Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 16
GÁFU JAFNRÆÐINU LANGT NEF Samkvæmt upplýsingum úr fjár- málaráðuneytinu er lokasamningur sá sem gerður var við rekstraraðila meðferðarheimilisins að Árbót í Að- aldal studdur lögfræðilegu áliti frá félagsmálaráðuneytinu. Í gögnum málsins, sem DV hefur undir hönd- um, frá félagsmálaráðuneytinu og Barnaverndarstofu er ekki að finna slíkt lögfræðilegt álit. Hins vegar sýna gögnin að umtalsverð vinna hefur verið lögð í að ná samningi þeim sem á endanum var gerður. Hann felur í sér 30 milljóna króna lokagreiðslu eins og fram hefur komið. Þá ligg- ur fyrir að Barnaverndarstofa hafði ekki frumkvæði að samningnum og var Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, samningnum mótfallinn. Hann taldi að samning- ar kvæðu skýrt á um rétt til uppsagn- ar og að 6 mánaða uppsagnarfrestur gilti samkvæmt samningi. Hvar eru lögfræðiálitin? Björn Valur Gíslason, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi, varði inngrip fjármála- og félagsmálaráðherra í Kastljósþætti síðastliðið miðviku- dagskvöld. Hann sagði að lögmenn ráðuneytanna og í stjórnarráðinu hefðu talið að ekki hefði orðið nokk- ur forsendubrestur í samningum Barnaverndarstofu við Árbótarheim- ilið. Þess vegna hefði þurft að semja um málalok. „Það kemur skýrt fram í gögnum með málinu að það var talið margfalt betra að semja um niður- stöðu þessa máls heldur en að halda því til streitu í þeim farvegi sem það var. Það er ekkert óeðlilegt við það.“ Aðspurður um það í Kastljós- þættinum hvort borga hefði þurft Ár- bótarhjónunum meira ef umræddur samningur hefði ekki verið gerður svaraði Björn Valur orðrétt: „Það er niðurstaða starfsmanna félagsmála- ráðuneytisins að það sé margfalt betra að semja um lokun þessa heimilis en að halda því til streitu að það var eftir samningur í tvö og hálft ár, sem samningsaðilar fyrir norðan hefðu getað haldið til streitu. Það var því miklu betra að loka þessu máli og semja um niðurstöðu þess.“ Þess má geta að verðmæti samn- ingsins frá uppsögn hans og út samningstíma árið 2012 var um 140 til 150 milljónir króna og til þess vís- aði lögfræðingur Árbótarhjónanna Hákonar Gunnarssonar og Snæfríð- ar Njálsdóttur. Þau sættust hins veg- ar á aðeins fimmtung þeirrar upp- hæðar, eða 30 milljónir króna. Sú niðurstaða getur hæglega bent til þess að sækjendur málsins hafi talið ólíklegt að 150 milljóna króna krafa fengist aldrei viðurkennd fyrir dómi. Álit Árna Páls í maí Þótt ekki finnist lögfræðilegt álit sem styður bókstaflega það sem Björn Valur hélt fram í Kastljósþættinum eru til minnisblöð sem sýna fram- vindu í samningaviðræðum og eft- irrekstur Björgvins Þorsteinssonar lögfræðings. Einar Njálsson í félags- málaráðuneytinu ritaði minnisblað til Steingríms J. Sigfússonar fjármála- ráðherra, Árna Páls Árnasonar, þá- verandi félagsmálaráðherra, og Bolla Þórs Bollasonar, ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu, þann 20. maí á þessu ári. Þar er einnig rætt um að Guðmundur Árnason, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi verið upplýstur um málið. Í umræddu minnisblaði er tal- ið brýnt að taka af skarið í Árbótar- málinu og af öllu má ráða að lítið hafi borið í milli á þessu stigi. Í minnis- blaðinu er sérstaklega minnst á af- stöðu Árna Páls í málinu og orðrétt efir honum haft: „Félags- og trygg- ingamálaráðuneytið telur – sérstak- lega í ljósi athugasemda BVS (Barna- verndarstofu) – að tryggja þurfi vel lagaheimildir til greiðslu, ef bjóða á greiðslu til hjónanna umfram laga- skyldu. BVS getur tekið á sig greiðslu sem nemur um 10 milljónum um- fram skyldu, en lengra er ekki hægt að ganga í ljósi afstöðu BVS og þess að ekki er nein fjárheimild fyrir hendi til að inna greiðslur af hendi. Ráðuneytið telur ekki mögulegt að bjóða meira en sem nemur upphafs- tilboði ráðuneytisins nema til komi sérstök fjárveiting, enda vafasamt að það standist góða framkvæmd fjár- laga að greiða tugi milljóna umfram lagaskyldu án skýrrar fjárlagaheim- ildar.“ Loks segir: „Ef til slíkra viðbótar- greiðslna á að koma er óhjákvæmi- legt að áliti ráðuneytisins að til komi viðbótarfjárveiting og að þannig sé líka tryggt lögmæti slíkrar greiðslu.“ Í umræddu minnisblaði er fram- angreint innan gæsalappa og sagt vera „Inlegg ÁPÁ“ (Árna Páls Árna- sonar). Ekki verður annað ráðið en að Árni Páll hafi að mestu tekið undir sjónarmið Barnaverndarstofu í fram- angreindri athugasemd í minnis- blaði frá því snemma sumars. Mun lægri upphæðir Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðing- ur Barnaverndarstofu, gerði athuga- semd við uppkast að lokasamningi um 30 milljónirnar í tölvupósti til embættismanna í félagsmálaráðu- neytinu 1. júlí á þessu ári. Hún rakti 5 eldri samninga um starfslok á ár- unum 1996 til 2008. Í einum þeirra féll dómur rekstraraðilum í óhag. Við opnun Götusmiðjunnar og opn- un unglingadeildar á Vogi var rekstri hætt árið 2002 á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Lokagreiðsla nam 5 millj- ónum króna á núvirði. Við lokun á Laugalandi árið 2007 var loka- greiðsla um 7 milljónir kóna á nú- virði. Við lokun á Hvítárbakka árið 2008 nam uppgjörið um 17 milljón- um króna. Loks kostuðu starfslok á Geldingalæk um 9,5 milljónir króna árið 2008. Þess má geta að rekstur meðferðarheimila með samning- um við einkaaðila miðast við velferð barna sem þar vistast og meðferð þeirra á faglegum grundvelli. Farið gegn jafnræðisreglunni Að lokinni upptalningunni segir Heiða Björg: „Mið hliðsjón af fram- angreindu telur stofan rétt að vekja athygli á því að þau drög að sam- komulagi sem nú liggja fyrir um starfslok í Árbót og kynnt voru í tölvubréfi dags. 11. núní sl. verða seint talin í góðu samræmi við fyrri afgreiðslur í sambærilegum málum. Er því erfitt að sjá að samkomulagið, eins og það lítur út nú, sé í samræmi við jafnræðisreglu stjórnsýslurétt- arins eða vandaða stjórnsýsluhætti. Að auki má benda á að í öllum fyrri tilvikum tókst að semja um starfslok áður en sex mánaða uppsagnarfrest- urinn rann út.“ Þetta virðast ætla að verða áhríns- orð því nú ætlar Guðmundur Týr Þórarinsson í Götusmiðjunni að fara fram á sambærilegar bætur og Ár- bótarhjónin fengu. Þjónustusamn- ingi við Götusmiðjuna var rift síð- astliðið sumar vegna meintra hótana Guðmundar í garð unglinga sem vistaðir voru í Götusmiðjunnni. Lög- fræðingur Guðmundar telur að með hliðsjón af Árbótarsamningnum hafi ríkið hugsanlega stofnað til bóta- skyldu gagnvart Götusmiðjunni. 16 FRÉTTIR 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Árbótarmálið var leyst á efstu stigum stjórnkerfisins og þurfti ríkið að láta meira fé af hendi rakna en í öðrum sambærilegum málum. Lögfræðileg álit er ekki að finna sem knúðu á um sérstaka samninga við Árbótarhjónin. Í gögnum málsins var varað við brotum gegn jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Er því erfitt að sjá að samkomulagið, eins og það lítur út nú, sé í samræmi við jafn- ræðisreglu stjórnsýsluréttarins eða vandaða stjórnsýsluhætti. Sammála Barnaverndarstofu? ÁrniPállÁrna- sonvaraðimennviðaðsemjaumháarupphæðir framhjálagaheimildumsíðastliðiðvor. Jafnræðisreglan BragiGuðbrandsson,forstjóriBarnaverndarstofu,hefurmestgreitt 17milljónirkrónaísambærileguuppgjöriviðeinkarekinmeðferðarheimili. Árbót GuðmundurTýrÞórarinsson,MummiíGötusmiðjunni,teluraðjafnræðisregla hafiveriðbrotináGötusmiðjunniþegarhannhorfirtilsamningaviðÁrbótarheimilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.