Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Qupperneq 29
10 ríkustu stjórnmála- mennirnir Erlent 29Helgarblað 20.–22. apríl 2012 „Hann keypti fyrirtæki sem enginn þurfti á milljónir dala en seldi þau svo aftur á milljarða dala Sá ríkasti Michael Bloomberg er ríkasti stjórnmálamaður heims. Eignir hans eru metnar á rúmlega 2.700 milljarða króna. Henry Ross Perot eldri Eignastaða: 3,5 milljarðar dala, eða 440 milljarðar króna. Tengsl við stjórnmál: Tvisvar í framboði til forseta Bandaríkjanna, 1992 og 1996. n Ross Perot er 81 árs en hann stofnaði tæknifyrir- tækið Electronic Data Systems árið 1962. Fyrirtækið óx hratt og landaði stórum samningum, meðal annars við bandarísk yfirvöld. Árið 1984 seldi hann fyrirtækið til General Motors sem greiddi 2,4 milljarða dala fyrir. Perot bauð sig fram í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 1992 þar sem hann hlaut 19 prósent atkvæða. Árið 1996 bauð hann sig aftur fram en þá gekk ekki eins vel og í fyrra skiptið og hlaut Perot 8 prósent atkvæða. Andrei Guriev Eignastaða: 3,5 milljarðar dala, eða 440 milljarðar króna. Tengsl við stjórnmál: Þingmaður á rússneska þinginu frá 2001. n Guriev er einn valdamesti stjórnmálamaður Rússlands og er það ekki síst vegna gríðarlegra auðæfa hans. Hann er frá Murmansk í Rússlandi og hagnaðist mikið á áburðarverksmiðju sinni sem er sú næst stærsta í heimi. Síðasta sumar seldi hann 10,8 prósenta hlut sinn í fyrir- tækinu og fékk fyrir þann hlut 535 milljónir dala. Hann á enn 70 prósenta hlut í fyrirtækinu. Naguib Sawiris Eignastaða: 3,1 milljarður dala, eða 392 milljarðar króna. Tengsl við stjórnmál: Stofnaði stjórnmálaflokkinn Free Egyptians í fyrra. n Sawiris hagnaðist mikið þegar hann stofnaði fyrsta farsímafyrirtæki Egyptalands, Mobinil, árið 1998. Fyrir- tækið hefur starfsemi í mörgum ríkjum, meðal annars í Norður-Kóreu, þar sem það rekur farsímaþjónustu. Sawiris hóf afskipti af stjórnmálum í fyrra þegar hann stofnaði stjórnmálaflokkinn Free Egyptians. Hann leggur meðal annars áherslu á frjálst markaðskerfi. Sawiris komst í hann krappan í ársbyrjun þegar hann var kærður fyrir móðgun í garð trúarbragða eftir að hann birti skopmyndir af Mikka og Mínu mús í íslömskum klæðum á Twitter-síðu sinni. 5 6 7 Najib Mikati Eignastaða: 3 milljarðar dala, eða 380 milljarðar króna. Tengsl við stjórnmál: Forsætisráðherra Líbanons frá 2011. n Mikati stofnaði fjarskiptafyrirtækið Investcom ásamt bróður sínum, Taha, árið 1982. Árið 2006 seldi hann fyrirtækið til MTN Group í Suður-Afríku fyrir 5,5 milljarða dala. Hann varð forsætisráðherra Líbanons í janúar 2011 á miklum umbrotatímum í Mið-Austurlöndum. Hann þykir þó vinsæll í heimalandi sínu og heldur stuðnings- mönnum sínum upplýstum með reglulegum færslum á samskiptavefnum Twitter. Sebastian Pinera Eignastaða: 2,4 milljarðar dala, eða 304 milljarðar króna. Tengsl við stjórnmál: Forseti Chile frá 2010, þingmaður í landinu frá 1990 til 1998. n Áður en Pinera varð forseti átti hann 100 prósenta hlut í chilesku sjónvarpsstöðinni Chilevisión og 27 prósenta hlut í LAN Airlines ásamt því að eiga hluti í fleiri minni fyrirtækjum. Eftir að hann varð forseti seldi hann 26 prósent í LAN fyrir 1,5 milljarða dala, eða 189 milljarða króna, en hélt eftir einu prósenti í fyrirtækinu. Jeff Greene Eignastaða: 2,1 milljarður dala, eða 266 milljarðar króna. Tengsl við stjórnmál: Meðlimur í Demókrataflokknum, tók þátt í forvali flokksins í Flórída fyrir þingkosningarnar 2010. n Greene hefur verið umsvifamikill í fasteignavið- skiptum á undanförnum árum og byggir auður hans að stóru leyti á ábyrgum fjárfestingum. Greene er meðlimur í Demókrataflokknum og bauð sig fram í forvali flokksins fyrir þingkosningarnar árið 2010. „Ég er utangarðsmaður. Ég er eini fulltrúinn í forvalinu sem er ekki atvinnupólitíkus. Velgengni mín byggist á mikilli vinnu,“ sagði hann þegar hann bauð sig fram. Þrátt fyrir þetta náði Greene ekki kjöri. 8 9 10 Notar ekki peninga Árið 2000 ákvað Daniel Suelo, 51 árs Bandaríkjamaður, að gera rót- tækar breytingar á lífi sínu. Hann sagði upp vinnu sinni, hætti að nota peninga og flutti í óbyggðir Utah þar sem hann hefst við í helli. Suelo er atvinnulaus, á ekki bankareikn- ing og í raun á hann enga peninga – enda notar hann þá ekki. Hann borðar það sem hann finnur úti í náttúrunni og jafnvel dauð dýr sem hann tínir upp af vegum. Nýlega kom út bókin The Man Who Quit Money eftir höfund- inn Mark Sundeen. Í bókinni er saga þessa ótrúlega manns sögð og viðurkennir höfundur bókar- innar í samtali við BBC að mörgum kunni að þykja ákvörðun Daniels einkennileg. Hann segir hins vegar að eftir efnahagshrunið 2008 hafi margir sett spurningamerki við gildi peninga. „Daniel hefur sannað að hann þarf ekki að vera hluti af peninga- kerfinu. Hann hefur lifað í tólf ár án peninga og hefur veitt mörgum innblástur. Þess vegna ákvað ég að skrifa þessa bók.“ Réttarhöldin yfir Breivik: Vildi afhöfða Brundtland Anders Behring Breivik, sem myrti 77 manns í árásum í Osló og Útey í Noregi í fyrrasumar, vildi handsama Gro Harlem Brundtland, fyrrver- andi forsætisráðherra Noregs. Þetta sagði Breivik í réttarhöldunum sem staðið hafa yfir honum alla vikuna. Breivik sagði að markmið hans hafi verið að afhöfða Brundtland, taka ódæðið upp á myndband og birta það svo á netinu. Breivik vissi af ferðum Brundtland en hún hafði verið á eyjunni skömmu áður en Breivik steig þar á land. Þegar hann kom á svæðið var hún á bak og burt. Í réttarhöldunum sagði Breivik einnig að hann hafi ætlað að drepa mun fleiri en þá 69 sem hann skaut til bana í Útey. Um sex hundruð manns voru í Útey þennan örlaga- ríka dag og segir Breivik að mark- mið hans hafi verið „að drepa þá alla“. Eins og komið hefur fram kom Breivik fyrir sprengju í bifreið í mið- borg Osló sem honum tókst að sprengja. Hann sagði við réttar- höldin að önnur sprengja hafi átt að springa við höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins og þriðja sprengjan hafi átt að springa í ná- grenni við Konungshöllina. „Ég ætl- aði að koma sprengjunni fyrir við Konungshöllina án þess að nokkur í höllinni myndi slasast. Flestir þjóð- ernissinnar eru stuðningsmenn konungsstjórnar, þar á meðal ég.“ Hann sagðist hins vegar aðeins hafa sprengt eina sprengju vegna þess að of erfitt hefði verið að koma hinum sprengjunum fyrir. Þá sagði Breivik einnig að hann hafi ætlað að framkvæma skotárásir víðar en í Útey. Hann hafi til dæmis ætlað að skjóta á blaðamenn sem sóttu ár- lega ráðstefnu norskra blaðamanna og á fulltrúa Verkamannaflokksins á landsfundi flokksins. Hann hafi hins vegar ekki getað undirbúið sig í tæka tíð og því hafi hann ákveðið að fara í Útey þar sem hann myrti 69 manns, aðallega ungmenni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.