Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Síða 18
H arðorð umsögn Lands- sambands íslenskra útgerðar manna um nýtt frumvarp ríkisstjórnar- innar að breyttri fiskveiði- stjórnun var unnin og birt áður en frumvarpið var birt í heild sinni opinberlega. Í viðtali Steingríms J. Sigfússon sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra við DV segir hann LÍÚ ekki hafa verið afhent frum- varp ríkisstjórnarinnar til vörslu á sérstökum kynningarfundi. DV hef- ur þar að auki fengið þetta staðfest víða innan úr stjórnsýslunni. Þegar blaðamaður DV bar mál- ið undir Adolf Guðmundsson, for- mann LÍÚ, sakaði hann blaðamann um tilraunir til yfirheyrslu en sagði þó að frumvarpið hafi verið afhent á fundi ráðherra með stjórn LÍÚ klukkan átta á sunnudagskvöldi og trúnaður hafi ríkt um innihald þess til fjögur á mánudag. Adolf bað blaðamann að athuga að „frétta- leki“ hafi verið á frumvarpinu. Kynnt en ekki afhent „Ég er búinn að kynna þetta fyrir helstu hagsmunaaðilum og ég sýndi mönnum frumvarpið á skjá,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á mánudag þegar blaðamaður DV spurðist fyrir um með hvaða hætti aðgengi LÍÚ hafi verið að frum- varpinu og þá hvort það hafi verið afhent þeim til vörslu. Fundargestum var samkvæmt heimildum DV ekki heimilt að taka eintök af frumvarpinu með sér út af fundinum. Ekki verður séð af út- reikningum DV á áhrifum frum- varpsins, sem fjallað er um á opnu framar í blaðinu, hvernig LÍÚ komst að þeirri niðurstöðu að sjötíu pró- sent hagnaðar af útgerð hér á landi renni til ríkissjóðs, verði frumvarp- ið að lögum. Forsendur útreikning- anna koma ekki fram í tilkynning- unni á vef LÍÚ. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði við DV við sama tækifæri að hún vissi ekki til þess að LÍÚ hefði frumvarpið undir hönd- um en það hafi verið kynnt fyrir þeim. „Ég geri mér von um að við getum náð frekar breiðri sátt um málið á Alþingi þótt ég haldi að við getum aldrei náð fullum stuðningi um málið. Þetta er mál sem hefur verið deilt um í áratugi og klofið þjóðina í herðar niður. Ég held að þarna sé mjög stórt skref stigið í átt til sáttar um fiskveiðistjórnunar- kerfið.“ Þjóðnýting, eignaupptaka og ofursköttun „Í nýju frumvarpi er horfið frá kröf- um um hagkvæman sjávarútveg, aflaheimildir gerðar upptækar til pólitískrar endurúthlutunar og of- urskattar lagðir á greinina,“ segir í tilkynningu LÍÚ sem birtist á vef samtakanna klukkan 15.43.06, á mánudag, örfáum mínútum áður en blaðamannafundur þar sem frumvarpið var kynnt hófst. Blaða- menn fengu þó aðeins kynningu á frumvarpinu en fengu ekki að sjá það í heild sinni. Á kynningarfundi ráðherra með fulltrúum LÍÚ var frumvarp- ið opnað og farið yfir það. Það var þó samkvæmt heimildum DV ekki afhent til vörslu enda hafði það ekki verið kynnt fyrir þingflokkum ríkisstjórnar flokkanna og ekki verið lagt fyrir þingið. Á mánu- dagsmorgni var svo annar álíka kynningarfundur haldinn fyrir hagsmunaaðila en samkvæmt heimildum DV var frumvarpið ekki afhent til vörslu þeirra sem fundinn sóttu. Trúnaður ríkti um það sem fram fór á fundinum til klukkan 16.00, á mánudag þegar kynn- ingarfundur var haldinn fyrir fjöl- miðla. Frumvarpið var kynnt fyrir þingflokkum Samfylkingar og VG á þingflokksfundum um klukkan eitt á mánudag. Í sömu tilkynningu á vef LÍÚ er frumvarpið sagt tilraun til að ríkis- væða útgerð í gegnum skattkerfið. Það kallað ofurskattlagning sem dragi úr hvata til hagkvæmra veiða og að með því verðir arðurinn af sjávarútveg færður frá landsbyggð- inni til pólitískrar úthlutunar í stjórnarráðinu. „Heyr á endemi“ „Ja, heyr á endemi, ég segi bara það,“ sagði Jóhanna þegar umfjöllun LÍÚ var borin undir hana í lok blaðamannafundar. „Þeir eiga ekki rétt á því að sitja einir að arðinum og rentunni sem kem- ur af þessari auðlind.“ Forsætis- ráðherra sat ekki kynningarfund sjávarútvegsráðuneytisins með hagsmunaaðilum. „Ég býst við að sjávar útvegsráðherra hafi staðið að kynningunni með svipuðum hætti og hann gerði á blaðamannafund- inum. Ég veit ekki til þess að þeir hafi fengið frumvarpið – en ég segi; ég veit ekki til þess,“ sagði Jóhanna. „Ertu að yfirheyra mig?“ „Við fengum frumvarpið í hendurnar klukkan átta á sunnudagskvöldið og við máttum ekki birta eitt eða neitt eða senda það út til okkar aðila fyrr en eftir 16.00 þegar blaðamanna- fundurinn hófst. Þá vorum við laus- ir undan trúnaði,“ segir Adolf Guð- mundsson, formaður LÍÚ, í samtali við DV. Þegar blaðamaður bar und- ir hann ummæli Steingríms og Jó- hönnu um að LÍÚ hafi í raun ekki fengið frumvarpið heldur aðeins kynningu á svipuðum nótum og blaðamenn sagði hann: „Við feng- um glærukynningu.“ Hann bætti við að frumvarpið hafi verið af- hent með trúnaði um innihald þess til klukkan fjögur á mánudag. „Þú verður bara að meta þetta sjálfur. Ég get ekki ábyrgst orð Steingríms og Jóhönnu,“ svaraði Adolf aðspurður hvort hann kynni skýringu á mis- ræmi í málflutningi útgerðarmanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar. Spurður hvort hann gæti ábyrgst að umsögnin sem birtist á vefnum hafi verið unnin með frumvarpið undir höndum sagði hann LÍÚ vera með frumvarpið og að um það hafi verið fjallað í fjölmiðlum. „Þú verður að athuga að það hefur verið fréttaleki og leki á frumvarpinu,“ sagði Adolf. Bæði RÚV og Frétta- blaðið fjölluðu um vinnu við frum- varpið með einhverjum hætti áður en það var kynnt. Þar komu ekki fram endanlegar upplýsingar um innihald frumvarpsins. „Bíddu, ætlar þú að fara að yfir- heyra mig?“ svaraði formaður LÍÚ aðspurður hvort það gætu talist góð vinnubrögð hjá LÍÚ að gefa út svo harkalega umsögn á frumvarpi sem samtökin hefðu ekki formlega und- ir höndum. Hvað þá að taka ekki fram í slíkri umfjöllun að ekki sé hér vitnað í frumvarpið sjálft held- ur leka og eða glærukynningu. „Ég er löngu búinn að svara þessu. Við fengum það í trúnaði og við mátt- um bara ekki gera það opinbert fyrr en klukkan fjögur.“ „Skrýtið að þetta sé eitthvert atriði“ „Hvaða máli skiptir það?“ svaraði Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sömu spurningu um hvort frumvarpið hafi verið í höndum LÍÚ þegar fréttatilkynning- in var unnin og þá hvenær það hafi verið afhent. „Mér finnst það skrýtið 18 Fréttir 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað n „Ég sýndi mönnum frumvarpið á skjá,“ segir Steingrímur n LÍÚ segir frumvarpið afhent þeim á sunnudagskvöldið LÍÚ fordæmdi óbirt frumvarp Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „ Ja, heyr á endemi, ég segi bara það. Jóhanna Sigurðardóttir Friðrik J. Arngrímsson Framkvæmda- stjóri LÍÚ undraðist að máli skipti hvenær eða hvernig LÍÚ fékk frumvarpið. Adolf Guðmundsson Segir LÍÚ hafa verið afhent frumvarp ríkisstjórnar- innar á fundi með sjávarútvegsráðherra á sunnudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.