Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR KOSNINGAKERFIÐ Á MANNAMÁLI: Þetta þarftu að vita Hver frambjóðandi til stjórnlagaþings hef- ur fengið úthlutað fjögurra stafa einkenn- isnúmeri. Í kjörklefanum verður spjald með nöfnum og einkennisnúmerum allra framjóðenda. Á kjörseðlinum eru 25 núm- eraðar línur. Í þær skrifar kjósandinn ein- kennisnúmer þeirra frambjóðenda sem hann vill kjósa. Í fyrsta sæti fer númer þess frambjóðanda sem kjósandinn vill helst að komist á stjórnlagaþing. Með öðrum orðum skal forgangsraða á kjörseðilinn. Kjósandi þarf ekki að fylla út í allar lín- urnar heldur eins margar og hann vill. Því fleiri sem kjósandi velur því líklegra er að atkvæðið nýtist til fulls. Hann þarf þó að gæta þess að fylla örugglega í efstu línuna, annars verður seðillinn ógildur. Ef kjósandi skilur eftir auða línu á kjörseðlinum í einni línu eru allar línur þar fyrir neðan ógild- ar. Mikilvægt er að hafa kynnt sér fram- bjóðendur og búið sig undir kosningarnar heima – jafnvel skrifað niður númerin áður en haldið er á kjörstað. Það sparar tíma og kemur í veg fyrir langar biðraðir. Til að einfalda talningareglurnar má segja að ef þinn fyrsti valkostur (númer 1 á kjörseðlinum) fær ekki nógu mörg atkvæði til að ná kjöri færist atkvæðið á frambjóð- enda númer 2. Svipað gerist ef þinn fyrsti valkostur fær allt of mörg atkvæði. Segjum sem svo að hann fái helmingi fleiri atkvæði en hann þarf. Þá þarf hann bara hálft at- kvæði frá þér en hinn helmingurinn færist yfir á þann sem er í 2. sæti á listanum og svo koll af kolli. Þetta er gert til að atkvæðið falli ekki dautt. Það getur ekki gerst nema þú kjós- ir mjög fáa og enginn þeirra fái nægilega mörg atkvæði til að ná kjöri. Þetta þýðir að þú ert í raun að kjósa þann sem þú setur í fyrsta sætið. Hinir eru til vara. Með þessu fyrirkomulagi eru líkur á að flestir kjósendur eigi einhvern fulltrúa á stjórnlagaþinginu. Hver eftirfarandi möguleika lýsir þínum áherslum um kjördæmaskipan á Íslandi best? ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR Landið verði eitt kjördæmi Óbreytt kjördæmaskipan Fækka kjördæmum Fjölga kjördæmum Taka ekki afstöðu 12% 12% 17% 59%56% Á forseti Íslands áfram að hafa málskotsrétt? Eiga þjóðaratkvæðagreiðslur að vera ráðgefandi eða bindandi? Á að kjósa ríkisstjórn beinni kosningu? Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að hafa ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi í stjórnarskránni? Hver á að geta knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslur? ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR ALMENNINGUR FRAMBJÓÐENDUR Já Nei Taka ekki afstöðu 74%65% 19% 16% 16% 10% 9% 6% 42% 37% 46% 15%6% 49% 1% Bindandi Ýmist bindandi eða ráðgefandi Ráðgefandi Taka ekki afstöðu 3% Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að tryggja jafnrétti óháð kynhneigð í stjórnarskrá? Hver er afstaða þín til atkvæðavægis í Alþingiskosningum? Á að draga úr eða auka valdheimildir forsetans í stjórnarskránni? Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að heimilaðar verði opnar yfirheyrslur á Alþingi? 80% 14% 9% 6% 91% Hlynnt(ur) Andvíg(ur) Taka ekki afstöðu Já Nei Taka ekki afstöðu Sama vægi óháð búsetu Ólíkt vægi eftir landshlutum Taka ekki afstöðu 30% 46% 22% 41% 11% 73% 83% 7% 10% 16% 37%23% 36% 42% 22% 20% 27% 53% 46% 23% 31% 37% 29% 33% Hlynnt(ur) Andvíg(ur) Taka ekki afstöðu Auka valdheimildir Draga úr valdheimildum Taka ekki afstöðu 29% 49% 22% 12% 63% 25% Forsetinn Minnihluti Alþingis Meirihluti Alþingis Hlutfall kjósenda Taka ekki afstöðu Hlynnt(ur) Andvíg(ur) Taka ekki afstöðu „Takmarkað vald og aukið gagnsæi“ „Heilt yfir virðist vilji frambjóðenda endur- speglast glettilega vel í vilja kjósenda, miðað við þessi svör. Það er engin áberandi skekkja, nema kannski á nokkrum sviðum,“ segir Birg- ir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um svör frambjóð- enda annars vegar og kjósenda hins vegar við spurningum DV um helstu álitamál stjórnar- skrárinnar. 85 prósent frambjóðenda svöruðu spurningum DV og um 34 þúsund kjósend- ur. Tölurnar hér á síðunni eru byggðar á þeim svörum. „Almennt er tónninn í viðhorfunum þannig að hann snýst um að takmarka vald með einhverjum hætti og að auka gegnsæi,“ segir Birgir og bætir við að það séu eðlileg skilaboð í ljósi þess að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli stjórnmála og almennings eft- ir hrunið. „Þetta er kannski framhald af þeim Frambjóðendur til stjórn- lagaþings vilja afnema ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni, vilja að landið verði eitt kjördæmi, forsetinn hafi málskots- rétt og þeir vilja persónu- kjör. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur segir augljóst að vilji sé til að setja valdi stjórnmála- manna skorður. 70% 39% 58% 93% 2% 55% 19% 49% 71% 7% BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.