Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2010 ÚTLIT 49 Á laugardaginn opnar sýning- in Ekki af þessum heimi í galleríi Auga fyrir auga að Hverfisgötu 35. Þar leiða saman hesta sína Inga Sólveig Jónsdóttir ljósmyndari og Dúsa í Skaparanum. Ljósmyndir Ingu Sólveigar eru allar svarthvítar og teknar á filmu en myndefnið er vetrarlína Skaparans. Inga Sólveig flúði á vald lista- gyðjunnar fyrir allmörgum árum og stundaði listnám af kappi í borg hippanna, San Francisco. Eftir heimkomuna hefur Inga lagt sig fram við að geðjast listagyðjunni á milli þess sem hún vinnur fyrir salti í grautinn, því erfitt er að lifa á listinni einni saman. Ljósmyndir hennar eru allar teknar á filmu og eru yfirleitt svarthvítar og hádram- atískar. Auk ljósmynda hefur Inga notað innsetningar og fleiri furðu- uppákomur í listsköpun sinni. Dúsa hannar fyrir Skaparann. Eftir að hafa lært að sauma og sníða tók hún meistaranám í fata- hönnun í Vínarborg hjá JC de Ca- stelbajac og Viktor&Rolf. Flíkur hennar eru unaðsklæði sem kon- ur geta vafið um sig hvort sem þær eru heima að lesa góða bók eða úti í ævintýraleit. Vönduð sníða- gerð og lúxusefni einkenna hönn- un Skaparans sem er í senn óður til háskakvenda fortíðar og framtíðar. Sýningin opnar laugardaginn 27. nóvember klukkan 17. Ættu all- ir fagurkerar og tískudrósir að hafa gaman af og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Adrine kjóll 5990,- FULLAR VERSLANIR Af fallegum jólagjöfum Johnny kjóll 3490,- Suki skyrta 4590,- Mimi toppur 3990,- Smáralind - Kringlan Náttúrulegt og fagurt Gosh Miss Sweety-naglalakkið er nr. 595. Það er í nude-tón en gefur fallegan gljáa. Gosh Miss Mole-naglalakkið er nr. 596. Það tónar fullkomlega með Miss Sweety og er líka fallegt eitt og sér, enda einn vinsælasti liturinn í vetur. Gosh Intense Lip Colour varagljáinn er svo þægilegur að það er spegill á umbúðunum. Liturinn er nr. 302. Chanel Ombres Contrast Duo augn- skuggatvennan nr. 20, Taupe er fullkomin fyrir náttúrulega förðun. Litirnir eru þéttir í sér og endast vel á augnlokunum. Svanurinn eftir Hildi Yeoman er hekluð taska úr netagarni. Hún fæst í Kronkron. Einnig er hægt að fá fleiri týpur svo sem púðluhund. Chanel Vitalumiére Aqua farðinn er olí ulaus og hefur mjög létta áferð og aðlagast hú ðlitn- um vel. Hann gefur jafna, náttúrulega o g ferska áferð og eykur ljóma húðarinnar. Auðve lt er að dreifa úr farðanum með fingrunum. Gosh Velvet Touch augnblýanturinn nr. 15 er mildur og fallegur í takt við nafnið, Pure Natural. Náttúruleg fegurð módelsins er dregin fram með hlutlausri förðun en vörunum er gefinn smá litur auk þess sem roði er settur í kinnarnar með kinnalit. Kraginn er frá Áróru og fæst í GK, Mýrinni og víðar en Áróra mun einnig taka þátt í PopUp verzlun um næstu helgi. Dýrindi Heklað- ar hálsfestar eftir Elínu Hrund Þor- geirsdóttur sem koma í allskonar stærðum og gerðum. Þær fást í Kisunni, Mýrinni og víðar auk þess sem Elín Hrund tekur reglulega þátt í PopUp. Ekki af þessum heimi Gosh Velvet Touch varaliturinn nr. 146 heitir Cappuccino. Hann er í þessum nude-tón sem er svo vinsæll í vetur. Það er rosafallegt að nota hann á varirnar þegar förðunin á að vera náttúruleg og eins er gott að nota hlutlausan varalit með dökkri augnmálningu. Rauði liturinn er nr. 60, Lambada. Fallegur varalitur hentar vel til þess að brjóta upp annars hlutlausa förðun og gefa andlitinu lit og líf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.