Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2010 FRÉTTIR 11 ÞRAUTAGANGA Í RÉTTARKERFINU Garðar hefur aflað í viðleitni til þess að fá málið tekið upp. Gögnin byggj- ast meðal annars á vitnaleiðslum og skýrslutöku sem fór einkum fram árið 2002 þegar Steingrímur Þormóðsson var lögfræðingur Garðars. Níu vitni voru kölluð fyrir Héraðsdóm Reykja- víkur undir málsnúmerinu V-8/2002. Gunnar L. Hjartarson, þáverandi útibússtjóri Búnaðarbanka Íslands í Hveragerði, vottaði að Garðar hefði verið viðskiptavinur bankans um ára- bil. „Garðar hefur reynst mjög góður viðskiptavinur, traustur, orðheldinn og staðið í hvítvetna við skuldbinding- ar sínar,“ segir í skriflegum vitnisburði Gunnars. Gunnar rekur síðan hvernig smíði Bjarma var fjármögnuð, hvernig upp- haflegur kaupandi gekk úr skaftinu og nýr kom til skjalanna. Í lok vitnis- burðar Gunnars segir: „Þessar greiðsl- ur stóðust ekki og neyddist Garðar til þess að útvega sér lán til þess að halda áfram smíði bátsins. Allar þessar van- efndir á áður umsömdum greiðslum voru þess valdandi að Garðar varð fyrir verulegu tjóni og kostnaður jókst verulega.“ Vitnisburður Sigfús hélt því fram að viðskiptabanki hans, útibú Búnaðarbankans í Bog- arnesi, hefði krafist kaupsamnings vegna kaupa hans á bátnum um- rædda. Kristján Snorrason, þáverandi útibússtjóri, vottaði hins vegar skrif- lega að af hálfu Búnaðarbankans hefði þess aldrei verið krafist að kaupsam- ingur yrði lagður fram vegna kaupa Sigfúsar á Bjarma. Athyglisverður er vitnisburður Steinars Agnarssonar frá Böggvis- stöðum á Dalvík sem finna má í þing- bók Héraðsdóms Reykjavíkur. Steinar hafði komið að því að ljúka frágangi á Bjarma og átti jafnframt að halda hon- um til róðra fyrir Sigfús. Steinar kveðst snemma hafa orð- ið þess var að Sigfús ætti í erfiðleikum með að fjármagna kaupin á Bjarma. Hann hefði heldur ekki komist hjá því að verða vitni að því sem á gekk í mill- um Sigfúsar og Garðars undir lokin. Afsláttur af afslætti! Orðrétt segir í vitnisburði Steinars: „Sigfús sagði mér sjálfur að hann hefði fengið Garðar til að gera bráða- birgðasamning á miðju smíðatímabili bátsins til að sýna bankastjóranum í Borgarnesi, var það gert til að sýna honum (bankastjóranum) fram á að hann væri að kaupa bát á mjög lágu verði miðað við raunsmíðaverð hans og með því hefði hann náð út nokk- urri fjármögnun á smíðina. Tjáði Sig- fús mér að hann hefði lofað Garðari að rífa samninginn að því loknu, en væri ekki búinn að því og ætlaði ekki að gera það fyrr en báturinn væri afhent- ur, skilst mér nú að um þann samning sé verið að deila.“ Síðar segir frá tilraunum til að semja um greiðslur og gera þær upp. Um þetta vitnar Steinar: „Ég skynj- aði alla tíð að þetta væri ákaflega þungbært fyrir Garðar því hann hafði borgað krókaleyfi bátsins úr eig- in vasa krónur 960.000,-. Auk þessa voru breytingar á stýri og fleiru vegna reglugerðarbreytinga svo í heildina hallaði mjög á Garðar. En til að ljúka málinu féllst Garðar á að sætta sig við þessi málalok.“ Þjófnaður? Frásögn Steinars af því atviki þeg- ar Sigfús fór með Bjarma úr Hafnar- fjarðarhöfn er svofelld: „Sigfús setti á oddinn að hann fengi að sjá bátinn á floti áður en hann borgaði og fengi að prófa hann. Þegar þetta var afstað- ið þá sagðist Sigfús þurfa smá svig- rúm til þess að sækja fé þetta í Spari- sjóð Hrútafjarðar og Garðar sætti sig við það. Næsta dag fórum við Sig- fús að ganga frá handfæravindum og gera bátinn kláran til veiða. Þegar því var lokið ákváðum við Sigfús að sigla bátnum vestur til Rifs. Þegar þangað kom sagði Sigfús mér að Garðar hefði hringt í sig í bílasímann, allt annað en ánægður yfir að við hefðum tekið bát- inn án þess að fá leyfi frá sér, en það hefði sjatlast og hann (Sigfús) væri búinn að ganga frá hvernig greiðslur yrðu við Garðar því annars hefði ég EKKI tekið að mér að róa bátnum. Eftir á að hyggja var það kannski þjófnaður að taka bátinn án leyfis frá Garðari og án þess að gera upp reikn- ingana en á þeim tímapunkti taldi ég það rétt, það var jú ég sem átti að róa bátnum.“ Steinar segir svo að kaupsamning- urinn umræddi hafi líklega verið van- hugsaður af hálfu Garðars og byggst á ofurtrausti á náungann. „Auk þess var að mér skilst samningurinn vottað- ur fimm mánuðum eftir gerð hans af konu Sigfúsar og systur hennar. Þeg- ar ég sá þennan samning var hann án allrar vottunar og aðspurður sagðist Sigfús hafa, eins og fyrr er getið, ætlað að rífa hann.“ Málið dagar uppi Um það leyti sem Steinar gaf yfirlýsingu sína var búið að óska eftir gjaldþrotaskiptum Garðars. Van- skilin mátti rekja til viðskiptanna og málshöfðunar Sigfúsar gegn honum. Steinar segir að sér renni blóð til skyldunnar og hann finni sig knúinn til að liðsinna Garðari við að afstýra gjaldþroti. Orðrétt segir Steinar: „Ég hef sjálf- ur gengið þá götu sem gjaldþrot er og er það gata sem ég óska engum að ganga... Á öllum þeim árum sem ég hef stundað smábátaútgerð, sem eig- in herra eða fyrir aðra, þá hef ég aldrei heyrt neitt annað en gott orð af Garð- ari, vel má vera að hann hafi reynst á stundum bráður, og kannski ekki beint orðvar, en vinnubrögðin hvað varðar bátasmíði og hitt að treysta ná- unganum og vilja allt gera til að leysa málin verða ekki af Garðari tekin. Þeir eru ekki magir eftir eins og Garðar sem láta handsal nægja til undirritun- ar samninga, er það miður.“ Yfirlýsing Steinars átti eftir að verða eitt af 20 mismunandi skjölum sem lögð hafa verið fram sem sönn- unargögn í máli Garðars gegn Sigfúsi. Eins og áður segir stefndi lögfræðing- ur Garðars Sigfúsi á ný fyrir Héraðs- dómi Vesturlands haustið 2003. Það mál dagaði uppi. Gjafsókn – síðasta hálmstráið Nú 16 árum eftir upphaf viðskipta Garðars við Sigfús leitar Garðar enn réttar síns. „Ég hef leitað til ráða- manna og fjölda sérfræðinga sem flestir eru þeirrar skoðunar að mál- inu verði að ljúka. Ég hef rætt við menn eins og Sigurð Líndal og Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara. Ég heyri ekki annað á þeim en að það sé óverj- andi að málið gufi einfaldlega upp í réttarkerfinu. Þetta var kært til ríkis- lögreglustjóra. Alltaf þegar ég hringdi var mér sagt að verið væri að vinna í málinu. Á þessu gekk í um tvö og hálft ár. Ég kærði þennan seinagang með ábyrgðarbréfi til ríkissaksóknara. Þar týndist málið í ein þrjú ár til viðbót- ar. Ég fékk um síðir afsökunarbréf frá embætti ríkissaksóknara þegar málið hafði verið týnt þar innan veggja í ein þrjú ár. Ég hef leitað eftir því við ráða- menn að fá gjafsókn að þessu sinni. Krafa mín er fyrst og fremst að gjald- þroti mínu verði aflýst og að ég fái æru mína aftur. Ég hef aldrei skuldað nein- um neitt. Það hefur verið reiknað út að ég geti gert 600 milljóna króna skaða- bótakröfu. Ég er ráðinn í því að vinni ég málið og fái bætur skuli helmingur þeirra renna til heilbrigðismála í land- inu. Ástæðan fyrir því er sú að málið ætti með réttu að vera komið á herð- ar ríkissjóðs vegna annarlegra tilburða við að reyna að fyrna málið og fella það niður. Ríkissjóður á ekki óþrjót- andi fé og við erum öll á sömu skútu. Nú er reynt að keyra þjóðarskútuna upp úr grunnbroti sem á henni skall vegna frjálshyggjubröltsins. Ég er ekki að þessu í von um miklar fjárbætur. Mannorðið og æran skiptir mig mestu máli,” segir Garðar. Garðar Björgvinsson „Ég er ekki að þessu í von um miklar fjárbætur. Mannorðið og æran skiptir mig mestu máli.“ Þrautaganga„Ég fékk um síðir afsökun- arbréf frá embætti ríkissaksóknara þegar málið hafði verið týnt þar innan veggja í ein þrjú ár.“ Alþingi hefur falið þjóðinni að endurskoða stjórnarskrána. Nú gefst okkur einstakt tækifæri til að horfa fram á veginn. Mætum á kjörstað á morgun og veljum fulltrúa okkar til stjórnlagaþings. á morgun Kjósum Hvatningarhópur frambjóðenda til stjórnlagaþings Stjórnlagaþing 2011 S T J Ó R N L A G A Þ I N G 2 0 1 1 Þessi auglýsing er á vegum hvatningarhóps frambjóðenda til stjórnlagaþings. Auglýsingin er ekki í þágu einstakra frambjóðenda og ekki á vegum opinberra aðila. Tilgangur birtingarinnar er að hvetja landsmenn til að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.