatahönnuðunum, eins og vöruhönn- uðum, matarhönnuðum, grafískum hönnuðum og textílhönnuðum. Eftir þessa törn er ég að spá í að skella mér til Parísar, bara til þess að fara í smá frí og leyfa mér að njóta þess að anda,“ segir hún hlæjandi. „En ég lít ekki á þetta sem starf, þetta er ástríða og ég get aldrei stimplað mig út. En ég fæ allan minn metnað, þol og hugrekki frá mömmu!“ segir hún með áherslu. Þórey Björk Halldórsdóttir hannar undir merkjum Eight Of Hearts. Hún er ein þeirra sem standa að baki PopUp Verzlun og er líka að opna netverslunina Worn By Worship, sem er vettvangur fyrir fata- hönnuði sem vilja styrkja góðgerðamál. Hún vinnur út frá tilfinningum og fær hugrekkið frá mömmu. „Ég lít ekki á þetta sem starf, þetta er ástríða“ það væri gaman að segja að ég leiki mér með klassíska rómantík og gleði. Þórey Björk Skipuleggur næsta PopUp markað sem verður hald- inn í Hugmyndahúsi háskólanna fyrstu helgina í desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.