Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Qupperneq 33
út í ágústmánuði 1968. 21. ágúst 1968 var innrás Varsjárbandalagsins inn í Tékkóslóvakíu. Vegna þeirrar inn- rásar tók ég þátt í minni fyrstu mót- mælastöðu. Ég stóð með félögum mínum fyrir framan sovéska sendi- ráðið í Ósló undir tékkneskum fána. Þetta voru mjög lífleg ár. Þetta voru ár stúdentauppreisna og óróleika. Það voru gríðarleg mót- mæli gegn stríði Bandaríkjamanna í Indókína og ég varð pólitískur. Á endanum var ég orðinn marxisti og farinn að gera miklu meira en að standa í mótmælastöðu, vinna í póli- tík. En það truflaði samt ekki námið. Þegar ég kom heim eftir nám vildi ég endilega búa til stjórnmála- afl til vinstri við Alþýðubandalagið gamla, eins og margir aðrir. Búa til alvöru róttækan flokk. Í þetta fór ára- tugur hjá mér og áratugur hjá tugum ef ekki hundruðum íslenskra ung- menna. Þetta voru nokkur smásam- tök sem voru stundum að reyna að ná saman og þetta voru skemmtilegir og oft skrýtnir tímar. Hugsjónir smit- uðu út frá sér og til urðu alls konar hliðarhreyfingar og baráttusamtök. Það voru aldrei róstur af okkar hálfu, heldur umræður, deilur, kröfu- göngur og leshringir. Við studdum verkalýðshreyfingarnar og alls konar alþýðubaráttu og ég held öll verkföll. Það er til yndisleg mynd af mér tekin af Ólafi K. Magnússyni ljósmyndara, þar sem ég stend inni á Lækjartorgi með bauk og skilti sem á stendur „Við styðjum verkfallið í K.Á.“ Ég var að safna í verkfallssjóðinn.“ Hæfur þótt hann hafi haldið á rauð- um fána „Við vorum ofsalega gagnrýnin á Sovétið og litum fyrst og fremst til Kína, en það reyndist að lokum tál- sýn. Við vorum hugsjónaríkt fólk eins og meirihluti ungmenna og við vild- um breyta heiminum. En við misst- um okkur náttúrulega í fræðiþrasi og fleiru og það sýndi sig að þessi leið lá í sjálfu sér ekki í rétta átt svo sam- tökin lognuðust út af. Ég tel að margt af fræðikenningum sósíalisma og kommúnisma hafi ekki staðist raun- veruleikann. Á því áttuðum við okkur smám saman. Svo held ég að það hafi skipt máli að fleiri og fleiri eignuðust börn og stofnuðu fjölskyldu. Hversdagslífið tók við og með því breyttust hug- myndir um mannlífið og tilveruna.“ Ari Trausti hefur aldrei tengst stjórnmálum eftir þetta tímabil og segist hafa lært mikið af þessum um- brotatímum sem alls staðar reyndust svipaðir. „Þetta voru ekki tímar sem íþyngja neinum núna, þetta eru líflegir tímar sem við lærðum af. Fólk er fyllilega hæft til að vera í hinum ýmsu emb- ættum, eins og fjöldi dæma sanna, þótt það hafi haldið á rauðum fána fyrir allmörgum áratugum.“ Stundum kallaður endurreisnarmaður „Ég hef þroskast frá því að vera hálf- gerður bóhem í upphafi yfir í það að vera ábyrgur afi,“ segir Ari Trausti sem segir fjölskyldulífið hafa mótað sig hvað helst. „Við María erum búin að vera gift í bráðum fjóra áratugi og höfum gengið saman í gegnum súrt og sætt eins og hjón gera en þess utan, eftir æskuna, hafa fjöl- breytt áhugasvið elt mig uppi og þroskað. Ég er sennilega líkur föður mínum að því leyti að ég hef vítt og breitt áhugasvið. Ég hef verið kallað- ur endur reisnarmaður af því ég hef áhuga á svo mörgu. Ég hef áhuga á tónlist, myndlist, bókmenntum, ís- lensku, raunvísindum og náttúruvís- indum, heimspeki og trúarbrögðum. Þetta, vinnugleði og skipulagning hefur leitt mig áfram í víxlverkun við heimilið.“ Lifir af náttúrunni Ari Trausti hefur stundað ferðalög, útivist og fjallamennsku, oft erfiða, í rúma fjóra áratugi, bæði hér heima í íslenskri náttúru og víða um veröld. „Mér þykir vænt um íslenska nátt- úru, ég hef nánast lifað af henni sem lausamaður í tæp 30 ár. Skrifað yfir 30 bækur sem á einhvern hátt tengjast íslenskri náttúru eða öðrum sviðum náttúru, til dæmis ferðamennsku. Fyrir utan skáldskapinn, bæði ljóð og sögur, sem er býsna náttúruríkur líka. Náttúran tengist mjög mörgu af því sem ég geri og mér finnst það sjálfsagt og þér getur ekki annað en þótt vænt um uppruna þinn, náttúr- una. Ég hef aldrei farið með fólk út í náttúruna sem hefur ekki hrifist af umhverfinu á einhvern máta. Það er varla til sú mannvera sem á einhverj- um tímapunkti finnur ekki fyrir upp- hafningu innra með sér þegar hún dvelur úti í náttúrunni.“ Ástin er mikilvægust Viðtal 33Helgarblað 20.–22. apríl 2012 „Ég var 14 ára gamall og það er viðkvæmur aldur til að missa föður „Ég held ég eigi alveg jafnmikinn séns“ „Menn bjóða sig fram á eigin forsendum og meðframbjóðendur mínir hafa allir kynnt sig. Ég kem síðastur og ég get ekki ímyndað mér að mínir kostir og gallar sleppi við skoðun og ég er óhræddur við þá skoðun. Ég held ég eigi alveg jafnmikinn séns og allir hinir.“ mynd eyþór árnaSon ástfangin Ari Trausti og eiginkona hans María.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.