Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Verum örugg í vetur!
Hágæða jeppa- og vetrardekk í miklu úrvali
Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8 - Reykjavík - 590 2000 - www.benni.is - www.toyo.is - benni@benni.is
REYKJANESBÆR Á HELJARÞRÖM
„Lánasjóður sveitarfélaga gengur að
veðum sínum ef á þarf að halda og
í samræmi við reglugerðir og verk-
ferla,“ segir Óttar Guðjónsson, for-
stjóri sjóðsins, í samtali við DV um 911
milljóna króna skuld Reykjaneshafnar
við sjóðinn. Reykjaneshöfn tilkynnti
Kauphöllinni síðdegis í gær að Lána-
sjóður sveitarfélaga ætlaði ekki að
taka þátt í sameiginlegri lausn lánar-
drottna hafnarinnar um frystingu af-
borgana.
Reykjaneshöfn skuldar að minnsta
kosti 5 milljarða króna. Vanskil henn-
ar slaga í 400 milljónir króna og ákvað
bæjarstjórn Reykjanesbæjar fyrr í
mánuðinum að taka við fjárhags-
legri stjórn hennar. Leitað var frjálsra
nauðasamninga við lánardrottna í
byrjun mánaðarins og boðuðu for-
svarsmenn bæjarins fulltrúa lífeyris-
sjóða, Lánasjóðs sveitarfélaga og fleiri
lánardrottna til fundar við sig. Óskað
var eftir því að allar afborganir yrðu
frystar til 1. maí á næsta ári. Ætlunin
var að afborganirnar legðust þess í
stað ofan á höfuðstól lána og kæmu
til greiðslu þegar afborganir hæfust
á ný. Á móti myndi Reykjaneshöfn
takmarka allar fjárfestingar og fresta
framkvæmdum.
Skuldar minnst 5 milljarða
Reykjaneshöfn skuldar Lánasjóði
sveitarfélaga 911 milljónir króna, en
sjóðurinn hefur þá sérstöðu að hafa
veð í tekjum hafnarinnar. Þessu veði
getur sjóðurinn gengið að líkt og hann
gerði í greiðsluerfiðleikum Álftanes-
hrepps, sem settur var undir sér-
staka fjárhaldsstjórn fyrr á þessu ári.
Þá lánaði sjóðurinn Álftaneshreppi
sem kom láninu í skil og greiðir nú að
minnsta kosti vexti af því láni reglum
samkvæmt.
Lánasjóður sveitarfélaga hefur
til þessa ekki samþykkt frystingu af-
borgana af lánum og er óheimilt sam-
kvæmt lögum og reglum að lána fyrir
vaxtagreiðslum. Það bætir ekki stöðu
Reykjaneshafnar gagnvart sjóðnum
að hann fékk drjúgt lán hjá sjóðnum
í haust til þess að koma lánum sínum
í skil. Þrátt fyrir þetta blasti greiðslu-
Lánasjóður sveitarfélaga hafnar ósk Reykjaneshafnar um greiðslufrystingu og hefur því
sagt sig frá nauðasamningum sem höfnin leitaði eftir við lánardrottna. Fjármál Reykja-
nesbæjar eru í algerri upplausn og er nú meðal annars til athugunar hvort bæjarfélaginu
sé betur borgið með því að leysa til sín eignir og skuldir úr Fasteign hf. Skattskuldir bæj-
arins við ríkið eru vel á annan milljarð króna.
Reykjaneshöfn tilkynnti Kauphöllinni síð-degis í gær að Lánasjóður sveitarfélaga ætl-
aði ekki að taka þátt í sameiginlegri lausn lánar-
drottna hafnarinnar um frystingu afborgana.
Bæjarfélag í kröggum Fæstum hugnast að
láta Reykjanesbæ fara sömu leið og Álftanes sem
komst í þrot fyrr á þessu ári. Ljóst er þó að leita
þarf róttækra lausna á miklum fjárhagsvanda.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is