Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 40
40 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Sakamál 21. nóvember 1941 var Juanita Spinelli fyrst kvenna til að enda ævina í gasklefa San Quentin-fang-elsisins, en hún hafði verið dæmd fyrir morð ásamt félögum sínum. Juanita var hrokafullt kvendi og höfðu félagar hennar gefið henni gælunafnið Hertogaynjan. Um Hertogaynjuna sagði Clinton Duffy, fangelsisstjóri San Quentin-fangelsins: „Hún var harðasti, kaldasti karakter, karl- eða kvenkyns, sem ég hafði nokkru sinni kynnst, og skorti allt sem kallast gat kvenlegheit. Hertogaynjan var vargur, jafnill og norn.“U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s K arla Faye Tucker ólst upp í skugga tveggja eldri systra og leið eins og litla ljóta andar- unganum. Andstætt henni voru systur hennar ljóshærðar. Til að bæta gráu ofan á svart var Karla með stóran fæðingarblett á öðrum handleggnum sem henni fannst mikið lýti. Þegar Karla var tíu ára skildu foreldrar hennar og Larry, faðir hennar, fékk forræði yfir henni. Ekki leið á löngu áður en Karla komst að ástæðu þess að hún líktist ekki systrum sínum; hún var af- leiðing framhjáhalds móður sinnar og Larry þar af leiðandi ekki faðir hennar. Tíðindin urðu Körlu mikið reið- arslag og um ellefu ára aldur fór hún að fikta við heróín og ári síðar missti hún meydóminn. Fjórtán ára að aldri var hún farin að stunda vændi með Carolyn, móður sinni. Carolyn var grúppía og mæðg- urnar túruðu með nokkrum hljóm- sveitum, sumum frægum, og nægir að nefna Allman Brothers Band, The Marshall Tucker Band og Eag- les. Karla giftist sextán ára Stephen nokkrum Griffith en hjónabandið var skammlíft. Árið 1981 hitti hún barþjóninum Danny Garrett sem einnig höndlaði með eiturlyf og tókust með þeim náin kynni. Í júní 1983 ákvað Karla að halda heilmikla afmælisveislu Kari, annarri systur sinni, til heiðurs. Í veislunni fengu Karla og Danny þá hugmynd að taka Harley David- son-mótorhjól Jerrys Lynn Dean, eiginmanns einnar vinkonu Körlu, ófrjálsri hendi. Þegar Karla og Danny komu á heimili Jerrys rumskaði hann og brá Danny á það ráð að berja hann í köku með hamri. En Jerry var ekki einn á heimili sínu. Þannig var mál með vexti að Debbie Thornton, gift kona og tveggja barna móðir, hafði ákveð- ið að taka hliðarspor með Jerry. Sú ákvörðun átti eftir að reynast henni dýrkeypt. Þegar Karla rak augun í Debbie réðst hún strax til atlögu með íshaka að vopni. Þegar hún hafði lokið sér af var Debbie lítið annað en blóðug klessa. Síðar þegar Karla gumaði af morðunum fullyrti hún að hún hefði fengið kynferðislega fullnægingu við hvert högg. Lík Debbie og Jerry uppgötvuð- ust næsta dag og þar sem Karla og Danny höfðu bæði montað sig af ódæðinu var þess skammt að bíða að þau yrðu handtekin og ákærð. Árið 1984 voru skötuhjúin dæmd til dauða. Lifrarsjúkdómur dró Danny til dauða níu árum síðar. Karla fullyrti að hún hefði fundið Guð í fangelsinu og skellti skuldinni af morðunum á fíkniefnaneyslu. Þær fullyrðingar hrukku skammt og Karla Faye Tucker var tekin af lífi 2. febrúar 1998 með eitursprautu; fyrsta konan sem tekin var af lífi Í Texas síðan 1863. Grúppía gekk berserksgang Myrti Með íshaka F jöldi fólks í Beaujolais-hér- aðinu í Frakklandi þekkti til Sergios Cerdeira; þægilegs, síbrosandi Portúgala sem var vingjarnlegur í garð allra sem urðu á vegi hans. Sergio fannst gott að fá sér víntár en slíkt var ekki litið hornauga á svæðinu. Þrátt fyrir að vera hinn vinalegasti náungi fannst Sergio best að rölta á milli vertshúsa einn enda víndrykkja, að hans mati, hin alvarlegasta sem ekki krafðist félagsskapar. Hvað sem því leið var Sergio aldrei talinn vera fyllibytta. Skjótt skipast veður í lofti Það kom vertinum á Dorieux-barn- um, skammt frá borginni Lyon, í opna skjöldu þegar dyrnar voru opn- aðar með miklum látum, síðla kvölds 1. febrúar 2008. Var þar Sergio mætt- ur og greinilega ekki allt sem skyldi því hann veifaði skammbyssu. „Ég ætla að drepa ykkur öll,“ öskraði hann á portúgölsku. Upp- ákoman var enn undarlegri í ljósi þess sem síðar kom í ljós, að Sergio hafði fimm mínútum áður setið við drykkju á kránni og verið eins og hann átti að sér – léttur og glaðvær. Skammt var til miðnættis á þessu föstudagskvöldi og fámennt á kránni. Vertinn sem kallaði ekki allt ömmu sína hélt ró sinni, gekk að Cerdeira, lagði hönd á öxl hans, leiddi hann að dyrunum og sagði rólyndið uppmál- að: „Af hverju ferð þú ekki heim og færð þér góðan lúr?“ Sergio skaut einu skoti upp í loftið og beindi síðan byssunni að eigin höfði með leikrænum tilburðum. Síðan yppti hann öxlum og settist inn í gömlu sendibifreiðina sína. Vertinn varp öndinni léttar og hugsaði ekki frekar um þessa uppákomu. Stundarfjórðungi síðar Í um tíu kílómetra fjarlægð frá Do- rieux-barnum var Malaga 4-veitinga- staðurinn. Um miðnæturbil var þar einungis einn viðskiptavin að finna – póstburðarkonuna Michelle Sarrazin. Michelle sat þar ásamt vinafólki sínu, eigendum veitingastaðarins, Portúgalanum Domingos da Costa Rocha og eiginkonu hans Ameliu. Reyndar voru Domingos og Amelia strangt til tekið skilin en héldu góðu sambandi vegna reksturs veitinga- staðarins. Þremenningarnir sátu í mesta næði og voru að fá sér einn fyrir svefninn. Skyndilega gaf bjallan sem hékk yfir hurðinni frá sér hljóð og þau litu undrandi upp, áttu enda ekki von á nokkrum manni svo seint. En þennan viðskiptavin þekktu þau mætavel – hinn glaðlynda og brosmilda Sergio. Öll sendu þau honum bros, en það bros fraus á andlitum þeirra þegar hann gekk til þeirra. Sergio heilsaði þeim ekki á sinn hefðbundna vinalega máta. Augun glönsuðu og hann hafði, vin- unum til mikillar furðu, skammbyssu í annarri hendi. Þrjú skot Án þess að mæla orð frá vörum gekk Sergio að Michelle, beindi byssunni að hnakka hennar og tók í gikkinn. Michelle lyppaðist niður eins og tuskudúkka við barskenkinn. Domingos og Ameliu gafst ekkert ráðrúm til eins eða neins því Sergio skaut tveimur skotum í viðbót – ann- að skotið hitti Domingos í hjartastað og hitt fór í bak Ameliu. Að því loknu tók Sergio áfengis- flösku, braut hana á barborðinu og dreifði brotunum yfir fórnarlömb sín sem lágu á gólfinu. Svo virðist sem æði hafi runnið á Sergio í kjölfar morðanna því hann hóf að sparka í fórnarlömbin af miklu offorsi – í andlit og kvið og útlimi – þar til eftir lá torkennileg blóðug hrúga. Þá fyrst virðist sem bráð hafi af honum og hann yfirgaf Malaga 4-veitingastaðinn. Það sem Sergio ekki vissi var að Amelia var enn á lífi, en hún lést þremur mánuðum síðar án þess að vakna úr dái. Óútskýrður verknaður Þremur árum síðar, í febrúar 2011, kom Sergio fyrir dóm í Lyon. Hann reyndi að útskýra ástæður verknað- arins en frásagnir þessa áður glað- lynda náunga þóttu lítt trúverðugar. „Ég vildi ekki meiða nokkurn mann. Þetta var allt saman hræðilegt óhapp. Ég man í raun ekkert eftir að hafa skotið þau,“ sagði Sergio grátandi. Hann sagðist muna eftir blossun- um úr byssunni og Michelle á gólfinu. „Þetta eru bara myndir í huga mér – myndir án merkingar,“ sagði hann. Sergio gat engu svarað ættingj- um fórnarlambanna um ástæður morðanna og réttargeðlæknar lögðu ekki trúnað á fullyrðingar Sergio um að hann myndi ekkert eftir atburð- inum. Þá greip Sergio til nýrrar sögu um langlífa deilu sem Amelia og Mic- helle áttu að hafa staðið í og sagði Sergio að hann hefði farið á veitinga- staðinn til að vera Michelle stoð og styrkur í þeirri deilu. „Það er kominn tími til að við fáum að heyra sann- leikann,“ sagði dómarinn þá. Og enn og aftur kom ný frásögn frá Sergio: „Sannleikurinn er sá að ég var hræddur við Domingos og Ame- lie. Þau höfðu bæði hótað mér vegna ógreiddra reikninga.“ Frásagnir Sergio hlutu ekki hljóm- grunn og hann var dæmdur í 30 ára fangelsi. BrOsMiLDi MOrðiNGiNN n Morðinginn Sergio Cerdeira hafði verið þekktur fyrir brosmildi og gott geð„Ég man í raun ekkert eftir að hafa skotið þau Fórnarlömb Sergios Frá vinstri: Michelle Sarrazin, Domingos da Costa Rocha og eiginkona hans Amelia. Sergio í réttarsal Hann var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir þrefalt morð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.