Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 26. nóvember 2010 föstudagur
Opið virka daga 12-18
laugardag 12-16
Grensásvegi 8 -108 RVK
Sími: 517-2040
Góðir skór
á börnin
www.xena.is
St. 24-35
kr. 4.795.-
St. 24-35
kr. 4.795.-
St. 24-35
kr. 4.995.-
St. 24-35
kr. 4.795.-
Fréttir um samruna Storm Seafood og Eyrarodda rangar:
Samstarf um löndun og vinnslu
„Þetta er partur af samkomulagi sem
verið er að skoða hvort gangi eftir.
Þetta er spurning um samstarf um
löndun og vinnslu en það á eftir að
skýrast betur hvernig þetta þróast,“
segir Teitur Björn Einarsson, stjórn-
arformaður Eyrarodda á Flateyri, um
löndun út fiskiskipinu Stormi á Flat-
eyri.
Stormur landaði afla á Flateyri á
mánudaginn í fyrsta skipti en um var
að ræða nokkurs konar prufulönd-
un. Teitur segir þetta vera einn hlekk
í langri keðju til að styrkja stoðir
undir vinnsluna en eins og kunnugt
er þurfti Eyraroddi að segja upp öllu
sínu starfsfólki í haust. Síðan þá hef-
ur fyrirtækið leitað leiða til að finna
rekstrargrundvöll og ráða starfs-
menn til sín aftur.
Eyraroddi óskaði eftir heimild hjá
dómara um nauðasamningaumleit-
anir sem hefur verið staðfest. „Heim-
ild til nauðasamninga var veitt síð-
astliðinn miðvikudag og nú fer í gang
lögbundið ferli til að ná utan um
málið með okkar kröfuhöfum,“ segir
Teitur.
Aðspurður um þær fréttir að við-
ræður hafi staðið yfir um samruna
Storms Seafood og Eyrarodda segir
hann svo ekki vera og að það teng-
ist ekki samstarfinu um löndun og
vinnslu. Hann segir að það sé enn
óvíst með starfsmennina að svo
stöddu. „Við erum að reyna eins hratt
og við getum að fá einhverja niður-
stöðu sem gerir það að verkum að við
getum dregið uppsagnirnar til baka.
Sá tímapunktur er ekki kominn,“
bætir hann við.
gunnhildur@dv.is
Prufulöndun Teitur segir þetta einn hlekk í
langri keðju til að styrkja stoðir vinnslunnar.
Mynd: Páll Önundarson
Ósáttur við uMræðu uM EsB:
„Alið á ótta“
Umræðan um þetta stærsta hags-
munamál þjóðarinnar er því miður
á stigi fáránleikans á stundum,“ segir
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður
Samfylkingar. Hann segir að stærsta
ákvörðun þjóðarinnar á næstu miss-
erum sé hvort Ísland eigi að gerast
aðili að Evrópusambandinu og hvort
taka eigi upp evru í stað krónunnar.
Þetta segir Björgvin í nýjum pistli
á bloggsíðu sinni. Björgvin segir að
upptaka evru sé greiðasta leiðin til
endurreisnar landsins og stóri lær-
dómurinn af hruni efnahagskerfis-
ins. Hann bendir á Írland sem dæmi
og spyr hvar þeir stæðu ef þeir væru
að glíma við gjaldeyrishrun ofan í
vanda fjármálakerfisins.
„Þar er alið á ótta um innlimun í
stórríki ESB, afsal auðlinda, fullveld-
is og sjálfstæðrar tilveru þjóðarinn-
ar. Alið á því að Ísland yrði undir í
leit bandalagsins ógurlega að auknu
„lífsrými“ og því sé allt að óttast,
jafnvel sé þjóðerni, tunga og samfé-
lag í stórhættu.“
Björgvin segir að landbúnaðar-
og byggðamálin séu sér hugleikin.
Hann viðurkennir að sumir þættir
landbúnaðar gætu orðið fyrir ágjöf,
en um leið yrði breytingin til þess að
efla verulega aðra hluta hans, ekki
síst sprotana og nýjar greinar.
DV hefur traustar heimildir fyrir því
að Fangelsismálastofnun sé að at-
huga starfshætti Geirmundar Vil-
hjálmssonar, forstöðumanns fang-
elsisins á Kvíabryggju.
Grunur leikur á að Geirmundur
hafi misnotað reikninga Kvíabryggju
í eigin þágu en talið er að hann hafi
keypt vörur út á reikninga sem fang-
elsið er með hjá að minnsta kosti
tveimur fyrirtækjum. Samkvæmt
heimildum DV sýna reikningar þar
óeðlilegar úttektir sem samræmast
ekki umfangi og tækjakosti stofnun-
arinnar og mun upphæðin vera á bil-
inu 2–3 milljónir það sem af er árinu.
Eftir að hafa rannsakað málið óop-
inberlega hefur Fangelsismálastofn-
un séð ástæðu til að setja Geirmund
í leyfi.
Í samtali við DV á fimmtudags-
morgun kannaðist Geirmundur ekki
við neina rannsókn á sínum störfum.
„Ég er bara í vinnunni og við erum
bara að ganga frá ársuppgjöri og það
er ekkert að gerast svoleiðis. Það er
ekki stafur fyrir því að neitt svoleiðis
sé í gangi.“
Í leyfi frá störfum
Málið er enn á frumstigi en heimild-
ir herma að Geirmundur verði sett-
ur í leyfi frá störfum frá og með föstu-
deginum 26. nóvember. Ekki er vitað
nákvæmlega hvaða vörur hann á að
hafa keypt út á reikninga fangelsis-
ins á Kvíabryggju en þó eru heimild-
ir fyrir því að ýmislegt sem ekki ætti
að nýtast Kvíabryggju hafi verið skrif-
að á reikning fangelsisins sem og að
grunsamlega mikið magn af vissum
vörum hafi verið keypt.
Í samtali við DV vildi Páll Win-
kel fangelsismálastjóri hvorki neita
þessu né játa og sagðist „ekki vilja tjá
sig um einstaka mál“. Þá vildi Sveinn
Arason ríkisendurskoðandi ekki tjá
sig um málið og vísaði á viðkom-
andi ráðuneyti til að svara fyrispurn
blaðamanns.
Ekki náðist í Hauk Guðmunds-
son, skrifstofustjóra dómsmála- og
löggæsluskrifstofa, vegna málsins.
tók við af föður sínum
Geirmundur Vilhjálmsson hefur ver-
ið forstöðumaður á Kvíabryggju frá
árinu 2006 en áður starfaði hann þar
sem fangavörður. Hann tók við starf-
inu af föður sínum Vilhjálmi Péturs-
syni en Vilhjálmur var forstöðumað-
ur þar frá 1981 og hafði sjálfur starfað
sem fangavörður við fangelsið frá
1971. Móðir Geirmundar vann einn-
ig á Kvíabryggju, en hún var þar mat-
ráðskona fangelsisins.
Geirmundur var á árum áður far-
sæll frjálsíþróttamaður og setti með-
al annars héraðsmet Snæfellsness-
og Hnappadalssýslu í sleggjukasti á
Steinþórsmótinu árið 2006.
Fangelsismálastofnun hefur hafið rannsókn á starfsháttum Geirmundar vilhjálms-
sonar, forstöðumanns Kvíabryggju. Grunur leikur á að hann hafi misnotað reikninga
fangelsisins í eigin þágu. Hann kannast sjálfur ekki við neitt slíkt.
GRUNAÐUR UM AÐ
MISNOTA ALMANNAFÉ
Hanna ÓlafsdÓttir
blaðamaður skrifar: hanna@dv.is
Ég er bara í vinn-unni og við erum
bara að ganga frá árs-
uppgjöri og það er ekk-
ert að gerast svoleiðis.
til rannsóknar Óopinber rann-
sókn hefur farið fram á starfsháttum
Geirmundar, en hún snýr að því
sem virðast óeðlilegar úttektir af
viðskiptareikningum fangelsisins.
fangelsið Kvíabryggja
Geirmundur hefur verið forstöðu-
maður fangelsisins frá árinu 2006.