Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2010 SPORT 53 Magni Fannberg Magnússon þjálfar sænska unglingaelítuliðið Bromma- pojkarna en liðið er frá Stokkhólmi. Hann kom til liðsins sumarið 2009 og þjálfar nú lið undir 17 ára leikmanna. Þrátt fyrir að vera einungis 31 árs gamall hefur hann mikla reynslu sem knattspyrnuþjálfari. Hann þjálfaði lið Fjarðabyggðar í fyrstu deildinni frá 2007 til 2008. Áður var hann aðstoð- arþjálfari Grindavíkur, yfirþjálfari yngri flokka hjá Val og þjálfari hjá HK. „Ég var búinn að ákveða það eftir að ég hætti hjá Fjarðabyggð að fara út að þjálfa. Byrjaði að þreifa fyrir mér. Það kom annað hvort til greina að verða aðstoðarþjálfari hjá liði í meist- araflokki eða taka við unglingaliði,“ segir Magni. Fékk hann starfið fyr- ir tilstuðlan umboðsmannsins Guð- laugs Tómassonar. Leiðandi á Norðurlöndunum „Markmið liðsins er að vera leiðandi á Norðurlöndunum og reyna að fara sem mest til útlanda að spila leiki. Leikmenn eiga að spila minnst sex leiki á ári gegn erlendum stórliðum. 18 ára leikmenn eiga að hafa spilað 60 svoleiðis leiki,“ segir Magni. Lið leikmanna undir 16 ára hefur á þessu ári unnið alla titla sem í boði eru í Sví- þjóð. Hjá liðinu spila 4.000 leikmenn hjá 250 liðum. Leikmenn geta kom- ist í elítuþjálfun þegar þeir eru átta ára gamlir. Elítuþjálfunin er fyrir leik- menn á aldrinum átta til nítján ára. Að sögn Magna reyna um 1.000 strák- ar fyrir sér árlega en einungis átta af þeim komast í elítuflokk og hefja þá æfingar hjá Brommapojkarna átta ára gamlir. Fá þeir eins árs samning en staða þeirra er skoðuð á hverju ári. Brommapojkarna hóf elítuþjálfun ungmenna í kringum árið 2000. Hef- ur þetta starf þeirra skilað þeim ævin- týralegum árangri. Í dag hafa 26 leik- menn sem fæddir eru á árunum 1991 til 1995 spilað með sænska landslið- inu. Í Allsvenska, úrvaldsdeildinni í Svíþjóð, eru 29 leikmenn í dag sem voru aldir upp hjá Brommapojkarna. Tíu leikmenn hafa síðan verið seldir til liða í Evrópu. Hefur Magni ferðast víða um Evrópu að undanförnu þar sem hann hefur farið með leikmenn til reynslu. Segist hann hafa eytt 40 dögum erlendis á árinu þar á meðal á Spáni, í Þýskalandi og Ítalíu svo fátt eitt sé nefnt. Að sögn Magna hefur hann ekki verið að leita að efnilegum íslenskum leikmönnum. „Markmið liðsins er að finna góða leikmenn hér á svæðinu og ala þá upp. Flesta reynum við að fá fyrir 12 ára aldur og í síðasta lagi 15 ára,“ segir hann. Ekki á heimleið Magna líður vel í Svíþjóð og segist hann alls ekki vera á heimleið. „Ég mun vera hérna eins lengi og ég get,“ segir hann. Í Svíþjóð geti hann alfarið einbeitt sér að þjálfun en þurfi ekki að sinna neinum öðrum störfum. Hann er í sambúð með Leu Sif Valsdóttur, en hún hefur einnig starfað við knatt- spyrnuþjálfun og spilaði með liði Vals. Þau eignuðust nýlega sitt fyrsta barn. Magni Fannberg Magnússon, þjálfar sænskt elítulið í Stokkhólmi í Svíþjóð. Lið Brommapojkarna er leiðandi á Norðurlönd- um í þjálfun ungmenna en mjög margir landsliðsmenn Svía eru uppaldir hjá liðinu. ÞJÁLFAR SÆNSKT ELÍTULIÐ ANNAS SIGMUNDSSON blaðamaður skrifar: as@dv.is Reynslumikill Magni Fannberg Magnússon hefur þegar þjálfað hjá fimm knattspyrnuliðum þrátt fyrir að vera einungis 31 árs gamall. Efnilegustu leikmenn Svía Magni Fannberg Magnússon þjálfar efnilegustu leikmenn Svía. Ekkert lið í Svíþjóð skilar jafn mörgum landsliðsmönnum og lið Brommapojkarna. 25% afsláttur af hvítum háglans innréttingum Sérhæfum okkur í innréttingum fyrir heimili á lágmarksverði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.