Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 24
24 erlent 26. nóvember 2010 föstudagur Kosið verðum um vantraust á ríkis- stjórn Silvios Berlusconis, forsætis- ráðherra Ítalíu, þann 14. desember. Síðastliðna helgi funduðu forsetar efri og neðri deildar ítalska þingsins, þeir Renato Schifani og Gianfranco Fini, með Giorgio Napolitano, for- seta Ítalíu. Ákveðið var að ganga fyrst frá stöðugleikaáætlun fyrir ítalsk- an efnahag áður en kosið yrði um vantrauststillöguna, sem var borin upp af ítalska Demókrataflokknum og Flokki ítalskra gilda. Berlusconi hefur látið hafa eftir sér að ef van- trauststillagan verði samþykkt muni það óhjákvæmilega leiða til nýrra kosninga. Flokkurinn í upplausn Frelsisflokkur Berlusconis, sem vann mikinn kosningasigur í þing- kosningum árið 2008 er í mikilli upplausn. Hann stofnaði flokkinn ásamt Fini en eftir að þeim lenti illi- lega saman ákvað Berlusconi að reka Fini úr flokknum. Í kjölfarið varð til flokksbrot sem er leitt af Fini, und- ir nafninu Framtíðar- og frelsis- hreyfingin. Fini sætti sig við að ríkis- stjórnin sæti áfram eftir að hafa verið rekinn úr flokknum, eða allt þang- að til í byrjun nóvember – þegar hann setti Berlusconi afarkosti. Vildi hann að Berlusconi segði af sér, ell- egar myndi hann draga þá ráðherra sem tilheyra Framtíðar- og frelsis- hreyfingunni úr ríkisstjórninni. Nú hafa fimm ráðherrar sagt sig úr ríkis- stjórninni síðan Fini setti Berlusconi afarkostina. Fyrirsætan farin Á meðal ráðherranna sem hafa yfirgefið ríkisstjórnina er Mara Carf- agna, sem gegnir stöðu jafnréttis- málaráðherra, en hún hefur jafnan verið talin til helstu skjólstæðinga Berlusconis. Carfagna er meðal ann- ars þekkt fyrir útlit sitt, en hún vann áður fyrir sér sem nærfatafyrirsæta og hefur einnig tekið þátt í fegurðar- samkeppnum. Hún var vænd um ósæmileg tengsl við Berlusconi þeg- ar hún var skipuð í ráðherraembætti en nú hefur hún ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina og fyrrver- andi læriföður sinn. Hún hefur deilt á Berlusconi fyrir að hafa ekki brugð- ist við „ruslakreppunni“ í heimaborg hennar, Napoli – en þar eru þúsund- ir tonna af rusli á götum úti sem hef- ur ekki verið hirt svo vikum skiptir. Berlusconi sigurviss Þrátt fyrir allt segir Berlusconi að hann sé þess fullviss að vantrausts- tillagan verði felld. Verði hún hins vegar samþykkt ætlar Berlusconi að ganga óhræddur til nýrra kosninga. Hann hefur látið birta kannanir sem sýna að 56 prósent Ítala eru ánægðir með hans störf sem forsætisráðherra en þess ber að geta að þessar kann- anir hafa einungis birst í fjölmiðlum sem eru í eigu Berlusconis sjálfs. Tal- ið er nær lagi að rúmlega 30 prósent Ítala séu ánægðir með störf glaum- gosans frá Sardiníu. VANTRAUST Á BERLUSCONI Forseti Ítalíu, Gi- orgio Napolitano, hefur fallist á að kosið verði um vantrauststillögu á ríkisstjórnina þann 14. desember næstkomandi. Silvio Berlusconi er kokhraustur að vanda, þrátt fyrir að ráðherrar flýi ríkisstjórnina einn af öðrum. BjörN teitSSoN blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Talið er nær lagi að rúmlega 30 prósent Ítala séu ánægð- ir með störf glaumgos- ans frá Sardiníu. Nærfatafyrirsæta og ráðherra MaraCarfagnahefurákveðiðað yfirgefaríkisstjórnina. Silvio Berlusconi Hefurummargtað hugsaþessadagana. Lín Design / Laugavegi 176 / Sími 533 2220 / www.lindesign.is Íslensk jólahönnun Mjúka jólagjöfin fyrir alla fjölskylduna Kíktu í vefverslun www.lindesign.is Ekkert sendingargjald! Skattalækkanir handa konum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gefið írsku ríkisstjórninni ýmis ráð til að vinna bug á kreppunni þar í landi. Eitt þeirra er að lækka tekjuskatt um 5 prósent, en sú lækkun á bara að ná til kvenna. Telur Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn að með því móti sé hægt að hvetja heimavinnandi konur til að snúa aftur út á vinnumarkaðinn og bæta þar með við þjóðarfram- leiðslu. Ekki eru allir á eitt sáttir við tillöguna, en vinsæll útvarps- þáttastjórnandi í Írlandi sagði að „öllu fé sem konur eigi eftir að vinna sér inn verði eytt í verslun- arferðir og hárgreiðslu.“ Týndir í hafi í 50 daga en lifðu af Þrír piltar á táningsaldri frá Sam- óa-eyjum var bjargað af túnfisk- veiðiskipi á miðvikudaginn, eftir að hafa velkst um á Kyrrahafi síð- an 5. október þegar þeir týndust í hafi. Piltarnir, tveir 15 ára og einn 14 ára, voru taldir af eftir árang- urslausa leit þar sem nýsjálensk- um herþotum var meðal annars beitt. Fundust piltarnir rétt undan ströndum Fiji-eyja, eða í um 1.400 kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem þeir týndust. Þeir höfðu ein- ungis drukkið regnvatn og deilt með sér tveimur kókoshnetum þann tíma sem þeir voru týndir, auk þess sem þeir skiptu með sér á einum sjófugli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.