Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 62
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra barnsæl: Á VON Á ÞRIÐJA BARNINU 62 FÓLKIÐ 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Með gott hjartalag Strákarnir á Hamborgarafabrikkunni eru með gott hjartalag. Hjartavernd fékk afhentar 1.200.000 krónur eftir söfnunarátak fjölskyldu Rúnars Júl, Hamborgarafabrikkunnnar og N1 síðastliðinn miðvikudag. Í september var vígð stytta af hinum ástsæla tónlistarmanni Rúnari Júlíussyni á Hamborgarafabrikkunni. Í tilefni af því hófst formleg góðgerðasöfnun til styrktar starfsemi Hjartaverndar. Vilmundur Guðnason færði fjölskyldu Rúnars sérstakar þakkir þegar hann tók við ávísuninni af félögunum Jóa og Simma. Auðunn gripinn af Eiríki Sjónvarpsstjarnan Auðunn Blöndal var papparassaður á fimmtudaginn af engum öðrum en stjörnublaða- manninnum Eiríki Jónssyni sem nýverið var sagt upp sem ritstjóra Séð og Heyrt. Fréttanefið er þó alltaf til staðar og myndaði Eiríkur bíl Auðuns þar sem honum var ólöglega lagt uppi á gangsétt fyrir framan kaffihúsið Sólon á Laugaveginum. Eiríkur sat hinum megin við götuna og snæddi hamborgara á Prikinu. Auðunn stökk inn til að kaupa tvo kaffi til að taka með sér en Eiríkur birti myndir af athæfinu á bloggsíðu sinni á DV.is. „Var að hugsa um að flytja bílinn fyrir Audda (hann var í gangi) en nennti ekki,“ skrifaði Eiríkur. Ekki er langt síðan félagi Audda, Sverrir Þór Sverrisson, var kærður af lögreglunni fyrir að keyra á móti umferð upp Laugaveginn í skemmti- þætti þeirra félaga. Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra á von á sínu þriðja barni ásamt eiginmanni sínum Gunn- ari Sigvaldasyni. Katrín greindi þingflokki Vinstri-grænna frá þessu á miðvikudag og staðfesti það í samtali við Vísi að hún bæri barn undir belti. Gangi allt að óskum mun Katrín eignast barn- ið í kringum maí á næsta ári og er hún því gengin um fjóra af níu mánuðum. Katrín og Gunnar eiga fyrir synina Jakob og Illuga það er því spurning hvort það verði áfram Katrín og strákarnir eða hvort lítil snót bætist við fjölskylduna. Í við- tali við DV árið 2008 sagði Katrín frá því að hún hefði bæði upplif- að fæðingu með keisaraskurði og eðlilega fæðingu. „Fyrra barnið kom nú með keisara eftir mjög erfiða fæðingu. Það var því ekki síður gaman þegar seinna barnið kom réttu leiðina.“ Í viðtalinu sagði Katrín einn- ig frá því að stjórnmálin reyndu mikið á fjölskylduna og það álag hefur eflaust ekki minkað eftir að hún settist í ráðherrastól. „Það hefur tekið heilmikið á fjölskyld- una að ég sé í stjórnmálum... Þetta kostar það að allir þurfa að neita sér um eitthvað.“ Kátrin deyr þó ekki ráðalaus þegar nauðsynlega þarf að sam- eina fjölskyldulífið og vinnuna og hún er sennilega eini þingflokks- formaðurinn sem hefur tekið með sér ungbarn á fund þing- flokksformanna. „Ég var eitt sinn kölluð í fund í skyndi klukkan sex. Þennan fund þurfti að halda sama hvað tautaði og raulaði. Ég sagðist vera að sækja lítið barn og ekkert geta setið fund á þessum tíma...Það endaði þá með því að barninu var boðið á fundinn. Af því tilefni fjárfesti Alþingi í litlum legókassa sem hann fékk að leika sér með. Þessi fundur varð held ég öllum frekar minnisstæður,“ sagði Katrín. Ekki náðist í Katrínu við vinnslu fréttarinnar. Katrín Jakobsdóttir Mun að öllum líkindum fara í fæðingarorlof í kringum maí. MYND BERNHARDKRISTINN.COM „Kakan var bara afskaplega huggu- leg og góð,“ segir sprelligosinn Sverr- ir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, um köku sem mæðgur sem reka vefsíðuna mömmur.is gerðu eft- ir andliti hans. Á vefsíðunni mömm- ur.is sem mæðgur á Akranesi reka má finna ótal hugmyndir að kökum og öðrum hlutum í bakstur og veisl- ur en þeim datt í hug að gera andlits- köku eftir Sveppa og báðu hann um leyfi. „Þær hringdu í mig og sögðu mér frá þessu þannig að ég gaf bara grænt ljós á þetta. Mig hefur náttúrulega alltaf dreymt um að verða kaka,“ segir Sveppi kíminn. „Ég er nú ekki mikill kökumaður sjálfur en þessi kaka var mjög góð þannig að ég slafraði henni í mig og börnin líka,“ segir hann, en fannst börnum hans ekkert skrýtið að snæða föður sinn? „Jú, jú, en þau eru orðin vön skrýtnum hlutum. Ég fór með kökuna í vinnuna líka og þar vakti hún mikla lukku.“ Hjördís Dögg Grímarsdóttir er ein af stofnendum síðunnar en hún segir vinsældir Sveppa hafa kveikt hugmyndina að kökunni. „Sveppi var mjög áberandi þegar okkur datt þetta í hug. Hann var í leikriti og í sjónvarpinu þannig við hugsuðum: „Hvers vegna ekki Sveppaþema?“ segir Hjördís en á síðunni eru einn- ig hugmyndir að Sveppamuffins og Sveppaskreytingum, allan pakkann í gott barnaafmæli með Sveppaþema. „Það hafa margir sagt okkur hversu ótrúlega sniðugt þetta er. Þeim finnst kakan flott og virkilega vígaleg. Okkur langaði bara að koma með eitthvað nýtt og hvers vegna ekki að gera köku eftir ofurhetju eins og Sveppa í staðinn fyrir Superman eða einhvern þannig,“ segir Hjördís Dögg. tomas@dv.is Sjónvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, gaf grænt ljós á að kaka yrði gerð í hans mynd. Þrjár mæðgur sem reka vefsíðuna mömmur.is fannst Sveppi fullkominn til að verða fyrsta andlitið sem þær setja á köku. „Afhverju ekki ofurhetja eins og Sveppi frekar en Superman?“ SVERRIR ÞÓR SVERRISSON: Alltaf dreymt um að verða kaka Vígaleg Þennan Sveppa má borða. MYNDIR AF MÖMMUR.IS Allur pakkinn Hægt er að skreyta alla veisluna með Sveppamyndum. Gómsætt Sveppi í minna formi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.