Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2010, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR 26. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Verum örugg í vetur! Hágæða jeppa- og vetrardekk í miklu úrvali Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8 - Reykjavík - 590 2000 - www.benni.is - www.toyo.is - benni@benni.is REYKJANESBÆR Á HELJARÞRÖM „Lánasjóður sveitarfélaga gengur að veðum sínum ef á þarf að halda og í samræmi við reglugerðir og verk- ferla,“ segir Óttar Guðjónsson, for- stjóri sjóðsins, í samtali við DV um 911 milljóna króna skuld Reykjaneshafnar við sjóðinn. Reykjaneshöfn tilkynnti Kauphöllinni síðdegis í gær að Lána- sjóður sveitarfélaga ætlaði ekki að taka þátt í sameiginlegri lausn lánar- drottna hafnarinnar um frystingu af- borgana. Reykjaneshöfn skuldar að minnsta kosti 5 milljarða króna. Vanskil henn- ar slaga í 400 milljónir króna og ákvað bæjarstjórn Reykjanesbæjar fyrr í mánuðinum að taka við fjárhags- legri stjórn hennar. Leitað var frjálsra nauðasamninga við lánardrottna í byrjun mánaðarins og boðuðu for- svarsmenn bæjarins fulltrúa lífeyris- sjóða, Lánasjóðs sveitarfélaga og fleiri lánardrottna til fundar við sig. Óskað var eftir því að allar afborganir yrðu frystar til 1. maí á næsta ári. Ætlunin var að afborganirnar legðust þess í stað ofan á höfuðstól lána og kæmu til greiðslu þegar afborganir hæfust á ný. Á móti myndi Reykjaneshöfn takmarka allar fjárfestingar og fresta framkvæmdum. Skuldar minnst 5 milljarða Reykjaneshöfn skuldar Lánasjóði sveitarfélaga 911 milljónir króna, en sjóðurinn hefur þá sérstöðu að hafa veð í tekjum hafnarinnar. Þessu veði getur sjóðurinn gengið að líkt og hann gerði í greiðsluerfiðleikum Álftanes- hrepps, sem settur var undir sér- staka fjárhaldsstjórn fyrr á þessu ári. Þá lánaði sjóðurinn Álftaneshreppi sem kom láninu í skil og greiðir nú að minnsta kosti vexti af því láni reglum samkvæmt. Lánasjóður sveitarfélaga hefur til þessa ekki samþykkt frystingu af- borgana af lánum og er óheimilt sam- kvæmt lögum og reglum að lána fyrir vaxtagreiðslum. Það bætir ekki stöðu Reykjaneshafnar gagnvart sjóðnum að hann fékk drjúgt lán hjá sjóðnum í haust til þess að koma lánum sínum í skil. Þrátt fyrir þetta blasti greiðslu- Lánasjóður sveitarfélaga hafnar ósk Reykjaneshafnar um greiðslufrystingu og hefur því sagt sig frá nauðasamningum sem höfnin leitaði eftir við lánardrottna. Fjármál Reykja- nesbæjar eru í algerri upplausn og er nú meðal annars til athugunar hvort bæjarfélaginu sé betur borgið með því að leysa til sín eignir og skuldir úr Fasteign hf. Skattskuldir bæj- arins við ríkið eru vel á annan milljarð króna. Reykjaneshöfn tilkynnti Kauphöllinni síð-degis í gær að Lánasjóður sveitarfélaga ætl- aði ekki að taka þátt í sameiginlegri lausn lánar- drottna hafnarinnar um frystingu afborgana. Bæjarfélag í kröggum Fæstum hugnast að láta Reykjanesbæ fara sömu leið og Álftanes sem komst í þrot fyrr á þessu ári. Ljóst er þó að leita þarf róttækra lausna á miklum fjárhagsvanda. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.