Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Side 34
34 Viðtal 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Lærði af frumbyggjum Hann hefur heimsótt fjölda landa í öllum heimsálfunum og í Ekvador hefur hann ferðast með fjölskyldu sinni og meðal annars siglt á ein- trjáningum í dýpstu frumskógum landsins. Ari Trausti telur náttúruna gera okkur að betri manneskjum og segist hafa lært ýmislegt af vináttu sinni við frumbyggja Ekvador. „Það er svo að við verðum betri manneskjur með nægri tengingu við náttúruna. Mín reynsla af frumbyggj- um er góð. Ég er búinn að fara níu ferðir til Ekvador, flestar með Maríu og Helgu, dóttur okkar, og á þar vini. Þegar maður horfir á fólk sem er samstiga náttúrunni þá skilst manni ýmislegt. Hjá þessu fólki er það eðlilegur hluti af lífinu að vera í tengslum við náttúruna og það er kyrrð og ró yfir því. Það er oftast í jafnvægi. Það er stundum sagt um kitsjúa í Ekvador að þeir séu svo hógværir að það hálfa væri nóg en það er veru- lega góður eiginleiki finnst mér. Réttu mér höndina,“ segir Ari Trausti skyndilega og biður blaða- mann að heilsa sér með handabandi. Blaðamaður rekur höndina snagg- aralega fram á alíslenskan máta og Ari Trausti rétt tekur í hana, laflaust og varfærnislega. „Svona heilsa þeir,“ segir hann „Þeim finnst það ógnandi þegar tekið er í höndina og hún hrist. Þeim finnst það merki um yfirgang þannig að þeir rétt snerta hendur fólks og draga sína til baka. Þetta er svolítið sérstakt en segir rosalega mikið. En þetta er um leið töff fólk. Við höfum ferðast með frumbyggjum inn í frumskóg- ana. Til dæmis siglt á eintrjáningum við erfiðar aðstæður. Fólkið er harð- gert og mjög kunnáttusamt; veit um ótrúlegustu hluti og bjargar sér í einu og öllu en sýnir um leið af sér djúp- stæða ró og yfirvegun. Þarna höfum við líka kynnst þeirri náttúrutrú sem kallast shamanismi.“ Komist í hann krappan Ari Trausti hefur nokkrum sinnum komist í hann krappan á ferðalögum sínum og í ísklifri á Vörðutindi hrap- aði hann 200 metra. „Ég hef til dæm- is kynnst flugóhöppum, meðal annars lent beint á flugvélarnefið, rifbeins- brotnað í falli niður bratta brekku, ein- hverja 200 metra, þegar við vorum af klífa ófarna leið á Vörðutind fyrir aust- an. Þetta var rennsli á miklum hraða niður snarbratta snjó- og ísbrekku. Við höfum sérstaka tækni til að hægja á og stöðva svona fall og það tókst eft- ir dágóða ferð. Það voru ísbungur sem ollu mari og rifbeinsbrotinu. Rifbeins- brot eru sár en það er ekkert hægt að gera og maður klárar ferðina, grettir í framan og fer hægt yfir. Nú síðast sleit ég upphandleggs- sin í uppgöngu á Kilimanjaro í janúar síðastliðnum. Það gerðist á niðurleið eftir frábæra stund meða risaútsýni á tindinum. Ég féll við þegar stór steinn valt og rak hægri handlegginn í hraunklett með hvasst horn. Sinin small. Þetta var flott ferð með vin- um og kunningjum og nokkrum er- lendum fjallamönnum. Ekkert varð að gert, ég lauk ferðinni hjálparlaust enda handleggurinn dálítið nothæf- ur og fékk bestu meðferð hér heima. Er byrjaður að ná upp fyrri styrk. Geri það með lyftingum sem ég hef stundað lengi. Ég er með fermingar- drengshandlegg núna miðað við það sem áður var en það horfir til bóta. Á meira en 40 ára ferli hefur samt fátt alvarlegt gerst, þegar á heildina er litið, og áhuginn aldrei minnkað en vissulega hef ég lært varkárni og svo hafa annir og breyttar áherslur gert að verkum að ferðamynstrið og fjallaklifrið hefur breyst hjá mér. Miklu færri ferðir en stundum lang- ar. Ég er í mjög góðu lagi, eins og sagt er,“ segir hann og brosir. Hægðir á veðurkortinu Þótt sérsvið Ara Trausta sé jarðfræði og jarðeðlisfræði hefur hann kom- ið mun víðar við og frætt almenn- ing um ýmislegt á sviði vísinda. Hann hefur fjallað um stjörnufræði, orku- og umhverfismál, nýsköpun og tækni. Hann leggur upp úr að gera umfjöllun um flóknustu efni auð- skiljanleg á skemmtilegan máta og margir Íslendingar þekkja hann af skjánum. Hann sagði veðurfréttir í fjölda ára. „Ég sagði Íslendingum frétt- ir af veðri í 12 ár. Mér fannst þetta skemmtilegur tími og þetta voru góðar veðurfréttir. Við vorum val- in eftir því hvort við værum frjálsleg og góð í því að koma fram. Ég lagði alltaf áherslu á að hafa þetta einfalt og láta oft fylgja skemmtilegan fróð- leik. Þá lögðum við áherslu á að vera alltaf fyrsta flokks klædd. Við litum út eins og við værum að fara í stór- veislu. Gjörólíkt því sem þú sérð jafn- an núna,“ segir hann og hlær. „Ég var með fatastyrk til að skipta við Sævar Karl og því óaðfinnanlega til fara.“ Hann minnist skondinnar upp- ákomu úr veðurfréttatíma. „Mér varð einu sinni á að tala um hægðir og lægðir og ágætur Sunnlendingur hringdi strax in ferskeytlu sem hann samdi, einhvern veginn svona, ef ég man rétt: Ómar oftast þenur kjaft alltaf er í sportinu en Ari Trausti hefur haft hægðir á veðurkortinu. Er reynslunni ríkari Spurður hvers vegna fólk ætti að kjósa hann í forsetakosningunum í sumar og hvað hann hafi fram að færa segist hann telja sig reynslunni ríkari og bjartsýnan. „Ég hef jarðbundna og trausta þekkingu og fjölþætta reynslu sem ég tel að dugi mér afar vel. Ég er mennt- aður í náttúruvísindum og er búinn að kenna og kynna fjölþætt vísindi fyrir ungu fólki og almenningi í langa tíð. Ég er vel inni í orkumálum, um- hverfismálum og veðurfarsbreyting- um sem eru ofarlega á baugi núna. Hér og í heiminum öllum. Þetta eru mikilvæg málefni framtíðarinnar. Ég hef líka góð tengsl inn í menn- ingargeirann með því að vera hluti af honum. Þekki samfélagið. Þá hef ég farið víða um heiminn. Ég hef ekki talið saman alla áfangastaðina en ég hef farið á mjög afskekkta staði. Kynnst með þessu þjóðum, trúarbrögðum og lifibrauði fólks. Tala fimm tungumál vel. Svo hef ég ákveðna siðræna undirstöðu, við getum kallað það heimspeki um líf- ið og tilveruna sem mér sýnist að reynslan færi þér þegar þú ert kom- inn á miðjan aldur, orðinn sextugur.“ Hvernig er sú heimspeki? „Það er ákveðin bjartsýni, áhersla á samþættingu álita og áhersla á jafn- ræði og mannúð, sanngirni og ein- lægni. Og ábyrgð sem mér finnst vanta í samfélagið. Mér finnst vanta að fólk taki ábyrgð á orðum sínum og gerðum, hvort sem það eru til dæmis fjármálamenn, stjórnmálamenn eða fólk sem er að höndla með annað fólk. Það er þessi ábyrgð sem ég tel að fólk með fjölþætta lífsreynslu hafi til að miðla af. Ég álít að forsetaembætt- ið eigi að snúast að mörgu leyti um það að auðvelda umræður, spyrja réttu spurninganna, benda á brýnu umræðuefnin, opna og leiða jafnvel umræðuna og vera að leita lausna.“ Mannúð skortir í heiminum Ari Trausti segist vilja tala fyrir mann- úð og minna á sjónarmið fólksins, al- mennings. Spurður um veruleika Ís- lendinga í dag segir hann tækifærin mörg en efnahagsástandið ljón í veg- inum sem þó hopi hægt og bítandi. „Veruleiki Íslendinga er flókinn. Mjög flókinn. Mjög mörg tækifæri blasa við í tengslum við atvinnulíf- ið og andann í samfélaginu. Það er opnara en það var. Íslendingar leita í auknum mæli í upprunann og í nátt- úruna að sumu leyti. Það er ákaflega gott. En það eru ljón í veginum. Meðal annars efnahagsástandið og þar eru skuldir heimilanna til að mynda mik- ilvægar. Svo má ekki gleyma að það eru víða alvarleg vandamál erlendis. Evrópusambandsmálin eru flókin og mér finnst ófriðlegt víða í heiminum. Þar eru blikur á lofti sem geta orðið óveður. Þarna skiptir miklu máli að forsetinn tali af jarðbundinni skyn- semi og mannúð. Hana skortir víða í heiminum.“ Ara Trausta er umhugað um illa meðferð á fólki og finnst að mannúð- in eigi að sýna sig í samhjálp. „Víða er skelfileg notkun á vinnu- afli, skortur á jafnrétti og barna- þrælkun, líka sultur. Heimurinn er órólegur staður og við Íslendingar erum að mörgu leyti heppin þjóð. Víða eru styrjaldir, átök og svo þessi grímulausa fyrirlitning á fólki sem kemur í ljós á svo mörgum sviðum. Mannúðin þarf að sýna sig betur hér á landi í samhjálp. Heilbrigðiskerfið og skólakerfið á að vera öflugra og einstaklingsmiðaðra en það er. Mér finnst óþarfa tilhneiging til þess að hlutirnir séu klipptir og skornir, það vantar meiri einstaklingsviðmiðun. Konan mín vinnur í öldrunargeir- anum og þar hefur verið erfiður nið- urskurður sem ég hef skynjað betur en annars væri. Forsetinn minnir á sjónarmið fólksins og þau eru afar mikilvæg.“ Málskotsrétturinn mikilvægur hemill „Forsetinn tekur ekki afstöðu með eða á móti í ótal flokksbundnum deilumálum,“ segir Ari Trausti spurð- ur um það hvernig hann líti á hlut- verk forseta samkvæmt stjórnarskrá. „Hann reynir frekar að fá um- ræðuna af stað úti í samfélaginu. Hann hjálpar til við að leita uppi lausnir og auðvelda greininguna. For- setinn getur haft áhrif með orðum og þeim gerðum sem stjórnarskráin í heild leyfir og þá spyr fólk gjarnan, hvað með málskotsréttinn? Ég svara: Hann hefur verið til allan tímann. Það er þjóðfélagið sem hefur breyst, mál- skotsrétturinn hefur ekki breyst. Eft- ir því sem þjóðfélagið hefur vaxið og orðið flóknara hefur reynt meira á hvort þessi réttur er notaður eða ekki. Ari Trausti segir málskotsréttinn mikilvægan hemil en hann verði ekki lengur til þess að fella ríkisstjórnir. „Áður fyrr lá í loftinu að ef málskots- rétti yrði beitt, þá myndi ríkisstjórnin falla. Þannig var þetta í tíð fyrstu for- setanna. Svo er ekki lengur, núna lýsir ríkisstjórnin yfir að hún víki ekki þrátt fyrir að þjóðaratkvæði dæmi frumvarp úr leik. Það er eðlileg af- staða. Tilefnin eru eflaust nokkur en eflaust þarf líka að leita ráðgjafar ef málskot er íhugað. En allt að einu, það er fullkomlega eðlilegt að þessi lýðræðislegi hemill sé staðar.“ Á jafnmikinn séns Hann segist ekki halda að það muni há honum í kosningabaráttunni að hann komi síðar fram en þeir tveir frambjóðendur sem hafa mælst einu sinni með mest fylgi, Þóra Arnórs- dóttir og núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson. „Ég hef alltaf kallað þessa fram- bjóðendur meðframbjóðendur mína. Ég er ekki að bjóða mig fram á móti einhverjum þeirra. Í lýðræðissam- félagi og við persónukosningar eru allir á móti öllum hvort eð er. Það liggur í hlutarins eðli. Menn bjóða sig fram á eigin forsendum og meðfram- bjóðendur mínir hafa allir kynnt sig. Ég kem síðastur að þessu ef að líkum lætur og ég get ekki ímyndað mér að mínir kostir og gallar sleppi við skoð- un og er óhræddur við hana. Ég held í einlægni að ég hafi að minnsta kosti jafnmikla möguleika og hinir og er mjög bjartsýnn á að ég hafi til að bera þekkingu og reynslu sem er frábrugð- in þeirra og að auki þetta óhæði. Er með öðrum orðum ekki háður nein- um flokkum, samtökum eða þvílíku. Þetta er eins óháð hagsmunasamtök- um og stjórnmálum og hægt er. Það veit ég að er góður kostur.“ Vinnusamur Spurður um veikleika og styrkleika segist hann þekkja sjálfan sig bæri- lega og eiga góða að. Dómhörku og fljótfærni segir hann vera sinn mesta veikleika. „Ég get verið snöggur upp á lag- ið og fljótfær. Það er kannski stærsti veikleikinn og ég reyni að vinna í því og öðrum veikleikum eins og menn verða að gera. En meðal styrkleik- anna er áreiðanlega sá að ég er fljótur að tileinka mér þekkingu. Það held ég að sé mikilvægur eiginleiki. Ég er líka vinnusamur en samt ekki svo að ég vanræki fjölskyldu og vini. Ég vinn hratt og er mjög skipulagður.“ Náttúran er hjartans mál Náttúra landsins er Ara Trausta augljóslega hjartans mál. Hver er framtíð náttúru Íslands og hvernig hugnast honum þeir fjölmörgu virkj- unarkostir sem stjórnvöld leggja til? „Framtíð íslenskrar náttúru helg- ast af mörgu öðru en þessum virkj- unarkostum. Ég hef miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Eldgos getur þú ekki hindrað en hlýnun jarðar er að hluta til í mannlegu valdi, hún er í sjálfu sér ein af ógnunum sem steðja að íslenskri náttúru. Og raunar ekki bara ógnun því hlýnun hjálpar til við að endurheimta landgæði. En um leið hækkar í sjónum um þrjá milli- metra á ári. Svo þetta eru plúsar og mínusar. Framtíðin ræðst sumpart af ferðaþjónustunni, hún ræðst af orku- vinnslunni á heimsvísu, menntun, jafnrétti, hlýnun jarðar og ansi mörg- um þáttum í viðbót. Hvað varðar náttúruna og nýt- ingu hennar þá þurfum við að verða sjálfbær. Það er engin önnur fram- tíð vænleg. Við höfum ekki náð tök- um á sjálfbærni, það segir löng saga. Landbúnaður var ekki sjálfbær, fisk- veiðar voru það ekki heldur og meira að segja er nýting þekkingar varla sjálfbær sem sést á því hvað við höf- um misst mikið af fólki úr landinu áratugum saman. Enn er töluvert í land. Við verðum að finna góðan og færan milliveg, milli þess annars vegar að virkja fallvötn og jarðhita og skila þeim virkjunum sjálfbærum til framtíðar og hins vegar að hlífa nátt- úrunni eins og frekast er kostur. Ef forsetinn getur með sinni þekkingu laðað fram lausnir sem eru Íslend- ingum og íslenskri náttúru til góða, þá er það vel.“ n „Mamma var bæði kraft- mikil og glæsileg kona og gaf pabba ekkert eftir Á ferðalagi Ari Trausti og strákarnir í Quaanaac. Fræðir um háhitasvæði Ari Trausti er vel að sér um náttúru Íslands. Jarðfræðingur Ari Trausti hefur gefið út margar bækur um jarð- fræði og náttúru Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.