Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Ekki er veittur afsláttur af tilboðsvörum Kringlunni - Sími: 568 9955 40 ára VIÐ ERUM 40 ÁRA LAUGARDAG AFMÆLIS nú kr 995 - meðan birgðir endast verð áður kr. 2.500.-stál & gull JÓLASKRAUT AFMÆLIS LEIKUR HNÍFAPARATÖSKUR AUKA-AFSLÁTTUR AF ÖLLUM MATAR & KAFFISTELLUM HNÍFAPÖRUM HITAFÖTUM ÖLLUM GLÖSUM STJÖRNUMERKJA- MYNDUM RÚMFÖTUM & RÚMTEPPUM o.fl o.fl Allir sem versla á BOMBU deginum geta tekið þátt í leiknum. Vinningar eru fallegur demantsslípaður SWAROVSKI hringur. Whisky kristalsglös 6 stk og karafla o.fl. www.tk.is KÚLULÁNÞEGAR TIL SAGA BANKA Saga Fjárfestingarbanki hefur ráðið til sín fjóra kúlulánþega eftir bankahrun og tvo fyrrverandi yfirmenn í Landsbankanum. Ríkið bjargaði bankanum frá falli með 19,7 milljarða króna láni árið 2009. Engar konur hafa verið ráðnar í lykilstöður en nýju starfsmennirnir sex eru allt karlmenn sem tóku virkan þátt í útrásinni. Fjármálafyrirtækið Saga Fjár- festingarbanki (Saga) hefur frá bankahruninu árið 2008 ráðið til sín sex fyrrverandi háttsetta menn úr fjármálalífinu sem gegndu lyk- ilhlutverkum hjá föllnum útrás- arfyrirtækjum eins og Milestone, Glitni og Landsbankanum. Þeirra þekktastir eru líklega Guðmundur Ólason, fyrrver- andi forstjóri Milestone, sem fékk 1.500 milljóna króna kúlulán til hlutabréfakaupa í Milestone og Askar Capital, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi yfirmað- ur verðbréfasviðs Íslandsbanka. Ingi Rafnar fékk 512 milljóna króna kúlulán til hlutabréfakaupa í Glitni í maí 2008 þegar níu hátt- settir starfsmenn Glitnis fengu nærri sex milljarða króna kúlulán til hlutabréfakaupa. Var bjargað af ríkinu Saga Fjárfestingarbanki hét áður Saga Capital og var ein af þeim fjármálastofnunum sem fóru illa út úr svokölluðum endurhverfum viðskiptum við Seðlabankann. Þann 26. mars 2009 fékk Saga Capital 19,7 milljarða króna lána- fyrirgreiðslu frá íslenska ríkinu til sjö ára með 2 prósenta vöxtum. Saga hefur síðan núvirt þetta lán í bókum sínum með 12 prósenta vöxtum. Hefur þetta meðal ann- ars veitt bankanum svigrúm til að afskrifa lán og ábyrgðir til tíu lyk- ilstarfsmanna bankans upp á 452 milljónir króna. Auk þess hefur verið hægt að afskrifa önnur lán sem annars hefði orðið erfitt án þessa hagstæða láns sem ríkið veitti bankanum. Lánuðu Svarfdælingum DV hefur áður fjallað um lánveit- ingar Saga Capital vegna stofnfjár- aukningar Sparisjóðs Svarfdæla. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Svarfdæla eru 150 og samkvæmt heimildum DV tóku meira en 90 prósent af þeim lán vegna stofn- fjáraukningarinnar sem nam 500 milljónum króna. Þar af var stór hluti sem fékk myntkörfulán hjá Saga Capital. Þessi hópur hefur ekki not- ið neinnar sérstöðu vegna lána sinna hjá Saga eins og lykilstarfs- menn bankans sem fengu 452 milljónir króna afskrifaðar. Lík- legt má telja að öldruðum íbú- um á Dalvík hugnist heldur ekki mannaráðningar bankans á kúlu- lánþegum frá öðrum fjármála- stofnunum sem ekki hafa þurft að standa skil á lánum sínum upp á nærri þrjá milljarða króna. Þess má geta að Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga, gegndi ráðgjafahlutverki við endurskipulagningu Sparisjóðs Svarfdæla. Þótti mörgum stofn- fjáreigendum sparisjóðsins sem DV ræddi við í fyrra það einkenni- legt að hann hefði verið ráðinn til þess vegna mikilla tengsla á milli Saga og Sparisjóðs Svarfdæla. Guðmundur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar DV sagði frá því á föstudag að Guðmundur Ólason, fyrrver- andi forstjóri Milestone, væri helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinn- ar í samningaviðræðum við líf- eyrissjóðina vegna hugsanlegra vegaframkvæmda sem ætlað er að fara í fyrir 40 milljarða króna. Saga Fjárfestingarbanki hefur ver- ið helsti ráðgjafi ríkisins í þessum viðræðum og hefur bankinn stað- fest að Guðmundur gegni þar lyk- ilhlutverki. Hann er ekki leng- ur á starfsmannalista bankans á vefsíðu hans. Hann var ráðinn til bankans í maí. Guðmundur fékk 1.500 millj- óna króna kúlulán til hluta- bréfakaupa í Milestone og Ask- ar Capital. Málefni Milestone og veðsetning bótasjóðs Sjóvár hafa verið til rannsóknar hjá sérstök- um saksóknara íslenska efna- hagshrunsins og beinist hún með- al annars að Guðmundi sem hefur verið yfirheyrður vegna málsins. Þrír frá Milestone til Saga Arnar Guðmundsson sem áður starfaði sem fjármálastjóri Mile- stone starfar einnig hjá Saga Fjár- festingarbanka í fyrirtækjaráð- gjöf. Á fyrirtækjasviði Saga starfar líka Guðmundur Hjaltason, fyrr- verandi starfsmaður Milestone og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Arnar fékk 20 milljóna króna kúlulán til hlutabréfakaupa í Askar en Guðmundur Hjaltason fékk 600 milljóna króna kúlulán til hlutabréfakaupa í Glitni. Þeir Arnar, Guðmundur og Guðmundur Ólason sem störfuðu saman hjá Milestone stofnuðu fé- lagið Möttul eftir bankahrunið. Möttull vann meðal annars fyr- ir fjármálaráðuneytið við end- urskipulagningu sparisjóðanna. Saga keypti síðan Möttul af þre- menningunum í maí. „Við fögn- um þessari góðu viðbót í okkar fyrirtækjaráðgjöf,“ sagði Þorvaldur Lúðvík í samtali við Morgunblaðið eftir að hafa fengið kúlulánþegana þrjá til liðs við bankann. Fékk afskrifað hjá Íslands- banka Ingi Rafnar Júlíusson starfar í dag sem framkvæmdastjóri markaðs- viðskipta Saga Fjárfestingarbanka. Hann fékk 512 milljóna króna kúlulán til hlutabréfakaupa í Glitni í maí 2008 þegar níu háttsettir starfsmenn Glitnis fengu nærri sex milljarða króna kúlulán til hluta- bréfakaupa. Hann gegndi starfi forstöðumanns verðbréfamiðl- unar Íslandsbanka áður en hann var ráðinn til Saga. Ingi Rafnar var einn af níu starfsmönnum Íslands- banka sem Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, tilkynnti um í sumar að fengju samtals fjögurra milljarða króna afskrift af kúlulánum sínum. Hann fékk 512 milljóna króna kúlulán sitt í gegnum félagið AB 158 ehf. og bar því enga persónulega ábyrgð á skuld sinni. Icesave-maður til Saga Hjá Saga Fjárfestingarbanka starfa líka þeir Stefán Héðinn Stefáns- son og Tryggvi Tryggvason en þeir voru áður yfirmenn hjá Lands- bankanum. Stefán Héðinn var stjórnarformaður Landsvaka sem hafði yfirumsjón með peninga- markaðssjóðum Landsbankans en hann var rekinn þaðan í októb- er 2008. Eins og kunnugt er fengu viðskiptavinir Landsbankans lang- minnst til baka úr peningamark- aðssjóðum föllnu bankanna, eða 69 prósent. Stefán Héðinn starfar í dag sem aðstoðarforstjóri Saga Fjárfestingarbanka. Tryggvi Tryggvason starfar sem framkvæmdastjóri fjárstýringar Saga Fjárfestingarbanka. Tryggvi starfaði á sínum tíma sem fram- kvæmdastjóri Landsvaka, sem sá um rekstur verðbréfa- og fjárfest- ingarsjóða Landsbankans. Einnig starfaði hann sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri alþjóðasviðs Lands- bankans sem bar ábyrgð á Icesa- ve-reikningunum. Að auki var hann um tíma framkvæmdastjóri Landsbankans í Lúxemborg. Engar konur ráðnar Athygli vekur að Saga Fjárfest- ingarbanki virðist að mestu hafa ráðið til sín karlmenn eft- ir bankahrunið til að gegna lyk- ilstöðum hjá bankanum. Fjór- ir kúlulánþegar eru þar á meðal auk tveggja áður háttsettra yf- irmanna hjá Landsbankanum. Eitt af því sem kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var gagnrýni á litla þátttöku kvenna í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Landsbankinn hefur sem dæmi reynt að breyta kynja- hlutföllum en nýlega var ný framkvæmdastjórn skipuð hjá bankanum. Var það meðvituð ákvörðun bankans að ráða fjórar konur en engin þeirra hafði sem dæmi fengið kúlulán til hluta- bréfakaupa fyrir bankahrun. Saga Fjárfestingarbanki hefur hins vegar nær eingöngu ráð- ið karlmenn eftir bankahrunið í lykilstöður. Virðist þá ekki skipta sköpum hvort þeir hafi áður fengið svimandi há kúlulán eða ekki. Virðist þá ekki skipta sköpum hvort þeir hafi áður fengið svimandi há kúlulán eða ekki. ANNAS SIGMUNDSSON blaðamaður skrifar: as@dv.is Ásælist kúlulánþega Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingar- banka, hefur ráðið til sín fjóra kúlulán- þega eftir bankahrunið árið 2008. Sekta 101 ökumann Brot 101 ökumanns var mynd- að á Reykjanesbraut í Garðabæ á miðvikudaginn. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið eftir Reykjanesbraut í suðurátt, gegnt IKEA í Kauptúni. Á einni klukkustund, eftir há- degi, fóru 894 ökutæki þessa akst- ursleið og því ók um tíundi hluti ökumanna, eða 11 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. Með- alhraði hinna brotlegu var 94 kíló- metrar á klukkustund en þarna er 80 kílómetra hámarkshraði. Þrett- án óku á 100 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók mæld- ist á 108, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Mansalsmenn reknir úr landi Fjórum af fimm Litháum sem dæmdir voru í mansalsmálinu svo- kallaða hefur verið vísað úr landi og mega þeir ekki koma aftur til lands- ins fyrr en eftir 30 ár. Mennirnir munu þó allir klára að afplána dóma sína hér á landi en þegar afplánun lýkur verða þeir fluttir út á Keflavík- urflugvöll og séð til þess að þeir fari úr landi. Fórnarlamb mansalsmálsins var nítján ára stúlka frá Litháen. Stúlkan missti stjórn á sér í áætlunarflugi frá Varsjá þar sem hún hélt því fram að henni væri ætlað að stunda vændi eftir lendinguna hér á landi. Fimm menn fengu dóm í málinu en mál þess fimmta er í vinnslu og hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort honum verði einnig vísað úr landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.