Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 31
LOFSAMLEG UMFJÖLLUN Innundir skinni, önnur plata tónlistarkonunnar Ólafar Arnalds, hefur fengið mikla athygli í Bretlandi að undanförnu og hlotið góða dóma. Meðal annars hafa birst um hana umfjallanir í blöðum á borð við Guardian, Independent, Scotland on Sunday, Sunday Times og Daily Telegraph svo aðeins fáein blöð séu nefnd. Fyrsta sólóplata Ólafar, Við og við, vakti einnig góð viðbrögð en hún var kjörin plata ársins í flokknum ýmis tónlist á íslensku tónlistarverðlaun- unum. SAMVERA OG LISTASMIÐJA Í VIÐEY Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir notalegri samverustund og listasmiðju fyrir börn og fullorðna í Viðeyjarstofu á sunnudaginn milli 14 og 16. Í smiðjunni verður unnið út frá friðarsúlu Yoko Ono og orðunum „Hugsa sér frið“ sem eru áletruð á tuttugu og fjórum tungumálum á súluna sjálfa. Ferja fer frá Skarfabakka 13.15, 14.15 og 15.15 og frá Viðey á klukkutímafresti á milli 13.30 og 16.30. Um er að ræða tilvalið tækifæri fyrir foreldra og börn til að eiga saman góða dagstund. FÖSTUDAGUR n Útgáfutónleikar Víkings Heiðars Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafs- son verður með útgáfutónleika í tilefni nýútkominnar plötu sinnar á föstu- dagskvöldið klukkan 20.00. Tónleikarnir fara fram í Salnum í Kópavogi og kostar miðinn 2.900 krónur. Víkingur verður svo með aðra tónleika á sunnudaginn klukkan 17.00 en sama miðaverð er þá. Víkingur Heiðar spilar lög eftir Chopin og Bach á nýjustu plötu sinni. n Dúett og Ben Frost í Tjarnarbíói Á föstudagskvöldið mun pólski dúettinn SzaZa halda tónleika ásamt Ben Frost. Húsið verður opnað klukkan 20.00 en tónleikarnir hefjast stundvíslega hálftíma síðar. Miðaverð er einungis 1.500 krónur. n Jólin á Akureyri Gospelkór Akureyrar heldur jólatónleika sína á föstudagskvöldið í nýju og glæsilegu menningarhúsi norðanmanna, Hofinu. Gospelkórinn mun flytja allar helstu perlur jólanna undir dyggri stjórn Önnu Júlíönu Þórólfsdóttur og Olgu Ásrúnar Stefánsdóttur. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og miðaverð er 3.000 krónur en miða er hægt að kaupa á miði.is n Ball fyrir einhleypa Skemmtistaðurinn Players í Kópavogi hefur verið duglegur að halda böll fyrir einhleypa þar sem fólk getur fundið ástina. Í kvöld verður haldið slíkt ball og mun hljómsveitin Karma spila fyrir dansi langt fram á nótt. LAUGARDAGUR n Jólatónleikar Baggalúts Sprelligosarnir og fagmennirnir í Baggalúti ætla að mæta með jólaskapið til Akureyrar á laugardagskvöldið og halda tvenna jólatónleika. Þar verða sungin aðventulög, hátíðarsöngvar, nýárssöngvar og ýmsir smellir í bland en hljómsveitin gaf út nýja jólaplötu á dögunum. Tónleikarnir verða klukkan 20.00 og 23.00 en miðaverð er 3.900 krónur. Tónleikarnir fara fram í Menning- arhúsinu Hofi. n Sveifla á Players Það vill enginn missa af fjörinu á Players á laugardagskvöldið en þá mætir sjálfur skagfirski sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson á svæðið. Geirmundur slær alltaf í gegn enda fagmaður á sviði. Hann byrjar að spila klukkan 23.30 en miðaverð er aðeins 1.500 krónur og það er frítt inn fyrir konur til miðnættis. n Valdimar í Fríkirkjunni Hljómsveitin Valdimar, sem gaf út plötuna Undraland fyrir stuttu, ætlar að blása til útgáfutónleika í tilefni þess. Hljómsveitin mun spila lög af plötunni í Fríkirkjunni á laugardagskvöldið en tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Miðaverð er 1.500 krónur og má nálgast miða á vefsíðunni miði.is. FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2010 FÓKUS 31 Hvað er að GERAST? Grípur þig hreðjataki Call of Duty: Black Ops er sjöundi leikurinn í Call of Duty-seríunni og að þessu sinni er flakkað á milli nokk- urra sögulegra atburða á 20. öldinni og einblínt að mestu á kalda stríðið. Í einspiluninni (e. campaign) ertu mestmegnis í hlutverki Alex Masons, bandarísks hermanns, sem rifjar upp störf sín fyrir hina háleynilegu Black Ops-deild hersins á meðan hann sit- ur í myrkvuðu yfirheyrsluherbergi þar sem hann er spurður spjörunum úr af óþekktum aðila. Minningarn- ar fara með hann í ótrúlegt ferðalag; allt frá innrásinni í Svínaflóa á Kúbu til Víetnamstríðsins og þaðan til loka seinni heimsstyrjaldarinnar. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum því sögusvið leiksins spannar mun stærra svið. Það er augljóst að Treyarch, fyrir- tækið sem þróaði leikinn, hefur lagt mikið á sig til að gera upplifunina sem raunverulegasta; þú hittir John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og Robert McNamara, varnarmálaráð- herra í ríkisstjórn Kennedys, í eigin persónu og færð það hlutverk að ráða sjálfan Fidel Castro af dögum. Söguþráðurinn er vandaður og heldur manni við efnið þar til yfir lýkur. Þá er umhverfi leiksins mjög fjölbreytt og engu líkara en maður sé sjálfur staddur á þeim átakasvæð- um sem leikurinn gerist á. Svo færðu netta gæsahúð þegar lög Rolling Sto- nes og Creedence Clearwater Revival taka skyndilega að hljóma. Netspilun Black Ops er án efa það sem flestir eru að sækjast eftir, enda upplifirðu eitthvað nýtt í hvert skipti sem þú spilar. Það er skemmst frá því að segja að möguleikarnir eru nánast endalausir í Black Ops. Nú geturðu til dæmis spilað með félaga þínum heima með „splitscreen“ ef hann á ekki tölvu, eða öfugt. Þá er hægt að nota svokallað Cod Currency, gjald- miðil sem þú notar til að bæta vopn- in þín eða kaupa annan aukabúnað og byggja þig þannig upp. Þá geta kokhraustir spilarar veðjað á sjálfa sig, lagt undir ákveðið magn af stig- um til að klára ákveðin verkefni. Ná- irðu markmiðinu færðu dágóðan fjölda af stigum en mistakist þér ætl- unarverkið taparðu því sem þú lagð- ir undir. Call of Duty: Black Ops er algjör- lega frábær leikur sem grípur mann hreðjataki frá fyrstu mínútu. Þú losn- ar ekkert fyrr en þú færð nóg, en lík- lega mun það ekki gerast fyrr en næsti leikur í Call of Duty-röðinni lít- ur dagsins ljós. einar@dv.is CALL OF DUTY: BLACK OPS Útgefandi: Activision Tegund: Fyrstu persónu skotleikur Spilast á: PS3, DS, PC, Wii, Xbox 360 87 mínútur TÖLVULEIKIR inguna þá ákvað ég að klára þetta og gerði það bara um daginn,“ segir Björn en málningin hafði ekki einu sinni tíma til þess að þorna á stri- ganum áður en verkin voru send austur. „Ég henti þessu blautu aftan í jeppann og Oddur, son- ur minn, spændi með þetta aust- ur. Eins og Oddur orðaði það þá var þessu „bombað“ upp á vegg í gær. Það er svolítil terpentínulykt í salnum þar sem þau eru að þorna, verkin. Þau verða kannski orðin þurr þegar sýningin verður opnuð.“ Upphaf Skaftfells Þetta er í annað sinn sem Björn sýnir í Skaftfelli en hann átti eins og fyrr sagði stóran þátt í því að koma miðstöðinni á laggirnar. Hugmyndin að Skaftfelli kvikn- aði árið 1995 þegar Seyðisfjörður fagnaði 100 ára afmæli sínu með miklum hátíðarhöldum. Garðar Eymundsson, listmálari og húsa- smíðameistari, ákvað að gefa bæn- um húsið undir starfsemi og þrem- ur árum síðar var Skaftfell opnað. Garðar sýndi einmitt verk sín á að- ventusýningunni í fyrra. „Ég sýndi í Skaftfelli þegar salur- inn var opnaður ásamt Bernd Kob- erling. Hann var með vatnslita- myndir úr Loðmundarfirði og ég var með rjúpur úr Loðmundarfirði á myndunum mínum,“ segir Björn en hann á land í Loðmundarfirði og dvelur þar þegar tími gefst. „Ég hef lengi verið eins konar listfræði- legur ráðunautur hjá Skaftfelli en hætti því í ár og þá spurði stjórn- in hvort ég myndi ekki vilja kveðja með sýningu.“ Miðstöð myndlistar En hvernig finnst Birni hafa til tek- ist með Skaftfell? „Þessi stofnun virkar mjög vel. Það er ekki bara gott fyrir Seyðisfjörð heldur er þetta er orðið að opinberri stofn- un að því leyti að þetta er miðstöð myndlistar á Austurlandi. Svo er þetta orðið furðulega þekkt víða er- lendis og fólk veit af þessari stofn- un.“ Björn segir hins vegar það sama hrjá Skaftfell og flestar stofn- anir af þessu tagi. „Það er peninga- leysi. Það væri hægt að gera mikið meira ef til þess væri fjárhagslegt svigrúm.“ Starfsemi Skaftfells byggist mik- ið upp á sjálfboðavinnu og segir Björn nóg af fólki sem vilji leggja mikið á sig til þess að miðstöð- in þrífist. „Þó svo að ég hafi verið svona nátengdur þessu get ég leyft mér að segja að það hafi alltaf ver- ið mjög metnaðarfullt prógramm þarna og mikið flutt inn af erlend- um listamönnum og svo framvegis og framvegis.“ Bók um borðmottur Björn starfar mikið erlendis og er meira og minna á flakki allt árið. Hann hefur um árabil sett upp sýn- ingar með verkum sínum og föður síns, Dieters Roths, um allan heim. Nú síðast setti Björn upp sýningu í New York sem vakti mikla lukku. „Það voru verk eftir okkur pabba, Borðmotturnar. Reyndar voru hinir ýmsu aðilar sem komu að þeim verk- um,“ segir Björn en um áratugaskeið höfðu Björn og Dieter haft frammi þykk pappakarton á borðum í hús- um sínum. Nálægt þessum karton- um var alltaf að finna tússpenna, liti og ýmis ólíkindatól. Var fjölskyldu- meðlimum og gestum og gangandi frjálst að gefa sköpunargleðinni laus- an tauminn. Ár eftir ár var svo skrif- að og litað á spjöldin og úr varð mjög áhugavert verk með mikla sögu. „Þetta var mjög virðulegt þegar þetta var komið upp á vegg og vakti mikla lukku í New York.“ Í tilefni af sýningunni var gefin út bók um Borðmotturnar en Björn og Dieter höfðu safnað á þessar mottur síðan í kringum 1973 og því veglegt safn myndast. Næsta sýning Björns verður svo í Lundúnum í mars. „Þar ætlum við að sýna Reykjavíkurmyndirnar, eða Reykavík Slides,“ en verkið var fyrst sýnt á sýningunni Lest á Listahá- tíð árið 2005 og hlaut meðal ann- ars Menningarverðlaun DV. „Þar ætlum við að sýna Reykjavík á 20 vörpum í 400 fermetra sal,“ en verk- ið í heild sinni telur hvorki fleiri né færri en 33.000 myndir. Íslendingurinn hefur yfirhöndina Björn segir að fram undan hjá sér sé að „græja og gramsa“ í listinni. Hann telur sig lánsaman að geta lif- að af listinni með því að starfa er- lendis en líður þó best heima. „Ég er heppinn að því leyti að hafa mögu- leika á því að gera þetta og geta lifað af þessu. En ég er samt svo týpískur Íslendingur að ég fæ heimþrá áður en ég fer út. Mér líður best heima. Þótt ég sé bara hálfur Íslendingur er hann svo sterkur í mér að hann hef- ur yfirhöndina.“ asgeir@dv.is „ENGIR STÆLAR, bara litir og form“ BJÖRN ROTH – EFTIR GUÐMUND ODD MAGNÚSSON „Ég þykist vita að Birni Roth líði best í náinni snertingu við náttúruna, helst úti í góðri veiðiá með flugustöng. Ef maður vill kynnast sál hans og myndlist í sínu besta formi þarf að hafa þetta í huga finnst mér. Það er þessi nálgun og nálægð við náttúruna sem sést svo vel í verkum hans. Formin koma þaðan. Verkin eru ekki spegilmynd af náttúrunni heldur eins konar opnun inn í hana. Þar er næmi hans.“ BROT ÚR SÝNINGARSKRÁ: Aðventusýning Skaftfells „Þetta eru svolítið sætar myndir, nóg af rauðu, bláu og grænu.“ MYND SKAFTFELL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.