Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Page 26
26 Fréttir 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað S tóru málin sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylk- ingar lagði upp með eru flest enn í óvissu eða óleyst. Mál- efnasáttmáli ríkisstjórnar sem kynntur var vorið 2009 í Nor- ræna húsinu og markaði upphaf- ið að stjórninni sem kennir sig við norræna velferð, er metnaðarfull stefnuyfirlýsing upp á 21 blaðsíðu. Fjölmörg loforð hafa verið efnd og eru þau flest óumdeild. Álitsgjafar DV benda hins vegar á að það séu stóru málin sem ríkisstjórnin hef- ur hikstað á og ekki náð að koma í gegn. Þannig er Icesave-málið í full- kominni óvissu tæpum fjórum árum eftir hrun. Enn er óvissa um skuldavanda heimilanna og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða hafa gengið mjög hægt. Á sama tíma er stjórnarskrár- frumvarpið hins vegar komið í far- veg, en efnahagsbatinn hefur verið hægari en vonir stóðu til. Óeining innan ríkisstjórnarinnar tefur fram- gang margra mála, að mati álitsgjafa. „Ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, endurreisa fjármálakerfið.“ Að hluta staðist: Fjárlagahalli fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins er um 350 milljarðar króna, en verulega hefur verið dregið úr útgjöldum ríkisins. „Ná þjóðarsátt um lykilmark- mið og viðamiklar efnahags- ráðstafanir og sátt við nágrannalönd eftir hrun íslenska fjármálakerfisins. “ Ekki staðist: Icesave-deilan er á leiðinni fyrir EFTA-dómstólinn. Engin þjóðarsátt hefur náðst um skuldaniðurfellingar eða uppgjör við hrunið að öðru leyti. Skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu til að efla traust á fjármálamarkaðnum meðal annars með stofnun sérstaks efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Að hluta staðist: Efnahags- og viðskipta- ráðuneyti var stofnað árið 2010 en traust á fjármálakerfinu hefur ekki aukist. „Skuldastaða heimila, greiðslu- og framfærslugeta verði til stöðugs endurmats sem og nauðsynlegar aðgerðir til að koma til móts við heimili í vanda.“ Að hluta staðist: Úrlausnir ríkisstjórnar- innar á skuldamálum heimilanna eru langt frá því að vera óumdeildar og ríkir lítil sam- staða um þær. „Heildarmat á þörf fyrir frekari aðgerðir og tillögur í því efni verði unnar í kjölfar úttektar Seðlabanka Íslands á skuldum og tekjum heimili … Ákvarðanir um frekari aðgerðir og tillögur verði teknar í samráði við aðila vinnumarkaðarins.“ Staðist: Eftir langt ferli kynnti ríkisstjórnin 110% leiðina sem felur í sér afskriftir á fasteignaskuldum sem hækkuðu verulega í kjölfar hrunsins. „Áætlun um að skapa skilyrði fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hraða lækkun vaxta.“ Ekki staðist: Engar vís- bendingar eru um að gjaldeyrishöft verið afnumin. Stýrivextir lækkuðu framan af kjörtímabili en eru nú farnir að hækka aftur. „Ríkisstjórnin mun gera það sem í hennar valdi stendur til að tryggja öfluga og skilvirka efnahagsbrotarannsókn og að bæði henni og niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis um banka- hrunið verði fylgt eftir af fullum heilindum.“ Staðist: Sérstakur saksóknari hefur fengið aukið fjármagn og hafa nokkrar ákærur vegna hrunsins litið dagsins ljós. Landsdóm- ur kom saman til að rétta yfir Geir Haarde. „Marka skýra eigendastefnu þar sem fram komi fram- tíðaráherslur ríkisins sem eiganda bankanna og hvernig henni verður framfylgt. Markmið þess er að styrkja faglegan, gagnsæjan og traustan grunn undir aðkomu hins opinbera að atvinnulífinu. Meðal annars verði kveðið á um hvernig eignarhaldi bankanna verður hagað, hugsanlegri eignaraðild erlendra kröfuhafa og sýn á dreift eignarhald á bönkunum til framtíðar. Þá yrði kveðið á um auglýsingar á stöðum bankastjóra og faglega yfirstjórn þeirra. Þá þarf að gæta þess að yfirtaka ríkisbanka á einstökum fyrirtækjum skekki ekki samkeppnisstöðu á markaði. Tryggt verður að unnið verði eftir faglegu og gagnsæju ferli við sölu þeirra.“ Að hluta staðist: Erlendir kröfuhafar eiga stærstu hlutana í Íslandsbanka og Arion banka. Staða bankastjóra var auglýst, en bankarnir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hygla vandamönnum við endursölu á verðmætum fyrirtækjum sem þeir hafa tekið yfir. Örva innlendar fjárfestingar í atvinnulífinu. Ekki staðist Stuðla að beinum erlendum fjárfestingum. Ekki staðist: Þvert á móti hefur ríkisstjórnin lagst gegn erlendri fjárfestingu meðal annars með því að synja Huang Nubo um að kaupa Grímsstaði og leggja stein í götu álfyrirtækja. Koma á eðlilegum lánavið- skiptum við erlenda banka. Staðist „Hagstæð rekstrarskilyrði fyrir fyrirtæki þannig að störf verði varin og aðstæður skapaðar fyrir fjölgun þeirra á ný.“ Ekki staðist: Gjaldeyrishöft eru hert. Atvinnulausir í febrúar 2009 voru 13.276 talsins en í febrúar 2012 voru atvinnulausir 11.621. Inni í þessum tölum er ekki fólk sem fór í nám eða fluttist af landi brott eftir hrun. „Lykilatriði er að aukin skattheimta leggist frekar á þá sem betur eru í stakk búnir til að bera auknar byrðar.“ Staðist: Skattar á tekjuhærra fólk hafa verið hækkaðir. „Ekki verði beitt flötum niðurskurði en þess í stað teknar markvissar ákvarðanir um sparnað og hagræðingu.“ Staðist „Þóknanir fyrir nefndir verði lækkaðar eða lagðar af, hömlur verði settar á aðkeypta ráðgjafarþjónustu og sú stefna mörkuð að engin ríkislaun verði hærri en laun forsætisráðherra. Settar verða samræmdar reglur allra ráðuneyta um niðurskurð á ferða-, risnu- og bifreiðakostn- aði. Sjálfstæðum hlutafélögum í eigu ríkisins verði settar skýrar reglur um launastefnu og útgjaldastefnu í þessum anda.“ Ekki staðist: Fjölmargir opinberir starfs- menn eru með hærri laun en forsætis- ráðherra. Ríkisendurskoðun snupraði for- sætisráðherra á síðasta ári fyrir rýr svör við fyrirspurn um aðkeypta ráðgjafarþjónustu. „Frumvarp um eignaumsýslu- félag verður lagt fyrir Alþingi að nýju á vorþingi. Ríkisstjórnin mun jafnframt beita sér fyrir því að ríkisbankarnir móti samræmda áætlun um hvernig brugðist verði við skuldavanda fyrirtækja.“ Ekki staðist: Frumvarp um eingaumsýslu- félag var ekki afgreitt á Alþingi. Aðeins einn banki er í eigu ríkisins og engin samræmd áætlun varð til. „Ráðgjafarstofa heimilanna verði efld enn frekar ef þörf krefur til að eyða biðlistum eftir viðtölum og aðstoð við endurskipulagningu á fjárhag heimila og fólks í vanda.“ Staðist: Embætti umboðsmanns skuldara var stofnað og fjárveitingar til málaflokksins auknar. „Frumvarp um stjórnlagaþing – þjóðfund – verður lagt fram á vorþingi. Kosið verði til þingsins í síðasta lagi samhliða sveitarstjórnarkosningum 2010.“ Staðist: Kosið var til stjórnlagaþings sem síðar varð að stjórnlagaráði eftir að Hæstiréttur Íslands úrskurðaði kosningarnar ólögmætar. „Lög um skipan hæstaréttar- dómara og héraðsdómara verði endurskoðuð.“ Staðist: Ný lög um skipan dómara tóku gildi árið 2010. „Heildstæð lög um fjölmiðla verði sett þar sem ritstjórnar- legt sjálfstæði og réttur blaðamanna eru tryggð.“ Staðist: Ný fjölmiðlalög voru samþykkt 2011, sérstök fjölmiðlastofa sem hefur eftirlit með fjölmiðlum hefur verið sett á laggirnar. „Fyrir lok kjörtímabilsins er gert ráð fyrir því að lögfest verði sameining samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytis og mannréttinda- og dómsmálaráðuneytis í nýju innanríkisráðuneyti.“ Staðist „Ísland verður friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum og íslensk stjórnvöld munu beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun á alþjóðavettvangi.“ Í vinnslu: Frumvarp hefur verið lagt fram en það hefur ekki verið samþykkt sem lög á Alþingi. „Hlutverk sveitarfélaga í velferðarþjónustu við börn, fatlað fólk, aldraða og fjölskyldur verði aukið með flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga.“ Staðist: Málefni fatlaðra voru færð frá ríki til sveitarfélaga í byrjun þessa árs. „Staðinn verði vörður um Íbúðalánasjóð, sjálfseignar- félög og frjáls félagasamtök sem tryggja hagstætt húsnæði.“ Staðist „Dregið verði úr vægi verðtryggingar í lánaviðskiptum samhliða auknu framboði óverðtryggðra íbúðalána.“ Staðist: Ríkisbankinn Landsbankinn býður upp á óverðtryggð lán til íbúðakaupa. „Ríkisstjórnin mun vinna með hagsmunaaðilum að undirbúningi á viðurkenningu n Ríkisstjórninni gengur hægt að afgreiða stærstu málin Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Loforð ríkisstjórnarinnar táknmálsins á kjörtímabilinu.“ Staðist: Lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi. „Framfærslugrunnur LÍN verði endurskoðaður með það að markmiði að hækka hann í áföngum og núverandi ábyrgðarmannakerfi afnumið strax á sumar- þingi.“ Staðist „Meginverkefni ríkisstjórnar- innar í atvinnumálum verður að draga úr atvinnuleysi með markvissum aðgerðum, útrýma langtímaatvinnuleysi og skapa traustari grundvöll fyrir íslenskt atvinnulíf til framtíðar.“ Ekki staðist: Markvissar aðgerðir til að útrýma atvinnuleysi hafa að minnsta kosti ekki skilað viðunandi árangri. „Umhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja verði bætt með lagfæringu á skattalögum til þess að ívilna megi vegna rannsókna og þróunar. Auk þess verði tímabundið veittur frádráttur frá skatti vegna fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum.“ Að hluta staðist: Þingsályktunartillaga þess efnis hefur verið samþykkt á Alþingi. „Sköpuð verði ný atvinnutæki- færi fyrir ungt fólk t.d. með því að efla Nýsköpunarsjóð námsmanna og ýta úr vör sumarverkefnum fyrir framhalds- skólanema.“ Staðist: Ríkisstjórnin ákvað að verja 250 milljónum króna vegna sumarvinnuverkefna námsmanna. „Ráðist verði í markaðssókn erlendis á sviði lista, menningar, hönnunar og hugvitsgreina. Stutt verði við bakið á nýsköpunarverkefnum.“ Staðist: Samkomulag um þetta var undir- ritað í utanríkisráðuneytinu. „Stuðlað verði að betri orkunýtingu, svo sem með uppbyggingu iðngarða og iðjuvera, garðyrkjustöðva, endurvinnslu og annarrar starfsemi sem nýtir gufuafl sjálfbærra jarðvarmavirkjana.“ Að hluta staðist: Fyrirhuguð er bygging risastórs gróðurhúss við Nesjavallavirkjun þar sem rækta á tómata til útflutnings. „Með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskistofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar. Úthlutun aflaheimilda er tímabundinn afnotaréttur og myndar ekki undir neinum kringumstæðum eignarrétt eða óaftur- kallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum.“ Í vinnslu: Stjórnlagaráð hefur sett slíkt ákvæði inn í frumvarp sitt til stjórnarskrár en ekkert hefur verið samþykkt um það. Ríkis- stjórnin hefur reynt að breyta fyrirkomulagi um stjórn fiskveiða en án árangurs. Nú stendur til að leggja nýtt frumvarp fyrir Alþingi. „Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind.“ Í vinnslu „Takmarka framsal á aflaheimildum, auka veiðiskyldu og endurskoða tilfærslur á heimildum milli ára. Stofna auðlindasjóð sem fer með ráðstöfun fiskveiðiréttinda í eigu þjóðarinnar. Arður af rekstri sjóðsins renni til atvinnuuppbyggingar.“ Í vinnslu: Ríkisstjórnin er í þann mund að leggja fram nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða eftir að hafa verið gerð aftur- reka með fyrra frumvarp. Í millitíðinni var sjávarútvegsráðherra látinn fjúka. „Heimila frjálsar handfæra- veiðar smábáta yfir sumarmánuðina.“ Staðist: Frjálsar handfæra- veiðar hafa verið stundaðar við strendur landsins undanfarin þrjú sumur. „Lög um stjórn fiskveiða verði endurskoðuð í heild með það að markmiði að stuðla að vernd fiskistofna, stuðla að hagkvæmri nýtingu auðlinda sjávar, treysta atvinnu og efla byggð í landinu, skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignarhald og nýtingu auðlinda sjávar.“ Í vinnslu: Jón Bjarnason bjó til frumvarp þess efnis sem almennt var talið hrákasmíð. Hann var látinn fara og nýtt frumvarp er nú að líta dagsins ljós. „Leggja grunn að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili í samræmi við stefnu beggja flokka.“ Að hluta staðist: Nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða er að líta dagsins ljós. „Íslendingar áskilja sér hér eftir sem hingað til rétt til nýtingar sjávarauðlinda „Óeiningin lamar ríkisstjórnina“ Ríkisstjórnin Hefur haft þrjú ár til þess að vinna í mjög metnaðar- fullum stjórnar- sáttmála sínum. „Þannig er Icesave- málið í fullkom- inni óvissu tæpum fjórum árum eftir hrun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.