Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 34
34 viðtal 26. nóvember 2010 föstudagur Hefur áhyggjur af framtíð sonarins Ofan á þessar áhyggjur hefur hún áhyggjur af framtíðinni. „Ég held að það eigi við um alla foreldra sem eiga börn með sérþarfir eða fötluð börn. Þegar þú færð greininguna ferð þú í gegnum visst sorgarferli. Þú venst til- hugsuninni um leið og það er ákveð- inn léttir sem fylgir því að vita hvað er að og geta haldið áfram. En á sama tíma fór ég að hafa miklar áhyggjur af framtíðinni. Þannig að ég sveiflast upp og niður. Inni á milli dett ég niður í þessa sorg sem fylgir greiningunni. Hún fer aldrei. Samt virðist ég aldrei vera við- búin því þegar það þyrmir yfir mig og áhyggjurnar ná tökum á mér, hvernig verður þetta þegar hann verður full- orðinn? Hvernig verður þetta þegar hann á að taka bílpróf? Þessar áhyggj- ur eru alltaf einhvers staðar undir niðri. Líka þegar allir eru bara hressir og allt gengur vel. Eins og núna. Kannski eru þetta sömu áhyggj- ur og allir foreldrar hafa af börnun- um sínum en kannski í aðeins ýktari mynd af því að maður veit ekki alveg. En auðvitað veit enginn alveg. Ég vil ekki hljóma eins og eina mamman með áhyggjur.“ Stöðugt samviskubit Síminn hringir aftur. „Þetta er pabbi,“ segir hún um leið og hún stendur upp að sækja símann. „Ég ætla að sjá hvort þetta sé nokkuð Borgarspítalinn að hringja.“ Hún hefur alltaf áhyggjur af syni sínum þegar hann er ekki nærri. Að fá greiningu er eins og að vera kvaddur í herinn, segir hún um leið og hún teygir sig í kaffibollann sem hún geymir á gólfinu og sýpur á kaff- inu. „Hvað svo sem er að barninu ert þú allt í einu búinn að fá þetta verk- efni. Þannig að þú þarft að fara á net- ið og lesa allar upplýsingar sem til eru um þetta. Ég gerði það. Ég lá á netinu heilu og hálfu sólarhringana og las mér til. Ég las ekkert annað á tímabili. Það er ætlast til þess að þú vitir allt og þú þarft að geta svarað öllum spurn- ingum. Það er frægt að foreldrar einhverfra barna eru með stöðugt samviskubit yfir því að vita ekki nóg og gera ein- hverja vitleysu. Ég er alltaf að lesa hetjusögur fólks sem gerði eitthvað, breyttu mataræðinu eða guð má vita hvað, sem gerði það að verkum að barnið þeirra er ekki lengur með ein- hverfu. Þegar ég les svona sögur lít ég alltaf í eigin barm og hugsa hvað get ég gert? Ég hef stöðugt samviskubit yfir því að gera ekki nóg og vera ekki búin að finna bestu aðferðirnar. Síðan eru alltaf að koma nýjar rannsóknir og nýjar upplýsingar þannig að ég þarf alltaf að vera að fylgjast með. Við gengum inn í nýjan heim þegar Bjössi fékk greininguna. Og það er ekki eins og ég hafi beðið um það eða að ég hafi vitað eitthvað um einhverfu áður. Ég vissi ekki neitt en á núna að vera sérfræðingur. Ég tek auðvitað glöð við því hlutverki af því að hann er barnið mitt en það er oft ótrúlega erfitt.“ Gaf draumana upp á bátinn Kerfið hefur reynst henni vel en hún hefur þurft að hafa fyrir því að fá þá aðstoð sem Bjössi þarf. „Þar er ég ekki hrædd við álit annarra. Ég skal ögra ráðamönnum og vera frek. Ég er bara tryllt þegar það kemur að þess- um málum og hef tekið tryllinginn oftar en einu sinni og oftar en tvisv- ar.“ Hún tekur dæmi af því þegar Bjössi átti að byrja í Melaskóla en skólayfirvöld neituðu að taka við honum. „Þeir sögðu að þetta yrði of erfitt og bentu mér á aðra hverfis- skóla eða sérdeildina uppi í Fellum. En ég lét ekki segjast og fór fram á það að hann yrði tekinn inn. Það varð úr og það hefur gengið ótrúlega vel,“ segir hún og leggur áherslu á orð sín. „Þetta er ekkert mál. Hann fær þá að- stoð sem hann þarf og funkerar vel. Ég vil ekki hljóma eins fórnfúsasta mamma í heimi en hans þarfir eru það sem skiptir mig máli. Ég hef ekki hugsað um mig eða mínar þarfir síð- an hann var lítill. Þannig að ég á mjög erfitt með að gera plön fram í tímann. Í fullkomnum heimi myndi ég vilja fara út í framhaldsnám en ég fer ör- ugglega ekkert. Ég gaf mína drauma upp á bátinn. Það kæmi til dæmis ekki til greina að fara í eitthvert ann- að tungumálaumhverfi með hann. Ég reyni að pirra mig ekki á því, enda er ég mjög sátt við líf mitt. Mér finnst líf mitt mjög skemmtilegt og fyndið.“ Hefur aldrei slakað á Lára hefur raðað ljósmyndum á vegg- ina. Þar eru myndir af henni með fólk- inu sínu og fullt af myndum af þeim Bjössa. Oftar en ekki heldur hún þétt- ingsfast utan um hann. Sonur Láru er ekki bara besti vinur hennar heldur líka drifkraftur hennar. „Síðan hann fæddist hefur allt snúist um hann. Móðurtilfinningin er sterkasta tilfinn- ingin og kannski er það ýktara af því að ég er ein með hann. Ég veit ekk- ert betra en að sitja hér með honum á föstudögum og borða pítsu og horfa á sjónvarpið. Greyið hann. Ég las einhvern tím- ann grein um að synir einstæðra mæðra væru viðkvæmari vegna þess að við værum alltaf að faðma þá og að þeir væru algjörir aular af því að þeir fengju svo mikla athygli. Þeir væru bara vælukjóar. Hann er það nú ekki,“ segir hún og brosir út í annað. „Hann er besti vinur minn og ástæðan fyrir því hvernig ég er í dag. Ég hefði til dæmis aldrei skrifað þessa bók ef ekki væri fyrir hann. Hann hef- ur gert það að verkum að ég hef komið mér áfram í erfiðum að- stæðum. Ég hef aldrei leyft sjálfri mér að slaka á. Það kemur ekkert annað til greina en að ég standi mig. Enda hef ég ekki tekið mér pásu til þess að anda síð- an við urðum ein fyrr en núna í sumar þegar ég missti vinnuna. Ég hef bara keyrt mig áfram og unnið eins mikið og ég mögulega gat ein með hann. Í hvert skipti sem ég hef ákveðið að skipta um starf eða biðja um launahækkun hef- ur það verið fyrir hann. Það hefur ekki snúist um neitt nema hann. Hann er minn drifkraftur. Án hans væri ég al- gjör lúði. Hann hefur kennt mér allt. Allt sem ég á hefur hann gefið mér. Ég veit ekki hvernig ég væri án hans. Hann er hetjan mín.“ Lífið öðruvísi en hún ætlaði Hún var 24 ára þegar hann fæddist og hún var sko tilbúin til þess að taka á móti honum. „Ég var búin að bíða eftir honum síðan ég var fimm ára. Ég dýrka börn og hef alltaf gert. Þau eru svo fyndin og skemmtileg og mig langar svo að halda á þeim. Þegar Bjössi var fimm ára var hann að verða of þungur til að ég gæti hald- ið á honum. Þannig að ég hélt allt- af á honum og bar hann út um allan bæ. Því ég hugsaði alltaf með mér að þetta væri kannski síðasta skiptið sem ég gæti haldið á honum. Núna gæti ég ekki haldið á honum en ef ég fengi að ráða myndi ég bera hann um allt,“ seg- ir hún og hlær. „Ég ætlaði að giftast og eiga fimm börn, búa í hvítu húsi með girðingu og baka allan daginn með svuntu um mig miðja. En lífið mitt varð ekki eins og ég ætlaði. Ég ætlaði aldrei að vera ein með son minn. Mér finnst æðis- legt þegar við kúldrumst hér tvö sam- an en þegar ég var fimmtán ára sá ég lífið allt öðruvísi fyrir mér. Það er oft erfitt. Það er erfitt að hafa fyrir fram mótaðar skoðanir um það hvernig líf- ið á að vera og hvað sé fullkomið. Ég horfi stundum á fólk sem hefur ver- ið gift í áraraðir og á þrjú börn sam- an og velti vöngum yfir því af hverju líf mitt sé ekki þannig. En það þýðir ekki að líf mitt sé misheppnað. Það er bara öðruvísi en ég ætlaði mér og mér finnst það skrýtið. Mér finnst lífið mitt mjög skrýt- ið, mér finnst vinkonur mínar stór- furðulegar og pabbi minn snar. Þess vegna var það hálfgerð þerapía að skrifa þessa bók. Það var mjög gaman að skrifa hana af því að lífið er svo fá- ránlega skrýtið, fyndið og erfitt. Bókin mín fjallar um það.“ ingibjor@dv.is Án hans væri ég al- gjör lúði. Hann hef- ur kennt mér allt. Allt sem ég á hefur hann gefið mér. Mér finnst lífið mitt mjög skrýt- ið, mér finnst vinkonur mínar stórfurðulegar og pabbi minn snar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.