Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Qupperneq 41
Skrýtið 41Helgarblað 30. maí –2. júní 2014  Vinsæll David R. Grant er nokkuð eftirsóttur áhættuleikari í Hollywood. Hann tók að sér leik fyrir Michael Rooker í Guardians of the Galaxy og fyrir Johnny Depp í Mortdecai sem kemur út á næsta ári. Grant hefur haft í nógu að snúast að undanförnu því hann leikur í áhættuatriðum í myndum eins og Avengers: Age of Ultron, Frankenstein og Cinderella svo fáar myndir séu nefndar. Sjö eftirsóttir áhættuleikarar n Áhættuleikarar sem bregða sér í hlutverk sem stjörnurnar vilja síður taka að sér F jölmargar stórmyndir eru væntanlegar í kvikmynda- hús á næstunni með mörg- um af skærustu stjörnum Hollywood í aðalhlutverkum. Þessar svokölluðu stjörnur eru oft látnar líta vel út á hvíta tjaldinu enda verða hasaratriðin sífellt ótrúlegri eft- ir því sem árin líða og tækninni fleygir fram. Hollywood-stjörnurnar og fram- leiðendur þessara mynda gætu samt illa komist af án einnar starfsstéttar í Hollywood, aukaleikaranna sem sjá um áhættuatriðin fyrir stórstjörnurn- ar. Business Insider tók á dögunum saman nöfn nokkurra af eftirsóttustu áhættuleikurum Hollywood. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is  Næstum eins Bobby Holland Hanton hefur komið fram í fjölmörgum stórmyndum. Hér sést hann í gervi Þórs í samnefndri stórmynd þar sem hann lék í áhættuatriðum fyrir Chris Hemsworth. Þeir eru býsna líkir en þó sést ef vel er að gáð að Hanton er hægra megin á myndinni en Hemsworth til vinstri. Hanton hefur einnig brugðið sér í hlutverk James Bond og Batman, í stað þeirra Daniels Craig og Christians Bale.  Bartabræður Áhættuleikarinn Richard Bradshaw hefur haft í nógu að snúast í Hollywood undanfarin misseri. Þótt hann sé ekki þekktur leikari er hann mjög eftirsóttur áhættuleikari. Hér sést hann í gervi Logans/Wolverine í myndinni X-men en stórleikarinn Hugh Jackman fer alla jafna með hlutverkið í myndunum. Bradshaw fylgir Jackman yfirleitt eftir í svoköllum tæknibrellumyndum því hann tók einnig að sér hlutverk í Van Helsing. Áður en hann varð áhættuleikari starfaði Bradshaw sem kafari á olíuborpalli. Þess má einnig geta að hann er mágur Jackmans.  Járnmaðurinn Þó að Robert Downey Jr., einn af best launuðu leikurum Hollywood, leiki Iron Man, eða Járnmanninn, bregður hann sér ekki í gervi Járnmannsins á setti nema að mjög takmörkuðu leyti. Það hlutverk er í höndum áhættuleikarans Clays Donahue Fontenot en búningur Iron Man var sérsmíðaður fyrir Clay. Hann hefur leikið í fjölda mynda á undanförnum árum, má þar nefna Django Unchained, The Avengers og The Amazing Spider Man 2 sem kom út fyrr á þessu ári.  Álfkonan Fjölmargar konur starfa sem áhættuleikarar í Hollywood og er ein þeirra Ingrid Kleinig. Hún hefur starfað sem áhættuleikkona fyrir margar Hollywood-stjörnur og komið fram í myndum eins og The Great Gatsby og Pacific Rim. Hér sést hún í myndinni The Hobbit: The Desolation of Smaug þar sem hún tók að sér áhættuleik fyrir leikkonuna Evangeline Lilly.  Alltaf í hasar Lifibrauð Marks Vanselow veltur að talsverðu leyti á þeim verkefnum sem Liam Neeson tekur að sér. Til allrar lukku hefur Neeson leikið í fjölmörgum vinsælum hasarmyndum á undanförnum árum og er Vanselow aldrei langt undan á setti. Frá árinu 1998 hefur hann leikið í áhættuatriðum fyrir Neeson en þá léku þeir saman í myndinni Gunshy. Nú síðast lék hann í myndinni Non-Stop sem gerist um borð í flugvél.  Eins og Bruce Willis Stuart F. Wilson er sköllóttur eins og Bruce Willis. Líklega er það ástæðan fyrir því að hann tekur að sér nær undantekningarlaust áhættuleik fyrir Hollywood-hasarleikarann fræga. Hann lék meðal annars í Live Free or Die Hard og Looper. Wilson hefur einnig tekið að sér leik fyrir aðra leikara, þar á meðal John Malkovich í kvik- myndinni Transformers: Dark of the Moon.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.