Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 54
54 VIÐTAL 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Ragnheiður Ragnarsdótt-ir sundkona segist alveg ófeimin við að sitja fyrir. „Ég geri þetta fyrst og fremst vegna þess að mér finnst það skemmtilegt og áhugavert, hins vegar þá er það stað- reynd að það er dýrt að sinna atvinnu- mennsku í sundi,“ segir Ragnheiður. „Ég þarf að borga fyrir keppnisferðir og ég þarf að æfa alla daga og því get ég ekki stundað launaða vinnu. Úti í heimi er það algengt fyrirkomulag að íþróttafólk tryggi sér auglýsinga- samninga, bakhjarla og að það sitji fyrir. Það er ekkert athugavert við það að íþróttamenn sem hafa ástríðu fyr- ir íþróttinni leiti sér styrkja með öll- um ráðum. Mamma og pabbi standa þétt við bakið á mér. Ég hefði aldrei náð svona langt án þeirra. Atvinnu- mennskunni fylgja miklar fórnir. Ég hef eytt öllu mínu fé í sundið og hef því til dæmis aldrei getað fest kaup á íbúð eða slíku þótt það standi auðvit- að til í framtíðinni. Ég er þeim afskap- lega þakklát fyrir stuðninginn.“ Ragnheiður segist hafa feng- ið mjög jákvæð viðbrögð við þeim myndum sem hafa birst af henni. Ljósmyndarinn Arnold Björnsson tók af henni kynþokkafullar myndir sem birtust á vefsvæði Pressunnar og þá var Ragnheiður á nýjustu forsíðu tímaritsins Nýs Lífs. „Ég hef fengið já- kvæð viðbrögð við myndunum og til- boð um fyrirsætustörf úti í heimi. Ég hef farið í nokkrar myndatökur nú þegar fyrir erlend tímarit. Ég fékk mér umboðsmann nýverið, Tinnu Róberts dóttur, og hún mun sjá um að leggja rækt við þau tækifæri sem mér bjóðast og líta í kringum sig fyrir mig. Ég geri það af nauðsyn enda mikið um að vera hjá mér þessa dagana.“ Leiklistin heillar líka Ragnheiður er nú stödd í Hollandi að keppa á Evrópumóti og leggur af stað eftir helgi til Dúbaí þar sem hún keppir á heimsmeistaramóti um miðjan desember. Hún ferðast mik- ið um heiminn vegna keppna og æf- inga og segir verkefnin takmarkast þess vegna. „Ég hef fengið tilboð um að leika í kvikmyndum og ég hef þurft að hafna þeim tilboðum. Ég hef hins vegar mikinn áhuga á leiklist og langar til að leggja rækt við hana seinna meir, sækja leiklistartíma og efla hæfni mína. Tökur á kvikmynd eru hins vegar langt ferli og og það myndi raska æfingum og þar með ferlinum. Ég hef lagt svo mikið und- ir í sundinu að ég myndi aldrei hætta þeim árangri. Leiklistin verður því að bíða betri tíma þótt ég myndi athuga öll tækifæri sem mér byðust.“ Kynþokki er stór hluti af lífinu Ragnheiður er opinská kona og er ekki í vandræðum með að sýna kynþokka sinn. Margar myndanna af henni eru enda djarfar og kyn- þokkafullar. „Ég hef heilbrigt sjálfs- traust og líkami minn er sterkur og eflaust þykir mörgum hann falleg- ur. Ég hræðist ekki kynþokkann. Kynþokki er stór hluti lífs okkar og ekkert sem þarf að fara í felur með. Best er þegar honum er teflt fram af jákvæðni og heilbrigði. Ætli okkur skorti ekki góðar fyrirmyndir þar? Því nóg er af þeim slæmu í þessum heimi.“ Strangt mataræði Stinnur líkami Ragnheiðar vekur eftitekt. Hún er stolt af honum seg- ist hugsa vel um líkamann þegar hún stundar æfingar hvað mest. „Ég borða mikið af grænmeti, ávöxtum, góðri fitu og próteinum. Ég tek syk- ur alveg út úr fæðuvalinu og borða lítið af pasta og brauði. Ef ég dett í einhverjar freistingar þá finnst mér gott að fá mér nachos-flögur.“ Kærasti Ragnheiðar er Logi Brynjarsson matreiðslumaður á veitingastaðnum Höfninni. „Hann er að læra inn á strangt mataræði mitt,“ segir Ragnheiður. „Það er auðvitað alger synd að ég megi ekki dýfa mér í það sem honum þykir skemmtilegt að elda en hann er svo mikill meistari að hann getur eld- að handa mér frábæran og hollan mat.“ Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona og afreksíþróttakona, er komin með umboðsmann og stefnir hátt í fyrirsætubransanum. Djarfar myndir hafa birst af henni á netinu og í tímaritum sem gefa í skyn að hún sé óhrædd við að tefla fram kynþokka sínum. STOLT af stinnum líkama Ég hef heilbrigt sjálfstraust og líkami minn er sterkur og eflaust þykir mörgum hann fallegur. Ég hræð- ist ekki kynþokkann. Heitar myndir Ragnheiður segist hafa fengið gífurlega jákvæð viðbrögð við myndunum og tilboð um fyrirsætustörf úti í heimi. „Ég hef farið í nokkrar myndatökur nú þegar fyrir erlend tímarit. Ég fékk mér umboðsmann nýverið.“ Leiklistin heillar Þótt Ragnheiður hafi fengið tilboð um að leika í kvikmyndum hefur hún ekki getað þegið þau hingað til. Hún segist þó hafa mikinn áhuga á leiklist og ætlar að efla sig á því sviði. Atvinnumennskunni fylgja miklar fórnir Foreldrar Ragnheiðar styðja dóttur sína alla leið enda er afar kostnaðarsamt að sinna atvinnumennsku af heilum hug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.