Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 33
föstudagur 26. nóvember 2010 viðtal 33 ádeila á fegurðarsamkeppni en ég er meira að deila á mig. Ég hef aldrei sagt við neinn í alvörunni að ég hafi verið ungfrú 10. bekkur en ég hef samt alveg sagt frá því og ég er að gera grín að því. Að ég skuli spá í þetta. Ég var ekki einu sinni ungfrú Árbæjarskóli. Það var önn- ur stelpa í mínum árgangi. Ég var ekki einu sinni aðal. Það var ekkert sérstak- lega flott að vera ungfrú 10. bekkur en ég var það samt. Ég var valin ...,“ hún lýkur máli sínu með þungu dæsi. „Oh!“ Ofvernduð af pabba Síminn hringir. „Þetta er pabbi. Hann er að passa fyrir mig. Núna er hann að hringja og segja mér að hann hafi sótt Bjössa, gefið honum skyr og slátursneið og að hann komi klukkan fimm. Hann er búinn að hringja í mig þrisvar í dag til þess að segja mér að hann komi klukk- an fimm. Ég ætla ekki að svara,“ segir hún ákveðin og situr sem fastast. „Ég svara honum ekki alltaf en hann hringir bara þangað til ég svara.“ Þeir sem hafa lesið pistlana henn- ar á Pressunni ættu að kannast við þessa lýsingu á pabba hennar. „Hann ofverndar okkur systur og það brýst út í endalausum símtölum allan sólar- hringinn. Ég er ekki að ýkja neitt. Þvert á móti dreg ég úr ef eitthvað er. Hann er alltaf að hringja og passa upp á mig. En svo man hann ekki hvenær ég á afmæli. Þetta er mjög ýkt hjá honum og það er mjög fyndið.“ Trylltari í dag Lára fæddist í Vestmannaeyjum þar sem faðir hennar starfaði sem tann- læknir. Fjölskyldan flutti svo til höfðu- borgarinnar þegar Lára var eins árs og til Bandaríkjanna þegar hún var fjög- urra ára. Þar voru þau í þrjú ár „... og þess vegna elska ég Bandaríkin. Syst- ir mín býr úti í New York núna. Hún er búin að vera þar í um fjögur ár. En við erum mjög líkar, bæði í útliti og fasi. Við vorum alltaf þægar þegar við vorum litlar og sögðum aldrei neitt. Ég held að við séum aðeins trylltari í dag. En við erum mjög nánar. Við erum það öll. Foreldrar mínir voru alltaf að segja okkur að við gætum gert allt sem við vildum gera og studdu vel við okk- ur. Það hefur örugglega hjálpað okk- ur hvað mamma og pabbi eru stolt af okkur og ánægð með okkur. Þau standa alltaf með okkur. Ég get alltaf leitað til þeirra í vandræðum. Það er mjög mik- ilvægt.“ Dýrsleg sjálfsbjargarviðleitni Hún á samt pínu erfitt með að leita til annarra í vanda. „Það væri kannski betra ef ég myndi stóla meira á þau en ég er ekki þannig týpa að ég geti komið með blæðandi sár og beðið um hjálp. Af því að í lok dags er ég bara ein með son minn. Ég er líka oft ein. Mér finnst fínt að greiða úr mínum málum með sjálfri mér. Ég vil ekki vera með neitt vesen. Ég ber ábyrgð á mér og syni mínum. Við erum bara tvö og þótt það geti verið ve- sen og sé oft erfitt finnst mér betra að vita að ég geti gert hlutina ein. Kannski hljómar það kalt, eða eins og ég sé að reyna að vera duglegri en ég er, en ég verð að vita það að ég geti séð um okk- ur. Af því að ég hef bara mig. Ég verð að geta framfleytt okkur og séð um allt. Það gengur auðvitað misvel,“ segir hún og hlær létt, „en það gengur samt alltaf upp á endanum. Það hefur ekki komið til greina að lenda í vandræðum. Ég hef frekar skorið verulega niður. Ég geng í fötum sem eru næstum því götótt, eða þú veist, ég hætti því sem er ekki á með- al þess allra nauðsynlegasta. Ég get ekki beðið aðra um aðstoð því þá hefur mér ekki tekist að sjá um þetta sjálf og hvað gerist þá ef aðstoðin er ekki í boði einn daginn? Mér finnst það óþægileg til- hugsun. Ég verð að treysta á mig.“ Það var því mikið áfall þegar fyrir- tækið sem hún vann hjá fór á hausinn í maí. „Ég sagði upp störfum hjá Lands- bankanum þegar mér var boðið starf hjá alþjóðlegu tölvufyrirtæki sem fór síðan á hausinn. Mesta sjokkið var að ég fékk engan uppsagnarfrest. Þannig að ég varð allt í einu tekjulaus. Sem bet- ur fer átti ég smá varasjóð sem við gát- um lifað á. Ég er alltaf með plan b. Það er hluti af því að sjá um mig sjálf að sjá fyrir áföllunum. Þetta er einhver dýrs- leg sjálfsbjargarviðleitni.“ Í fangelsi hugans Eftir að Lára missti vinnuna hékk hún og vorkenndi sér í tvær vikur áður en Sena hringdi og bað hana um að skrifa þessa bók. „Það var ágætis heilun í því en ég var samt svo niðurbrotin og súr að mér fannst ég ekki geta þetta. Þannig að ég vísaði þessu frá mér en ákvað svo að láta slag standa. Mér fannst samt erf- itt að hafa ekki öryggi skrifstofunnar og vera bara heima að skrifa. Það er ekkert frelsi í því að vera frílans. Ég hélt að það yrði æðislegt en í hvert skipti sem ég slakaði á hugsaði ég um það sem ég ætti frekar að vera að gera og það hélt mér í fangelsi hugans. Ég veit ekki hvernig ég get lýst því, en ef það liðu til dæmis þrír dagar án þess að ég skrifaði staf leið mér eins og ónytjungi. Núna er ég farin að vinna hálfan daginn á skrifstofunni á Pressunni. Mér finnst það gaman. Ég er miklu meiri rit- ari í mér en blaðamaður þannig að ég er ekkert æst í það að fara á fréttavakt- ir aftur,“ segir Lára sem vann um skeið sem blaðamaður á Fréttablaðinu og Nýju Lífi. „Ég kann vel við mig í svona rútínu og er alveg sama hvað ég geri. Ég vil ekki vera útkeyrð eftir daginn held- ur vil ég hafa orku til þess að taka vel á móti syni mínum þegar hann kem- ur heim. Ég vil geta verið til staðar fyr- ir hann.“ Áföll á áföll ofan Hún hlær þegar hún segir að á hverjum degi þurfi hún að takast á við aðstæður sem henni þykja erfiðar. „Ég fer ekkert í gegnum allt á hnefanum. Það er margt sem mér þykir erfitt. Ég hef áhyggjur af öllu og er rosalega stressuð týpa. En ég reyni samt að vera hress og ánægð með það sem ég hef. Vera þakklát. Þeg- ar eitthvað alvarlegt kemur upp á reyni ég að hugsa svona. Muna að þegar ég á hræðileg ár þar sem allt dynur á mér, dauðsföll, veikindi og annað, að það er ekkert meira lagt á mig en ég þoli og ég lifi þetta allt af. Þetta verður allt í lagi.“ Fyrir fimm árum fór Lára í gegnum skilnað, fékk greiningu á son sinn og flutti heim frá Brussel vegna einhverf- unnar og missti báða afa sína. Það tek- ur enn á Láru að rifja þetta ár upp. Þeg- ar hún er spurð hvort það hafi einhver verið til þess að halda utan um hana svarar hún neitandi. „Bara ég. Ég veit ekki hvernig ég komst í gegnum þetta allt. Það var bara ekkert annað í boði. Ég þurfti að vera til staðar fyrir Bjössa. Ég hef bara mig. Það eiga allir nóg með sig og sitt líf. Þótt fólk sé mér náið er það önnum kafið og þarf að glíma við eigin vandamál. Þannig að ég þarf að sjá um okkur tvö og ég þarf bara að vera nógu dugleg. Ég styrkist inni á milli en síðan koma tímar þar sem mér líður eins og þá. Það getur hellst yfir mig hvar sem er og hvenær sem er, stundum þegar ég er að fara í vinnuna eða bursta tennurn- ar hellist þetta allt yfir mig. Það er þetta sorgarferli. Það er alltaf í mér. Ég reyni að vera dugleg en síðan finn ég allt í einu fyrir þessu. Kannski bara í stutta stund, eftir fimm mínútur er þetta stundum liðið hjá.“ Erfiðast að vita ekki hvað er að Áður en Bjössi fékk greiningu leið hon- um ekki vel. Hann var orðinn fjögurra ára og var ekki byrjaður að tala og átti við alls kyns hegðunarvandamál að stríða. „Það sást bara að eitthvað var að. Svo fékk hann þessa greiningu. Síðan hefur hann blómstrað. Hann er ótrúlega fyndinn, skemmtilegur, sjálf- stæður og bara æði,“ segir hún einlæg. „Honum gengur rosalega vel í Mela- skóla og það sést ekki á honum að hann sé eitthvað öðruvísi en hinir krakkarn- ir. Enda fær hann þann stuðning sem hann þarf. Ég held að það versta fyrir foreldra barna með sérþarfir sé að vita ekki hvað er að. Sum börn eru á gráu svæði og fá aldrei greiningu og ég held að þá sé mun erfiðara að fá svör og geta tekist á við vandann. Þetta var erfiðara þegar hann var yngri og við vissum ekki hvað var að. Honum leið ekki vel. En ég er þannig að ég ofvernda hann. Ég vona að ég sé góð mamma en ég veit það ekki. Ég er pínu stressuð. Eiginlega rosalega hysterísk. Ég er eins og pabbi með þetta, ég er alltaf hrædd um að það komi eitthvað fyrir hann þannig að ég leiði hann alltaf hvert sem við förum. Meira að segja inni í búð. Ég fæ alveg sting í magann ef ég sé hann ekki. Hann er eina barnið mitt. Það eina sem ég hef. Þannig að ég er svolítið tryllt í því að ofvernda hann. Samt hefur aldrei neitt komið fyrir hann og ég hef enga ástæðu til að láta svona, aðra en bara uppeldið. Ég á föður sem hagar sér svona í tíunda veldi.“ Ég myndi missa vitið án húmorsins framhald á næstu sÍÐu Muna að þegar ég á hræðileg ár þar sem allt dynur á mér, dauðsföll, veikindi og annað, að það er ekkert meira lagt á mig en ég þoli og ég lifi þetta allt af. Þetta verður allt í lagi. m yn D ir s ig Tr yg g u r a ri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.