Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR ÞRAUTAGANGA Í RÉTTARKERFINU Garðar Björgvinsson, bátasmiður og útgerðarmaður, hefur ekki átt sjö dag- ana sæla eftir að íslenska réttarkerfið brást honum, fyrst fyrir um 16 árum. Allt hófst þetta með því að Bátastöð Garðars í Hveragerði tók að sér smíði á bát fyrir tvo Dalvíkinga í ágúst 1994. Vegna breytinga á fiskveiðilöggjöfinni á þessum tíma varð skyndilega ekki fýsilegt fyrir Dalvíkingana tvo að festa kaup á bátnum og hefja smábátaút- gerð. Þeir tjáðu Garðari að þeir fengju ekki fjármagn til smíðinnar. „Við þessu var ekkert að gera; mennirnir voru heiðarlegir og sögðu eins og var. Ég hugsaði málið og ákvað að halda áfram smíðinni enda var búið að steypa skrokk og hús bátsins úr plasti. Ég ákvað að kaupa notaða vél og auglýsti loks bátinn til sölu fyr- ir tæpar 7 milljónir króna með loforði um krókaleyfi,“ segir Garðar. Báturinn hverfur úr höfn Maður að nafni Sigfús Guðmundsson gaf sig fram við Garðar í októ ber sama ár og vildi kaupa bátinn, sem bar nafnið Bjarmi. „Við tókumst í hend- ur og innsigluðum kaupin munnlega með handsali og drengskaparloforði. Sigfús stóð ekki við innborganir sem varð meðal annars til þess að króka- leyfið, sem átti að fást fyrir 550 þús- und krónur, fór forgörðum. Eftir að ég hafði fengið 1,8 milljónir greiddar eft- ir talsverða rekistefnu hélt ég smíðinni áfram. Þar kom að Sigfús vildi fá að sjá bátinn á floti áður en lokagreiðsla yrði innt af hendi. Skömmu síðar var báturinn horf- inn nær fullbúinn frá bryggju í Hafn- arfirði þrátt fyrir að lokagreiðsla hefði ekki borist frá Sigfúsi. Ég var furðu lostinn og mjög ósáttur og leit á þetta sem þjófnað. Stuttu síðar fékk ég stefnu í hendur frá Helga Jóhannes- syni hæstaréttarlögmanni þar sem far- ið var fram á bætur fyrir hönd Sigfúsar. Ég átti sem sagt að bæta honum tjón vegna vanefnda varðandi afhending- artíma og þar með vinnutap. Þetta var gert þó svo báturinn hafi verið tekinn ófrjálsri hendi. Ég var þessu ekki van- ur og fannst það hámark ósvífninnar að taka bátinn fyrst ófrjálsri hendi og krefjast síðan skaðabóta með lögsókn. Kunna menn dæmi um annað eins?“ Vottun mánuðum eftir undirskrift Lögsóknin, sem Garðar getur hér um, byggðist á málamyndakaupsamn- ingi sem hann og Sigfús undir rituðu í Hveragerði í upphafi viðskiptanna. Sigfús hafði borið því við að hann yrði að framvísa einhverri viðurkenningu eða samningi við Búnaðarbankann í Borgarnesi, viðskiptabanka sinn, til þess að fá fyrirgreiðslu bankans til kaupanna. „Þessi málamyndasamn- ingur var undirritaður í flýti að kvöld- lagi og fór óvottaður frá mér. Það var fastmælum bundið að eftir að Sigfús hefði sýnt samninginn í bankanum yrði hann rifinn. Það gerði hann ekki en fékk eiginkonu sína og mágkonu til þess að undirrita samninginn mörg- um mánuðum eftir að við gerðum hann í Hveragerði. Þennan samning notaði svo Helgi, lögfræðingur Sigfús- ar, sem grundvöll málssóknar á hend- ur mér. Þetta er augljós skjalafölsun að mati margra löglærðra manna sem ég hef borið málið undir. Systurnar voru sannarlega ekki austur í Hveragerði þegar málamyndasamningurinn var gerður, eins og fram kom síðar í stefnu minni á hendur Sigfúsi mörgum árum síðar. Ég vil geta þess að ég hef aldrei séð konurnar tvær, Svanhildi og Ingi- björgu Karlsdætur, á minni lífsleið. Samt eru þær vottar að undirskrift og fjárræði mínu á málamyndasamningi sem átti eftir að verða einn mesti bölv- aldurinn í lífi mínu.“ Refjar í viðskiptum Þann 22. mars árið 1996 lá Sigfúsi, kaupanda Bjarma, mikið á að afsal yrði undirritað eftir samningaþóf um viðbótargreiðslu sem upphaflega átti að vera 800 þúsund krónur en endaði í 625 þúsund krónum í samningum Garðars og Sigfúsar. Páll Sigurðsson bátasali og Sigfús birtust í Hveragerði skömmu fyrir lokun banka og hittu Garðar. Garðar kvaðst þurfa að ná í gleraugu, en Páll taldi hann á að und- irrita, hann gæti treyst öllu. Afsalið var síðan vottað af nefndum Páli og öðr- um manni með lögmætum hætti. Fljótlega eftir undirritunina tók Sigfús að rukka Garðar um 625 þús- und krónur en ekki öfugt eins og ætla mætti og um hafði samist. Garðari þótti þetta skjóta skökku við og hafn- aði kröfum Sigfúsar. Gjaldþrota á eftirlaunum Garðari var þó um síðir bent á að í af- salinu væri að finna fyrirvara um við- bótarkostnað sem hann hafði ekki tekið eftir þegar það var undirritað í flýti þennan umrædda dag í Hvera- gerði. „Í rauninni var þetta upphæð sem ég ætlaði að sætta mig við sem lokagreiðslu. Hún átti að mæta út- gjöldum mínum vegna kaupa á króka- leyfi sem kostaði mig 960 þúsund krónur og Sigfús hafði hirt með bátn- um. Ég var búinn að fá mig fullsaddan af þessum refjum og vildi aðeins ljúka málinu og snúa mér að öðru. En þeir stefndu mér og vildu fá til baka þessa lækkuðu launabót sem ég ætlaði að sætta mig við. Ég neitaði að borga svo ósanngjarna kröfu. Ég tapaði málinu og var kominn í skelfilega stöðu með 3 milljóna króna vanskilaskuld hjá Búnaðarbankanum. Ég var peninga- laus og báturinn farinn. Ég neyddist til þess að selja krókaleyfið og þar með atvinnuleyfið á mínum eigin báti til þess að mæta útgjöldum vegna smíði Bjarma. Krafist var gjaldþrotaskipta og ég varð að loka bátastöðinni minni í Hveragerði. Nú er ég gjaldþrota mað- ur kominn á eftirlaun. Barátta mín fyrir að fá hlut minn réttan og gjald- þrotinu aflýst hefur engan árangur borið. Stundum finnst mér eins og ég búi í réttarkerfi ósnertanlegra og vel- tengdra forréttindahópa.“ Hótanir Eins og þegar hefur verið greint frá afl- aði Sigfús, kaupandi bátsins, votta á málamyndakaupsamninginn mörg- um mánuðum eftir að samkomulagið var gert. Þetta gerði hann með aðstoð eiginkonu sinnar og systur hennar. „Ég leit þar af leiðandi svo á að samn- ingurinn væri falsaður. Þessi fölsun var vitanlega einn mikilvægasti þátt- ur málsvarnar minnar sem Lúðvík Ka- aber lögfræingur annaðist fyrir mig. Ólafur Börkur Þorvaldsson, þáver- andi héraðsdómari á Selfossi, dæmdi okkur í óhag þrátt fyrir að hafa hlust- að á það í réttinum að undirskriftirnar væru falsaðar. Ég get ekkert fullyrt um það hvort vinskapur hans við Helga Jóhannesson hafi haft enhver áhrif á niðurstöðuna. En það hvarflaði að mér. Mér sárnaði mjög framvinda máls- ins og gat ekki á heilum mér tekið. Eitt sinn hringdi ég í Helga Jóhannesson, lögfræðing Sigfúsar, og hafði á endan- um í hótunum við hann. Ég sagði eitt- hvað á þá leið að ef lög næðu ekki yfir þetta athæfi þeirra skyldi ég drepa þá báða. Þetta var örþrifaráð og í þessu átti að felast hótun um að koma upp um refjarnar og gera þá ærulausa.“ Dæmdur fyrir hótanir „Fjórum dögum síðar hringdi Helgi í mig og spurði hvort ég væri til í að bera fram hótunina skriflega. Ég stend við orð mín og gerði það, sem áreið- anlega var óvarlegt. Á grundvelli þessa lögsótti Helgi mig vegna meintra hót- ana og fékk mig dæmdan í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ing- unn Einarsdóttir dómari spurði hvað ég hefði átti við með orðum mínum. Ég hef þegar útskýrt meiningu mína en þetta var niðurstaðan. Það var líklega meira en ári eftir að ég hafði haft í hótunum við Helga að hann hringdi í mig. Hann kvaðst vera orðinn þreyttur á máli mínu gegn Sig- fúsi. Og nú gerðist það að Helgi hafði í hótunum við mig í símann. Hann kvaðst ætla að senda nokkra fyrrver- andi fanga af Litla-Hrauni, sem hann hafði unnið fyrir í lögmannsstörfum sínum, til þess að ganga frá mér. Ég spurði hvar þeir ætluðu að fá mann- skap til að ganga frá Garðari Björg- vinssyni. Hann svaraði að þeir kynnu sitt fag.“ Guðrún María Óskarsdóttir varð vitni að framangreindu samtali. Hún vitnaði um atburðinn í janúar 2005 með bréfi til Ingveldar Einarsdóttur héraðsdómara. Meira en ári síðar, eða 12. apríl 2006, vottaði Guðrún María í símtali við Steingrím Þormóðsson hæstaréttarlögmann að hún hefði orðið vitni að hótunum Helga. „Stað- festi Guðrún María í þessu símtali, að Helgi hefði hótað Garðari limlesting- um ákveðinna aðila sem Helgi hefði verið að verja í opinberum málum, ef Garðar léti ekki af áreiti sínu vegna Sigfúsarmálsins,“ segir í bréfi sem lagt hefur verið fram í málinu. Eyðimerkurgangan „Þetta hótunarmál milli mín og Helga lögfræðings bætti ekki mína stöðu. Í málsvörn minni gagnvart Sigfúsi og Helga seint á tíunda áratugnum hafði ég lagt allt undir. Ég áfrýjaði til Hæsta- réttar, tapaði og var gerður gjaldþrota. Ég reyndi að fá málið tekið upp. Mörg vitni voru leidd fram og ég fékk vitn- isburð og meðmæli úr mörgum átt- um um heiðarleika og orðheldni í viðskiptum. Í nóvember 2003 lagði Steingrímur Þormóðsson, lögfræð- ingur minn, fram stefnu í Héraðsdómi Vesturlands. Krafan var að viðurkennt yrði fyrir dómi að Sigfús bæri skaða- bótaskyldu gagnvart mér vegna tjóns sem ég varð fyrir vegna málamynda- samningsins og afsalsins. Ekkert gerð- ist í málinu og það nánast gufaði upp. Enn á ný, árið 2006, reyndi ég að leita réttar míns og höfðaði sjálfur mál við Héraðsdóm Vesturlands gegn konun- um sem vottað höfðu undirskrift mína án þess að hafa nokkru sinni séð mig. Mér var gert að mæta við dómstólinn í Borgarnesi og hafði farið þangað ein- ar sex ferðir án þess að nokkuð gerðist. Ég átt enn á ný að mæta tiltekinn dag. Ég var hryggbrotinn og með inflúensu og komst ekki í Borgarnes. Þar með til- kynnti Benedikt Bogason héraðsdóm- ari mér að málið yrði látið niður falla. Ég veit eiginlega ekki hvernig á að verja sig gegn svona réttarkerfi.” Orðheldinn og skilvís Verðugt er að vitna í málsgögn sem Í hálfan annan áratug hefur Garðar Björgvinsson bátasmiður árangurslaust leitað réttlætis innan réttar- og dómskerf- isins eftir að hafa verið gerður gjaldþrota í kjölfar einkennilegs ágreinings við kaupanda að báti. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Garðar ekki fengið úr því skorið hvort skjalafals hafi mögulega ráðið örlögum hans í málinu. Hann er nú efnalítill eftirlaunamaður og leitar eftir gjafsókn til þess að reyna að aflýsa gjald- þrotinu og endurheimta æruna. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Ég er ráðinn í því að vinni ég málið og fái bætur skuli helm- ingur þeirra renna til heilbrigðismála í landinu. Báturinn umdeildi Bjarmivartek- innófrjálsrihendiíHafnarfjarðarhöfn ogsiglttilSnæfellsness,ÞegarGarðar leitaðiréttarsínsvarhonumstefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.