Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Qupperneq 4
4 Fréttir 20.–22. apríl 2012 Helgarblað „Þetta tók mjög á“ n Einar Þór kom í veg fyrir stórslys É g notaði bara þjálfunina mína,“ sagði Einar Þór Hreinsson rútu­ bílstjóri sem náði að forða stór­ slysi við Nesjavelli síðastliðið miðvikudagskvöld. Einari hefur verið hrósað fyrir að hafa haldið ró sinni þegar bremsur rútunnar gáfu sig með þeim afleiðing­ um að rútan endaði utan vegar. Sex­ tíu og átta unglingar á aldrinum þrett­ án til sextán ára voru í rútunni þegar óhappið átti sér stað en einn var fluttur á slysadeild vegna minniháttar áverka. „Mér finnst þetta ekki hetjuverk, þetta var bara það sem ég átti að gera,“ segir Einar Þór í samtali við DV. Augljóst er að Einar kunni að bregðast við og að snör handtök hans komu í veg fyrir að alvarlegra slys yrði þegar bremsurnar gáfu sig. Einar er vel þjálfaður björgunar­ sveitarmaður og hafði því bæði þjálf­ un sem bílstjóri og björgunarsveitar­ maður. Einar segist hafa reynt að finna út hvar væri best að fara út af þegar hann áttaði sig á því að bíllinn væri bremsulaus. „Mitt markmið var að halda bíln­ um allan tímann á hjólunum og reyna að stoppa áður en hann færi út af. En ég fór út af með bílinn. Þetta tók mjög á,“ segir Einar sem undirbjó krakkana fyrir útafaksturinn og tilkynnti þeim það með fyrirvara. „Þegar við vorum komin út af þá bað ég þau um að setjast og gerði þeim grein fyrir því hvað væri um að vera. Ég þyrfti að fá að vita hverjir væru slasaðir inni í bílnum og hvers konar meiðsli. Ég raðaði þeim svo niður inn í rútuna eftir meiðslum til að auðvelda starf sjúkraflutningamanna,“ segir Einar. „Ég veit ekki hvað kom upp á en vona að ég fái einhverjar skýringar þar á,“ segir hann. Skuldirnar eru við Lands- bankann Einar Benediktsson er forstjóri Olís og annar aðaleigandi félagsins og sat hann í stjórn Landsbankans á árunum fyrir hrun. Hann sést hér á tali við Halldór J. Kristjánsson annan bankastjóra Landsbankans fyrir hrun. Milljarða króna afskriftir hjá Olís n Beðið eftir Samkeppniseftirlitinu n Endurskipulagningu Olís lokið H luti af um 15 milljarða skuldum olíufélagsins Olís verður afskrifaður í kjölfar fjárhagslegrar end­ urskipulagningar félagsins sem staðið hefur yfir um nokkurt skeið. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu há upphæð þetta verður. Meðal annars þarf að taka til­ lit til gengislánadóms Hæstarétt­ ar Íslands – hluti af skuldum Olís var gengistryggð lán. Ríkisbankinn Landsbankinn er helsti lánardrott­ inn Olís. Sem dæmi um aukna skuldsetningu vegna falls krón­ unnar fóru skuldir félagsins úr um 9 milljörðum króna í árslok 2007 og upp í 16 milljarða í lok hrunárs­ ins. Beðið eftir Samkeppniseftirlitinu Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur hin mikla skuldsetning Olís kall­ að á fjárhagslega endurskipulagningu olíufyrirtækisins. Tveir fjársterkir að­ ilar, útgerðarfélögin Samherji á Akur­ eyri og FISK Seafood á Sauðárkróki, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, munu koma inn í hluthafahóp Olís ef Samkeppniseftirlitið heimilar það. Nú­ verandi eigendur Olís eru Gísli Baldur Garðarsson og Einar Benediktsson. Kristján Kristjánsson, upplýsinga­ fulltrúi Landsbankans, segist ekki geta veitt upplýsingar um fjárhagslega end­ urskipulagningu Olís sem staðið hefur yfir. Nýtt hlutafé upp á 500 milljónir Hlutafjárlækkun og hlutafjárhækkun upp á rúmar 500 milljónir króna í hvort skipti, sem ráðist var í á hlut­ hafafundi hjá Olís í byrjun febrúar, gefur vísbendingu um að fjárhagsleg endurskipulagning Olís sé á enda. Ríkisskattstjóra var tilkynnt um hlutafjárlækkunina og ­hækkunina með skriflegu erindi í febrúar og er Gísli Baldur skrifaður fyrir því sem stjórnarformaður félagsins. Hlutafé félagsins var fyrst lækk­ að úr 670 milljónum og niður í tæp­ lega 168 milljónir til jöfnunar taps og svo var það aftur hækkað upp í 670 milljónir króna. Einhver aðili hefur því skráð sig fyrir nýju hlutafé í Olís, líklega nýju hluthafarnir. Í tilkynn­ ingunni frá Olís til ríkisskattstjóra er tekið fram að búið sé að greiða hluta­ fjárhækkunina með peningum. „Skal tekið fram að hækkun er að fullu greidd með peningum.“ Vísbending um lendingu Slíkar aðgerðir hluthafafunda fyrir­ tækja sem eiga í skuldaerfiðleikum eiga sér gjarnan stað í kjölfarið á því að kom­ ist hefur verið að niðurstöðu um fjár­ hagslega endurskipulagningu félags­ ins og þá eftir atvikum afskriftir á hluta af skuldum þess. Þetta átti til dæmis við um fjárhagslega endurskipulagn­ ingu Kvosar ehf., móðurfélags Prent­ smiðjunnar Odda, sem DV greindi frá í byrjun vikunnar. Þá var hlutafé Kvosar lækkað og hækkað á hlutahafafundi í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagn­ ingar, fimm milljarða afskrifta og eig­ endabreytinga á fyrirtækinu. Gísli Baldur Garðarsson, stjórnar­ formaður og eigandi Olís, segir að for­ svarsmenn félagsins muni ekki tjá sig um fjárhagslega endurskipulagningu þess fyrr en Samkeppniseftirlitið hef­ ur úrskurðað um hvort Samherji og FISK Seafood fái að fara inn í hlut­ hafahóp Olís. „Skal tekið fram að hækkun er að fullu greidd með peningum. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Notaði þjálfunina Einar Þór Hreinsson sést hér ásamt leitarhundinum Vaski. Í bann vegna bjórdrykkju Dómaranefnd HSÍ hefur ákveðið að handknattleiksdómarinn Júl­ íus Sigurjónsson dæmi ekki fleiri leiki á þessari leiktíð. Hann hafi sýnt af sér framkomu sem ekki þyki í „anda heilbrigðrar íþrótta­ stefnu“ þar sem hann sást drekka bjór á „opinberum stað“ rúmlega 14 klukkustundum áður en hann dæmdi leik Gróttu og ÍBV í úr­ slitakeppni kvenna þann 14. apríl síðastliðinn. Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, var bálreiður eftir tapleik liðsins og sagði opinberlega að Júlíus hefði angað af áfengi og dæmt „eins og hann væri fullur“. Dóm­ aranefndin tók ekki undir þær ásakanir að Júlíus hefði angað af áfengi en bjórdrykkjan kvöldið áður var illa séð. Enginn spyr fiskverkendur Um 150 manns sóttu opinn fund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar vegna frumvarpa Steingríms J. Sig­ fússonar sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunar­ kerfinu á miðvikudagskvöld. RÚV greindi frá því að þungt hljóð hafi verið í framsögufólki og að fólk hefði miklar áhyggjur af fram­ tíð atvinnulífs á svæðinu. Haft var eftir Önnu Júlíusdóttur, varafor­ manni Einingar Iðju og talskonu fiskverkafólks á Eyjafjarðarsvæð­ inu, að fiskverkafólk væri yfirleitt ekki haft með í ráðum þegar mál sjávarútvegsins væru rædd. Hún sagði fiskverkafólk áhyggjufullt vegna fyrirhugaðra breytinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.