Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Qupperneq 10
Helgarblað 6.–9. júní 201410 Fréttir Þ að er búið að leita í húsinu okkar,“ skrifar fundarritari Hells Angels-vélhjólasam- takanna í fundargerðabók samtakanna í maí 2010. Í marsmánuði 2011 urðu vélhjólasam- tökin MC Iceland (MC prospects of Hells Angels) fullgildir meðlimir í al- þjóðlegu vélhjólasamtökunum Hells Angels, eða Vítisenglar. MC Iceland hét áður Fáfnir en frá árinu 2002 hafði verið unnið að því að stofna Vítisengla á Íslandi. Hells Angels eru skilgreind sem alþjóðleg glæpasamtök og unnu íslensk lög- regluyfirvöld að því leynt og ljóst að koma í veg fyrir fótfestu samtakanna með miklu eftirliti. Samkvæmt heim- ildum DV óttuðust margir meðlim- ir það mjög að vera hleraðir og voru ávallt búnir undir húsleit. DV hefur fundargerðabækur sam- takanna á árunum 2010–2012 undir höndum. Bækurnar gefa góða innsýn inn í starf Hells Angels á Íslandi, þótt auðvitað hafi ekki allt sem tengd- ist samtökunum ratað í bækurnar. Samtökin eru enn starfrækt í dag, en eru talsvert minna áberandi en þau voru á árunum 2011–2012. Hér er er skyggnst inn í upphaf samtakanna áður en hópurinn varð að fullgildum Hells Angels-meðlim. Samkvæmt heimildum DV voru hið minnsta þrjár tegundir af fund- um: fundirnir sem skráðir eru í sér- stakar fundargerðabækur, óformleg- ir fundir og svo fundir sem fóru fram undir berum himni. Á þeim síðar- nefndu var þess gætt að ekki væri hægt að hlera samtökin eða festa niður hvað fór fram. Vildu vera sýnilegir Formlega gengu samtökin MC Iceland inn í Hells Angels á vor- mánuðum 2011. Í fundargerðabók- unum má þó lesa að samtökin voru þegar árið 2010 farin að skipuleggja sig sem fullgild samtök og haga starfi sínu þannig. Samtökunum er og var annt um ímynd sína út á við. Ímynd samtak- anna og sýnileiki er sérstaklega tek- inn fyrir á fundum. Þá áttu menn að ganga í Vítisenglavestunum meðal almennings eftir að samtökin urðu fullgildur meðlimur. Það þurfti þó að gæta mikillar varúðar og tryggja að ímynd samtak- anna væri með besta móti. Dansað var á línunni varðandi það að hópur- inn væri samsafn áhugamanna um vélhjól og svo harðsnúinna einstak- linga sem átti að bera óttablandna virðingu fyrir. Alltaf lá þó klárt fyrir hvert orðspor Hells Angels væri er- lendis og í nágrannaríkjum Íslands. Í fundargerðabókum má lesa um að ef meðlimir væru stöðvaðir, jafnvel þegar þeir væru vopnaðir, að þá bæri þeim að gera lítið úr aðstæðunum. Í nóvember 2010 er rætt um það á fundi að þeir þurfi að fara varlega: „Við þurfum að passa okkur hvað við segjum við annað fólk.“ Ferðuðust víða Hluti af starfi MC Iceland var sam- vinna og sýnileiki meðal Hells Ang- els-samtaka í öðrum ríkjum. Aðeins þannig var hægt að verða fullgildur meðlimur í alheimssamtökunum Meðlimir ferðuðust því víða, sérstak- lega á árunum 2010–2011. Í fundar- gerðabókunum er rætt um ferðalög, hentugar tímasetningar og annað þeim tengt. Þegar meðlimir sneru til baka héldu þeir stutta tölu á fundum um ferðalögin. Félagslegt taumhald Menn þurftu að standa sig í MC Iceland og Hells Angels ef marka má fundargerðabækurnar. Oft er rætt um meðlimi sem þurfa að „taka sig á,“ gagnvart klúbbnum. Einnig þurftu þeir sem áttu í vandræðum með áfengisneyslu að vanda sig, sinna AA fundum og „vinna í edrú- mennsku sinni.“ Ef marka má fundargerðabók- ina komust meðlimir ekki upp með að sýna af sér óæskilega hegð- un – sem var skilgreind af samtök- unum sjálfum. Í desember 2010 er rætt um meðlim sem ekki hafði fylgt settum hegðunarreglum: „Villi var tekinn fyrir varðandi framkomu sína á mánudaginn síðasta.“ Annar meðlimur er einnig tekinn á tepp- ið á fundi á haustmánuðum 2010. Þar segir í fundargerðabókinni: „Framkoma Billa gagnvart klúbbn- um var rædd og verður niðurstaðan tekin með hann fyrir framan okkur.“ Hægt er að kalla þessa eftirfylgni fé- lagslegt taumhald, en meðlimum var, eftir því sem DV kemst næst, mjög annt um að standa sig gagnvart samtökunum. Hörð viðurlög voru við agabrotum og gátu menn meðal annars misst vestin sín og atkvæðis- rétt ef þeir gleymdu að borga bar- reikninga í klúbbhúsi samtakanna í Hafnarfirði. Einn meðlimur lenti í því að missa „litina“ sína. Í fundar- gerðabókinni segir: „Litirnir hans X teknir af honum þangað til hann er kominn á hjól og sínir [sic] að hann sé orðin edrú hann á að hitta sponsor og gera eitthvað í sínum málum og skoðist vikulega.“ Maðurinn átti að mæta daglega í klúbbhúsið til þess að hægt væri að fylgjast með heilsu hans og framförum. Innri átök Í bókunum má lesa vísi að innri átök- unum meðal félagsmanna. Í bókun- um er greint frá því þegar einn MC Iceland „prospect“ (maður sem er ekki fullgildur meðlimur en sækir fundi og tekur þátt í starfi samtak- anna en hefur ekki rétt til að taka þátt í kosningum eða ákvarðana- töku innan samtakanna) hættir í samtökunum. Maðurinn heitir Rikki í fundargerðabókinni en um er að ræða Ríkharð Ríkharðsson. Þar seg- ir: „Rikki er alveg farinn og búinn að gera það opinbert út að hann sé ekki með okkur. Það verður eitthvað gert í þessu. Núna verða allir að vera vak- andi og á high alert. Vopnaðir alltaf [alltaf er undirstrikað, innsk. blm.] ef þeir sjást þá taka þá út. Ef við erum spurðir þá gerum við grín af [sic] þessu.“ Viðkomandi meðlimur, Ríkharð- ur, gekk síðar til liðs við önnur vél- hjólasamtök, Outlaws. Engum sögum fer af því hvern- ig málin enduðu formlega en það er ekki tekið fyrir í fundargerðabók- unum. Hér er um að ræða færslu sem skrifuð er í desembermánuði 2010, rétt fyrir áramótin áður en MC Iceland-samtökin urðu fullgildur meðlimur Hells Angels. Það vekur athygli hversu bersögull fundarritar- inn er í þessu tilfelli, en líkt og greint var frá hér fyrir framan voru ákvarð- anir sem þessar sjaldnast skráðar í fundargerðabókina og frekar ræddar á fundum undir berum himni. Við þennan tiltekna meðlim, Rikka, höfðu margoft áður verið um- ræður þar sem rætt var um hvort ætti að freista þess að halda honum inn- an vébanda samtakanna og í raun allt kapp lagt á að halda honum. Sami maður kemur raunar oft fyrir í fundargerðabókunum. Á einum stað er lagt til að meðlimir hafi samband við hann eða „fari í heimsókn“ til hans en það er nokkru áður en hann er settur á „high alert.“ Þá hafði hann verið veikur og fé- lagar hans voru því hvattir til að líta til hans á sjúkrabeðinn. Þá grein- ir fundarritari frá því að maðurinn sé að verða fyrir miklu áreiti frá lög- reglunni. Hún sé að reyna að „hræða hann frá okkur,“ segir fundarritari og segir lögregluna vera „með leiðindi við hann.“ Settur af Einar Ingi Marteinsson, Einar Boom, var formaður Hells Angels á Íslandi frá stofnun samtakanna. Í janúar 2012 sat Einar Ingi í gæsluvarðhaldi. Það hafði mikil áhrif á samtökin, enda hafði Einar verið andlit þeirra út á við og stýrt starfi þeirra. Gæsluvarðhaldsvistin tengdist árás í Hafnarfirði rétt fyrir jólin 2011 en lögreglan hélt því fram að Einar hefði komið nálægt skipulagi hennar. Einar var sýknaður af slíkum ásökun- um bæði fyrir héraðsdómi og Hæsta- rétti og fór í mál við íslenska ríkið þar sem hann taldi sig hafa setið í gæslu- varðhaldi við ómannúðlegar aðstæð- ur í hálft ár að ósekju. Skaðabóta- málinu var vísað frá dómi á þessu ári. Aðrir aðilar sem tengdir voru við Hells Angels voru dæmdir fyrir að- komu sína að málinu og hlutu þunga dóma. Gæsluvarðhaldið hafði þó afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir stöðu Einars innan Hells Angels því hann var á endanum settur af sem formaður samtakanna og í kjölfarið var mjög hljótt um samtökin. Einar var settur af í „Bad standing,“ þann 14. mars 2012. Í fundargerðabók frá 2012 kem- ur fram að gallavesti hans hafi verið brennt, sem og merki hans. Í samtali við DV í mars 2012 kvaðst Einar Ingi vera hættur og vildi ekki tjá sig frekar um málið. Í fundargerðabókunum sést vel að Einar var í sambandi við samtökin í gæsluvarðhaldinu. Hann sendi þeim meðal annars bréf þótt ekkert komi fram um efni þess í bók- unum. Boðið aftur inn DV mun fjalla ítarlega um fundar- gerðabækurnar á næstunni og fara yfir efni þeirra. DV hefur heimild- ir fyrir því að fyrrverandi meðlim- um hafi nýlega verið boðið að koma aftur inn í samtökin sem hafi ætlað sér að sækja í sig veðrið eftir ládeyðu undanfarin tvö ár. n n Fundargerðabækur vélhjólasamtakana segja söguna frá stofnun til 2012 n Einar Ingi var kosinn út í „Bad standing“„Framkoma X gagnvart klúbbn- um var rædd og verður niðurstaðan tekin með hann fyrir framan okkur. Formaður Einar Ingi Marteins- son var formaður Hells Angels á Íslandi þar til hann var settur af árið 2012. Þá hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í langan tíma. Hér stilla Hells Angels-með- limir sér upp við Héraðsdóm Reykjavíkur til að fylgja eftir dómsmáli sem þeir höfðuðu á hendur íslenska ríkinu eftir að erlendum Hells Angels-meðlimi var meinaður aðgangur að landinu. Mynd SIgtryggur ArI „Núna verða allir að vera vakandi og á high alert Svona Störfuðu HellS angelS á ÍSlandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.