Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 32
32 viðtal 26. nóvember 2010 föstudagur Ég er ógeðslega lokuð og ég er rosalega bæld,“ segir Lára Björg Björnsdóttir sem stillti sér upp með kórónu og borð- ann sem hún fékk þegar hún var kosin ungfrú 10. bekkur í Árbæjarskóla fyr- ir kápuna á Takk útrásarvíkingar! Hún segir frá bókinni, baráttunni og lífinu sem er svo allt öðruvísi í dag en hún hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér. Hún sem ætlaði að verða gift, fimm barna móðir í stóru húsi með girð- ingu og baka allan daginn með svuntu býr ein með níu ára gömlum syni sín- um sem er með einhverfu. Í stað þess að læra sálfræði eins og hún ætlaði sér fór hún í sagnfræði, bara af því að fað- ir hennar fór línuvillt þegar hann skráði hana í skólann. En í stað þess að svekkja sig á draumum sem hafa aldrei ræst og hún hefur gefið upp á bátinn reynir hún að gera hvern dag skemmtilegan. Húm- or er hennar vopn. „Það er vörn í því, ég veit það alveg. Ég er búin að lesa allar sálfræðibækurn- ar um það en ég get ekki látið eins og þetta snerti mig ekki. Þetta snertir mig allt. Ég er ótrúlega viðkvæm og það er rosalega margt sem mér þykir óþægi- legt. En ef ég notaði ekki húmor myndi ég missa vitið.“ Eyðir lífinu ekki í eftirsjá „Lífið á það til að falla í ákveðna rút- ínu. Ég fer í vinnuna, búðina, kem heim og set í þvottvél og svona geng- ur þetta. Þess vegna reyni ég að gera hversdagslega hluti skemmtilega með húmor. Eins reyni ég að pirra mig ekki á aðstæðunum og forðast að eyða ork- unni í það að þola ekki eitthvern eða eitthvað. Ég reyni bara að gera gott úr því sem ég hef því ég hef svo margt. Ég hljóma kannski eins og Pollýanna en ég á mér drauma sem hafa ekki ræst og ég get ekki farið í gegnum lífið og verið að pirra mig á því sem gerðist aldrei, velta mér upp úr því að ég hefði viljað fara til Bandaríkjanna í framhaldsnám og allt það. Kannski verður lífið bara svona, kannski gerist ekkert meira og þá verð ég bara að gera gott úr því sem ég hef. Jafnvel þótt ég eignist aldrei fimm börn. Það er líka allt í lagi. Ég vil allavega ekki eyða mínu lífi í eftirsjá eftir einhverju sem aldrei varð. Lífið kemur fyrir og þá verð ég að taka því, spila með.“ Næstum allt satt Bókin byggir á ævibrotum úr lífi henn- ar og hefst á því þegar það voru óeirð- ir fyrir utan Landsbankann og víkinga- sveitin tók sér stöðu á skrifstofu hennar. Rauði þráðurinn er atvik sem hentu hana á síðustu tveimur árum en síð- an leitar hún aftur í fortíðina til að út- skýra viðbrögð sín við þeim. „Ég segi ekkert allt en ég segi sumt. Ég reyni að vera persónuleg og það eru kaflar í bók- inni sem fjalla um það hvað mér leið rosalega illa þegar ég missti vinnuna. Ég skrifaði þá með tárin í augunum og fleiri kafla. Þannig að ég er ekki bara að djóka eða að búa til djókaðstæður í öllu sem gerist.“ Það hjálpaði henni að skrifa bara fyrir sjálfa sig. Hún gerði aldrei ráð fyrir því að bókin yrði gefin út á endanum. „Ég sá það aldrei þannig fyrir mér. Ég skrifaði hana eins og enginn myndi lesa hana og þegar bókin kom út, ég mátti alveg vita það að hún væri að koma út fyrst hún var farin í prentun, þá brá mér þegar ég áttaði mig á því hvað ég átti erfitt með að svara fyrir hana. Hvað er þetta eiginlega? Er þetta ævisaga mín síðustu tvö árin? Ég gat ekki svarað því. En þetta er ekki skáldsaga. Þetta er um mig og nánast allt er satt.“ Tætingslegt tímabil Bókina skrifaði Lára að mestu á næt- urnar. Hún komst aldrei almennilega í gang fyrr en sonur hennar var sofnað- ur og allt var fallið í ljúfa löð. „Þá fannst mér ég mega skrifa. Ég var alltaf að reyna að nýta tímann betur og byrja á morgnana en það bara gerðist ekkert. Þannig að ég skrifaði frá klukkan ell- efu á kvöldin og til þrjú á næturnar og vaknaði síðan með honum klukkan sjö. Þannig að ég var orðin svolítið þreytt undir lokin. Þetta var tætingslegur tími en þetta hafðist samt. Ég var svona tvo, þrjá mánuði með bókina. Ég byrjaði í lok maí en gafst upp. Ég var alltaf að gef- ast upp á leiðinni en síðan fór þetta allt í einu að ganga betur. Þá varð þetta fyrst gaman, þegar ég fór að sjá fyrir endann á þessu. Mér hefði aldrei dottið í hug að skrifa bók ef ekki hefði verið fyrir Senu. Þeir hringdu í mig og báðu mig um þetta. Til að byrja með vísaði ég því frá mér en þeir peppuðu mig upp í þetta. En mér finnst þetta ennþá óraunveru- legt. Mér líður rosalega asnalega í þessu hlutverki. Finnst fáránlegt að fara í við- töl, finnst fáránlegt að fólk sé að lesa bókina og líður eins og fólk sé að ljúga að mér þegar það segir að ég sé fynd- in. Mér líður eins og þetta sé allt einn brandari en á sama tíma þykir mér þetta rosagaman. Ég gæti alveg hugsað mér að gera þetta aftur. Ég er með fullt af hugmyndum og verð bara að finna réttu útfærsluna, hvort ég skrifi skáld- sögu eða hvað.“ Var algjör skræfa Í æsku var Lára Björg lítið fyrir það að trana sér fram og segir að pabbi henn- ar hafi fyrst uppgötvað að hún kynni að tala þegar hann tók fyrir munninn á Birnu Önnu systur hennar sem er tveimur árum eldri en hún og sá alla- jafna um að tala fyrir þær systur. „Ég var frekar róleg. Ég var rosalega mik- il skræfa. Ég þorði aldrei að stelast til þess að gera eitthvað og fór aldrei í bæ- inn. Ég laug heldur aldrei að mömmu og pabba. Ég man að sumar stelpurnar í bekknum hikuðu ekki við það að segj- ast ætla að gista hjá vinkonu sinni en fóru svo í bæinn. Ég þorði það aldrei. Með aldrinum hef ég kannski lært að taka sénsa og gera eitthvað. Samt ekki. Ég á ekki auðvelt með að ögra þótt ég segi það sem mér finnst. Ef ég er að skrifa um eitthvað málefni tek ég mig alltaf í gegn í leið- inni. Eins og um daginn þegar ég ætlaði að skrifa um það hvað vinkonur mínar væru óstundvísar og óþolandi. Mér fannst ég ekki geta það þannig að ég tók þann pólinn í hæðina að ég væri óeðli- lega stundvís og hvað þeim þætti ég óþolandi. Ég vonaði auðvitað að fólk myndi átta sig á því hvað ég væri vönduð en síðan áttaði ég mig á því að ég er eiginlega bara óþolandi þegar ég er alltaf mætt fimm mínútur í og alltaf að skamma þær. Oft- ast enda ég með því að gera bara grín að mér.“ Álit annarra skiptir máli Hún getur ekki hugsað sér að lenda í ritdeilum við fólk. „Ég myndi aldrei vilja að aðrir skrifuðu gegn mér. Þannig að mér dettur ekki í hug að vera í ein- hverju karpi við fólk úti í bæ. Ef fólk væri að skrifa gegn mér myndi ég hætta þessu. Ég vil ekki að neinn annar geri grín að mér. Ég er búin að gera grín að mér og gerði það áður en einhver ann- ar gæti gert það,“ segir hún hlæjandi. „Í alvöru.“ Álit annarra skiptir auðvitað máli. „Ég held að það skipti alla máli að fólki líki við það sem þeir eru að gera. Auðvit- að skilja ekki allir hvert ég er að fara með þessu. Sumir halda í alvörunni að ég sé að meina þetta með ungfrú 10. bekk og tala bara um það hvað ég sé sæt og í fallegum kjól á myndinni. Ég ber alveg virðingu fyrir því. En ég myndi ekki kjósa að stór hluti þjóðarinn- ar hataði mig þótt það þurfi ekki öllum að líka við mig. Ég þoli ekki neitt sjálf, svo hvað get ég sagt? En ég held að það sé alltaf gott að hafa umburðarlyndi. Að hugsa um það hvernig öðrum líð- ur. Ef þú vilt ekki að einhver sé vond- ur við þig þá skalt þú ekki vera vondur við einhvern annan. Ekki láta eins og þú megir segja allt en svo megi enginn segja neitt við þig. Það er góð grund- vallarregla í lífinu að vera ekki vond- ur við neinn. Vera ekki leiðinlegur við fólk. Það er bara leiðinlegt. Án þess að ég fari að hljóma eins og sjónvarps- predikari.“ Ungfrú 10. bekkur Hún hallar sér aftur í sófanum. Við sitj- um í stofunni heima hjá henni sem er full af gömlum tekkhúsgögnum sem hún erfði frá afa sínum og ömmu, enda segist hún aldrei hafa keypt sér hús- gagn. Sófinn er sennilega einn sá þægi- legasti sem um getur, grænn fínflau- elssófi sem Lára sekkur ofan í á meðan hún talar. Þetta með ungfrú 10. bekk er bara djók. „Jú, ég varð ungfrú 10. bekkur en það er djók að vera alltaf að hamra svona á því. Ég er að vísa í það að það er alltaf hamrað á því sem er tengt útlitinu. Ef kona tók þátt í Ungfrú Norðurlandi er enn talað um það þegar hún er orðin fimmtugur hagfræðingur með doktorsgráðu. En ég var líka bara að reyna að vera fyndin. Mér fannst eitthvað fyndið við það að vísa alltaf til þess að ég hefði verið ungfrú 10. bekk- ur eins og það sé það eina sem ég hef í dag.“ Hún hlær. „Sem er kannski alveg rétt,“ segir hún enn hlæjandi svo tárin streyma fram úr augunum. „Djók. Ég er samt ekkert endilega að deila á fegurð- arsamkeppnir. Ég hefði alveg viljað vera ungfrú Ísland. Djók. Ég er að grínast. En í alvörunni, þá virkar þetta kannski sem Ég myndi missa vitið án húmorsins Lára Björg Björnsdóttir segir frá því í viðtali við Ingibjörgu Dögg Kjart- ansdóttur hvernig húmorinn hefur hjálpað henni í gegnum erfiðar aðstæð- ur en hún missti báða afa sína á sama ári og hún skildi við eiginmanninn og sonur hennar var greindur einhverfur. síðan hefur sorgin alltaf fylgt henni og samviskubitið nagað hana. En þar sem hún er bara ein hefur ekkert annað komið til greina en að standa sig. Halda áfram og gera betur. Jafnvel þótt hún þurfi þá að herða sultarólina og gefa draumana upp á bátinn. Lífið er öðruvísi en hún ætlaði en það er engu að síður skemmtilegt. Ég geng í fötum sem eru næstum því götótt, eða þú veist, ég hætti því sem er ekki á meðal þess allra nauðsynlegasta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.