Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR KOM AÐ MANNINUM SÍNUM MEÐ CATALINU Áhrifakona í íslenskum stjórnmál- um lenti í því að koma að eigin- manni sínum í hjónarúminu með vændis konunni Catalinu Mikue Ncogo síðla árs 2008. Catalina af- plánar nú tæplega fimm ára fang- elsisdóm í Kvennafangelsinu í Kópavogi fyrir fíkniefnainnflutn- ing, hórmang, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Konan hafði verið í útlöndum en kom fyrr heim til sín en ætlað var og kom því óvör- um að manni sínum og Cata linu í rúminu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bók Jakobs Bjarnars Grétarssonar og Þórarins Þórarins- sonar blaðamanna um Cata linu, Hið dökka man, sem kemur út um helgina. Í bókinni segir orðrétt: „Þegar maðurinn hennar bauð mér heim sagði hann, að konan væri í útlöndum og því áttum við ekki von á henni.“ Catalina, sem er frá Miðbaugs- Gíneu í Mið-Afríku, komst í kast- ljós fjölmiðla í febrúar í fyrra þeg- ar DV greindi frá því að hún ræki vændishús við hliðina á lögreglu- stöðinni á Hverfisgötu í Reykja- vík þar sem hún gerði út nokkr- ar konur af erlendu bergi brotnar. Catalina hafði þá stundað vændi hér á landi frá árinu 2006 en upp- haflega flutti hún hingað til lands vegna þess að hún giftist íslensk- um manni sem hún skildi síðan við. Catalina bjó þá í Vestmanna- eyjum ásamt manni sínum. Hún vann ýmis störf hér á landi áður en hún byrjaði að selja sig, með- al annars sem skólaliði í Hafnar- firði. Á Íslandi er ekki ólöglegt að stunda vændi en það er ólöglegt að græða á vændi annarra og var Cata lina dæmd á þeim forsend- um. Með lagabreytingum í apríl í fyrra var það svo einnig gert ólög- legt að kaupa vændi. Eftir þetta var Cata lina nánast stöðugt í fjölmiðl- um fyrir margs konar brot en upp komst að hún hafði einnig verið kærð fyrir líkamsárás og var bendl- uð við fíkniefnainnflutning. Hverjir voru kúnnarnir? Inn í umfjöllunina um Catalinu spannst svo umræða um það hvaða menn það væru sem keypt hefðu blíðu hennar. Mál sautján manna sem grunaðir voru um að hafa keypt vændisþjónustu af Catalinu voru send frá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu til ríkissaksóknara. Eft- ir að hafa rannsakað mál þeirra gaf ríkissaksóknari út ákærur á hend- ur ellefu þeirra. Hinir mennirnir sex sluppu vegna skorts á sönnun- argögnum gegn þeim. Þessir ell- efu kúnnar Catalinu sluppu svo frá málinu með fjársektum en heimild er fyrir því í lögum að dæma menn í eins árs fangelsisvist fyrir vændis- kaup. Mikið hefur verið pískrað og slúðrað um nöfn þessara sautján manna en enginn þeirra hefur ver- ið nafngreindur opinberlega hing- að til. Nöfn þeirra eru heldur ekki nefnd í bók Jakobs Bjarnars og Þór- arins þar sem Catalinu mun vera afar umhugað um að halda trúnað við viðskiptavini sína. Viðskipta- samband vændiskonunnar Cata- linu við kúnna sína virðist því vera bundið sams konar trúnaði í henn- ar huga og sambandið á milli lög- manns og umbjóðanda hans, svo dæmi sé tekið úr atvinnulífinu. Ekki er heldur rætt við eiginkonu mannsins, stjórnmálakonuna sem um ræðir, í bókinni. Það nafn sem hvað oftast er nefnt til sögunnar í umræðunni um viðskiptavini Catalinu er nafn fyrrverandi eiginmanns Sivjar Frið- leifsdóttur, þingkonu Framsóknar- flokksins. DV hafði samband við Siv til að spyrja hana hvort hún hefði nokkru sinni komið að manni sín- um með annarri konu, líkt og lýst er í frásögninni í bókinni um Catalinu. Siv neitar því að það hafi gerst. „Ég hef aldrei nokkurn tímann komið að fyrrum sambýlismanni mínum með konu á okkar heimili né ann- ars staðar.“ Talar um pólitískar ofsóknir Heimildir DV herma að eiginmað- ur stjórnmálakonunnar hafi ekki verið einn þeirra sem ríkissaksókn- ari ákvað að ákæra. Orð Catalinu í bókinni renna enn frekari stoðum undir þetta: „Ég held að eiginmað- ur hennar hafi lent í lögreglunni og sé einn af þessum sautján, sem voru rannsakaðir vegna gruns um vænd- iskaup,“ segir Catalina í bókinni. Mál hans var hins vegar sent ákæruvald- inu til rannsóknar en maðurinn var ekki ákærður vegna skorts á sönn- unargögnum. Vitnisburður Cata- linu í bókinni er hins vegar nokkuð skýr þó að ríkissaksóknari hafi met- ið sönnunargögnin í málinu þannig að ekki væru forsendur til að sækja manninn til saka líkt og hina ellefu. Ljóst virðist því vera að umræddur maður hafi keypt sér vændi þó ekki hafi verið hægt að ákæra hann fyr- ir það. Catalina telur, sama hversu galið það kann að hljóma, að pólitískar ofsóknir hafi farið í gang gegn sér og setur þær í samhengi við uppá- komuna á heimili stjórnmálakon- unnar. Catalina virðist halda því fram að þingkonan hafi með ein- um eða öðrum hætti beitt sér gegn henni með því að leggja stein í götu hennar með lagabreytingum á þingi. Í bókinni segir: „Ég er al- veg viss um, að pólitískar ofsóknir eru undirrót vandræða minna og aðalástæðan fyrir því, að ég sit nú í fangelsi. Auðvitað vill engin kona að maðurinn hennar leiti til vændis- konu og hér reyna mjög valdamikl- ar konur í stjórnmálum að stöðva þetta. Þær vilja færa vandræðin heima fyrir yfir á alla þjóðina með einhverjum lögum.“ Tekið skal fram að Catalina var vitanlega ekki eingöngu dæmd fyrir vændisstarfsemi heldur einnig fyrir fíkniefnainnflutning, líkamsárás og fyrir að veitast að lögreglumanni. Kenning hennar stenst því ekki skoðun í þeim skilningi að hún hafi eingöngu verið dæmd vegna vænd- isstarfseminnar. Þar kom fleira til. Kenning hennar gengur heldur ekki upp þar sem vændisfrum- varpið hafði verið lagt fram áður. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstri grænna, hafði lagt frum- varpið fram nokkrum sinnum áður en Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, gerði það í fyrra. Vændis- kaupafrumvarpið hafði því legið í loftinu lengi og má segja að það eina sem hafi þurft til að koma því í gegnum þingið hafi verið að vinstri- flokkarnir mynduðu ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið á móti því af hugmyndafræðilegum ástæðum að innleiða slík lög. Maðurinn í sjokki Þessar meintu pólitísku rætur ofsóknanna gegn Catalinu eru kynntar til sögunnar í bókinni áður en hún lýsir því hvernig stjórn- málakonan kom að eiginmanni sínum og Catalinu í hjónarúm- inu. Eftir því sem DV kemst næst átti þessi uppákoma sér stað síðla árs 2008 eða snemma árs 2009 en samkvæmt heimildum DV gekk Catalinu erfiðlega að muna það nákvæmlega þegar eftir því var leitað. Þá hafði maður stjórnmála- Síðla árs 2008 kom íslensk kona sem tekur þátt í stjórnmálum að eiginmanni sínum í rúminu með vændiskonunni Catalinu Mikue Ncogo. Þetta kemur fram í bók um hana sem komin er út. Catalina afplánar nú tæplega fimm ára dóm fyrir hórmang, fíkniefnainnflutn- ing og líkamsárás. Ellefu karlmenn sem keypt höfðu blíðu Catalinu voru dæmdir til fjársektar fyrr á árinu á grundvelli nýrra laga um vændiskaup sem sam- þykkt voru á Alþingi í fyrra. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Ein áhrifamik-il kona í stjórn- málum kom meira að segja að mér og eigin- manninum í rúmi þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.