Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Side 41
Skrýtið 41Helgarblað 30. maí –2. júní 2014  Vinsæll David R. Grant er nokkuð eftirsóttur áhættuleikari í Hollywood. Hann tók að sér leik fyrir Michael Rooker í Guardians of the Galaxy og fyrir Johnny Depp í Mortdecai sem kemur út á næsta ári. Grant hefur haft í nógu að snúast að undanförnu því hann leikur í áhættuatriðum í myndum eins og Avengers: Age of Ultron, Frankenstein og Cinderella svo fáar myndir séu nefndar. Sjö eftirsóttir áhættuleikarar n Áhættuleikarar sem bregða sér í hlutverk sem stjörnurnar vilja síður taka að sér F jölmargar stórmyndir eru væntanlegar í kvikmynda- hús á næstunni með mörg- um af skærustu stjörnum Hollywood í aðalhlutverkum. Þessar svokölluðu stjörnur eru oft látnar líta vel út á hvíta tjaldinu enda verða hasaratriðin sífellt ótrúlegri eft- ir því sem árin líða og tækninni fleygir fram. Hollywood-stjörnurnar og fram- leiðendur þessara mynda gætu samt illa komist af án einnar starfsstéttar í Hollywood, aukaleikaranna sem sjá um áhættuatriðin fyrir stórstjörnurn- ar. Business Insider tók á dögunum saman nöfn nokkurra af eftirsóttustu áhættuleikurum Hollywood. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is  Næstum eins Bobby Holland Hanton hefur komið fram í fjölmörgum stórmyndum. Hér sést hann í gervi Þórs í samnefndri stórmynd þar sem hann lék í áhættuatriðum fyrir Chris Hemsworth. Þeir eru býsna líkir en þó sést ef vel er að gáð að Hanton er hægra megin á myndinni en Hemsworth til vinstri. Hanton hefur einnig brugðið sér í hlutverk James Bond og Batman, í stað þeirra Daniels Craig og Christians Bale.  Bartabræður Áhættuleikarinn Richard Bradshaw hefur haft í nógu að snúast í Hollywood undanfarin misseri. Þótt hann sé ekki þekktur leikari er hann mjög eftirsóttur áhættuleikari. Hér sést hann í gervi Logans/Wolverine í myndinni X-men en stórleikarinn Hugh Jackman fer alla jafna með hlutverkið í myndunum. Bradshaw fylgir Jackman yfirleitt eftir í svoköllum tæknibrellumyndum því hann tók einnig að sér hlutverk í Van Helsing. Áður en hann varð áhættuleikari starfaði Bradshaw sem kafari á olíuborpalli. Þess má einnig geta að hann er mágur Jackmans.  Járnmaðurinn Þó að Robert Downey Jr., einn af best launuðu leikurum Hollywood, leiki Iron Man, eða Járnmanninn, bregður hann sér ekki í gervi Járnmannsins á setti nema að mjög takmörkuðu leyti. Það hlutverk er í höndum áhættuleikarans Clays Donahue Fontenot en búningur Iron Man var sérsmíðaður fyrir Clay. Hann hefur leikið í fjölda mynda á undanförnum árum, má þar nefna Django Unchained, The Avengers og The Amazing Spider Man 2 sem kom út fyrr á þessu ári.  Álfkonan Fjölmargar konur starfa sem áhættuleikarar í Hollywood og er ein þeirra Ingrid Kleinig. Hún hefur starfað sem áhættuleikkona fyrir margar Hollywood-stjörnur og komið fram í myndum eins og The Great Gatsby og Pacific Rim. Hér sést hún í myndinni The Hobbit: The Desolation of Smaug þar sem hún tók að sér áhættuleik fyrir leikkonuna Evangeline Lilly.  Alltaf í hasar Lifibrauð Marks Vanselow veltur að talsverðu leyti á þeim verkefnum sem Liam Neeson tekur að sér. Til allrar lukku hefur Neeson leikið í fjölmörgum vinsælum hasarmyndum á undanförnum árum og er Vanselow aldrei langt undan á setti. Frá árinu 1998 hefur hann leikið í áhættuatriðum fyrir Neeson en þá léku þeir saman í myndinni Gunshy. Nú síðast lék hann í myndinni Non-Stop sem gerist um borð í flugvél.  Eins og Bruce Willis Stuart F. Wilson er sköllóttur eins og Bruce Willis. Líklega er það ástæðan fyrir því að hann tekur að sér nær undantekningarlaust áhættuleik fyrir Hollywood-hasarleikarann fræga. Hann lék meðal annars í Live Free or Die Hard og Looper. Wilson hefur einnig tekið að sér leik fyrir aðra leikara, þar á meðal John Malkovich í kvik- myndinni Transformers: Dark of the Moon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.